Blóðsugan og geislabyssan

Baráttan gegn krabbameini mun ekki vinnast undir geislabyssu vísindamannanna, heldur með viðhorfsbreytingu sem miðar að heilbrigðari lífsháttum.

Eftirfarandi grein birtist í sænska blaðinu ,,Dagens Nyheter“ 24. apr. 1988. Þýðing af greininni var birt í Sunnudagsblaði Þjóðviljans 8. maí 1988 og gaf þýðandi hennar okkur góðfúslega leyfi til aó nota hana. Við færum honum og Þjóðviljanum alúðarþakkir fyrir. Edgar Borgenhammar, prófessor við Norræna heilsugæsluháskólann í Gautaborg, ræðir þar um malefni sem okkur hér í þessu blaði er mjög hugleikið. Hann er ómyrkur í máli og fjallar þar á opinskáan hátt um staðreyndir, sem margir tala um sín a milli, en fáir þora að segja opinberlega. Því miður a efni greinarinnar ekki síður við um fleiri sjúkdóma en krabbamein.

Vafasöm notkun sterkra lyfja. og ýmissa annarra. læknisfræðilegra aðgerða, hafa manna á meðal jafnvel stundum með réttu eða röngu verið nefndar ,,lögverndaðar, lífshættulegar skottulækninga.r.“ Taugaveiklunarkenndur og hrokafullur fjandskapur hinna svokölluðu ,,viðurkenndu læknisvísinda“, gegn öðrum hættuminni heilsufarslegum valkostum, sem flestir grundvallast á náttúrlegri lækningaaðferðum, svo sem breyttu mataræði, fæðubótarefnum, jurtalyfjum, hómópatalækningum og  öðru í þeim dúr, er einnig vel þekktur í flestu.m vestrænum samfélögum. Í þeim efnum á Ísland þó sennilega metið eins og í ýmsu öðru, bæði góðu og illu. Hér er ekki verið að segja að allir íslenskir læteknar fylgi þeirri stefnu. Svo er engan veginn, en þetta er hin opinbera. og viðurkennda stefna og vei þeim lækni sem vogar sér að sniðganga þá stefnu. opinberlega. Því er afar mikilvægt að einhverjir sem standa „hátt“ í kerfinu, eins og Edgar Borgenhammar, þori að segja meiningu sína og  ræða opinskatt, fyrir opnum tjöldum u.m þessi mál sem engu.m eru í raun óviðkomandi. Æ.J.

Krabbamein er sjúkdómur sem kemur okkur öllum við, beint eða óbeint. Þriðji hver maður fær krabbamein og fimmti hver maður deyr af þessum sjúkdómi. Krabbameinslækningarnar eru í vanda staddar, – en kreppan stafar ekki af ófullnægjandi aðstöðu eða fjárskorts, heldur af ófullnægjandi árangri þeirra lækningaaðferða sem beitt er. Nýleg bandarísk rannsókn á árangri krabbameinslækninga hefur leitt í ljós að dauðsföll af völdum krabbameins fjölgaði úr 170 í 185 á 100.000 íbúa á árunum 1962-’82. Þetta þýðir 8,5% aukningu, þegar búið er að taka tillit til aldursdreifingar og samsetningar (New England Journal of Medicine 1986, bls. 1226-1232). Fjöldi þeirra sem lifði 5 ár eftir að meinið fannst jókst á árunum 1973-78 úr 46,8 í 49,2%, þegar búið er að taka tillit til krabbameinstegunda. Ef tekið er tillit til þeirra gífurlegu fjármuna sem veitt hefur verið til krabbameinslækninga, þá eru þetta heldur dapurlegar niðurstöður. Spyrja má hvort nokkur sérgrein læknisfræðinnar hafi sýnt minni árangur miðað við framlög, og engum sérgrein að geðlæknisfræðinni undanskilinni á að baki sér hörmulegri sögu ef litið  er til þeirra illu meðferðar sem sjúklingarnir hafa mátt þola.

Ofnotkun geislalækninga
Möguleikar á lækningu fara eftir því hversu mikla útbreiðslu sjúkdómurinn hefur náð í líkamanum þegar hann er uppgötvaður. Því hafa menn lagt áherslu á að uppgötva sjúkdóminn sem fyrst. En það má einnig líta á vandann frá annarri hlið: að um sé að ræða tvo ólíka flokka krabbameinssjúkdóma sem hafi ólíka möguleika á að mynda meinvörp. Hugsanlegt er að sum æxli séu með innbyggða stýringu til þess að mynda meinvörp, en önnur séu með stýringu til þess að halda sér á sama stað. Ef tegund æxlissjúkdóms er afgerandi fyrir þróun sjúkdómsins getur geislameðferð og lyfjagjöf verið tilgangslaus, aðeins haft léttvæga verkan eða í versta falli aukið á möguleika æxlisins til að mynda meinvörp. Það sem gildir fyrir eina tegund krabbameins gildir ekki fyrir aðra. Spurningin er hvort metnaður manna til greiningar og lækningar hafi ekki breyst í ofmetnað og hvort öll þessi geislameðferð sé ekki orðin meiri en góðu hófi gegnir.

Brjóstaskoðun og reykinga varnir
Nú leggja menn sífellt meiri áherslu á að  uppgötva hin minnstu teikn um brjóst krabbamein. Konum er í stórum stíl stefnt til brjóstamyndunar. Vonandi er það allt í góðum tilgangi. En engu að síður vakna spurningar. Í einu héraði Svíþjóðar dóu 87 konur úr brjóstakrabbameini af 78.085, sem teknar voru til skoðunar á ákveðnu tímabili. Samanburðarhópur sýndi að 88 konur af 58.782 höfðu látist af völdum sama sjúkdóms. Áhættuminnkunin samsvarar 0,04%. Munurinn á þeim konum sem reykja og þeim sem reykja ekki verður mun stærri, en engu að síður hefur þetta ekki orðið nema fáum héraðsstjórnum í Svíþjóð tilefni til að skipuleggja herferð og meðferð gegn reykingum í stórum stíl. Þó stendur þriðjungur krabbameinstilfella í sambandi við reykingar. Árangursríkasta meðferðin gegn krabbameini er ekki geislun, heldur skurðaðgerð. Bandarískar heimildir frá National Cancer Institute segja að af þeim sem hlutu lækningu hafi 62% læknast með skurðaðgerð. Hliðstæðar tölur fyrir geislameðferð voru 25%, lyfjameðferð 4% og lyfjameðferð ásamt hinum tveim 9%. Margir hafa álitið geislameðferðina vera komna á blindgötu, og vísindalegar heimildir um árangur hennar eru ófullnægjandi. Sú tvöfalda blind-prófun sem læknisfræðin krefst á óhefðbundnum lækningaaðferðum hefur aldrei verið gerð á geislameðferðinni. Í byrjun þessa áratugs héldu menn að það væri aðeins tímaspursmál hvenær menn myndu hætta að nota koboltgeislabyssurnar. Þá álitu menn að lyfjameðferðin fæli í sér framtíðarlausn. Það er skýringin á því að dregið hefur úr tækjakaupum.

Áhrif geislunar
Fljótlega eftir að Wilhelm Röntgen uppgötvaði geislana komust menn að því að geislun skaðar líkamsvefinn. Vandinn samfara geislameðferð felst í því að hið náttúrulega ónæmiskerfi líkamans skaðast og sömuleiðis DNA-kjarnasýran. Geislameðferð byggir á tveimur forsendum. Annars vegar að krabbameinsfrumurnar eru viðkvæmari fyrir geislunum en heilbrigður vefur. Hins vegar að hægt sé að miða geislanum einvörðungu á hið skaðlega æxli. Talið er að meirihluti krabbameinstilfella verði ekki meðhöndlaður með geislun, þar sem geislaskammtur er nægði til þess að drepa krabbameinsfrumurnar mundi einnig nægja til þess að drepa það sem eftir væri af sjúklingnum. Ef menn væru núna fyrst að byrja að prófa geislameðferð sem lækningu er ekki trúlegt að nokkur yfirvöld gæfu leyfi til tilrauna á fólki af siðferðisástæðum. Sex til átta geislaskammtar á dag eru engin heilsubót. Lengi vel var konum með takmarkað krabbamein í móðurlífi veitt geislameðferð með radíum. Aukaverkanir lýstu sér meðal annars í ófrjósemi. Slímhúðin varð viðkvæm og þrútin. Kynlífið truflaðist. Þegar nokkrir grandvarir skurðlæknar hófu að beita skurðlækningum gegn þessum kvilla upphófst mikið ramakvein frá krabbameinssérfræðingunum. 1 dag er skurðaðgerðin hins vegar viðurkennd. Ekki er langt síðan börn með hættulausa bletti á lifur voru meðhöndluð með geilsun – og afleiðingarnar urðu alvarlegir áverkar. Geislun var einnig beitt gegn stirðleika í liðamótum („Morbus Bechterev“) og 6-7 árum síðar höfðu margir þessara sjúklinga fengið blóðkrabba.

Sinnepsgas sem lyf
Lyfjameðferð gegn krabbameini á uppruna sinn í sinnepsgasi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Í andrúmslofti kalda stríðsins hófu margir vísindamenn rannsóknir á því, hvað það var við þetta gas sem hafði svo skaðvænleg áhrif á beinmerg. Áhrifin minntu á áhrif röntgengeislanna, og einhverjum datt í hug að reyna þetta gegn krabbameini. Árangurinn hefur í mörgum tilfellum talist lofa góðu, sem jafnframt hefur leitt til ofnotkunar. Bestur hefur árangurinn reynst gegn barnahvítblæði og vissum tegundum krabbameins hjá ungbörnum. Þá hefur árangur oft orðið góður í meðhöndlun eistnakrabba. Samt er ástæða til að staldra við. Lyfjameðferðin getur í sjálfu sér orðið til þess að framkalla krabbamein, hvítblæði.

Og hún dregur úr lífsþrótti og lífsgæðum margra. Ef á heildina er litið, þá hefur lyfjameðferðin á engan hátt svarað þeim væntingum sem til hennar voru gerðar – nema þegar litið er á afkomu lyfjafyrirtækjanna. Í dag er henni oft beitt í hreinu tilgangsleysi þegar menn sjá ekki aðrar leiðir, bara til þess að gera eitthvað. Hvers vegna? – Annars er hætt við að sjúklingarnir snúi sér að náttúrulækningaraðferðunum, en það er nokkuð sem krabbameinssérfræðingarnir vilja síst af öllu. En á það ekki að vera mál hvers og eins, eftir að hann hefur fengið þær upplýsingar sem hann á rétt á samkvæmt lögum, að velja sér sjálfur sitt hálmstrá að halda í? Náttúrulækningalyfin draga ekki úr lífsgæðunum, þau eru  hættulaus. Og það myndi sjálfsagt ekki skaða að draga hinar opinberu krabbameinslækningar með sínum helgiljóma svolítið niður á jörðina. Hugsanlegt er að stór hluti krabbameinssjúklinga geti náð þolanlegri  heilsu með óhefðbundnum aðferðum við meðhöndlun sjúkdómsins.

Blóðsugan og geislabyssan
En gáið að, þessi skoðun fellur alls ekki að ríkjandi goðsögnum um nútíma heilsugæslu. Fyrr á tímum notuðust menn við blóðsugur. Nú nota menn geislalækningu og lyfjagjöf gegn öllu mögulegu og ómögulegu. Tíðni ýmissa tegunda krabbameins hefur farið minnkandi. Það á sérstaklega við um magakrabba. Það kann að eiga sína skýringu í ísskápnum og frystikistunni, sem hafa leitt til þess að ekki er þörf á að nota eins mikið af salti og saltpétri í matvæli og áður fyrr. Blöðruhálskirtils- og brjóstakrabbi hafa að mestu staðið í stað ef menn taka tillit til aldursdreifingar. Tíðni  ristils- og endaþarmskrabba hefur minnkað lítið eitt ef tekið er tillit til aldurs. En það er ekki heilsugæslunni að þakka. Hins vegar er ekki fráleitt að halda því fram að trefjaríkari fæða hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Rúm 40% af orkuneyslu okkar eru í formi fitu. Áhættan á brjóst- og blöðruhálsskrabba myndi réna ef fituneyslan minnkaði um helming, auk þess sem það hefði heillavænleg áhrif á hjarta og æðar. En það er líka vert að hafa í huga að lífslíkurnar myndu aukast um innan við 2 ár að meðaltali ef krabbameinið í sínum fjölbreytilegu myndum væri skyndilega ekki sem dánarorsök. Ástæðuna fyrir því að tíðni móðurlífskrabbameins hefur farið minnkandi má rekja til aukins hreinlætis. En hirðuleysi karla og vörtur á limi eru orsakir þess að ekki hefur dregið enn frekar úr tíðni þess.

Hneyksli aldarinnar
Tíðni lungnakrabbameins hefur farið vax andi síðustu áratugina.  Þar er sígarettan  sökudólgurinn. Ef borin er saman fjöldi þeirra sem læknast af lyfja- og geislunarmeðferð annars vegar og þeirra sem deyja árlega af völdum reykinga, þá er munurinn tíu til tvítugfaldur á kostnað reykinganna. Það er læknisfræðilegt, félagslegt, efnahagslegt og pólitískt hneyksli að ekki hefur enn verið lagt fyrir þjóðþingið neitt frumvarp er varðar takmörkun reykinga. En hvernig er þá staðan með blöðruhálskrabba eldri karlmanna? Hvorki meira né minna en 25% af öllum karlmönnum, sem látast af öðrum orsökum og eru orðnir sjötugir, hafa við krufningu reynst vera með krabbamein í blöðruhálsi. Innan við 10% þessara tilfella virðist hafa sýnt nokkur einkenni, og enn þá færri virðast hafa verið til þess fallin að draga til dauða. Það kynni að falla páfanum í geð að beita geislameðferð á öll þessi tilfelli, en varla nokkrum öðrum og allra síst sjúklingnum sjálfum. Könnun frá Noregi sýnir að 25% af krabbameinssiúkum körlum og 40% af krabbameinssjúkum konum látast af öðrum orsökum en krabbameini. Í dag eru það fleiri sem hafa krabbameinið af en deyja af því.

Læknisfræði og völd
Við verðum líka að skilja þær hefðbundnu krabbameinslækningar sem nú eru stundaðar í ljósi valdskiptingar og skiptingar á hlutverkum eftir kynferði. Þarna eru annars vegar karlaveldið með sínar kraftmiklu geislabyssur, sitt tilbúna sinnepsgas og sín miklu fjárráð. Staða þeirra vekur hljómgrunn í fjölmiðlum og meðal stjórnmálamanna. Konurnar, þessar fornfúsu, láglaunuðu hjúkrunarkonur, kynnast sjúklingunum í návígi og horfa upp á angist þeirra og dvínandi lífsþrótt og lífsgæði. Okkur er sagt að þær gráti á hverjum föstudegi (sbr. grein um málið í Dagens Nyheter 8. apríl s. 1.), svo framarlega sem þær gefast ekki upp. Hve sláandi mynd af okkar fjárfreku heilsugæslu! Furðulegast er þó að þær skuli ekki gráta linnulaust. Varnarlausastir allra eru sjúklingarnir. Þeir eru þakklátir fyrir hvað sem er. Það er ekki auðvelt að túlka þann góða árangur sem krabbameinslækningarnar státa stundum af. Ekki fer hjá því að manni gruni að hluti skýringarinnar kunni stundum að felast í því að fleiri en áður komi undir smásjána vegna tiltölulega vel viðráðanlegra æxla sem fá nafngiftina krabbamein. Tölfræðiupplýsingar um dauðaorsakir eru líka óvissublandnar.

Og við eigum heldur ekki í dag neina aðferð sem getur ótvírætt sagt okkur til um það hvort bati sjúklings stafi af geislameðferð. Á þessum áratug hefur sá hlutur sem runnið hefur til heilsugæslu af vergri þjóðarframleiðslu aukist frá 9,9 til 11,1%. Á sama tíma hafa lífslíkur fyrir þá sem eru komnir yfir 70 ár aukist meira en nokkru sinni frá stríðslokum. Það væri þó ekki úr vegi að lénsþingin sæju þegnum sínum ekki bara fyrir geislabyssum heldur líka ódýru hveitiklíði, spírum,.gulrótum, dökkum vínberjum og hvítlauk – vegna E-, A- og C-vítamíns og selensins og þar með til þess að fyrirbyggja sjúkdóma.Í stað þessa leggur iðnaðarlæknisfræðigeirinn alla áherslu á hátæknigaldur. Það fást hvorki völd né virðing út á eina teskeið af hveitiklíði eða spírum á dag.

Heilsugæsla fjallar um lífsgæði og þó ekki eingöngu. Hún fjallar líka um nokkuð sem legið hefur undir bannhelgi í umræðunni, það sem kalla mætti dauðagæði, það að leyfa manneskjunni að deyja með virðingu. Heilsan er hluti af pólitíkinni og pólitíkin er „heilsugæsla“ á félagslegum grunni. Það er fyrst þegar við höfum tileinkað okkur það sjónarmið, sem við getum hætt að tala um  kreppu og hrun í krabbameinslækningunum. Þar er um það að ræða að greina á milli saumnálarinnar og skýjakljúfssins. Það er á vettvangi stjórnmálanna og viðhorfsbreytingar til heilsusamlegri lífshátta sem sigur getur unnist gegn krabbameininu, en ekki undir geislabyssum krabbameinslæknanna.

Lauslega þýtt úr DN af ólg.Flokkar:Krabbamein

%d bloggers like this: