Blettaexem – sveppasýking

Umræða og skrif um sveppasýkingu er nú orðin allgóð og ætti nokkur hópur fólks að vera orðinn upplýstari um þennan vágest, sem herjar á okkur Íslendinga með geigvænlegum afleiðingum. Talið er að fimmti hver Breti sem leitar læknis þjáist af sveppasýkingu og mætti samkvæmt því álykta að þriðji  hver Íslendingur sem leitar læknis sé með  sveppasýkingu.

Lítill vafi er á því að gegndarlaus sýklalyfjagjöf íslenskra lækna er aðalorsökin og þó sérstaklega sú óskiljanlega staðreynd að læknar hér gefa ekki eftirmeðferð eftir sýklalyfjagjafir, þó að þeir viti að gerlajafnvægi meltingarfæranna raskist við lyfjameðferðina og grundvöllur sveppasýkingar sé þannig lagður. Nú hefur það gerst að æðsta ráð heilbrigðiskerfisins hefur tekið við sér og látið boð út ganga, að allt of mikið sé gefið af sýklalyfjum. – Skýringin, jú, fólkið vill þetta. Þessi fullyrðing hlýtur að vera röng. Fólk vill lækningu og hjálp – ekki eyðileggingu undirstöðu heilbrigðinnar, sem rétt starfsemi þarmagerlanna er.

Ekki er nóg að minnka notkun sýklalyfjanna, – meinlokan virðist ennþá vefjast fyrir Landlæknisembættinu, – aldrei er minnst á eftirmeðferð með mjólkursýrugerlum. Halda mætti að svo lærðum mönnum þyki minnkun í því að minnast á svo lítilmótlega hluti eins og gerla. Væri ekki ráð að Landlæknisembættið gerði eitthvað í málinu, upplýsti almenning um eftirmeðferð þegar sýklalyf hafa verið notuð. Það ætti ekki að vera meira mál en vinsældakönnun á heilbrigðisþjónustunni við almenning, sem gerð var nýlega og rækilega kynnt í fjölmiðlum.

Hér á eftir mun ég lýsa einu einkenni sveppasýkingar af mörgum – blettaexemi – og nokkrum ráðum til að bæta það.
Exemblettir vegna sveppasýkingar eru oftast hringlaga. Séu blettirnir opnir og hrúðraðir er sýkingin á háu stigi. Blettirnir eru oft á innanverðum ökklum eða þar í grennd og mjög misstórir. Þeir stærri hreisturskenndir og opnir með miklum kláða, minni blettirnir upphleyptir, rauðbrúnir eða rauðir með hvítum kjarna, oftast lokaðir og klæjar minna í þá. Stundum koma kláða-exemsár í endaþarmsop. Exem kemur oft undir neglur, bæði á höndum og fótum. Sveppaexem er einnig mjög oft framan á bringubeini.

Það hefur verið reynsla margra með tásveppi, sem sagðir eru koma úr sundlaugunum, að við það að taka inn mjólkursýrugerla og leiðrétta ójafnvægi í gerlaflóru þarmanna, þá hverfa tásveppirnir, enda þótt sundlaugarnar séu stundaðar áfram.

Gegnumgangandi einkenni flestra með sveppasýkingu er almenn þreyta og úthaldsleysi. Einnig mikil ásókn í sykur og örvandi efni t. d. kaffi og sígarettur. Góður árangur við lækningu sveppasýkingar hefur náðst með jurt frá Afríku ,,Spianthes“, bæði útvortis og í inntöku. Þessa jurt hafa negrakonur notað um aldir móti útferð og blöðrubólgu. Hér fékkst spilanthes í heilsubúðum, uppleyst í vínanda. Því var hún bönnuð eins og fleiri góðar lækningajurtir, sem sannað hafa ágæti sitt. Forkastanlegt er af heilbrigðisyfirvöldum að banna sölu svo mikilvægra heilsujurta þótt þær séu uppleystar í vínanda. Nær væri að þau reyndu að basta fyrir áratuga afglöp í sambandi við sýklalyfin, með því að hvetja fólk til að nota skaðlaus náttúrleg efni til að draga úr verstu afleiðingum sýklalyfjanotkunarinnar, heldur en að banna þau. Gott er að nota hveitikímolíu á alla exembletti. Oftast dugir það til að græða sárin utanfrá. Áhrifaríkara er þó að bera „prosta san“ upplausn eða „ecinaforce“ upplausn undir olíuna. Þær jurtatöflur má leysa upp í „kláravíni“ frá Ríkinu.

Grunnkúr gegn  sveppasýkingu:  Acidophylus-gerlar, teknir minnst í2-3 mánuði:
C-vítamín, 1-3 g. daglega, lágmark.
B-vítamínblanda, ekki unnin úr ölgeri.
E-vítamín, 500 mg. daglega.
Biocarotin, 1-2 tsk. daglega.
Fjölsteinefnatöflur, 4 töflur 2svar á dag.
Hvítlauksolíubelgir, 2 belgir 3svar á dag.
Zink, 50-150 mg. daglega.
Sýrður hvítkálssafi.
Mjólkurgerlasýrt hvítkal (í eftirmat)
Molkosan, 1 matsk. í vatni 2svar á dag.
Vel sýrð mysa, 1-2 glös daglega.
Kotasæla, (í aðalrétt eða sem aukaréttur)
Ávextir milli mála, (til að leiðrétta lágan blóðsykur)
Algerfasta a allan sykur, kaffi og hvítt hveiti.

Sérmeðferð
Prostasan, 3 tfl. 3svar á dag.
Ecinaforce.J tfl. 3svar a dag.
Usneasan,3 tfl. 3svar á dag.
Pantopensyra (B-5), 250 mg. 3svar á dag.
Pyridoxin (B-6), 50 mg. 3svar á dag.
Dolomit-töflur, 5 töflur 3svar á dag.
Kalíum (potassium), 250 mg. á dag.

Þessi fæðubótarefni fást í heilsufæðubúðum í Reykjavík, en þó ekki öll í sömu búðinni. Vel sýrð mysa er venjuleg skyrmysa sem látin er standa í opinni fernu á hlýjum stað í nokkra daga til að fullgerja allan mjólkursykur í henni.

Höfundur: Ólafur Ingi Sveinsson eða Óli punktur eins og hann var kallaður, greinin skrifuð 1986 



Flokkar:Meðferðir

%d bloggers like this: