Ábyrgðin er þín

Rætt við Guðna Gunnarsson  um líkamsrækt árið 1989.

Mikill árangur
Fyrir nokkru átti ég tal við konu sem sagðist vera í líkamsrækt, hjá Guðna í World Class, vegna eymsla í baki. Hún sagðist ekki áður hafa fengið jafn mikla bót á sínum krankleika. Hefði hún samt stundað allslags æfingar áður. Hún sagðist ekki vera sú eina, sem Guðni hefði hjálpað, því að hjá honum væri fullt affólki, sem væri að leita að bót á  hinum ýmsu kvillum og segði sömu sögu.

Guðni er mörgum kunnur, vegna áhuga hans á heildrænum heilbrigðismálum. Hann gaf út tímaritið Líkamsrækt og næring um árabil. Frá  unga aldri hefur hann sótt fjölda námskeiða í tilvistarfræðum meðal annars í jógamiðstöðinni Kripalu, í Norður- Ameríku, sem er ein stærsta stofnun sinnar tegundar í heildrænni heilun. Heilsuhringurinn hafði sambandi við Guðna og spurði hvernig hann hagaði svo árangursríkri líkamsþjálfun og hvað hann legði mesta áherslu á.

Guðni: Ég legg mikla áherslu á, að líkamsrækt þarf að byggjast á mannrækt eigi heilsteyptur árangur að nást. Að hver og einn, læri að hann er sinn eigin skapari og getur eignast þann líkama sem hann vill. En til þess að ná því takmarki, þarf að þjálfa huga og sál samhliða líkamanum. Það eru fyrir því staðfestar sannanir að með hugbeitingu er hægt að ná sambærilegum árangri og með líkamlegum æfingum. Þetta hefur verið sannreynt á íþróttamönnum t.d. í víðavangshlaupi. Annar hópurinn æfði á hefðbundinn hátt, hinn æfði í huganum, sitjandi í stofunni heima hjá sér. Þegar hóparnir voru bornir saman, eftir markvissar æfingar, var ekki mælanlegur munur á hæfni þeirra. Það er vísindalega sannað að hugaraflið ræður öllu. Það gerist ekkert í líkamanum nema í gegnum hugann. „Líkaminn hugsar ekki sjálfur.“

Líkamsástandið er spegilmynd sálarlífsins
Líkamsástandið er í raun og veru kortlagning sálarlífsins. Hver og ein persónubirting verður að líkamsbirtingu. Það er talið að tilfinningalífið mótist frá getnaði til þriggja ára aldurs og taki á þeim tíma á sig ákveðna mótun, sem síðan birtist á líkamanum. Á sama tíma mótar barnið afstöðu sína, til þeirrar umhyggju sem það fær í vöggu. Tökum sem dæmi: að barn gráti og sé ekki sinnt, þá endar það með því fyrr eða síðar að það hættir að gráta og birgir inni þessar tilfinningar, sem leiðir til þess, að það fer að sjá um sig sjálft. Síðar meir getur þetta leitt til þess, að það verði hrætt við að leyfa öðrum að sýna sér umhyggju. En það eru tilfinningar sem margir eiga við að stríða. Flestum þykir meira öryggi í að sjá um sig sjálfir, frekar en að taka þá áhættu, að leyfa öðrum að sýna sér umhyggju, vegna þess að það skapár tilfinningaflæði og umrót sem flestir skilgreina sem óþægindi. Allar okkar tilfinningar eru góðar, en einhverra hluta vegna höfum við lært að flokka þær í góðar eða vondar þ.e. þægilegar eða óþægilegar tilfinningar. Þetta veldur því, að við bælum, heftum eða flýjum þær óþægilegu og völdum þannig spennu.

Hræðsla veldur stífni
Við erum háð þyngdarlögmálinu. Þegar við stöndum bein mætum við minnstri mótstöðu. Það er, ef bein lína er dregin, frá ökkla til eyra, sem þræðir hné, mjaðmir og axlalið. Þegar við verðum fyrir tilfinningaáföllum, þá upplifum við sársauka. En sársauki er af flestum skilgreindur vondur. Til þess að verjast sársaukanum setur fólk sig í stellingar, sjálfum sér til varnar. Þessar stellingar geta verið margvíslegar, sem eru í eðli sínu höft eða bæling. Þegar ég tala um stellingar, á ég við, þegar líkaminn tekur á sig myndir útúr beinni stöðu, sem dæmi má nefna þegar fólk setur höfuðið fram fyrir brjóstið, þá ætlar það að mæta tilverunni, á vitrænan máta, en ekki tilfinningalegan.

Annað dæmi: Þegar menn reyna að hylja tilfinningar sínar með því að byrgja brjóstið, með framstæðum öxlum. Eða á hinn vegin, þegar þeir fara í hermannastöðu og þenja brjóstkassann fram, þá er gefið til kynna að þeir séu sterkir og geti allt. Með þessu háttalagi beislum við ákveðin vöðvakerfi okkur til varnar. Við þessa framkvæmd förum við útúr því sem kallast bein líkamsstaða og við það tökum við á okkur meiri mótstöðu. Um leið og það gerist, eykst spennan og öll spenna minnkar flæði. Þá eru það ekki lengur beinin, sem halda uppi þyngdinni, heldur ákveðnir vöðvar og vöðvahópar.

Eiginleiki vöðvanna er að slaka á og dragast saman, samdráttarhæfni þeirra hefur með styrk þeirra að gera. Vöðvi sem er stífur hefur mikið minni samdráttarhæfni. Maður, sem er stífur, notar ekki vöðva sína, til samdráttar og slökunar, þeir verða líkari járni en vöðva. Stífni myndast af ótta. Þá vaknar spurning um, við hvað eru menn hræddir? Eru þeir hræddir við að eiga ekki nógu fallegt hús eða nógu góðan bíl, eða að þeir séu ekki nógu góðir, sterkir og stórir eða nógu mjóir eða óttast þeir að fólk hlæi að þeim? Þá kemur önnur spurning. Hvaðan koma kröfurnar? Við hvað miðum við? Hver segir okkur hvað við þurfum að gera til að vera ánægð? Af hverju þurfum við samanburð við aðra, sem engan veginn stenst. Vegna þess að því verður ekki breytt að hvert okkar sem er, er algjörlega sérstakt. „Eina eintakið af okkur“,  sem er og verður. Við ættum því að gera það besta, sem hægt er, úr því.

Trúin fjötrar menn eða frelsar
Ég er ekki að tala um trúna á Guð. Ég á við trúna á sjálfan sig. Þú ert það sem þú trúir. Ef þú trúir því að þú sért ómögulegur, þá ertu ómögulegur. En ef þú trúir að þú sért í lagi og sættir þig við hvernig þú ert og gerir þitt besta úr því, þá ganga hlutirnir betur við hvaða aðstöðu sem þú ert.

Andleg næringarfræði
Þú þarft að elska sjálfan þig og bera virðingu fyrir sjálfum þér. Hætta að hafna þér með því að segja t.d. ég er ekki nógu góður, ég er of feitur, of mjór o.s.fr.v. þetta á ekkert skylt við sjálfselsku. Ég er að benda á, að fegurðin er í augum sjáandans. Sá sem ekki upplifir fegurðina í sjálfum sér upplifir hana ekki annars staðar. Neysla ástar er nauðsynleg, þá meina ég að við þurfum að geta tekið á móti kærleika. Þeir menn sem ekki geta auðsýnt sjálfum sér elsku, geta ekki sýnt hana öðrum. Við getum ekki gefið það sem við ekki eigum. Við getum ekki heldur gefið, ef við getum ekki þegið.

Mataræði
Eins og komið hefur fram, þá erum við það, sem við hugsum, en við erum líka það sem við borðum. Leiðbeinendur í heilbrigðu líferni, hafa gert sér grein fyrir því, að við getum notað fæðuna, til að stjórna okkar upplifun, þó svo að heilbrigðiskerfið hafni því, að svo sé. Það kerfi, sem við köllum heilbrigðiskerfi, er í raun ekkert nema sjúkdómskerfi. Vegna þess að sáralítið hlutfall þeirra fjármuna, sem árlega er varið til heilbrigðismála fer til fyrirbyggjandi framkvæmda. Á Íslandi er einungis tekið á heilbrigðismálum þegar menn eru orðnir sjúkir, bæklaðir eða jafnvel óvinnufærir vegna fyrirhyggjuleysis og hefur núverandi ríkisstjórn gengið svo langt, að skattleggja líkams- og heilsurækt. Flestir hugsandi menn byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní. Það eru svo margar og misjafnar leiðir að sama marki.

Margir hafa sérhæft sig í mataræðis ráðgjöf. Þeir reyna að koma á jafnvægi með fæðunni, en vilja ekki kljást við tilfinningarnar. Það er ekki alltaf spurning um hvað þú borðar, heldur hvaða forsendur liggja að baki neyslunni. Hvort þú kemur á jafnvægi, með hugarfari eða næringu. Þegar ég gef ráð um fæði er það á þessa leið: og gerilsneyða. Hún nýtist manneskjunni illa eftir þá meðferð. Brauð er skemmt með salti, sykri, rotvarnarefnum, fitu og bragðefnum. Borðaðu fæðuna sem minnst unna. Það er búið að skemma mjólkina með því að fitusprengja hana. Hér á landi er höfuð undirstaða næringar  mjólk, fiskur og egg, sem eru allt hreinir hvítugjafar.

H.h.: Er þörf fyrir fólk í líkamsrækt að borðameiri eggjahvítu en það fær úr venjulegu fæði?
Guðni: Hvítu þörfin er ætluð 10-12% eftir því hvað þú gerir, t.d. hvort þú ert í erfiðisvinnu eða líkamsrækt. Það ætti því ekki að þurfa meira, en fæst úr venjulegu fæði, svo fremi að það sé ekki skemmt með ofhitun og steikingu. Það er meðferð matarins, sem skiptir miklu máli. Til að stuðla að betri nýtingu hvítunnar, ætti fólk að borða meiri sterkju og kolvetni, sem það fær úr grænmeti, kornmat og ávöxtum. Það þurfa að vera flókin kolvetnasambönd, sem koma sem víðast úr náttúrunni, vera næringarrík og innihalda trefjar.

Þó að trefjar meltist ekki þá eru þær forsenda fyrir meltingu, draga úr hraða hennar og auka nýtingu. Það má segja að trefjar vinni sem hálfgerðir öskukarlar i þörmunum. Eins að vera sem minnst unnin t.d. eru hýðisgrjón góð, en klór hreinsuð hýðislaus grjón eru aðeins úrgangur. Margir átta sig ekki á því að insúlín framleiðslan i líkamanum byggist á upptöku glúkósa (sykri), sem gerir það að verkum að hvítur sykur verkar eins og áfengi á líkamann. Eini munurinn á hvítum sykri og áfengi er gerjunin. Þetta er sami grunn orkugjafinn, sem veldur því að það kemur geysileg sveifla í skrokkinn, með sykrinum örvun, en með áfenginu örvun og víma. Síðan spennufall, þannig að fallið verður neðar en þaðan sem farið var.

Í byrjun líkamsæfinga
þarft þú að gera þér grein fyrir að það ástand sem er, er það besta sem getur verið. En viljir þú breyta því ástandi sem er, þarftu að meta þann efnivið, sem þú hefur og komast að samkomulagi við sjálfan þig, að því verði ekki breytt á einum degi. En ef þú veist hvað þú vilt, getur þú hafist handa strax. Því næst þarftu að átta þig á hvar þú ert staddur. Taka síðan ákvörðun um, hvert þú ætlar og útfrá því að marka stefnu.

Höfuð áhersla er alltaf lögð á öndun og athygli samfara æfingum.
Öndunin er forsendan fyrir lífinu. Ef við troðum banana í púströr á bíl, drepur hann á sér. Eins er það með mennina, umfang lífs þeirra verður ekki meira en öndun hvers og eins. Það eru margir, sem stjórna tilfinningalífi sínu með önduninni, en flestir í okkar þjóðfélagi anda mjög grunnt þannig að upplifun þeirra verður í samhengi við það. Þeir sem anda djúpt, hafa allt annað flæði en þeir sem anda grunnt. Það er einföld staðreynd, að þeir sem hafa frjálsa öndun eru frjálsir. En þeir sem hafa hefta öndun eru heftir.

Kviðbeiting
Ég legg áherslu á ákveðna grunntækni, sem byggist á kviðbeitingu. Við það eru notuð ákveðin bönd, sem við köll um vaxtamótara. Þessi bönd gera fólki kleift að læra að beita kviðvöðvunum til fulls, á annan máta en áður. Þannig að þeir geti stjórnað átaki og smám saman komist inní beitingu. Kviðurinn er ekki aðeins uppspretta orkunnar, heldur er hann einnig stærsti vöðvamassi líkamans. Þar eru kviður og bak nánast heill hringur. Þar eru öll aðal líffærin og þar tengjast efri og neðri hluti líkamans. Þeir sem hafa ekki góða miðju, hafa ekki fullt jafnvægi.

Ingibjörg Sigfúsdóttir skrásetti árið 1989



Flokkar:Fjölskylda og börn, Hreyfing