B-17 vítamín
Hvað er Laetrile ? Sennilega hefur ekki verið deilt meira um neina náttúrulega aðferð við lækningu krabbameina heldur en þau efnasambönd sem stundum eru nefnd B-17 vítamín. B-17 vítamín er ekki eitt efni, heldur nokkur náskyld efnasambönd með líkar lífefnafræðilegar verkanir. Þau efnasambönd ganga undir mismunandi nöfnum eftir því úr hvaða jurtum eða jurtahlutum þau eru unnin. Mest hefur verið rætt um efnið ,,Amygdalín“, sem unnið er úr beiskum möndlum (prunus amygdalus) og ,,Laetrile“ sem unnið er úr apríkósukjörnum. Það sem ég segi hér á eftir um B-17 er einkum byggt á rannsóknum á því efni, þó að næstum því sé fullvíst að önnur afbrigði B-17 vítamíns hafi eins eða nauðalíkar verkanir.
Efnafræðiheiti B-17 vítamína er ,,Nitrilosidar“ Laetrile og aðrir nitrilosidar eru samsettir úr þremur hlutum, sem sérstök ensím (hvatar) geta klofið í sundur. Þessir hlutar eru: þrúgusykur, benzaldehyd og cyanvetni (blásýra). Tveir þeir síðartöldu eru samverkandi, þannig að þó að þeir séu hvor í sínu lagi eitraðir, þá eru þeir saman miklu eitraðri en summan af þeim ætti að vera að öðru jöfnu. Ósundurklofið Laetrile er ekki eitrað og verður ekki nema það komist í snertingu við efnasambönd sem kljúfa það í sundur. Af þeirri ástæðu eru apríkósukjarnar, möndlur og sveskjusteinar ekki skaðleg til neyslu. Ensímið sem klofið getur laetrile sameindina heitir ,,Beta-glucuronidasi“, oft aðeins nefnt ,,glucuronidasi“ eða ,,emulsín“. Krabbameinsfrumur mynda kynstrin öll af þessu ensími, en heilbrigðar frumur lítið. Heilbrigðar frumur mynda auk þess annað ensím sem nefnist ,,rhodanasi“ (thiosulfat transulfurasi), en um verkanir þess verður rætt hér á eftir.
Krabbameinsfrumur mynda ekki rhodanasa. Laeetrile myndar því sterkt eitur ef það kemst í snertingu við krabbameinsfrumur, en er óeitrað heilbrigðum frumum. Rhodanasa-ensímið eyðir blásýrunni með því að breyta henni í gagnlegt efni sem nefnist „thiocyanat“, en líkaminn notar það m. a. við myndun B-12 vítamíns og við temprun blóðþrýstings. Benzaldehyd-hlutinn myndar hins vegar benzyl-alkohol og/eða benzoýru, en þau efni hafa kvalastillandi eiginleika og draga því mjög úr verkjum sem oft fylgja krabbameinsæxlum, sem kunnugt er. Líffræðilegar verkanir laetrile voru fyrst útskýrðar af dr. Ernst Krebb yngri um miðja þessa öld, en síðan hafa fjölmargir vísindamenn rannsakað og skrifað um það. Gallinn á laetrile sem krabbameinslyfi er ekki eiturverkanir eins og ýmsir hatramir andstæðingar náttúrulegra lækninga hafa í ofstæki sínu hrætt fólk með.
Laetrile er, sé það gefið sem sprautur í vöðva eða æð, nálega ekkert eitrað, jafnvel í mjög stórum skömmtum. Hins vegar eru æxliseyðandi eiginleikar þess stundum óvissir og nokkuð umdeilanlegir, sérstaklega sé það notað við stór, mjög hraðvaxandi æxli. Við hægfæra krabbamein og til að hindra meinvörp hefur það reynst miklum mun betur og getur, að sögn þeirra sem rannsakað hafa það mest, hindrað að æxli haldi áfram að vaxa og í sumum tilfellum eytt þeim að fullu. Flestum líður töluvert betur eftir að þeir fara að nota það, stundum sennilega vegna kvalastillandi verkana þess, sem í sjálfu sér er hreint ekki svo lítils virði og réttlætti notkun þess þó að annað kæmi ekki til. Ástæða þess að laetrile er ekki eins gott krabbameinslyf, eitt sér, eins og það ætti raunverulega að vera er talin vera sú, að krabbameinsfrumur mynda utan um sig vörn úr próteinefnum, sem hindra að laetrilið komist að þeim og einnig að ónæmiskerfið geti meðhöndlað æxlisfrumurnar og eytt þeim. Prótein-efnakljúfar (ensím) geta auðveldlega leyst upp þessa hlíf.
Flestir þeir sem skrifa um krabbameinslækningar með laetrile telja að til þess að ná verulega góðum árangri þurfi einnig að gefa slík ensím. Þetta eru raun og veru meltingarhvatar, þeir sömu og starfa í okkar eigin meltingarfærum. Mælt er með því að nota t. d. trypsín og chymotrypsín (briskirtilsensím), bromelain (úr ananas) eða papayaensím Fleiri hvatar hafa verið nefndir. Sennilega þurfa þessi ensím að vera í belgjum sem leysast ekki upp fyrr en niðri í þörmum, því að annars geta magasýrur skemmt þau eða eyðilagt. Þeir sem skrifað hafa um þetta telja að hjá flestum krabbameinssjúklingum sé meiri eða minni skortur á þessum ensímum í meltingarfærunum.
Kjötneysla er ennfremur talin auka á þann skort. Með neyslu hvatanna fæst betri melting á próteinefnum úr fæðunni og afgangurinn fer út í blóðið og berst með því til æxlisfruma og aðstoðar þar við að leysa upp prótein-skelina utan á þeim. Þetta gerir þær að auðveldari bráð fyrir ónæmiskerfið, auk þess að eiturefnin áðurnefndu, sem losna þegar laetrile sameindin kemst í snertingu við krabbameinsfrumur, eiga nú greiðari leið að þeim. Nitrilosidar (B-17, laetrile) eru ekki einu blásýrusamböndin sem reynd hafa verið sem krabbameinslyf. Skurðlæknir og rannsóknarmaður við Hadassak-sjúkrahúsið í Jerúsalem, David Rubin að nafni, segir frá lyfi sem hann hefur sett saman og prófað á nokkrum sjúklingum. Grein þessi var birt í „West Sussex Gazette“ í júní, 1977 undir nafninu „Ný meðferð á krabbameini kynnt“.
Árangurinn var sagður mjög athyglisverður og lofa góðu. Lyf þetta er samsett úr mjög líkum efnum og laetrile og verkunarmáti þess sá sami. Dr. Rubín nefnir lyf sitt BMGB. Hráefnið ílyfið er sagt fengið úr geitum, sem geri það dýrt í framleiðslu. Dr. Rubín vinnur að því að geta búið það til á efnafræðilegan hátt. Fleiri krabbameinslyf munu til sem byggjast á líkum hugmyndum og laetrile. Lyf með þannig eða líkan verkunarmáta eru nefnd „óeitruð efnasambönd sem bera með sér eitraðan farm.“ Eitraði farmurinn er í þessum tilfellum blásýra, en vel mætti hugsa sér önnur efnasambönd sem bæru með sér eitthvert annað eiturefni, sem losnaði fyrir áhrif hvata, sem krabbameinsfrumur mynduðu, en heilbrigðar ekki.
Mataræði og laeterile
Nánast allir sem telja laetrile gagnlegt við krabbameinslækningar nota það sem lið í miklu fjölþættari lækningarmeðferð þar sem mataræði skiptir e. t. v. höfuðmáli. Þeir segja að krabbamein sé ekki aðeins sjúkdómur í einhverju ákveðnu líffæði eða líffærakerfi, heldur sé æxlismyndunin lokastig langrar þróunar, sem eigi sér orsakir í röngum lifnaðarháttum, rangri næringu, eiturefnum í fæðu og umhverfi og samspili sálrænna þátta við þetta allt. Því sé lækningin ekki fyrst og fremst fólgin í því að eyða sjúkum æxlisfrumum, þó að það sé að vísu nauðsynlegt. Fyrst og fremst þurfi að fá líkamann sem heild til að starfa rétt.
Til þess þarf að losna við eiturefni og úrgangsefni, sem hlaðist hafa upp í ýmsum líffærum. Það er því aðeins mögulegt að hreinsikerfi líkamans starfi sem allra best. Því þarf að örva starfsemi lifrar, nýrna, húðkirtla, lungna, þarma og fleiri líffæra svo að þau séu fær um að hreinsa þessi óheppilegu efnasambönd út úr líkamanum á sem skilvirkastan hátt. Einnig þarf að hætta neyslu fæðu sem stuðlar að myndun þessara efna, en neyta í þess stað í ríkum mæli fæðutegunda sem hjálpa til við hreinsistarfið og mynda ekki þessi óheppilegu efnasambönd. Sé þetta ekki gert, en sjúklingnum aðeins gefið laetril, án þess að hann breyti um mataræði jafnframt, verður árangurinn oftast ófullnægjandi.
Æxlið getur að vísu minnkað og sjúklingnum liðið betur um hríð, en upprunalega orsök sjúkdómsins hefur ekki verið upprætt. Sjúkdómurinn tekur sig því oftast nær upp aftur, strax og hætt er að nota laetrile-lyfið, jafnvel þó að batinn hafi virst fullkominn. Stundum dregur þó aðeins úr vexti æxlisins, en tekst ekki að eyða því, jafnvel þó að stórir skammtar af laetrile séu notaðir. Nást öllum líður þó betur en áður og þeir lifa lengur en þeir hefðu að öllum líkindum gert ef þeir hefðu ekki notað laetrile-lyf. Því er grundvallaratriði að treysta ekki eingöngu á að nota laetrile, heldur verður einnig að breyta um mataræði og lífsstíl og nota þau fæðubótarefni og ensím sem mælt er með af þeim sem reynslu hafa í krabbameinslækningum með laetrile.
Þetta atriði verður tæpast of oft undirstrikað og endurtekið. Nánast öllum sem skrifað hafa um laetrile ber saman um að hætta eigi að mestu eða öllu leyti við kjötneyslu, nema e. t. v. megi nota örlítið af mögru dilkakjöti. Skoðanir eru meira skiptar um fiskneyslu. Sumir telja að í lagi sé að nota fisk í hófi, en aðrir banna hann líka. Mjólkurvörur eru einnig bannaðar, sérstaklega gerilsneydd og fitusprengd nýmjólk. Mysu og gerlamjólk t. d. AB-mjólk má þó nota að margra áliti og er jafnvel talið æskilegt af sumum. Sennilega fellur skyr inn í þann flokk. Engan steiktan eða brasaðan mat má nota og helst á að forðast alla fitu, sérstaklega mettaða. Kaldpressaðar jurtaolíur má þó nota í hófi, t. d. ólífuolíu, þistilolíu eða línrassolíu, ef öruggt er að þær séu kaldpressaðar og engu hafi verið bætt í þær.
Allan mikið unninn mat á að forðast, einnig niðursoðinn, reyktan eða sulfit-meðhöndlaðan mat. Ekki má nota mat með saltpétri eða með rotvarnar-, geymsluþolseða tilbúnum litarefnum. Sykur og sætindi má ekki nota, ekki heldur brauð úr hvítu hveiti, hvít hrísgrjón, makkarónur, spaghetti, sælgæti, gosdrykki og ótal margt þessu líkt. Kaffi, venjulegt te, kókódrykkir, súkkulaði og aðrir koffeindrykkir eru taldir skaðlegir. Áfengi og sérstaklega sígarettur á að forðast nema e. t. v. má taka eitt og eitt staup af léttu víni ef fólki verður gott af því. Alveg sérstaklega er varað við djúpsteiktum mat eins og t. d. frönskum kartöflum, sem í ýmsum tilfellum eru hlaðnar krabbameinsvaldandi sindurefnum. Sú fæða sem einkum er mælt með að nota er grænmeti, ávextir, belgjurtir, hnetur, heilkorn og ýmsir rótarávextir. Sumir bæta fiski og gerlamjólk við þennan lista. Til drykkjar má nota safa úr grænmeti og ávöxtum, helst nýpressaðan. Einnig er mælt með ýmsum tejurtum, sem sumar eru taldar hafa læknandi eiginleika, en um þær ætla ég að fjalla sérstaklega, síðar í þessum greinaflokki.
Vel sýrð mysa og drykkir úr mysu eru af sumum taldir hollir. Mysu má sýra með því að láta opna fernu standa á hlýjum stað þar til hún hefur súrnað svo mikið að hún er ódrekkandi óþynnt. Þegar hún er drukkin er hún þynnt með vatni eftir smekk. Þannig mysu má einnig nota til að sýra í grænmeti. Sýrður mysudrykkur, „Molkosan“, fæst í heilsufæðubúðum. Molkosan er þynnt með vatni og notað á sama hátt og áður er lýst. Þýski krabbameinslæknirinn Josef Issel, sem við höfum áður sagt frá í þessu riti, vill helst láta mjólkursýra grænmeti áður en þess er neytt. Grænmetið er þá látið liggja í súrri mysu þar til það hefur gerjast. Þá er þess neytt og mysan drukkin hæfilega þynnt. Gerjunin myndar mikilvæg ensím og mjólkursýran hindrar að óheppilegar þarmabakteríur eða sveppir verði ríkjandi í meltingarfærunum. Margt grænmeti og rótarávextir eru auðug af beta-karótíni, sem myndar A-vítamín í líkamanum.
Fullsannað er, að mati bandaríska Krabbameinsfélagsins, að beta-karótin sé vörn gegn sumum og e. t. v. öllum tegundum krabbameins. Hvort það hefur læknandi eiginleika er erfiðara að sanna fullkomlega, en það er þó trú sumra, byggð á reynsluþekkingu. Laukur og alveg sérstaklega hvítlaukur eru taldir afar mikilvægar fæðutegundir. Nú er vitað að þessar jurtir eru auðugar af snefilefninu „germaníum“, sem virðist vera afar mikilvægt fyrir starfsemi ónæmiskerfisins. Japanskar rannsóknir sýna að germaníum í lífrænum samböndum hindrar vöxt krabbameinsæxla. 1 hvítlauk er meira germaníum en í nálega nokkurri annarri jurt sem vitað er um. Auk þess eru í hvítlauk, og lauk í minna ma;h, ýmis önnur æskileg næringar- og hollefni, sem hér verður ekki rætt um að sinni.
Flest grænmeti og á vextir innihalda C-vítamín og stundum einnig bióflavonoid, sem nú er vitað að hindra að einhverju marki að krabbamein taki sig upp aftur og gætu jafnvel haft lækningagildi. (L. Pauling 1987) Flestar hnetur, baunir, ertur og fræ eru hlaðin næringarefnum, m. a. próteinum, ómissandi fitum, fjölsykrum, trefjum, vítamínum, steinefnum og snefilefnum. Þar er því um að ræða álitlegan valkost sem komið getur í stað kjötmetis sem undirstöðufæða. Sumar baunir og fræ, t. d. sólblómafræ má láta spíra (Sjá grein í H.h. 3-4 tbl. ’81). Spírunin bætir enn við fjölbreytni og næringargildi þessara fæðutegunda, auk þess að fæðan verður enn meira lifandi og hlaðin margs konar ensímum og öðrum þekktum og óþekktum lífrænum efnasamböndum. Allmargar fæðutegundir innihalda frá náttúrunnar hendi nítrílosida (B-17) í meira eða minna mæli. Þar eru beiskar möndlur og apríkósukjarnar efst á blaði.
Færri vita að mandlan, sem er inni í sveskjusteinum, er litlu síðri, nema hvað hún er smærri og þarf því að nota fleiri til að fá sama magn efnisins. Ýmsir aðrir ávaxtakjarnar og ber, t. d. epla- og perukjarnar, krækiber og fleiri ber inni halda þetta efni. Einnig flestar ertur og baunir, línfræ, kúrennur, alfalfa, hirsi og bók hveiti. Hið síðasttalda er einnig ríkt af bioflavonoid-efninu „rutin“, Sumir telja hirsi og bókhveiti hollustu kornvörurnar, ekki aðeins fyrir krabba meinssjúklinga, heldur fyrir alla. Af grænmeti má nefna spínat, sem innheldur dálítið af B-17 vítamíni, auk fjölda annarra næringarefna. Innflutningur á beiskum möndlum og apríkósukjörnum er bannaður hér á landi, sennilega vegna þess að lyfjanefnd veit um B-17 vítamínsinnihald þessara kjarna og óttast að fólk muni reyna að nota þá sem krabbameinslyf, en að þeirra mati má fólk alls ekki reyna að lækna sig sjálft. Hvort aðrar matvörur sem innihalda B-17 verða síðar bannaðar verður tíminn að skera úr um.
Fæðubótarefni
Í þeirri lækningarmeðferð gegn krabbameini, sem hér er verið að lýsa, gegna fæðubótarefni miklu hlutverki. Nálega öll þekkt vítamín, steinefni og snefilefni eru notuð. Hér er tæplega réttur vettvangur til að fara í smáatriðum út í röksemdafærslur fyrir notkun einstakra efna, enda efni í langa grein eða heila bók. A-vítamín er talið afar mikilvægt, en um leið verður að nota það með varúð, ekki meira en 15-20 þúsund alþj. ein. á dag í lengri tíma, þó að stærri skammta megi nota í nokkra daga. Betra er að nota beta-karótin, með því að borða daglega gulrætur, rauðrófur, rófur, fíflablöð eða fíflarætur. Einnig má taka þetta efni í töflum. Gulræturnar eiga að vera léttsoðnar og þær á að sjóða með hýðinu á. Líka má nota þær hráar. C-vítamín er einnig afar mikilvægt. Það á að nota í eins stórum skömmtum og meltingarfærin þola – allt upp í 10-12 g á dag, dreift yfir daginn með máltíðum. Best er að byrja á 1-2 g á dag og smástækka skammtinn.
Fylgi óþægindi frá meltingarfasrum töku stórra skammta C-vítamíns verður að minnka skammtinn og finna hversu mikið meltingarfærin þola. Með stórum skömmtum C-vítamíns á alltaf að nota ,,dólomittöflur“ og B-6 vítamín. Það fyrirbyggir að hugsanleg oxalsýrumyndun í líkamanum valdi nýrna- eða blöðrusteinum og er því sjálfsögð öryggisráðstöfun, auk þess að tryggja líkamanum um leið kalk, magnesíum og B-6, en það eru allt mikilvæg næringarefni. Dólómít-töflur á að tyggja og nota í sömu máltíð og C-vítamínið. Nota má allt að nokkrum grömmum daglega af hreinu dólómíti. Það er sýrubindandi og dregur úr sýringarárhrifum C-vítamínsins í meltingarfærunum. Besta C-vítamínið er unnið úr acerolaberjum eða rósaknúppum, því að í því eru einnig bíoflavonoid. Sé notað tilbúið C-vítamín þarf að nota með því bioflavonoid-efni, t. d. rutin allt að 500 mg á dag. E-vítamín er hið þriðja af þeim vítamínum sem stundum eru nefnd „andoxarar“.
Öll þessi vítamín geta eytt eitruðum efnasamböndum úr fæðu eða umhverfi. E-vítamínið er sérlega mikilvægt til að hindra að fjölómettuð fita þráni utan líkamans jafnt sem innan. Sindurefni (staklingar, free radicals) eru nú almennt talin til líklegustu orsaka illkynja frumubreytinga, ásamt ýmsum öðrum hrörnunar- og menningarsjúkdómum. E-vítamín kemur í veg fyrir að þessi óstöðugu efnasambönd valdi alvarlegum frumuskaða með því að draga úr myndun þeirra eða eyða þeim eftir að þau hafa myndast. Sama gera snefilefnið selen sem myndar ensímið glutathíon peroxidasa, ensímið superoxid dísmutasi (SOD), snefilefnið germaníum og nokkur fleiri efnasambönd, m. a. sum vítamín úr B-flokknum. Mælt er með því að nota E-vítamín í stórum skömmtum 500-2000 alþj.ein á dag. Stöku einstaklingar fá niðurgang af svo stórum skömmtum. Þeir geta reynt að nota vatnsuppleysanlegt E-vítamín, en annars verður að minnka skammtinn. Engar aðrar aukaverkanir fylgja neyslu E-vítamíns, jafnvel í risaskömmtum.
Flestir telja náttúrulegt E-vítamín (D-alfatocoferol) betra en tilbúið (Dl-alfa-tocoferol). B-vítamínflokktirinn er talinn mikilvægur og mælt með að nota öll þekkt vítamín úr honum. Sumir nota stóra skammta af nikotinamid (B-3) 300 mg og pyridoxin (B-6) 60 mg ásamt öðrum B-vítamínum. B-13 (orotsýra) er af nokkrum talin afar mikilvæg við lækningu krabbameina. Orotsýra er stundum notuð til að binda málmjónir í steinefnapillum t. d. í „Scanalka“ og nokkrum öðrum fæðubótarefnum. Scanalka hefur af nokkrum verið talið sérlega áhrifaríkt við krabbamein. B-15 (pangamínsýra) er andoxari, líkt og -, C- og E-vítamín, en verkar á dálítið annan hátt. Sovétmenn telja hana mikilvæga, en þar hefur hún verið rannsökuð einna mest. B-17 eða ,,Laetrile“ er sennilega mikilvægast af þessu öllu. Í upphafi meðferðar er það notað í risaskömmtum. Langbest er að gefa það hreint í vöðva eða a:ð. Með því móti má nota miklu stærri skammt án hættu á eiturverkunum.
Reyndar eru eiturverkanir af laetrile tæpast þekktar ef það er notað þannig. Nota má yfir 10 g á dag án nokkurrar áhættu eða aukaverkana. Síðar þegar ástand sjúklings fer að batna, er skammturinn minnkaður og þá notaðar töflur sem neytt er með mat. Séu notaðar töflur eingöngu má nota 2-3 g án áhættu. Áhættan liggur í því að magasýrurnar geti klofið laetrile sameindina nægilega mikið til að umtalsverð blásýra myndist og blásýrueitrun komi fram. Sé efnið gefið í æð eða vöðva getur þetta ekki skeð. Áhættan er þó ekki mikil og alvarleg slys af því tagi eru tapast þekkt og alls ekki nema efnið sé gefið í mun stærri skömmtum en mælt er með að nota, 20-30 apríkósukjarnar eða möndlur á dag er talinn algerlega öruggur skammtur.
Ekki er þó ráðlegt að nota allan dagskammtinn í einu, heldur dreifa honum yfir daginn með máltíðum. Steinefni er einn liðurinn í krabbameinslækningum með laetrile. Búið er að ræða um dólómít og selen, en af því er ráðlagt að nota 200 microg. Margir tala um að gefa kalíum, zink, mangan, króm og hitt og þetta fleira. Mér sýnist að ef notaðar eru dólómít-töflur, eins og áður er lýst, sé rétt að bæta þar við 10-20 töflum af scanalka, en í þeim töflum eru flest steinefni sem líkaminn þarfnast.
Til viðbótar má nota 1-2 töflur af selen og ef hingað kæmu á markað germaníum-töflur mætti bæta þeim við. Sumir vilja láta nota þorskalýsi og kvöldvorrósarolíu og ég er frekar á því að það sé æskilegt, sérstaklega ef sjúklingurinn er á frumu-eyðandi lyfjum eða geislameðferð eða hefur áður þjáðst af einhverjum einkennum sem benda til ófullnægjandi nýtni fjölómettaðra fita í líkamanum. (Sjá grein í H. h. Á síðasta ári) Í þeim tilfellum draga þessar fitur umtalsvert úr aukaverkunum lyfja- og/eða geislameðferðarinnar og basta því ástand sjúklingsins. Hæfilegt er að nota daglega 1 matskeið af lýsi og 5-6 600 mg belgi af kvöldvorrósarolíu eða 3 belgi af Glanolin eða Super-Galanol. Um hákarlalýsi var rætt í síðasta blaði.
Deilur um Laetrile
Meira hefur sennilega verið deilt um laetrile en nokkurt annað „náttúrulyf“. Í Bandaríkjunum hafa þessar deilur borið keim af galdraofsóknum miðalda, trúarbragða-ofstæki Khomeinis eða pólitískum ofsóknum einræðis- eða öfgamanna, sem flestir kannast við úr fréttum. Þar hafa læknar jafnvel verið settir í tukthús fyrir það eitt að ráðleggja sjúklingum að borða daglega nokkrar möndlur eða apríkósukjarna. Nú er þessum ofsóknum að mestu lokið og sum ríki Bandaríkjanna leyfa nú óhindraða sölu og notkun laetrile. Svokallaðar ,,vísindalegar“ rannsóknir sem settar voru á svið af ,,viðurkenndum“ læknasamtökum til að „sanna“ gagnsleysi efnisins hafa farið út um þúfur á einn eða annan hátt. Stundum hafa þær verið svo illa unnar að niðurstöður þeirra hafa ekki verið teknar gildar, jafnvel af andstæðingum náttúrulækninga.
Aðrar hafa sýnt að raunverulegt gagn var af efninu, jafnvel þó að fullur bati fengist ekki á þeim sjúklingum sem tóku þátt í tilraununum. Þeir sem að tilraununum stóðu hafa enn ekki fengist til að gera prófun á meðferðinni allri, aðeins á laetrile-lyfinu einu. Enginn hefur haldið því fram að laetrile eitt sér lækni krabbamein á lokastigi. Þar má aðeins búast við minniháttar bata, en ekki fullri lækningu. Sé allri meðferðinni beitt samtímis eru batahorfur miklu meiri. Oft voru notaðir minni skammtar en mælt er með að nota af þeim sem reynslu hafa í lækningum með laetrile.
Árangurs var því tæplega að vænta. Eingöngu var valið í tilraunirnar dauðvona fólk, sem búið var að reyna við allar hefðbundnar lækningaaðferðir. Ónæmiskerfi slíks fólks er þá oftast algerlega niðurbrotið. Samspil ónæmiskerfisins og laetrile er ómissandi, eigi lækningin að takast. Þrátt fyrir þetta batnaði ástand sumra sjúklinganna og líðan þeirra varð þolanlegri. Tilraunirnar afgreiddu endanlega þá grýlu sem læknar og almenningur hafa mest verið hrædd með, að lyfið væri eitrað og lífshættulegt. Sjúklingar sem hlotið höfðu bata með laetrile-meðferð í öðrum löndum voru lifandi dæmi þess að meðferðin væri ekki árangurslaus. Þrýstingur frá almenningi fékk svo yfirvöld margra ríkja til að breyta um stefnu og leyfa að nota laetrile til krabbameinslækninga.
Erfitt er að skilja allan þann áróður og óhróður sem beitt hefur verið gegn laetrile í þau 30-40 ár sem liðin eru síðan byrjað var að nota það. Sé betur að gáð, sést þó að miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi. Til krabbameinsrannsókna er varið gífurlegum fjár munum ár hvert og ótölulegur fjöldi einstaklinga hefur á einn eða annan hátt hagsmuni af því að ástandið haldist lítið breytt áfram enn um hríð.
Sé hægt að sýna fram á það að betri árangur náist með nokkrum möndlum á dag og breytingu á mataræði heldur en með öllum lyfjunum, geislabyssunum og fínu rannsóknartækjunum og skurðstofunum, þá mega ýmsir sem lagt hafa fé í þessa hluti fara að óttast um hag sinn. Háskólar missa rannsókarfé, sjúkrahús standa tóm, dýr tæki fara á ruslahaugana og ótölulegur fjöldi margs konar sérfræðinga verður að leita sér að nýju starfi, auk þess að lyfjaframleiðendur missa vænan spón úr aski sínum. ýmsum kann að finnast þetta kaldranalega orðað – svona gangi hlutirnir ekki fyrir sig í hinum frjálsa heimi upplýsinganna sem við lifum í. Því fólki vil ég benda á að sannanir fyrir skaðsemi tóbaksreykinga lágu á borðinu mörgum áratugum áður en það var opinberlega viðurkennt.
Á þeim tíma létust milljónir fólks úr afleiðingum reykinga, en tóbaksframleiðendur græddu á tá og fingri. Nú eru tóbaksframleiðendur að auka umsvif sín í þriðja heiminum og hafa margfaldað sölu sína þangað, þrátt fyrir alla þá vitneskju sem til er um skaðsemi tóbaksnotkunar. Var einhver að tala um blóðpeninga? Hvað finnst ykkur lesendur góðir? Laetrile hefur eitthvað verið notað í Mexíkó og sumum Evrópulöndum í áratugi. Í Evrópu hafa einnig orðið deilur um það, en þó ekki nándar nærri eins hatramar og vestanhafs. Nokkrir læknar hafa skrifað um það vísindalega greinar og einnig hafa komið út bækur um það.
Hefðbundin skólalæknisfræði viðurkennir það ekki enn þá og sumir læknar trúa því að það sé eitrað og stórhættulegt, vegna skrifa sem áttu að sanna það, en voru í raun falsáróður til að hræða lækna frá að nota það. Ekkert krabbameinslyf hefur enn þá komið á markaðinn sem er jafn lítið eitrað og hefur jafn litlar aukaverkanir og laetrile. Að mínu mati er laetrile ekki endanleg lausn í baráttunni við krabbameinið. Eigi að síður tel ég, eftir að hafa lesið um það nokkrar bækur og fjölda tímaritsgreina, að það sé áfangi á þeirri braut, sem leiðir til lokasigurs. Sennilega kemur það að mestu gagni til að hindra meinvörp og einnig er líklegt að það hjálpi verulega, sé það notað með öðrum náttúrulegum krabbameinslyfjum t. d. hákarlalýsi eða jurtalyfjum, sem talin eru styrkja ónæmiskerfið. Því miður er ekki leyfilegt að nota laetrile hér á landi, en vonandi verður þar breyting á innan tíðar.
Helstu heimildir: Leon Chaitow N.D. , D.O.: An end to Cancer, Thomsons Publ. Ltd.* Harold W. Manner Ph. D.: Facts about metabolic therapy Reprint from Cancer Control society, Los Angels U. S. A.* Stephen A. Levine Ph. D.: Organic Germanium -Dramatic Immunostimulant, Journal of Orthomolecular Medicine, Annar ársfj. 1987* Eric R. Braverman, M.D. T-cell Ratios: Modu.laúon by Nutrition Journal of Orthomolecular Medicine, Fyrsti ársfj. 1987.* Linus Pauling, nóbelshafi: Ritdómur um bók. Krabbameinsverjandi áhrif bioflavonoída. Journal of Orthomolecular, Medicine, þriðji ársfj. 1987.* Auk þess fjölmargar aðrar tímaritsgreinar.
Höfundur Ævar Jóhannesson árið 1988
Flokkar:Krabbamein