Íslendingar eru mikið fyrir kaffisopann og margir hverjir eru sötrandi kaffi allan liðlangan daginn. Brjóstsviði og jafnvel lífshættuleg maga og skeifugarnarsár voru algengir fylgikvillar mikillar kaffidrykkju en nú er þeim haldið niðri með dýrum lyfjum. Of mikil kaffidrykkja veldur einnig svefnleysi og er streituvaki en streita er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Færri er kunnugt um að kaffidrykkja í sjálfu sér er sjálfstæður áhættuþáttur kransæðadauða og veldur einnig hækkun á blóðkólesteróli, sem er einn þekktasti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Um helmingur allra Íslendinga deyr úr hjarta- og æðasjúkdómum og margir fyrir aldur fram. Engar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á hugsanlegu sambandi kaffidrykkju og hjarta- og æðasjúkdóma.
Í nýlegri norskri rannsókn á um 39.000 körlum og konum 35-54 ára gömlum, sem fylgt var eftir í 6,4 ár og voru án einkenna um hjarta- og æðasjúkdóma í byrjun, var sýnt fram á 13,1% hækkun á blóðkólesteróli hjá körlum og 10,9% hækkun hjá konum, miðað við minnstu og mestu kaffineyslu. Slík hækkun á blóðkólesteróli (um 0,5 mmól/lítra) getur í sjálfu sér aukið tíðni kransæðadauða um 10-20% samkvæmt öðrum norskum rannsóknum, og hefur þá verið tekið tillit til annarra áhættuþátta. Rannsóknarmönnum þótti forvitnilegt að athuga hvort áhættan á kransæðadauða ykist eftir því sem fleiri kaffibollar voru drukknir. Kom í ljós, eftir að búið var að taka tillit til aldurs, heildarblóðkólesteróls, háþéttniblóðkólesteróls (góða kólesterólið), blóðþrýstings og sígarettureykinga, að hlutfallsleg áhætta var 2,2 fyrir karla og 5,1 fyrir konur, sem drukku níu bolla af kaffi eða meira á dag, miðað við þá sem drukku minna en einn bolla á dag.
Dánartíðni hækkaði jafnt og þétt hjá körlum, sem drukku tvo eða fleiri kaffibolla á dag. Athyglisvert er einnig að hlutfallsleg áhættuaukning á kransæðadauða við að drekka tveimur bollum af kaffi meira á dag samsvarar því að reykja 3,5 (konur) til 4,3 (karlar) sígarettum meira á dag, að efri mörk blóðþrýstings aukist um 6,9 mm Hg (karlar) til 11,2 mm Hg (konur), að heildarblóðkólesteról aukist um 0,47 mmól/1 (karlar) til 0,74 mmól/1 (konur) eða háþéttni-blóðkólesteról (góða kólesterólið) minnki um 0,24 mmól/1 til 0,39 mmól/. Þessar niðurstöður styðja þá skoðun, að kaffidrykkja getur aukið tíðni kransæðadauða fram yfir þá aukningu, sem nemur hækkun á blóðkólesteróli af hennar völdum. Minni kaffidrykkja auðveldar einnig streitustjórnun, sem aftur getur dregið úr áhættuhegðun t.d. reykingum, lækkað blóðkólesteról og blóðþrýsting, sem hver um sig er sjálfstæður áhættuþáttur kransæðadauða. Til mikils er að vinna með minni kaffidrykkju. Minni kaffidrykkja er ein ódýrasta forvörnin gegn ótímabærum kransæðadauða og bætir andlega líðan fólks.
Heimildir: 1) A. Tverdal et al., Coffee consumption and death from coronary heart disease in middle aged Norwegian men and women. BMJ, 3 March 1990. 2) Bennet, P. and Caroll, D. (1990). Stress management approaches to the prevention of coronary disease. British Joumal ofClinical Psychology, 29, 1-12. (I The Phychologist.
March 1990, n. 129).
Nokkrar staðreyndir um kaffi eftir Hanne Mathinasen.
Höfundur Hrafn V. Friðriksson yfirlæknir áriö 1990
Í haustblaðinu árið 1990 var önnur grein um kaffi.
Kaffi inniheldur fenol eða karbólsýru sem vísindamenn segja að leysist mjög fljótt upp í líkamanum og verkar eins og hvati við myndum á nitrosamium í meltingarfærum. Nitrosamium eru öflugir krabbameinsvaldar. Koffín er efni sem að verkunum líkist amfetamíni. Það er örvandi og líkaminn tekur það hratt upp í gegnum þarmaveggina. Það berst því fljótt út í hin ýmsu líffæri. Sterkustu áhrifin koma fram eftir hálfa klukkustund. Það tekur 48 kls. að gera óvirk 66 mg af koffíni. Mest af því sest að í líkamanum, aðeins 3-6% útskilst með þvagi.
Má nefna að einn bolli að meðal sterku kaffi inniheldur nálægt 100 mg af koffíni. Það sem koffínið gerir fyrir okkur er: Eftirtekt okkar verður betri og hugsun skýrari, taugakerfið nær jafnvægi, andardráttur og púlsinn verður hraðari, adrenalínið eykst og blóðsykur hækkar. Briskirtillinn starfar af fullum krafti við að framleiða insúlín til að fjarlægja sykur úr blóðinu, hjartað slær hraðar, magasýrumyndunin örvast, en hættan við það eru ofmiklar magasýrur eða súr magi og jafnvel magasár og hægðatregða, blóðþrýstingurinn hækkar og þvagmyndun eykst.
Kaffineyslan hefur heftandi áhrif á adenosin virknina, því að koffínið lokar frumuveggjunum. Í stuttu máli verður líkaminn fyrir of miklu álagi keyrir sig áfram í of háum gír. Þetta auka álag getur líkaminn aðeins ráðið við og jafnað út í stuttan tíma, en undir stöðugum áhrifum koffíns gefst hann upp. Þar að auki inniheldur kaffi sútunarsýru sem hefur eiturverkanir og vinnur gegn C-vítamíninu með þeim afleiðingum að það eyðist. C-vítamínið örvar járnupptökuna en hún minnkar við kaffidrykkju.
Við að drekka kaffi með mjólk eða rjóma er C-vítamín upptakan hindruð, þar að auki brjótum við niður kalíum og B-vítamín birgðir líkamans og röskum þar með jafnvægi kalíum og natríum. Kaffi dregur úr áhrifum smáskammtalyfja. Kaffi er ræktað í löndum þar sem við ræktunina er mikið notað af eiturefnum, sem eru skaðleg heilsu fólks. Við kaffibrennsluna myndast tjöruefni, sem eru krabbameinsvaldandi, vegna þess að sútunarsýran binst próteinum fæðunnar. Þegar hætt er að drekka kaffi getur fólk fengið fráhvarfseinkenni eins og þegar byrjað er að nota náttúrulyf, sem verka afeitrandi t.d. þreyta, lystaleysi, höfuðverkur, skapgerðarsveiflur.
Greinin birtist í danska ritinu Biopati í ágúst 1986.
I.S. !990
Flokkar:Næring