,,Karob eiturlaust ,,súkkulaði“

KAROB er jurt sem vex við Miðjarðarhafið. Á íslensku heitir hún Jóhannesarbrauðstré, Johannesbrödtrád eða Carobtrád á sænsku og Carobtree, Locust Been eða St. John’s bread á ensku og Caratonia siliqua á latínu. Þessi merka jurt ber ávöxt sem minnir á belgbaunir og það eru baunirnar í belgnum sem hér er fjallað um og nefndar eru karob. Karob má nota í stað kakós og (súkkulaðis) í öllum tilfellum. Það er ólíkt kakói að því leyti að það inniheldur engin eitur eða ávanabindandi efni. Það er heldur ekki eins feitt og ekki eins ríkt af kaloríum og kakó.

Karobsduft lítur alveg eins út og kakóduft og bragðast næstum eins. Karob getum við kallað „eiturlaust súkkulaði“. Það fæst bæði í duftformi og sem unnið sælgæti. En hvað er karob og hvaða efni eru í því? Eða það sem meira máli skiptir. Hvaða efni eru ekki í karobi? Orðið karob (carob) er úr arabísku karobe og frá því kemur orðið og mælieiningin karat. Litlu brúnu kjarnar karobjurtarinnar hafa þann eiginleika að vega alltaf jafn mikið, 0.18 gr. Þessa kjarna notuðu arabískir kaupmenn og gyðingar sem vogalóð þegar þeir vigtuðu skartgripi og eðalsteina. Við tókum upp orðið og vigtina, en karat nútímans er 0.20 grömm. Það hefur sennilega þótt hentugri tala eftir að tæknin kom til sögunnar.

Næringarrík fæða
Jóhannesarbrauðsmjöl hefur lengi verið notað til manneldis og sem dýrafóður. Það er kennt við Jóhannes skírara, sem hafði nærst á þessari afurð merkurinnar. Víst gefur þessi ávöxtur mikla næringu. Mest eru það kolvetni af ólíku tagi. Þess vegna hefur Jóhannesarbrauðsmjölið verið notað m. a. við meðferð vannærðra barna.

Laust við eiturefni
Aðalmunur þessara tveggja efna, karobs og kakós, er að það er ekki eitur í karobi. Það er laust við Theobromin og Koffein, sem verka örvandi á starfssemi hjarta og nýrna. Þessi efni eru m. a. notuð til að meðhöndla taugaáfall, asma, hjartaáfall og sem þvagörvandi lyf. 1 stórum skömmtum getur theobromin verkað lamandi á miðtaugakerfið en koffein örvar starfsemi þess. Í kakói er ávanaeiturefnið Fenyletylamin sem hækkar blóðþrýsting og verkar hressandi, en framkallar höfuðverk hjá mörgum. Mörg önnur efni í kakói verka á hjarta og æðakerfið og valda mígrenihöfuðverk.

Ekkert af þeim finnst í karobi. Ekki tyramin, sem bæði hækkar blóðþrýsting og hressir. Það fyrirfinnst í mistilteini, skemmdum dýravef, þroskuðum osti og grasdrjóla, sem er sveppategund – úr henni er unnið lyf notað gegn mígreni. Í því er heldur ekki Serotonin, sem hefur áhrif á löngunar og lystarkerfið. Þeir sem hafa bólur ættu að forðast súkkulaði (kakó) eins og heitan eldinn. Allt frá 1700 hefur ríka fólkið í Evrópu notað súkkulaði sem nautnalyf. Við fengum það frá Indíánum Mið-Ameríku. Nú þegar það er orðið almenningseign, notar fólk það til að hugga sig og róa. Misnotkun  hefur verið rannsökuð nokkuð. Misnotkun telst það er einstaklingur borðar meira en 100 gr af dökku súkkulaði með meira en 50% kakómassa á dag.

Karob sem sægæti
Að sjálfsögðu hafa sælgætisframleiðendur tekið karobið inn í sína framleiðslu. Alls kyns „heilsusælgæti“ hefur komið á markaðinn í Evrópu. En þótt karob sé notað í stað kakós eru oft vafasöm efni látin samanvið. Þetta sælgæti er þess vegna oftast jafn fitandi og sætt eins og venjulegt súkkulaði og því miður er lítið um innihaldslýsingu á því. Þess vegna er ekki hægt að átta sig á aukaefnum eða hvort upprunaleg efni karobsins halda sér í vörunni. Samanburður á 100 g af karob á móti jafnþyngd af kakói. Auk þessa inniheldur karob og kakó bæði kalk og fosfór. Einnig er magnesíum í kakói og jafnvel örlítið járn. Í karobi er járn ekki teljandi

Niðurlag
Lítil súkkulaðikaka inniheldur 25 mg koffein og bolli af heitu kakói 50 mg. Til samanburðar má geta þess að kókflaska hefur 40 mg koffein. Sjö ára krakki sem drekkur 3 kóka kóla á dag, neytir sama og 8 kaffibolla fyrir fullorðna, samanborið við þyngd. 1 kjölfarið fylgir pirringur, taugaveiklun og svefntruflanir. Fyrir utan kakóefnið sem er í unnu súkkulaðisælgæti er mikið af hvítum sykri og alls kyns aukaefnum. Líkaminn þarf að hafa mikið fyrir því að hreinsa „nammið“ úr líkamanum sem helst gjarnan lengi við í þörmunum og verkar eitrandi á líkamann. Næringarefni sem eru í karobi er m. a. Bl niasin, B2 kalk, magnesíum og járn. Hér á eftir fylgja nokkrar uppskriftir til að örva áhugann. Karob er notað og mælt á sama hátt og kakó.

Karob-sesammjólk (5 glös) 2 dl (afhýdd) sesamfra; 7 dl vatn 1/2 dl rúsínur (þvegnar og bleyttar upp) 2 msk. karobduft. Mixið sésamfræin þurr í mixara, setjið karob, rúsínur og vatn útí. Sigtið og drekkið kalt.
Karob-bananar: 1 banani á mann.
Karob pressaður appelsínusafi, ananashringir. Búið til þykka leðju úr appelsínusafa og karobi. Þekið bananana og látið þorna. Berið fram 1 banana og ananashring á mann.

Karobs-teningar: 1 dl hunang, 1 dl jarðhnetusmjör, 1 dl karob, 1 dl sesamfræ, 1/2 dl kókosmjöl (flögur), 1/2 dl hakkaðar döðlur (smátt brytjaðar). Bræðið hunangið með jarðhnetusmjörinu í vatnsbaði. Setjið karob í og hrærið vel. Setjið hin efnin útí. Hrærið vel. Hellið í mót og látið harðna. Skerið í teninga. Þýtt úr Má Brá og fleiri heimildum,

Sænski læknirinn, dr. Wilhelm Jiilke, segir að súkkulaði eigi það sameiginlegt með rabarbara, spínati, tómötum og kaffi að innihalda oxalsýru og geti því att þátt í myndun nýrnasteina.

Höfundur: Guðný Guðmundsdóttir



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: