Nokkur orð um Neural-meðferð

Neural-meðferð byggist á því að notuð eru staðdeyfilyf, t.d. lyfið Lidocain, til þess að eyða sárum punktum úr líkamanum og deyfa taugar í sjálfráða taugakerfínu, og eins til þess að hafa áhrif á ósjálfráða taugakerfið. T.d. hefur J. J. Bonica, fyrrverandi forseti bandaríska svæfingalæknafélagsins, sett fram þá skoðun að taugadeyfingar, notaðar sem sérstök meðferð, geti vel verið besta klíníska leiðin til að meðhöndla vissa sjúkdóma. Neural-meðferð er viðurkennd í Mið-Evrópu og einnig í S-Ameríku.

Hún kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna læknisfræði eins og kennd er í læknaskólum heldur fellur þar inn í meðferðarplön. Það sem skiptir mestu máli þegar neural-meðferð er beitt til þess að ná árangri er að staðdeyfilyfið fari á réttan stað, og sú sérstaka tækni sem þörf er á til þess að gefa það. Algengasta meðferðin er sú að sprautur eru gefnar nákvæmlega á það svæði sem einkennin koma frá, og er þetta þekkt sem svæðisbundin  meðferð. Hægt er að veita svæðisbundna meðferð á fjóra mismunandi vegu með því að nota staðdeyfilyf.

Í fyrsta lagi að sprauta beint á staðinn þar sem verkur er, sem kemur sér einkum vel þegar meðhöndla á sársauka i
vöðvum, liðböndum, sinum, beinum og taugum. Einnig ör sem geta verið sár.
Í öðru lagi að hafa áhrif á sársaukasvæði með því að sprauta þar sem taugin kemur frá mænu sem leiðir síðan inn i
viðkomandi svæði.
Í þriðja lagi er meðferð gefin með beinum sprautum í ósjálfráða taugahnoðra.
Í  fjórða lagi sprautur í og kringum slagæðar og æðar í einstakar taugagreinar.

Svæðismeðferð er vel viðurkennd um allan heim sem hluti af verkjameðferð. 1940 fann Ferdinand Huneke upp það sem hann kallar ósvæðisbundna meðferð, þ.e.a.s. að einhver hluti á líkamanum geti orsakað stöðugt boðflæði til heila og komi þá fram einkenni annars staðar frá líkamanum. Eitthvert svæði, ,,interferense field“, getur orsakað stöðugan straum af ertingu sem hefur áhrif á stjórnunarkerfi líkamans. Líkaminn nær ekki að vinna á móti þessari stöðugu ertingu og þess vegna kemur fram ójafnvægi. Ofkeyri menn sig á einhvern hátt eða fari yfir „sinn þröskuld“ getur líkaminn orðið fyrir alls konar starfrænum truflunum og sjúkdómseinkenni koma fram. Huneke sýndi fram á hvernig slíku ,,interferense field“ er hægt að stjórna með sprautum nákvæmlega á þann stað, t.d. í ör.

Oft geta einkenni horfið um leið og örið eða svæðið er hætt að senda sín boð. Samkvæmt Huneke-bræðrunum er neural-meðferð þess vegna fólgin í því að leita eftir svæðisáhrifum fyrst, en ef þetta hefur ekki áhrif þarf að leita eftir ,,interferense field“. Þar sem neural-aðferð byggist á því að reyna að hafa áhrif á taugakerfið með ólíkum sprautuaðferðum er ekki litið á líkamann sem eitt ákveðið einkennisástand heldur að líkami og sál séu einn og sami hluturinn. Nú til dags er frekar farið að nota það sem kallað er, regulating meðferð“. Neural-meðferð býður upp á góða mögueika á því að sjúklingi batni eða jafnvel læknist.

Við verðum líka að þekkja takmörk okkar; þetta er meðferð sem getur ekki læknað allt og við getum heldur ekki neitað því að margir aðrir góðir hlutir eru til sem hægt er að nota, því i læknisfræði gildir aðeins sú viðmiðun, þegar dæma skal um meðferð, að segja til um hvort hún sé árangursrík. Þ.e.a.s. whatever and whoever is able to cure sick is right. Þ.e. hvað sem er og hvernig sem er: ef það getur læknað sjúka þá er það rétt.

Neural-meðferð má að mörgu leyti líkja við og segja að margt sé líkt með og nálarstungumeðferð, nuddi og allri húðhvötun og eins ultrahljóðbylgjum og stuttbylgjum, kiromeðferð fellur einnig undir þetta. Allar þessar meðferðir byggja á notkun ‘á brautum taugakerfisins þannig að meðferðarhvatinn kemst i samband við taugakerfið, sem svarar þessum hvata með því að koma af stað svörun. Það var sagt 1925 að einhvern tíma kæmi að því að hugsanlega yrði hægt að lækna obbann af sjúkdómum sem hrjáðu manninn með því að hafa áhrif á ósjálfráða taugakerfið sem eina heild.

Höfundur: Hallgrímur Magnússon læknir, árið 1988



Flokkar:Meðferðir

%d bloggers like this: