Geimgeislunardagar

Sagt frá hugmyndum Júlíu Völdan um áhrif tunglsins á heilsu fólks.

Júlía Völdan ritaði eitt sinn í tímaritið ,,NY Tid og Vi“, að eitt af viðfangsefnum sínum væri að setja upp aðvörunarskilti á geimgeislunardögum, til þess að fólk verði ekki sjúkdómunum að bráð.

Í bókinni Plus-minus-balansen, 17. kafla, sem kom fyrst út árið 1969. Þar ráðlagði Júlia fólki að setja upp alveg ný skilti sem líktust viðvörunarskiltum á almennum vegum um að breytinga mætti vænta á veginum fram undan. Enginn okkar sem ökum bíl verðum hrædd er við sjáum slík viðvörunarskilti sagði hún , en við hægjum bara ferðina og ökum varlegar. Alveg á sama hátt ráðleggur Julia að við setjum viðvörunarskilti í dagbókina eða dagatalið okkar um það bil 2 dögum fyrir tunglkomu og tunglfyllingu. Þessa daga ráðleggur Julia fólki að byrja ,,að aka varlega“, það er að segja að gæta vel að hvíldarþörfinni. Draga úr álagi. Og einnig í nálægt 2 vikur fyrir jafndægur og sólstöður.

Í bókabúðum fást litlar vasabækur þar sem má finna merkið • sem þýðir nýtt tungl og merkið 0 sem þýðir fullt tungl. Til hægri við þessi merki á dagatalinu ráðleggur Julia fólki að teikna þessi merki sem tákni að minni háttar breytinga sé að vænta á leiðinni fram undan. Í dagbókinni er einnig að finna daga jafndægurs í mars og september, en sumar- og vetrarsólstöður eru í júní og desember.

Geimgeislunardagar
Júlía segir að það sé dálítið erfitt að skýra þetta fyrir öðrum. Þess vegna reyni hún að segja frá því á hvern hátt hún uppgötvaði þetta. ,,Það fyrsta sem vakti athygli mína fyrir nálægt 8 árum var hve margt fólk varð skyndilega veikt á ákveðnum dögum, án þess að hafa fundið fyrir neinu áður. Þá hringdi fólk oft til mín sama dag með sömu einkenni t. d. skyndileg uppköst. Hver gat orsökin verið?

Frá Þýskalandi hafði ég fengið bók fyrir nokkrum áður eftir þýskan yfirlækni á sjúkrahúsi, sem sagði frá því að venjulega liði krabbameins- og mígrenisjúklingum hans verr við fullt tungl en aðra daga, en hann gat ekki fundið skýringu á hvers vegna. Frá Sviss höfðu mér borist upplýsingar um að útgeislun tunglsins byrjaði þegar 2 dögum fyrir fullt tungl. Þetta varð til þess að ég fór að spyrja veikt fólk, hvernig því liði þessa daga og hvort verkir þess yrðu meiri tveim dögum fyrir fullt tungl eða eingöngu þann daginn sem tunglið er fullt. Þá uppgötvaði ég að margir sjúkir fundu meira fyrir verkjum við nýtt tungl og sérstaklega kom í ljós að fólk fékk oft uppköst.

Alheilbrigðar manneskjur finna ekkert fyrir geimgeisluninni, en fjöldi sjúks fólks verður þá vart við ýmsa verki og vanlíðan. Því er gott að vita hvenær þessara daga er að vænta og gæta þess þá að yfirkeyra sig ekki og byrja frekar á nýjum og krefjandi verkefnum að geimgeisladögum liðnum. Við tunglkomu og tunglfyllingu og við jafndægur og sólhvörf er oft hvassviðrasamt. Eitt er ljóst, áréttar Júlia, það eykst sjúkdóms- og dánartíðni í kring um bæði jafndægrin og einnig í minna mæli um sólhvörfin. Reynslan hefur kennt mér, segir Julia Völdan, að það sem helst kemur í veg fyrir þessi skyndilegu sjúkdómstilfelli og síendurteknu þunglyndisköst vor og haust, er að gæta þess tímalega að fyllsta jafnvægis sé gætt á milli yin og yang, sýru og lútar í líkamanum og síðast en ekki síst, að gæta þess afar vel að fá nægan svefn þessa geimgeislunardaga.

Höfundur: Sif Ingólfsdóttir árið 1988Flokkar:Umhverfið

%d bloggers like this: