Úr einu í annað

Óhófleg sýklalyfjanotkun.
Eins og oft hefur verið áréttað hér í þessu riti, ‘höfum við lengi talið að alltof mikið sé notað af sýklalyfjum hér á landi, og þegar læknar ávísi á slík lyf, gleymi þeir stundum að notkun þeirra fylgja aukaverkanir, nema sérstakar varúðarráðstafanir séu gerðar. Nú virðast heilbrigðisyfirvöld einnig vera að koma auga á þetta. Ríkisútvarpið hafði það nýlega eftir landlækni, að Íslendingar noti meira en tvöfalt magn sýklalyfja, borið saman við nágrannaþjóðir okkar. Þó hefur sumum í þeim löndum fundist notkun þeirra  ærið nóg. Landlæknir virðist ekki vera neitt sérlega hrifinn af þessari þróun og þar erum við honum hjartanlega sammála. Landlæknir upplýsti að notkun breiðvirkra sýklalyfja, t. d. tetracyclin, vasri alveg sérstaklega mikil og einnig væri hér mikið notað af dýrum sýklalyfjum. (Gæti verið að hagsmunir einhverra komi þar við sögu? Spyr sá sem ekki veit).

 Landlæknir benti réttilega á að fræða þyrfti lækna um hliðarverkanir þessara lyfja. Vissulega má þar segja, að betra sé seint en aldrei. Sú fræðsla hefði þurft að koma fyrir mörgum áratugum, enda voru þekktar hliðarverkanir breiðvirkra sýklalyfja fljótlega eftir að þau voru fundin upp. Hefði einföldum varúðarráðstöfunum við notkun sýklalyfja verið beitt frá upphafi, hefði að mestu mátt koma í veg fyrir þann geigvænlega faraldur sveppasýkingar í þörmum og fleiri sjúkdóma í meltingarfærum, sem beint má rekja til ógætilegrar sýklalyfjanotkunar. Að mati erlendra sérfræðinga, sem rætt hafa um þessi mál, eru vandamál tengd þessu einn mesti heilsufarslegi bölvaldur sem vestrænar þjóðir eiga nú við að glíma. Það er því mjög gleðilegt, að augljóst er að landlækni er þetta vandamál ljóst. Full ástæða væri fyrir Landlæknisembættið að gefa út dreifibækling, sem borinn yrði í hverja íbúð á landinu, um verkanir og hliðarverkanir sýklalyfja, og hvernig varast má óæskilegustu hliðarverkanirnar. Einnig er algerlega óhjákvæmilegt, að þeim læknum, sem trassa að upplýsa sjúklinga sína um þessa hluti, sé gefin alvarleg áminning og nauðsynleg endurhæfing, dugi áminningin ekki.

Tryptófan gegn svefnleysi Fjölmargar upplýsingar sýna að amínósýran tryptófan verkar mjög vel gegn svefnleysi. Einnig hefur þessi amínósýra verið notuð með nokkuð góðum árangri við vissum þunglyndiseinkennum, ein sér eða gefin með B-3 vítamíni í nokkuð stórum skömmtum. Tryptófan er forefni fyrir myndun taugaboðefnisins serotonin, en skortur þess í heila er talinn valda svefnleysi og þunglyndi með sjálfsmorðstilhneigingum, Með því að gefa tryptófan sem fæðubótar efni, virðist mega leiðrétta að einhverju eða öllu leyti þennan skort á serotonin í heilanum. Eigi að notatryptófan við svefnleysi, er tekið inn hálft til eitt gramm af efninu, 30 til 60 mín. áður en gengið er til náða. Til að ná fram sem bestum árangri, má helst ekki neyta próteinríkar fæðu næstu 3-4 klst. á undan, því að aðrar amínósýrur úr fæðunni keppa þá við tryptófan í heilanum og draga úr verkunum þess. Við þunglyndi þarf að nota efnið tvisvar til þrisvar á dag. Engar aukaverkanir fylgja notkun tryptófans í áðurnefndum skömmtum, en sumir sem nota það við þunglyndi segja að lítilsháttar syfja í smástund fylgi stundum notkun þess að morgni dags. Tryptófan er sennilega heppilegsta efnið sem völ er á fyrir þá sem þjást af fremur vægu svefnleysi og þunglyndi. Ættu allir með þau einkenni að reyna það, á undan vanabindandi tauga- eða svefnlyfjum. Tryptófan fæst nú í sumum heilsufæðubúðum, án lyfseðils, og einnig í einhverjum apótekum, gegn lyfseðli. Best er að kaupa það í 500 mg pillum. Sé efnið fengið gegn lyfseðli á að biðja lækninn að skrifa á hann: „L-Tryptophane 500 mg“, ásamt því magni efnisins sem óskað er eftir.

Krabbamein og sindurefni
Ég hef áður í rabbþáttum mínum varað fólk við eitruðum efnasamböndum, sem myndast úr fituefnum fyrir áhrif súrefnis andrúmsloftsins, sérstaklega við háan hita, t. d. steikingu. Efni þessi, sem á erlendum málum eru nefnd peroxid og superoxid, mynda svokallaða „fría radíkala“. Jón Óttar Ragnarsson kallar þessi efni sindurefni, sem er ágætt samheiti á þessum efnasamböndum. Við hátt hitastig er myndun sindurefna mjög ör og í fjölómettuðum olíum, sem búið er að steikja í og síðan eru geymdar til seinni nota, má ganga að því sem vísu að eitthvað hafi myndast af þessum efnum. Öll sindur efni eru talin krabbameinsvaldandi, og koma verkanir þeirra einkum fram í hækkaðri tíðni krabbameins í meltingarfærum, sérstaklega í ristli, og sennilega einnig í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, auk ýmissa annarra sjaldgæfari afbrigða. Sindurefni má búast við að fínna í djúpsteiktum matvælum, sérstaklega hafi olían lengi staðið heit eða verið notuð áður til steikingar. Að nota upphitaða olíu og að láta heita olíu standa lengi í potti má fremur telja reglu en undantekningu, t.d. við matreiðslu á flestum skyndibitastöðum.

Einnig geta sindurefni myndast við grillsteikingu við hátt hitastig, auk annarra eitur efna sem hér verður ekki ra;tt um. Reyndar er engin aðferð við steikingu örugg hvað þetta varðar. Talað hefur verið um hátt hlutfall sindur efnisins malon dialdehyds í nautahamborgurum og reyndar í nautakjöti almennt, eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Sindurefni myndast nefnilega einnig við þránun fituefna. Því er mjög slæmt að láta kjöt hanga ófryst eftir slátrun, eins og venja er að gera við nautakjöt. Að láta kjöt hanga þannig tryggir neytendunum ríflegan aukaskammt af sindurefnum í kaupbæti, og þá um leið auknar líkur á krabbameini. Sindurefni geta einnig myndast í matarolíum og lýsi, séu þær vörur geymdar lengi í hálftómum eða illalokuðum flöskum, sérstaklega á hlýjum stað. A- og E-vítamín eru náttúruleg efni sem hindra myndun sindurefna í olíum og lýsi. Þessi vítamín eyðast þó fljótt úr þessum vörum við lélega geymslu og þá geta eiturefni farið að myndast. Ólífuolía, sem að mestu er einómettuð en ekki fjölómettuð, eins og t. d. sólblómaolía eða þistilolía, myndar miklu síður sindurefni en áðurnefndar fjölómettaðar olíur. Eigi á annað borð að steikja mat upp úr olía, en það getur orkað tvímælis, er ólífuolía miklum mun heppilegri en fjölómettaðar olíur.

Nýlegar rannsóknir, sem sagt var frá í tímaritinu „The Economist“, benda einnig til þess að verndandi eiginleikar ólífuolíu gegn hjarta- og æðasjúkdómum séu síst minni en t. d. sólblóma- eða maísolíu. Vísindaleg skýring á því liggur í, að ólífuolía hindrar að fitusýran arakidonsýra myndist úr forefni sínu DGLA, og dregur þannig úr myndun óheppilegra efnasambanda úr arakidonsýru. Þau efni eru talin koma við sögu við blóðtappamyndun og ýmsa bólgusjúkdóma, en um það má nánar sjá annarsstaðar í blaðinu. Æskilegt væri að Hollustuvernd ríkisins eða einhverjir aðrir opinberir aðilar gerðu úttekt á skaðlegum efnasamböndum í djúpsteikingarpottum veitingahúsa og skyndibitastaða. Á meðan ekki liggja fyrir niðurstöður úr slíkri athugun ætti almenningur þó að sniðganga djúpsteiktar vörur og helst að hætta að nota þær fyrir fullt og allt. Jafnvel þó að í einhverjum tilfellum fyndist ekki hættulegt magn sindurefna í djúpsteiktum kartöflum eða öðrum slíkum mat, þá eru þessar vörur samt sem áður óhollar og fitandi og ættu því alls ekki að sjást á matborði neins sem annt er um heilsu sína. A-,C-og E-vítamín eyða sindurefnum úr fæðunni.

Einnig sum vítamín úr B-flokknum  og snefilefnið selen. Öll þessi fæðubótarefni hafa verið – og eru, talin geta verndað líkamann fyrir sumum tegundum krabbameins. Bandaríska krabbameinsfélagið hefur t.d. gefið út yfirlýsingu um gagnsemi beta-karótíns (forefni fyrir myndun A-vítamíns) gegn lungnakrabbameini. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum eru verndandi eiginleikar beta-karótíns svo miklir, að þeir vega upp á móti skaðlegum áhrifum tóbaksreyks. Fólk sem reykir og notar einnig beta-karótín, er að þeirra sögn í álíka mikilli hættu að fá lungnakrabbamein, eins og fólk sem hvorki reykir né notar beta-karótín. Líkt má segja um C-vítamín, E-vítamín og selen, þó að ennþá séu ekki alveg jafn ótvíræðar vísindalegar rannsóknarniðurstöður  handbærar. Séu áðurnefnd fæðubótarefni notuð í sömumáltíð og fæðutegundir, sem liggja undir grun um að innihalda sindurefni, t. d. hamborgarar eða franskar kartöflur, eru töluverðar líkur á því að gera megi eiturefnin óvirk áður en þau valda teljandi skaða. Talað hefur verið um að þeir sem nota mikið fjölómettaðar fitur séu í meiri hættu af að fá krabbamein en aðrir. Þetta stafar sennilega fyrst og fremst af of litlu E-vítamíni í fæðu, og e. t. v. að einhverju leyti vegna sindurefna sem myndast við matreiðslu eins og áður segir.

Fólk sem notar mikið fjölómettaðar fitur, t. d. matarolíur, lýsi, feitan fisk, hrossafitu, selspik og fleira, þarf að fá meira E-vítamín í fæðunni en aðrir. Ekki er hægt að treysta því að fá nægilegt E-vítamín úr öðrum matvælum, eins og sumir halda fram. Við geymslu og matreiðslu eyðileggst oftast verulegur hluti náttúrulegs E-vítamíns í fæðu. Eigi að vera tryggt, að þeir sem nota fjölómettaðar fitur mikið fái nægilega mikið af þessu ómissandi næringarefni, verður að nota það sem fæðubótarefni. Sé E-vítamín ávallt tekið með hverri máltíð og e. t. v. einnig C-vítamín, er það nokkuð góð trygging fyrir því að ýmsir krabbameinsvaldar í fæðunni séu gerðir óvirkir áður en þeir valda skaða. Pillur sem innihalda A-,C- og E-vítamín, ásamt selen, eru nú fáanlegar hér á landi, bæði heilsufæðubúðum og apótekum. Þær pillur eru gerðar alveg sérstaklega með það í huga að eyða sindurefnum, bæði úr fæðu og einnig inni í líkamanum. Séu þessar kenningar um sindurefni og tengsl þeirra við tíðni krabbameins réttar, sem flest bendir til, ætti notkun áðurnefndra fæðubótarefna að koma fram sem lækkandi tíðni ýmissa krabbameinstilfella að nokkrum árum eða áratugum liðnum. Er ekki þeim kostnaði sem af töku fæðubótarefnanna leiðir vel varið? Best af öllu væri þó að reyna að draga sem mest úr notkun fæðu sem inniheldur skaðleg efnasambönd og það getum við öll, ef við bara viljum það sjálf.

Vímulaus æska fyrir arið 2000
Nýlega voru stofnuð Landssamtök for eldra fyrir vímulausar æsku.
Ekki er ætlunin að fara að ræða hér almennt vímuefnafíkn unglinga eða annarra, enda væri það nægt efni í langa grein. Ástæðan fyrir því að hér er sagt frá stofnun þessara samtaka er sú, að greinarhöfund langar til að benda á nýja hlið þessa máls, en sú hlið hefur lítið verið rædd hér á landi. Fólk er nú að vakna til meðvitundar um mikilvægi forvarnarstarfs á þessu sviði sem öðru. Þó að lítið hafi verið fjallað hér á landi um fíkniefnaneyslu annarsvegar og mataræði hinsvegar, er þó lítill vafi á því að samband er þar á milli. Fólki sem líður illa vegna vannæringar af einum eða öðrum toga, er miklu hasttara við að ánetjast vímugjöfum en heilbrigðu fólki. Sjoppufæðu unglinga fylgir oftast meiri eða minni skortur ýmissa ómissandi næringarefna, bæði steinefna og vítamína.

Mikil sykur- og fituneysla gerir illt verra og orsakar oftar en ekki blóðsykurstruflanir, sem síðan valda vanlíðunareinkennum, bæði sálrænum og líkamlegum. Stundum bætist ofvirkni, ofnæmi og/eða sveppasýking við það sem áður var talið. Sé farið með þannig ungling til læknis, er næsta ólíklegt að hin raunverulega orsök vanlíðunarinnar, sem er sambland efnaskorts og allt of mikillar sykurneyslu,  verði  greind. Miklu líklegra er að unglingurinn fái eitthvert lyf, t. d. tetracyclin við bólum á andliti eða róandi pillur við svefnleysi. Þegar svo er komið er unglingurinn til þess að gera auðveld bráð fyrir óprúttna sölumenn vímuefna. Vímuefnin slæva vanlíðunareinkennin og áður en varir er fórnarlambið orðið háð eitrinu. Stundum eru fíkniefni gefin að læknisráði. Hér á ég við tilbúin vímulyf eins og valium, librium og ýmis hliðstæð efni, sem oft eru gefin af allt of miklu gáleysi. Þau hafa sennilega gert fleiri einstaklinga að vímuefna neytendum en allir fíkniefnasmyglarar til samans.

Lesi einhver meðlimur áðurnefndra samtaka þessar línur, bið ég hann að hugleiða þær vandlega en fordæma ekki að óathuguðu máli. Að mati höfundar þessa rabbs er grundvallaratriði, að vanrækja ekki þennan þátt í lausn fíkniefnavandamálsins. Fjöldarannsóknir í bandarískum fangelsum styrkja eindregið þær hugmyndir, að ekki aðeins undirrót fíkniefnaneyslu liggi í óheppilegri fæðu, heldur einnig undirrót margskonar ofbeldisglæpa, sem tröllríða nú flestum vestrænum þjóðfélögum. Bæði þessi vandamál vega að rótum samfélags okkar. Hvor tveggja vandamálanna færast í aukana ár frá ári þrátt fyrir stöðugt öflugra andóf ríkis og einstaklinga. Verði ekki einhverjum nýjum og árangursríkari aðferðum beitt, er ekki annað sjáanlegt en að ástandið eigi enn eftir að versna til muna á næstu árum og áratugum. Hvernig væri að taka upp öflugan áróður fyrir stórbættu mataræði unglinga um leið og unnið yrði að margskonar öðrum umbótum, sem vissulega má heldur ekki vanrækja í sambandi við lausn fíkniefnavandmálsins. Hin nýstofnuðu samtök foreldra fyrir vímulausri æsku, eru sennilega besti hugsanlegi aðilinn til að koma þessum hugmyndum á framfæri og í framkvæmd. Við beinum því þeirri áskorun til samtakanna að þau taki þetta mál til alvarlegrar íhugunar.

Nýjar kenningar um orsakir æðakölkunar
Í tímaritinu „Biologisk Medián“, 4. tbl. 1983, er löng vísindagrein um orsakir æðakölkunar. Greinin er eftir sænska yfirlækninn Ingu Orth og hinn þekkti sænski læknir Olof Lindahl, prófessor, skrifar formála að greininni. Höfundur greinarinnar byggir hugmyndir sínar á kenningum þýska vísindamannsins Lothar Windts, prófessors í Frankfurt. Samkvæmt þeim kenningum er frumorsök æðakölkunar ofneysla próteinefna (eggjahvítu), sem síðan setjast í æðaveggina og valda því að kólesteról og önnur efnasambönd eyðileggja æðakerfið. Þegar sá er þetta ritar las þessa grein, rifjuðust upp fyrir honum líkar kenningar Bandaríkjamannsins dr. Carey Reams, sem sagt er frá í grein um lágan blóðsykur í H.h. 1.-2. tbl. 1985. Kenningar beggja eru grundvallaðar á vísindarannsóknum og þó að sennilega séu þær ekki ennþá fyllilega sannaðar, eru þær þó ekki lakar undirbyggðar frá vísindalegu sjónarmiði en ýmsar aðrar kenningar sem notaðar eru í læknisfræði. Þó að kenningar Windts og Reams reynist réttar, er þó engan veginn víst að aðrar kenningar um æðakölkun séu að öllu leyti rangar. Vel gæti verið um samverkandi orsakir að ræða. Niðurstöður greinarinnar í Biologisk Medicin eru, að til þess að minnka líkur á æðakölkun, eigi að nota fremur eggjahvítusnautt fæði, sérstaklega á að draga úr neyslu dýrapróteins en auka neyslu grænmetis og annarrar grófrar kolvetnafæðu. Greinin er verulega athyglisverð og tekur þetta vandamál frá nokkuð öðrum sjónarhóli en venjulega er gert. Vel má vera að við segjum betur frá efni hennar síðar en það er efni í langa grein.Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: