Nýjar hugmyndir um eyðni

Inngangur  ( grein skrifuð 1989)
Vegna þess að mjög athyglisverðar upplýsingar um eyðni voru birtar á síðasta ári í vísindatímaritinu ,,Journal of Orthomolecular Medicine“, ákvað greinahöfundur að fresta að skrifa grein um krabbameinslækningar í þetta blað, en taka heldur saman það helsta sem birt hefur verið að undanförnu um ,,óhefðbundnar“ lækningar á eyðni. Höfundur vill taka það fram að hann er hér að segja frá því sem aðrir hafa skrifað en ekki að koma með eigin hugmyndir eða kenningar.

Telji einhverjir ástæðu til að gagnrýna þessi skrif verður sú gagnrýni að vera málefnaleg og beinast að heimildarmönnum en ekki greinarhöfundi persónulega eins og stundum hefur mátt sjá í blaðaskrifum um hliðstæð málefni. Þær hugmyndir sem hér eru i fyrsta skipti kynntar á íslensku eru í mörgu byltingarkenndar og ganga í flestu á skjön við þær kenningar sem almennt eru viðurkenndar af sérfræðingum. Það þarf þó ekki að þýða að þær séu rangar. Þær geta allt eins vel verið réttar að einhverju eða öllu leyti og væru þá viðbót við þá þekkingu sem sérfræðingar telja sig hafa á sjúkdómnum.

Þessar hugmyndir leiða þó af sér gerbreytt viðhorf til lækningar sjúkdómsins og gefa því fólki, sem hefur orðið fyrir því óláni að sýkjast, von um lækningu, án þess að fundin verði upp ný lyf eða önnur nú óþekkt læknismeðferð. Þetta gildir þó því aðeins að þær upplýsingar sem hér eru kynntar séu réttar. Þar verður reynslan að skera úr. Tímaritið sem þessar greinar eru fengnar úr er sennilega virtasta tímaritið sem gefið er út í heiminum um nýjungar í óhefðbundinni læknisfræði og ritstjóri þess og ritnefnd samanstendur af þekktum sérfræðingum í ýmsum greinum læknisfræði,-líffræði, næringarfræði og lífefnafræði. Í því hafa á liðnum árum verið birtar hver greinin annarri áhugaverðari um ýmis læknisfræðileg efni og hafa sumar þeirra allt að því markað tímamót í hugmyndum lækna í meðferð ólíklegustu heilsufarslegra vandamála. Sumt af því hefur þegar fengið almenna viðurkenningu. Annað bíður síns tíma. Því finnst mér full ástæða til að taka alvarlega greinar sem þetta tímarit birtir en afskrifa þær ekki fyrirfram sem órökstudda ímyndun eða óskhyggju.

Lesi einhverjir eyðnisjúklingar þessa grein finnst mér að þeir ættu að hugleiða efni hennar, en því miður er ég hræddur um að þeir fái takmarkaðan stuðning hjá flestum læknum, ef þeir reyna að fara eftir ráðleggingunum sem hér eru gefnar. Þetta stafar m. a. af því að ólíklegt er að neinn þeirra hafi lesið umræddar greinar og í öðru lagi af því að yfirleitt er mjög mikil tregða meðal lækna á því að prófa læknismeðferð sem ekki hefur hlotið viðurkenningu löglegra heilbrigðisyfirvalda. Þá lækna mætti minna á orð hins þekkta læknis Claud Bernard, sem uppi var fyrir meira en öld, en hann sagði ,,að þegar fengist sé við sjúkdóma sem engin læknismeðferð sé þekkt við en einhver læknir heldur því fram að hann hafi fundið lækningu á, þá sé það skylda lækna að prófa meðferðina, svo framarlega sem hliðarverkanir af henni séu ekki verri en sjúkdómurinn sjálfur“.

Hvað eyðni varðar er talið að lífslíkur framyfir nokkur ár séu engar og að þau lyf, sem verið er að prófa um þessar mundir, geti í besta falli hægt á framvindu sjúkdómsins en ekki læknað hann. Þetta á einnig við um nýjustu lyfin AZT (Zidovudin) og DDC (Dideoxycytidine), sem auk þess hafa mjög alvarlegar hliðarverkanir, að sumra mati jafnvel verri en sjúkdómurinn sjálfur. Eyðnisjúklingar hafa því ekki um margt að velja og það ættu læknar þeirra einnig að gera sér ljóst.

Tengsl eyðni við sýfilis og ónæmisbælandi sjúkdóma.
Í Journal of Orthomolecular Medicine 3. ársfj. 1988 er löng grein eftir Stefan  S. Caiassa, lækni um samband milli þriðja stigs sýfilis og eyðni. Einnig er í sama blaði ritdómur um nýútkomna bók ,,Aids and Syphilis- The Hidden Link“, eftir Harris L. Coulter, um þetta efni. Báðir höfundar komast að þeirri niðurstöðu að í mjög mörgum tilfellum sé augljóst samband milli dulins (þriðja stigs) sýfilis og eyðni. Þeir ganga jafnvel svo langt að koma með þá tilgátu að sýfilis sé frumorsök eyðni og að HIV (eyðniveiran) sé aðeins aukaþáttur í sjúkdómnum.

Hún sé til þess að gera meinlaus ein sér, en banvæn ef hún sýkir einhvern með dulinn sýfilis (eða aðra sjúkdóma sem síðar verður rætt um). Dr. Coulter segir að um helmingur eyðnisjúklinga (í Bandaríkjunum) hafi einhvern tímann áður verið meðhöndlaðir við sýfilis en sýfilis sjúklingar geti þó hæglega verið mun fleiri, því að ytri einkenni um sýfilis hverfi oft án þess að læknismeðferð komi til. Það sem verra er, er þó það, að prófun gegn sýfilis er oft neikvæð, sé um þriðja stigs sýfilis að ræða. Hann er því ‘dulinn“. Báðir telja þeir að sýkillinn dyljist í miðtaugakerfinu og e.t.v. víðar og veikli ónæmiskerfið. Þannig einstaklingur er því auðveld bráð fyrir eyðniveiruna.

Dr. Caiazza gefur eyðnisjúklingum sínum stóra skammta af IV penicillini eða tetracyclin lyfjum i tvær til tólf vikur. Hann segir að þau lyf nái til þeirra sýfilissýkla sem faldir eru í miðtaugakerfinu. Í grein sinni segir Dr. Caiazza frá mörgum dæmum þess að við þetta hafi einkenni eyðni sjúklinga minnkað eða horfíð og ,,blóðmynd“ þeirra batnað eða orðið eðlileg og að þeir hafi getað horfið til fyrri starfa án einkenna. Ástralski læknirinn dr. Robert Bust skrifar í grein um eyðni í Journal of Orthomolecular Medicine, 2. ársfj. 1988, að hann telji að fleiri sjúkdómar en sýfilis komi við sögu í eyðni. Hann nefnir herpes (áblástur, ristill), Epstein-Barr veirur, vissar tegundir krabbameins og síðast en ekki síst langvarandi candida sveppasýkingu. Hann mælir með hollu mataræði og fæðubótarefnum, ásamt sveppalyfjum. Um ráðleggingar hans verður nánar rætt í næsta kafla.

Fæðubótarefni
  Allir þeir sem hér hefur verið vitnað í telja að langvarandi bæling á ónæmiskerfinu, af mismunandi ástæðum, sé frumorsök eyðnisjúkdómsins en að eyðniveiran sé í raun aukaþáttur eða hliðarástæða, sem reki endahnútinn á áður veiklað ástand ónæmiskerfisins. Því hafa komið upp þær hugmyndir meðal ýmissa sérfræðinga, sem telja rétta næringu lykilinn að ónæmiskerfinu, að lækna mætti eyðni með réttu mataræði og viðeigandi fæðubótarefnum og styrkja þannig ónæmiskerfið.

Í ritdómi um bókina „The AIDS Fighters: The Role of Vítamín C and other Immunity Building Nutrients“ eftir dr. Jan Brighthope og Peter Fitzgerald, sem birtur var í Journal of Orthomolecular Medicine, 3. ársfj. 1988 er fjallað um þetta mál. Dr. Brighthope segir m.a. „Ennþá höfum við ekki orðið fyrir einu einasta dauðsfalli hjá sjúklingum okkar með eyðni á háu stigi, sem hafa haldið sig við C-vítamín-meðferð okkar og aðra næringu sem við notum. Stóra skammta af natríum askorbati (C- vítamín) getur hvaða þjálfaður læknir eða hjúkrunarfræðingur gefið með fullkomnu öryggi.

Á sjúkradeild minni höfum við gefið meira en 60.000 vítamínsprautur án mistaka í eitt einasta skipti. Dr. Brighthope notar sérstaka aðferð til að fólk geti tekið stóra skammta af C-vítamíni án þess að meltingarfærin geri uppreisn. Hann gefur sí-stækkandi skammta af natríum askorbati (betra fyrir meltinguna en askorbinsýra), þar til einkenni koma frá meltingarfærum. Þá er skammturinn minnkaður þar til  einkennin hverfa, en síðan aukinn aftur uns einkenni koma á nýjan leik, en sá skammtur er oftast stærri en i fyrra skiptið. Þá er dregið á nýjan leik úr skammtinum þar til einkenni hverfa og þannig haldið áfram þar til æskilegu magni er náð, sem getur verið tugir gramma á dag. Oft þarf þó að gefa C-vítamínið í sprautum til þess að ná hámarksmagni i blóði. Hér á eftir kemur heildarmeðferð dr. Brighthopes eins og hún er birt í heimildum mínum í Journal of Orthomolecular Medicine.

1. Holl fæða,  hvíld, hugleiðslutækni og jákvæð hugsun og sjálfsímynd er allt mikilvægt fyrir ónæmiskerfið.
2. C-vítamíninntökur eins og meltingarfærin þola (sjá áður), allt upp í 10-20 te-skeiðar af dufti á dag. Auk þess C- vítamínsprautur’. 1 byrjun allt upp í 150g á dag en viðhaldsskammtur er 30-60 g á dag.
3. A-vítamín 20.000 ein. á dag.
4. E-vítamín 500-1000 ein. á dag.
5. Selen 200-1000 mcg á dag (Fylgst er með selen í blóði mánaðarlega).
6. B-vítamín komplex 50-200 mg 3X á dag.
7. Kvöldvorrósarolia  100 mg 3X á dag (samsvarandi ca. 8 belgjum af ,,Pre Glandin“).
8. B-15 vítamín (pangamínsýra) 50mg 3X á dag.
9. Zink/magnesium/mangan     komplex, samsvarandi 30-60 mg zink á dag.
10. Briskirtilsensím 1-2 töflur með máltíðum (mætti sennilega nota „bromalain“ eða „papain“).
11. Echinacea (echinaforce) 1500 mg 2X á dag.
12. Viscum album (mistilteinn) 0,2-1 ml á dag (notað sem sprautulyf, „Helixor“ eða ,,Iscador“).
13. Thymus extrakt, 1 tafla 3X á dag.
14. Mycostatin (nystatin, sveppalyf) 500.000 ein. 1-3 töflur á dag eða „Ketaconazole“, sjá 15.
15. Ketaconazole (Fungoral) 200 mg 1-2 2X á dag (Fylgst er með lifrar-og nýrnastarfsemi).
16. Lactobacillus acidofilus- gerlar. 30 töflur fyrstu 3 dagana en síðan 1-2 töflur 3X á dag.
17. Hvítlaukur eða hvítlauksbelgir (Kyolic hvítlauksbelgir eru ágætir) 1 belgur 3X á dag.
18. Pao D’Arco (La Paco, börkur)-extrakt, 4-6 dropar 3X á dag.
19. Rauðrófu-og, gulrótarsafi, 1-2 glös á dag. 20. ,, Metallo Proteins“ (prótein blanda) 10 ml 3X á dag í vökva formi eða 10 dropar 3X á dag í þykkni.
21. Lakkrísrótar extrakt, 2,5 ml, 3X á dag.
22. Hómópatalyf: Zincum iodatum.
23. Gamall Aloe Vera safi 50-100 ml á dag. Þannig lítur meðferðarlisti dr. Brighthopes
út. Athyglisvert er að þetta er mjög líkur listi og ýmsir hafa mælt með sem krabbameinsmeðferð, sem gefið hafi mjög góðan árangur. Meiri hluti þess sem á listanum er, fæst hér á landi í búðum eða apótekum en kostnaðurinn við að nota þetta er vafalaust allmikill fyrir einstaklinga, því að sjúkrasamlög greiða lítið sem ekkert af þessu nema sveppalyfin en þau eru að mínu viti mjög mikilvæg. Sennilega mætti í stað þeirra nota náttúruleg sveppalyf eða hómópatalyf. Vitað er að önnur hómópatalyf en hér eru nefnd hafa verið notuð við eyðni í Evrópu með góðum árangri. T.d. Argentum nitratum og syphilinum, en það síðarnefnda er einnig notað við sýfilis. Þetta er athyglisvert í ljósi þess sem áður var sagt í þessari grein um tengsl eyðni og sýfilis.

Eyðni og lesitin
Að lokum skal hér greint frá nýrri mjög áhugaverðri lækningameðferð sem greint er frá í Journal of Orthomolecular Medicine, 2. ársfj. 1988. og sagt er, að farið sé nú að nota víða um heim. Hér er um að ræða sérstaka fitublöndu sem samanstendur af einhverri hlutlausri fitu, t.d. smjöri og tveim gerðum af fosfólípiðum, sem báðar finnast í lesitini. Þetta eru fosfatidylkólín ogfosfatidyl-ethanolamín. Hlutfallið er  hlutar smjör, 2 hlutar fosfatídyl-kólin og 1 hluti fosfatidyl-ethanolamin.   Blanda með þessari samsetningu var þróuð við Weizmann Institute of Science í Ísrael fyrir um það bil áratug. Hópur vísindamanna undir forystu Meir Shinitsky sýndi fram á að þessi blanda var mjög áhrifarík til að bæta minnisleysi, hjálpa fólki til að komast út úr fíkniefnaneyslu og til að styrkja ónæmiskerfið.

Blandan er nú fáanleg undir nafninu AL721 og kostar nálægt 65 dollurum mánaðarskammturinn. Hér verður fyrst og fremst rætt um eiginleika þessarar blöndu til lækninga á eyðni en ég hef hug á að ræða síðar um aðra eiginleika hennar t.d. við Alzheimerssjúkdóm, lækningu á fíkniefnasjúklingum og á sjúkdómum sem stafa af rangri starfsemi ónæmiskerfisins, öðrum en eyðni, t.d. ofnæmi, sjálfsónæmi og öðru sem tengist slíkum vandamálum. Vísindamennirnir álita að þessi fitublanda leysi upp himnu úr kólesteróli sem umlykur eyðni-veiruna og geri hana þannig, annaðhvort að auðveldari bráð fyrir frumur ónæmiskerfisins eða þá að þetta trufli á einhvern hátt lífsstarfsemi hennar, þannig að hún verði annað tveggja skaðlaus eða blátt áfram deyi.

Ástand flestra sem notað hafa þessa blöndu hefur batnað mjög fljótt. Prófun á nokkrum sjúklingum við St. Luc’s-Roosevelt sjúkrahúsið í New York City, sýndi 80-90% fækkun á eyðniveirum og hjá sumum fannst alls engin eyðni-virkni að hálfum mánuði liðnum. Nú er sagt að 1000 sjúklingar séu i meðferð í New York, og víða annars staðar í heiminum er farið að nota efnið t.d. i Ástralíu. Ekki var skýrt frá því hversu mikið er notað af efnablöndunni. Sagt er að enginn hafi ennþá dáið af þeim sem komnir eru á meðferð en það er þó ekki staðfest. Vafalaust væri æskilegt að meðferðinni fylgdi bætt mataræði og e.t.v. neysla fæðubótarefna til að styrkja ónæmiskerfið enn frekar. Hvort sem svo er eða ekki, þá lofar þessi meðferð mjög góðu.

Einnig er hún hliðarverkanalaus og til þess að gera ódýr og algerlega skaðlaus. Jafnvel mætti búast við að ýmislegt annað batnaði um leið, jafnvel kransæðasjúkdómar, minnisleysi, ofnæmi, M.S. og liðagigt. Talað hefur verið um að sumar tegundir lesitins á almennum markaði innihaldi rétt hlutföll fosfólípiða með því að bæta saman  við það dálitlu af eggjarauðu og blanda þessu saman við smjör i eldhúshrærivél og nota síðan sem viðbit. Efnið líkist mjög smjöri og má því nota sem slíkt. Við það yrði meðferðin ennþá ódýrari. Ósagt skal hér látið hvort sú blanda yrði jafn góð og upphaflega efnið AL-721 en það gæti þó vel hugsast. Hér verður látið staðar numið i bili, þó að margt sé ennþá ósagt úr þeim heimildum sem  höfundur hefur úr að moða. Vonandi getur einhver íslenskur eyðnisjúklingur haft gagn af þessum upplýsingum og verði svo væri gaman að frétta um árangur.

HEIMILDIR:  Margar greinar i timaritinu Journal of Orthomolecular  Medicine, 2.og 3.ársfj. 1988  Bækur sem vitnað er l:  AIDS and Syphilis- The hidden Link, eftir Harris L. Counter.  North Atlantic Books, Berkeley, CA. 1987. The AIDS Fighters. The Role of Vitamin C and Ofher Immunity Building Nutrients, eftir dr. lan Brighthope með Peter Fitzgerald. Keats Publ. Inc., New Conaans, Connecticut, 1988.

Höfundur: Ævar Jóhannesson



Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: