Fróðleikur fyrir konur

Vitið þið?  að óþægindi sem margar konur fá á undan tíðablæðingum, lagast oft með því að nota 60-100 mg af B-6 vítamíni (pyridoxin) daglega. Dugi það ekki fæst bati í yfir 90% tilfella með því að taka einnig 15 mg af zinki, 500 alþj. ein., E-vítamín, 500 mg, C-vítamín og 6 belgi af Preglandin eða 3 belgi af Glanolin.

Góðkynja þrymlar í brjóstum, sem stundum verða aumir á undan tíðablæðingum, lagast oft einnig eða hverfa við notkun þessara sömu bætiefna. Æðahnútar á fótleggjum minnka eða hverfa þá einnig oft. Þessi sama meðferð hefur reynst vel við óþægindum sem þjá sumar konur á breytingarskeiðinu og árin þar á eftir.

Þunglyndi og ýmiskonar óþægindi, sem þjáir margar konur sem nota getnaðarvarnarpillur, lagast oft eða hverfa með því að nota daglega 40-60 mg af B-6 vítamíni, 1 mg af fólinsýru, ásamt 1 töflu af einhverju  góðu  blönduðu B-vítamíni. Einnig er talið að þessi sömu vítamín dragi um leið úr líkum á því að konur sem nota pilluna fái krabbamein í legháls eða legbol.

Frá árinu 1986Flokkar:Annað, Ýmislegt

%d bloggers like this: