Rauður pipar ,,Capsicium Cayenne“ áburður á gigt og sveppasýkingu á fótum.

Erlent heiti: Capsicum annum. Vex víða í hitabeltislöndum, en sá besti er talinn koma frá Afríku. Eiginleikar: Sótthreinsandi, örvandi, styrkjandi, græðandi, eykur starfsemi munnvatnskirtla. Margir vita ekki að Cayenne (rauður) pipar, sem fæst í flestum matvöruverslunum í duftformi og er notaður til að krydda með mat, er  talinn ein besta lækningajurt sem til er. Hann er bæði notaður einn sér og með öðrum jurtum til að auka áhrifamátt þeirra. Hann á ekkert skylt við venjulegan pipar, sem verkar ertandi á slímhúðina. Ef Cayenne-pipar er stráð í opin sár hreinsar hann sárið og græðir, t.d. er gott að lækna með honum sveppasýkingu á fótum, þá er honum hrært saman við örlítið krem eða olíu og borið á sýkta hlutann á hverjum degi þangað til sárið er gróið. Við slæmu kvefi má  hræra eina teskeið út í glas af volgu vatni til að skola hálsinn með, einnig til að drekka.

Líka má taka hann inn við hverskonar innvortis slappleika, hann örvar starfsemi nýrna og meltingarkirtla og gefur þægilega hitatilfinningu. Ekki þarf að óttast að hann skapi hjartanu aukið erfiði, frekar kemur hann jafnvægi á hjartastarfsemina, jafnframt því sem hann styrkir blóðrás og taugar. Ef manni þykir bragðið of sterkt til að taka cayenne piparinn inn í vatni, má hræra hann saman við hunang og taka inn þannig. Cayenne pipar er frábært að nota í bakstra, hann vinnur vel gegn vöðvabólgu, gigt og innvortis bólgum, sérstaklega ef hann er jafnframt tekinn inn. Ekkert skaðar það hörundið þótt baksturinn sé látinn liggja á tímunum saman, þó að hitni talsvert undan honum koma hvorki blöðrur né sár. Ekki þarf annað í baksturinn en að vinda handklæði upp úr heitu vatni og strá duftinu á það.

Uppskrift að áburði á gigt, bólgur og tognanir:
1 msk. cayenne pipar
0,57 1. eplaedik.
Sjóðið við hægan hita í 10 mín. Geymist á flösku. Þess má geta fyrir þá sem eiga kost á ógerilsneyddri mjólk, að cayenne pipar, sé hann settur úr í mjólkina, ver hana skemmdum, án þess að eyða næringarefnunum. Heimildir: Back to Eden eftir Jethro Kloss, að mestu.

Læknaði sveppasýkingu á fótum
Kona hringdi og sagðist hafa læknað sveppasýkingu á fótum með rauðum pipar, (Capsicium Cayenne) sem hún las um á bls. 47 í 1-2 tbl. 1986.

Ebba Valvesdóttir þýddi.



Flokkar:Ýmislegt

%d bloggers like this: