Þegar ég var beðin um að skrifa grein um mataræði í sambandi við krabbamein, kom mér fyrst í hug, að best væri að skrifa um hvernig megi breyta mataræðinu til þess að fyrirbyggja sjúkdóma eins og krabbamein. Það er nefnilega miklu meira átak að breyta um mataræði þegar viðkomandi er orðinn sjúkur og mótstöðuaflið minna. Makróbíótík byggir á hugmyndafræði Austurlandabúa, sem notuðu daglega fæðu til þess að viðhalda heilsu.
Ekki er nóg að einblína eingöngu á mataræðið sem leið út úr sjúkdómum, heldur þarf að huga að mörgu öðru, eins og hæfilegri áreynslu á líkamann með æfingum og jákvæðu hugarfari sem er afar mikilvægt. Oft heyri ég fólk tala um t.d. krabbamein sem einhvern illvirkja í líkamanum sem þurfi að herja á og reka á brott með valdi. Þetta er ekki rétta leiðin, hver og einn þarf að bera mikla virðingu fyrir sínum líkama og meðhöndla hann samkvæmt því. Það er ekki hægt að sigrast á því sem maður hatar.
Fyrsta skrefið er því að líta á líkama og sál sem eina heild og sé þessi heild ekki i lagi í augnablikinu, þarf að vinna að því að ná upp betra jafnvægi á milli allra þátta líkamsstarfseminnar. Við erum bara svo vön að herja á líkamann með árásum eins og að deyfa sársauka með lyfjum í stað þess að finna út af hverju sársaukinn stafar og vinna út frá því. Eins er ráðist á sýkt líffæri með því að skera þau í burtu.
Eins og ég nefndi áðan, er hægt að viðhalda góðri heilsu með réttu mataræði og hafa Austurlandabúar í gegnum árþúsundir flokkað matvælin niður eftir því, hvaða áhrif þau hafa á líkamsstarfsemina. Í grófum dráttum hefur langvarandi ofneysla á dýrafitu eins og kjöti, eggjum, osti og fiski, þéttandi áhrif á líffærin, en mikil neysla á ávöxtum, ávaxtasöfum, sykri, kaffi og feitmeti hefur aftur á móti útþennsluáhrif á líffærin.
Tökum sem dæmi Hodgins sjúkdóm, sem samkvæmt þessum kenningum er talinn stafa m.a. af ofneyslu á mat sem hefur útþensluáhrif.
Til að sporna við þeim sjúkdómi þarf sem sagt að skera þessa fæðuflokka í burtu úr daglegri fæðu. En hvað á þá að koma í staðinn? Til þess að geta svarað því, þarf að útskýra í hverju makrobíotík felst, sem er meiriháttar mál og stikla ég því á stóru. Aðalinntakið í þessari hugmyndafræði er að lifa í samræmi við náttúruna, því að við erum hluti af henni og megum því ekki skilja okkur frá henni. Við verðum vör við árstíðirnar, og þessar sömu árstíðir eru innra með okkur líka, en þar sem það væri efni í aðra grein að útskýra það, biður það betri tíma. En við eigum að haga mataræði okkar eftir árstíðunum, þ.e. við notum aðrar matreiðsluaðferðir og veljum hitagefandi, kraftgefandi mat á veturna.
Á sumrin aftur á móti léttari fæðutegundir og minni matreiðslu. Þetta byggir sem sagt allt á jafnvægi á milli ytri og innri aðstæðna og við náum jafnvægi í líkamsstarfsemina á veturna með því að verjast kuldanum úti með mat sem hitar okkur upp innan frá og gefur okkur orku. Við náum engu jafnvægi á móti kuldanum og snjónum úti með því að borða ís, sem er því miður allt of algengur hér á landi. Við náum heldur ekki jafnvægi á móti hitanum á sumrin með því að borða saltkjöt og baunir. Þannig er fyrsta skrefið að ná jafnvægi á móti veðráttunni úti, með því að nájafnvægi innra með okkur, með mat sem hæfir veðurfarinu.
Á þessu sést að það er engin glóra í því að borða eitthvað sem fólk kallar heilsufæði og samanstendur af innfluttum ávöxtum, hrásalötum úr innfluttu suðrænu grænmeti og ávaxtasöfum allt árið um kring. Til frekari útskýringar á jafnvægi á milli líkamans og náttúrunnar getum við sem dæmi tekið grænmeti sem hér vex.
Fyrst er að athuga hvenær það þroskast og á þeim tíma eigum við að leggja áherslu á þær tegundir og á þann hátt má segja að við fylgjum árstíðunum líka í líkamsstarfseminni. Byrjum á vorinu, hvað vex þá og eftir hverju erum við að sækjast? Við erum að sækjast eftir fæðu íslensku, fyrir aðeins tveim til þrem árum og spírandi vorinu úti. Við getum t.d. tekið allan þann spírandi gróður sem skýtur upp kollinum á vorin eins og hundasúrur og njóla og bætt því í matinn.
Eins getum við látið baunir og fræ spíra og bætt í okkar daglega fæði. Á sumrin vex allt svo hratt því þá er svo mikil orka í jörðinni og loftslaginu. Þá bætum við í matinn t.d. fíflablöðum, radísum, salatblöðum og öllu fljótsprottnu grænmeti sem gefur okkur þessa orku sumarsins. Seinni hluta sumars fer að halla undan fæti í náttúrunni og seinsprottið grænmeti eins og káltegundirnar eru upp á það besta.
Við drögum þá hægt úr neyslu á fljótsprottnu grænmeti og notum meira af kálmeti. Á haustin er allt hætt að vaxa og þá er tími rótargrænmetis, sem gefur þétta og hitagefandi orku, sem við þurfum á að halda þegar kólna tekur í veðri. Á vetrum vex hvorki eitt né neitt og þá nýtum við okkur þær tegundir sem geymast vel eins og rótargrænmeti, þangið úr sjónum og fiskinn sem bæði styrkir og hitar.
Eins er um að gera að sýra grænmeti á haustin í saltlegi til vetrarins. Það hentar okkur betur en fryst grænmeti. Nú ætla ég að útskýra hvernig matvælin eru flokkuð eftir áhrifum þeirra samkvæmt þessum kenningum í grófum dráttum: Matreiðsluaðferðir skipta líka miklu máli. Með þeim getum við breytt áhrifum fæðunnar á líkamann, t.d. hefur löng suða í litlu vatni þéttandi og hitagefandi áhrif, en hrátt grænmeti eða snöggsoðið í miklu vatni hefur útþenslu- og slakandi áhrif. Matreiðslan er jafn mikilvæg og val á fæðutegundum, þannig að ef ég reyni að svara spurningunni um hvernig megi breyta
Útvíkkandi Sítrusávextir
Kaffi
Sykur
Sælgæti
Ávaxtasafar
Vínandi
Mjólkurvörur
Jafnvægi
Korntegundir
Grænmeti sem hér vex
Þang og þari
Fræ og hnetur
Ber og ávextir
Hvítur fiskur
Baunir
Þéttandi
Kjöt
Fastir ostar
Egg
Lax
Salt
Kex og mikið bakaðar mjölafurðir
Mataræði þess sem er með krabbamein eins og Hodgins, þar sem mikil útþensluáhrif eru i líkamanum, þá er svarið í fyrsta lagi að forðast allar .þær fæðutegundir sem hafa þessi áhrif. Nýta sér þau matvæli sem eru í jafnvægi og nota engin hrá salöt, ávexti né ávaxtasafa, heldur allt vel soðið og matreitt. Allir þessir þættir draga smám saman úr núverandi ástandi yfir í jafnvægi. Best er því í þessu tilfelli að forðast sykur, súkkulaði, hunang, sælgæti, gosdrykki, ískalda drykki, vínanda, suðræna ávexti og ávaxtasafa, krydd og fínunninn mjölmat.
Eins þarf að forðast litar- og rotvarnarefni í mat.
Mjólkurmatur er á bannlista, ásamt öllu feitmeti.
Fæðutegundir eins og kjöt, egg og fasta osta þarf líka að forðast úr þéttandi hópnum.
Úr grænmetishópnum þarf að forðast þær tegundir sem hafa útþensluáhrif, en þær eru kartöflur, tómatar, eggaldin, spínat, aspas og sveppir.
Nú eru eflaust margir sem hugsa sem svo að það sé nú ósköp lítið eftir til að spila úr, en svo er nú alls ekki. Hægt er að útbúa mjög ljúffengan mat úr því sem leyfilegt er í þessu tilviki, en það er nauðsynlegt að ná sér í uppskriftir og læra að matbúa góðan mat úr hráefninu, annars gefst fólk upp á miðri leið. Æskilegt er því að haga mataræðinu í þessu tilviki á eftirfarandi hátt: 50% fæðunnar sé kornmatur eins og hýðishrísgrjón, bygg, hirsi, heilir hafrar, bókhveiti. Úr þessum tegundum má útbúa ljúffenga rétti og brauð. Eins má nota núðber og spaghetti úr þessum korntegundum, þó í minna mæli en heilt kornmetið. 5-10% af fæðunni má vera góð grænmetissúpa úr grænmeti eins og rótargrænmeti og kálmeti.
Í súpuna er notaður þari eins og marinkjarni eða beltisþari, sem hægt er að ná í sjálfur úti í sjó eða kaupa innflutt í heilsubúðum undir nöfnum Wakeme og Kombu. Súpuna er best að krydda með súpukrafti sem heitir mísó og unninn er úr gerjuðum sojabaunum. 20til 30 % fæðunnar ættu að vera grænmeti, harðgerðar tegundir eins og gulrætur, kínaradísur, laukur og rófur ásamt kálmeti. Ekki má borða grænmetið hrátt, heldur vel soðið og einstaka sinnum steikt í örlítilli jurtaolíu eins og sesamolíu og soðið vel á eftir. Grænmetið má krydda með sjávarsalti eða tamarisósu sem líka er unnin úr gerjuðum sojabaunum. 5 til lO% fæðunnar ættu að vera fiskur eða baunir. Af baunum eru aðallega notaðar harðgerar tegundir eins og adukibaunir, linsur og kjúklingabaunir.
Baunirnar eru alltaf soðnar vel og lengi ásamt þangbita til þess að gera þær auðmeltari og mýkri. Eins er mjög gott að bæta grænmeti út í baunarétti og bera þá fram sem pottrétt. Fiskinn má alls ekki steikja í feiti á pönnu, heldur baka í ofni með grænmeti eða sjóða. Eins er gott að vera með fiskstykki í áðurnefndri súpu. Fyrir þá sem borðað hafa mikinn sykur og annað þvíumlíkt, er mjög mikilvægt að fá mikið af steinefnum í fæðunni og í þeim tilgangi er ráðlegt að borða um 5% þang og þara, sérstaklega þær tegundir sem kallast Arame og Hijiki. Þessar þangtegundir eru fyrst lagðar í bleyti og síðan steiktar i örlítilli olíu ásamt lauk og gulrótum, soðið vel á eftir og kryddað í lokin með Tamarisósu með salti. Einstaka sinnum má vera með bakaða eða soðna harðgera ávexti eins og epli í eftirmat.
Ristuð sesamfræ og sólblómafræ eru líka góð út á mat eða að maula af og til. Sem krydd út á mat er gott að nota sesamsalt, sem hægt er að kaupa í heilsubúðum undir nafninu Gomasio, en ennþá betra er að búa það til sjálfur. Það er þannig gert að fyrst eru mældir 12 hlutar afvel þvegnum sesamfræjum, þau sett á heita pönnu og ristuð þar til þau poppa. Þá er 1 hluta af sjávarsalti bætt út í og allt malað saman, annaðhvort í mortéli eða í sérstakri skál sem heitir Suribatsi og hefur fengist í heilsubúðum. Jafnframt mataræðinu er nauðsynlegt að nudda líkamann daglega með grófum bursta eða grófu handklæði, til þess að örva blóðrásina og líkamsstarfsemina. Forðist löng heit kerböð, því að við það tapar líkaminn miklu af steinefnum, sem alls ekki má í þessu tilfelli. Reynið að ganga eins mikið úti og hægt er, og eins að stunda öndunaræfingar og jóga.
Mikilvægast af öllu er þó að tyggja matinn vel, allt að 100 sinnum hverja munnfylli, því að fæðið byggir mikið á kolvetnum og þau þurfa að blandast munnvatninu vel, því að melting þeirra byrjar í munninum. Það að tyggja matinn vel er númer eitt, tvö og þrjú. Einnig skiptir miklu máli hvaða eldhúsáhöld eru notuð; best er að nota stálpotta og pönnur, alls ekki álpotta og pönnur, því álið gefur frá sér óæskilegar sýrur út í matinn. Reynið að forðast rafmagnsáhöld, eins og hægt er, frekar að skera grænmetið í höndunum, heldur en að rífa í rafmagnsrifjárni, og ef þess er kostur að elda heldur á gasi en rafmagni. Maturinn sýður hægar á gasinu og það gefur frá sér rólegri bylgjur upp í matinn en rafmagnið og er því heppilegra. Eins er öllum sem ætla að nýta sér þessa leið til betri heilsu ráðlagt að nota ekki örbylgjuofna.
Auk þess er sjúku fólki ráðlagt að sitja ekki mikið fyrir framan sjónvarp og tölvur. Að lokum vil ég benda á það, að fyrst og fremst þarf að breyta mataræðinu, og þá eftir því hvaða líffæri er sýkt. Einnig þarf að huga að því á hverju einstaklingurinn hefur aðallega nærst í gegnum árin og að þeim upplýsingum fengnum að snúa dæminu við svo að hægt sé að öðlast betri heilsu og jafnvægi i líkama og sál.
Höfundur: Þuríður Hermannsdóttir árið 1988
Flokkar:Næring