Beinbrot eldri kvenna af völdum beingisnunar er orðið alvarlegt vandamál í þjóðfélaginu. Algengustu brot af þessum völdum eru lærbrot, handleggsbrot og samfall á hryggjarliðum. Í þessari grein langar mig að minnast í nokkrum orðum á það sem við sjálf getum gert til að forðast og draga úr beingisnun.
Hvað er beingisnun?
Beingisnun má skilgreina þannig að beinmassinn minnkar en beinið sjálft heldur eðlilegri lífefnafræðilegri uppbyggingu. Orðið beinþynning hefur oftast verið notað í þessu samhengi en það gefur frekar villandi mynd því í raun þynnast bein ekki heldur gisna þau.
Hrörnun beina
Um 35 ára aldurinn byrja beinin að hrörna bæði hjá konum og körlum. Að meðaltali tapa konur um 1% árlega af beinmassanum fram að tíðahvörfum. Hraði beintapsins eykst síðan eftir tíðahvörf, en beintapið nær síðan aftur fyrri hraða, eftir ca. 5 ár. Hjá karlmönnum •byrjar hrörnunin aftur á móti ekki fyrr en um fimmtugt. Tap beinmassans hjá þeim er ekki nema 0,4-0,5% á ári og verður ekki að vandamáli fyrr en um áttrætt þegar hraði hrörnunar eykst.
Einkenni og orsakir beingisnunar
Orsakir beingisnunar eru ekki að fullu ljósar og ekki allir á sama máli um þær. Líklegt er þó að orsakirnar séu margar og samtengdar.
Helstu einkenni beingisnunar eru:
*Almennt beintap sem gerist bæði hjá konum og körlum aföllum kynþáttum og er háð aldri.
*Tímabundið samband beintaps við tíðahvörf kvenna.
*Aukning upptöku (resorption) á innri hluta beins meðan beinmyndun er eðlileg.
*Lágt steinefnamagn beina.
*Bakverkir eða jafnvel beinbrot.
Orsakir sem hafa verið nefndar eru: Hreyfinga og þyngdarleysi, lítil neysla á ‘kalki, erfðafræðilegir þættir, vöntun á estrogeni eða aðrar hormónabreytingar, skortur’á eggjahvítuefni, skortur á D-vítamíni, reykingar, alkóhól, koffin, öldrun, snemmbær tíðahvörf, ýmsir sjúkdómar og lyfeins og sterar.
Stjórnun beinvaxtar
Tvö jafnvægiskerfi virka saman og stjórna beinvexti, þ.e. hormón og mekanískt álag. Hið fyrra stjórnar kalki (kalsíummagni) í blóði og beinum en hitt sér um álag á beinin. Mekanísku kraftarnir sem verka á beinin eru tveir:
1. Þyngdarkrafturinn. (Hann ákvarðast af þyngdinni sem beinin bera.)
2. Vöðvakrafturinn. (Hann verkar á beinin við samdrátt vöðva.) Þyngdar- og vöðvakraftarnir örva vöxt beina þannig að þeir hafá áhrif á uppbyggingu steinefna og kollagena sem gefa beinunum þann styrk sem þarf við athafnir daglegs lífs.
Þættir sem hafa áhrif a þróun beingisnunar.
1.Kalk
Með auknum aldri verður meiri þörf á að auka kalkneyslu, vegna þess að þá borðar fólk minna og hreyfir sig minna. Auk þess minnkar upptaka efna í maga og þörmum og þar af leiðandi riðlast kalkjafnvægið í líkamanum sem leiðir til þess að kalk sogast frá beinum (en 99% af kalki líkamans er í beinum). Flestar konur eldri en 35 ára eru í neikvæðu kalkjafnvægi. Talið er að um 1250 – 1500 mg/ dag af kalki þurfi til að viðhalda kalkjafnvægi miðaldra kvenna. (Dæmi um kalkríka fæðu: 1 glas af mjólk – 2,5 dl – 300 mg kalk, 2,5 dl súrmjólk – 320 mg kalk, 100 gr ostur – ca 1000 mg kalk, 100 gr sardínur – 600 mg kalk, 100 g hvítkál – 60 mg kalk).
2. Estrogen
Escrogen er kynhormón sem framleitt er í eggjastokkum kvenna. Við tíðahvörf minnkar framleiðslan á því eins og á fleiri kynhormónum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að estrogengjöf (oft blönduð með progestron), er áhrifarík sem fyrirbyggjandi meðferð við beingisnun. Estrogengjöfin dregur úr beintapi, en eingöngu meðan á meðferð stendur. Gallinn við þessa meðferð er hinsvegar sá að henni geta fylgt óæskilegar
aukaverkanir.
3. Hreyfingaleysi
Eftir því sem fólk eldist geta lífeðlisfræðilegar breytingar og breyttur lífsstíll oft orðið til þess að fólk hreyfir sig minna. Þar sem bein eru bæði háð þyngdarkrafti og vöðvakrafti eins og þegar hefur verið nefnt, þá hlýtur minnkuð hreyfing að leiða til rýrnunar á beinum. Rannsókn á ungum mönnum, sem lágu í rúminu f 30 -36 vikur, leiddi t.d. í ljós tap um 25 – 45% af beinmassa hælbeins.
4. Áhrif þjálfunar á beinmassa
Eins og sagt var frá hér að framan um að hreyfingarleysi gæti leitt til rýrnunar á beinum, vaknar sú spurning hvort líkamsþjálfun geti ekki komið í veg fyrir eða dregið úr beingisnun. Sýnt hefur verið fram á að ungar stúlkur og konur sem stunda reglulega íþróttir hafa meiri beinmassa en jafnöldrur þeirra sem enga þjálfun stunda. Þar eða þær sem þjálfa hafa meiri beinmassa hafa þær meiri forða til að tapa þegar þær verða eldri, beinbrot ættu því ekki að vera eins algeng hjá þeim á efri árum Til þess að æfingar/þjálfun hafi áhrif á beinmassann virðast. þær þurfa að ná einhverju ákveðnu marki, sem ekki er að fullu þekkt. Við vitum samt að æfingarnar þurfa að vera þungaberandi (eins og hlaup, ganga, leikfimi, veggjatennis, boltaíþróttir o.fl.) reglulegar,, stigvaxandi og helst þurfa þær að verða sjálfsagður hlutur í daglegu lífi fólks.
Einnig sýna rannsóknir á miðaldra konum, hvort sem er fýrir ‘eða eftir tíðahvörf, að beinmassinn er meiri hjá konum sem eru í þjálfun og hafa meiri steinefnainnihald. Aftur á móti tapa þær, sem ekki þjálfa, beinmassanum jafnt og þétt. Hinn aukni hraði sem verður á beintapi hjá hinni dæmigerðu miðaldra konu eftir tíðahvörf verður ekki eins mikill hjá þeim konum sem eru í þjálfun. Athyglisvert ert að jafnvel léttar æfingar virðast duga til að auka beinmassann hjá eldri konum, sem lítið hafa verið í þjálfun (jafnvel þótt þær séu komnar með beingisnun eða hafi brotnað). Vöðvakrafturinn virðist því skipta máli hjá eldri konum í sambandi við örvun á vöxt beina.
Lokaorð
Að þessu fengnu má því vera ljóst að mikilvægt er fyrir konur að neyta kalkríkrar fæðu, s.s. mjólkurmats, og vera í góðri líkamsþjálfun alla ævi. Með þessu móti mætti koma í veg fyrir mikil óþægindi og kostnað sem fylgir beinbrotum, bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild.
HELSTU HEIMILDIR:
1. – J.A. Bornor, B.B. Dillworth, K.M. Sullivan: Exercise and osteoporosis: A critiq ofthe literature. Physiotheraphy in Canada vol. 40, n. 3, may/june 1988.
2. – P.C. Jacobson, W. Beaver, S.A. Grubb, T.N. Taft, R.V. Talmage: Bone density in women: College athletes and older athletic women. Journal of Orthopaedic Research vol. 2, no. 4, 1984.
3. – E. .L. Smith, R.C. Serfass: Exercise and aging: The scientific basis. Hillside, New Jersey, Enslow Publishers 1981.
4. – J.A. Aisenbrey: Exercise in the prevention and management of osteoporopsis. Physical therapy vol. 67, no. 7, july 1987.
Grein þessi er byggð á B.S. ritgerð höfundar sem er nemandi við másbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og birtist í blaðinu Þrymill, sem er blað 4. árs nema (sjúkraþjálfun og er birt hér með leyfi höfundar.
Höfundur: Guðrún Brynjólfsdóttir árið 1989
Flokkar:Líkaminn