Nálastungur – sársauki og hreyfing

Í lok nóvember árið 1988i hélt undirritaður fyrirlestur á vegum Heilsuhringsins um nálastungumeðferðina. Þegar rætt er um þetta efni verður ekki hjá því komist að fjalla jafnframt um verki og verkjavarnir, enda er nálastungumeðferðin í höndum lækna á Vesturlöndum fyrst og fremst aðferð til að lina langvinna verki. framhaldi af þessum fyrirlestri var ég beðinn að fjalla í stuttu máli um áhrif líkamshreyfingar á verkjavarnir líkamans og e. t. v. kynna hugmyndir um áhrif úttaugaörvunar, svo sem nálastungu, á líkamsstarfsemina.

Fyrri tíma hugmyndir um sársanka
Sársauki hefur frá örófi valdið ómældum þjáningum og hafa vísindamenn og heimsspekingar velt mjög vöngum yfir sársauka og orsökum hans. Á gullöld Grikkja (um 500 f.Kr.) voru hugmyndir heimsspekinga um starfsemi líkamans svipaðar þeim sem hin hefðbundna kínverska læknisfræði hefur enn þann dag í dag. Platon áleit að sársauki stafaði af of sterkri svörun milli frumefnanna fjögurra, sem voru jörð, loft> eldur og vatn. Önnur aðalkenningin í hefðbundinni kínverskri  læknisfræði er einmitt kenningin um frumefnin fimm, sem eru jörð, eldur, viður, vatn og málmur.

Hin grundvallarkenningin í hefðbundinni kínverskri læknisfræði fjallar um Yin og Yang, sem eru andstæður eins og t. d. ljós-myrkur, heitt – kalt, o. s. frv. Þessar andstæður eru alltaf til staðar samtímis, önnur hvor ríkjandi. Hefðbundin kínversk læknis fræði skýrir ekki sjúkdómseinkenni (t. d. sársauka) sem annað hvort líkamleg eða sálræn, heldur eru þau hvoru tveggja. Sókrates áleit hins vegar að líkami og sál væru aðskilin, og það var ekki fyrr en á 17. öld að þeir Descartes og Spinoza fullyrtu annað – að líkami og sál væru eitt og hið sama. Því miður eru allt of margir enn á sömu skoðun og Sókrates.

Nútíma hugmyndir um sársauka
Á síðustu tveim áratugum hefur skilningur á sársaukamiðlun í líkamanum tekið byltingarkenndum framförum. Áhugi lækna og annarra vísindamanna á sársauka hefur farið vaxandi. Hafa viðamiklar rannsóknir á sársauka farið fram, einkum á sviði lífeðlis- og lífefnafræði. Vísindamenn vita nú betur en áður hvernig líkaminn bregst við sársauka. Árið 1965 birtu þeir Melzack og Wall tímamótakenningu sína um stjórnun sárs- aukaboða í miðtaugakerfinu.

Þessi kenning var sönnuð fáum árum seinna, en samkvæmt henni getur aukið innflæði skyntaugaboða í miðtaugakerfið haft áhrif á sársaukaboðin. Þar með er að hluta til komin skýring á því hvernig nálastungur og aðrar aðferðir við örvun úttauga geta haft áhrif á sársauka. Melzack og Wall hugsuðu sér að um eins konar hlið væri að ræða í afturhorni mænunnar. Þegar boð frá grófari skyntaugum (t. d. fyrir titring eða þrýsting) fara um afturhorn mænu losna þar úr læðingi boðefni sem hindra sársaukaboðin að komast áfram ,,hliðið“ lokað. Boðefnið í þessu tilviki er enkefalín, sem er eitt af líkamsmorfínunum.

Líkamsmorfín –  ,,verkja- hormón“
Eftir að viðtakar fyrir morfín fundust í miðtaugakerfinu grunaði vísindamenn lengi að einhver efni væru til í líkamanum, sem hefðu áhrif á þessa viðtaka. Um miðjan síðasta áratug kom líka á daginn að sú var raunin, og nú eru fundin 3 mismunandi líkamsmorfín: beta – endorfín, dynorfín og enkefalín. Þetta eru svokölluð peptíðefni og myndast m.a. í meltingarvegi, heiladingli og nýrnahettum. Boðefnið sem losnar úr læðingi í afturhorni mænunnar og hindrar framrás sársaukaboða er enkefalín. Losun á enkefalíni í afturhorninu getur einnig átt sér stað fyrir áhrif frá stjórnbrautum frá heila og heilastofni (serotoninbrautir).

Má á myndarænan hátt segja að ,,hliðinu“ í afturhorni mænu megi loka bæði utan frá með því að örva grófari skyntaugar og innan frá – með því að virkja stjórnbrautir frá heila og heilastofni. Líkamsmorfínin verka fyrst og fremst sem ,,verkjahormón“ í líkamanum. Þau hafa einnig önnur áhrif, m. a. dempa þau streitueinkenni umtalsvert. Raunar myndast enkefalín í sömu frumum nýrnahettanna og katekólamínin (streituhormónin), en virðist losna úr læðingi við annars konar áreiti. Einnig hefur verið sýnt fram á að líkamsmorfínin hafa áhrif á ónæmiskerfið (T-lymfocyta), og vafalaust á eftir að sýna fram á  enn fleiri verkunarsvið. Þá má einnig gera því  skóna að fleiri peptíðefni verði uppgötvuð á næstu árum.

Áhrif líkamshreyfingar
Lengi hefur verið álitið heilsusamlegt að stunda líkamsrækt og holla útivist. Má raunar sjá þess merki langt aftur í aldir. Heimsspekingurinn Plutarchos (46-120 e.Kr.) maslti með því að ungir menn stunduðu leikfimi til að styrkja líkamann: ,,Frískur og snarpur líkami sem ungur, lofar góðu fyrir ellina“. Nú hefur verið sýnt fram á að líkamshreyfing eykur myndun líkamsmorfína. Lengi hefur verið ljóst a9 þeir sem eru í góðu líkamlegu „formi“ þola betur sársauka.

Gott dæmi um þetta eru vel þjálfaðir íþróttamenn sem slasast í leik og finna mun minna fyrir meiðslum en þeir sem eru þolminni. Rannsóknir á tilraunadýrum (rottum) í byrjun níunda áratugarins sýndu að dýrin urðu ekki eins næm fyrir sársauka eftir að þau voru látin hlaupa. Svipuð áhrif höfðu fengist hjá sömu tilraunadýrum þegar settaug þeirra var örvuð með nálastungu. Niðurstaða vísindamanna var, að kröftug vöðvavinna, nálastungumeðferð og lágtíðniörvun skyntauga   (TENS) jók myndun líkamsmorfína og dempaði sársauka. Seinna hefur verið sýnt   fram á að sama gildir fyrir menn.

Um bakverki
Þegar ofangreindar niðurstöður lágu fyrir tóku læknar að hagnýta sér þær. Meðferð sjúklinga með langvinn verkjavandamál hefur því breyst mjög verulega á allra síðustu árum. Gott dæmi um þetta er meðferð sjúklinga með bakverki. Fyrir 10-20 árum voru flestir sjúklingar með bakverk meðhöndlaðir á svipaðan hátt og væru þeir með brjósklos, og mun fleiri brjósklossjúklingar voru skornir upp en nú tíðkast. Meðferð þeirra var gjarna hvíld, jafnvel í 1-2 vikur, og verkjastillandi lyf.

Sem betur fer batnar langflestum sem ,,fá í bakið“ af sjálfu sér, sama hvað er gert (eða ekki gert!). Samkvæmt nýlegum breskum rannsóknum lagast 90% bráðra bakverkja af sjálfu sér. Vísindamenn á sviði baksjúkdóma halda því nú fram að gríðarleg aukning á algengi bakverkja á undanförnum áratugum hafi stafað af rangri meðferð – hreyfingarleysi!. Sú megin skyssa – sem margir gera enn þann dag í dag – að meðhöndla langvinna verki sem væru þeir bráðir (gefa verkjalyf, deyfingar, hitameðferð og nudd, svo dæmi séu tekin) hefur vafalaust einnig átt sinn þátt í þessari aukningu á algengi bakverkja.

Nú er sjaldnast ráðlögð hvíld við bakverkjum, heldur miklu fremur líkamsþjálfun. Aðaláherslan er lögð á að byggja upp almennan líkamsstyrk og þol og basta þannig verkjavarnir líkamans. Ef verkir eru slæmir í byrjun má nota ísbakstra eða beita úttaugaörvun, t. d. svokallaðri TENS meðferð. Þá er vægum rafstraumi hleypt á gúmmírafskaut sem límd eru við húð yfir þeim taugum sem á að örva.

Um vöðvagigt
Vöðvagigt er dæmigerður sjúkdómur nútímasamfélags og þeirrar streitu sem því fylgir og er algengt vandamál kyrrsetufólks. Börn fá sjaldan vöðvagigt, enda mikið á hreyfingu. A mínum vinnustað – Reykjalundi – fáum við til meðferðar allmarga sjúklinga með langvinn verkjavandamál, t. d. vöðvagigt. Þangað koma einnig sjúklingar í meðferð vegna annarra streitusjúkdóma og hafa þeir oft verulega vöðvagigt jafnframt. Meðferðin á Reykjalundi beinist fyrst og fremst að því að basta líkamsþol sjúklinganna og varir dagskrá þeirra nánast frá morgni til kvölds, leikfimi, gönguferðir, sund og hjólreiðar svo að dæmi séu nefnd.

Auk þess fá þeir reglubundna fræðslu um það hvernig best sé að haga þjálfun til að viðhalda þoli. Þeir sem stunda þessar æfingar af einlægni ná flestir góðum árangri hvað varðar líkamsþol og um leið dregur úr verkjum – vítahringir leysast upp og vöðvagigtin líka. Lögð er rík áhersla á viðhaldsmeðferð eftir útskrift. Aðalatriðið í viðhaldsmeðferð er þolþjálfun, og er þá hvorki átt við eróbikleikfimi (sem eflaust er ágæt) né vaxtarækt. Hægt er að sameina hreyfingu og útivist sem er bæði ódýr og holl. Flestir nota gönguferðir og sund til að halda sér í þjálfun. Nauðsynlegt er að hreyfa sig hressilega a. m. k. hálftíma í einu, minnst þrisvar í viku. Fyrir flesta er um það að ræða að breyta um lífsstíl. Það er oftast eina ráðið til að lifa verkjalaus og líða vel.

REYKJALUNDI 1 FEB. 1988 Magnús Ólason læknir.Flokkar:Fjölskylda og börn, Hreyfing

%d bloggers like this: