Lækning á sveppasýkingu Margir hafa komið að máli við höfund þessa rabbs um sveppasýkingu og ráð gegn henni, síðan grein um það efni kom í blaðinu s.l. vetur. Þegar höfundur tók saman efni þeirrar greinar gerði hann sér ekki fyllilega ljóst hversu útbreidd og alvarleg slík sýking er hér á landi. Einnig hefur e.t.v. gætt heldur meiri bjartsýni í greininni um það, hversu auðvelt sé að lækna sveppasýkingu heldur en reynslan hefur sýnt. Á þessu hálfa ári hefur fjöldinn allur af fólki hafið meðferð af ýmsu tagi gegn candida sýkingu. Margir hafa ráðfært sig við greinarhöfund áður en þeir byrjuðu meðferðina, en aðrir hafa haft samband við hann síðar og látið heyra um árangurinn. Því er nú komin næg reynsla hér á landi til að geta á grundvelli hennar gert sér allgóða heildarmynd af því, hvort hugmyndir dr. Truss og samstarfsmanna hans standast dóm reynslunnar.
Ég get nú með óblandinni ánægju og ofurlitlu stolti upplýst lesendur H.h. um það, að kenningar dr. Truss standast þann dóm. Af því fólki sem farið hefur í alvöru læknismeðferð gegn sveppasýkingu hafa langflestir hlotið einhvern bata og sumir mjög sláandi, þannig að orðið kraftaverk hefur verið nefnt í því sambandi. Stundum hafa einkenni, sem varað höfðu í marga áratugi, lagast jafnvel á nokkrum dögum. Stundum ber þó batann hægar að, þannig að nokkrar vikur líða áður en veruleg breyting verður til batnaðar. Í vissum tilfellum versnar fólki frekar en batnar allra fyrst eftir að farið er að útrýma sveppunum úr þörmunum. Þau vandamál eru vel þekkt erlendis og kölluð „die off“ viðbrögð og stafa af því að eiturefni úr dauðum sveppum berast í miklum mæli inn í meltingarveginn og þaðan út í blóðrásina og valda eitrunareinkennum, t.d. ógleði, uppköstum, höfuðverk og svima, auk einkenna frá meltingarfærum, t.d. magakveisu, meltingartruflunum, niðurgangi eða harðlífi. Vil ég sérstaklega benda á þetta, vegna þess að ýmsir, þ.á m. sumir læknar, halda að þessi einkenni starfi frá lyfjunum sem notuð eru til að drepa sveppina. Fjölþjóðleg ráðstefna lækna, sem haldin var í Bandaríkjunum nýlega, komst að áðurnefndri niðurstöðu eftir að sérfræðingar í lækningu sveppasýkingar höfðu rætt þessi mál og borið saman bækur sínar. Þessi vanlíðunareinkenni hverfa fljótlega, venjulega að nokkrum dögum liðnum, en dæmi eru til um að þau vari í tvær til þrjár vikur.
Séu þessi einkenni mjög óþægileg er rétt að minnka lyfjanotkunina á meðan verstu óþægindin eru að ganga yfir, en auka síðan á nýjan leik, þegar ástandið fer að skána. Fylgi áðurnefnd óþægindi töku sveppaeyðandilyfja, t.d. „Nystatin“ eða „Mycostatin“, er næstum því öruggt, að mati bandarísku sveppasjúkdómafræðinganna, að um sveppasýkingu í meltingarfærum hefur verið að ræða. Þegar óþægindunum linnir kemur batinn stundum mjög fljótt, sérstaklega hafi aðal vandamálið verið tengt meltingarfærunum. Þessir sömu sérfræðingar segja að næstum ógerningur sé að skera úr um það fyrirfram, hvort um sveppasýkingu í meltingarfærum sé að ræða eða ekki, því að candida-sveppir finnast einnig í þörmum heilbrigðs fólks. Eina leiðin er að prófa sveppaeyðandi lyf á því fólki sem hefur einkenni þau er benda til sveppasýkingar. Komi þá bati í ljós verður að líta svo á að sveppir hafi að minnsta kosti átt hlut í sjúk dómnum. Batni sjúklingnum hins vegar ekkert, verður að leita sjúkdómsorsakanna annars staðar. Við útrýmingu sveppasýkingar er langvarandi notkun sveppaeyðandi lyfja oft nauðsynleg til að hindra að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. Einnig er mjög mikilvægt að neyta sykursnauðrar fæðu. Þá er talið að hrár laukur, hvítlaukur, gulrófur o.fl. matvæli hindri vöxt sveppagróðurs í meltingarfærum. Síðar mun ég gera því efni betri skil í sérstakri grein.
Þáttur um óhefðbundnar lækningar í sjónvarpinu
S.l. sumar var sýndur í sjónvarpinu sérstaklega athyglisverður þáttur um óhefðbundnar lækningar. Þátturinn kom víða við en hér er þó ekkí ætlunin að fara að endursegja eitt eða neitt af því efni sem þar var sýnt. Ánægjulegt er að sjá það að ýmsar hugmyndir, sem mjög eru í anda okkar sem skrifum í þetta blað, eru að verða að raunveruleika úti í hinum stóra heimi. Svo virðist sem veruleg breyting, svo ekki sé notað orðið bylting, sé að verða innan sumra greina læknisvísindanna. Þessi breyting sést víða og hefur jafnvel náð að teygja arma sína hingað lengst norður í hafsauga. Breytingin er m.a. fólgin í því að ungir læknar eru nú ófeimnir við að ræða nýjar og ferskar hugmyndir, sem aðeins fyrir nokkrum árum fengust varla ræddar meðal lækna almennt, en voru af þeim kallaðar skottulækningar og jafnvel öðrum enn verri nöfnum, vogaði einhver sér að benda á að þetta eða hitt gæti kannski komið að gagni við einhverjum sjúkdómi eða kvilla. Þar má nefna t.d. nálastungulækningar og ýmiskonar þrýstinudd, jurtalækningar hómópatalækningar, lækningar með breyttu mataræði og fleira og íleira. Nú hafa allar þessar læknisaðferðir fengið einhvern hljómgrunn í vísindalegri læknisfræði, þó að vissulega sé ennþá langur og erfiður vegur ófarinn til að fullur sigur vinnist í ýmsum hugsjónamálum Heilsuhringsins. Við getum þó glaðst yfir því að málefnum Heilsuhringsins miðar ofurlítið í rétta átt og að hér á Íslandi höfum við verið í fararbroddi þessarar þróunar og verðum vonandi áfram. Sjónvarpsþættir á borð við þann sem hér er til umræðu, eru afar mikilvægir til að kynna almenningi og jafnvel einnig læknum, nýjar óhefðbundnar hugmyndir innan læknisfræðinnar, sem lítið eru venjulega ræddar í fjölmiðlum, og ennþá eru ekki komnar inn í kennslubækur eða fjölfræðirit. Sjónvarpið á þakklæti skilið fyrir að sýna þessa mynd og mætti gjarna sýna fleiri í líkum dúr. Ég hef heyrt fólk tala um, að það langaði til að þessi mynd yrði sýnd aftur við tækifæri og kem ég þeirri ÓSK hér með á framfæri við stjórnendur sjónvarpsdagskrárinnar.
Tannburstun og hreinar tennur
Nýlega kom út á vegum Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins smábæklingur um tannhreinsun. Bæklingur þessi er sagður unninn í samvinnu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og Tannlæknafélag Íslands. Gott er til þess að vita ef þessi bæklingur er upphaf að herferð heilbrigðisyfirvalda fyrir bættri tannheilsu og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn tannskemmdum. Ýmislegt gott má um þennan bækling segja og ber að þakka þetta framtak ráðuneytisins. Leiðbeiningar um burstun tannanna og notkun tannþráðs og tannstöngla eru t.d. mjög greinargóðar og kenna vafalaust ýmsum bættar aðferðir við tannhirðu. Þeim er þetta ritar hefði fundist skemmtilegra að munnarnir, sem sýndir eru á fjölda mynda, sem prýða ritið, hefðu verið með aðeins færri viðgerðum jöxlum, en höfundur þessa rabbs leitaði vandlega á öllum myndunum en gat engan óskemmdan jaxl fundið.
Er ástandið í tannheilsu íslendinga virkilega orðið svo slæmt, að enginn hafi fundist með lítið skemmdar tennur til að nota sem ljósmyndafyrirsætu í áróðursriti fyrir bættri tannhirðu og þá um leið bættri tannheilsu, ef að líkum lætur? Í lok bæklingsins er klykkt út með því að ráðleggja fólki að kyngja hluta tannkremsins eftir burstun og áréttað sérstaklega, að það eigi aðeins að vera flúortannkrem, en annars staðar er gefið í skyn að einungis flúortannkrem gefi ferskt bragð í munninn, auk þess sem munnhirðan verði ánægjulegri með því frekar en öðru tannkremi. Þessir tveir nýuppgötvuðu eiginleikar flúors (ferska bragðið og ánægjuaukinn), hljóta að vera hverjum sönnun flúorunnanda mikið fagnaðarefni. Slíkt efni hlýtur t.d. að vera algerlega ómissandi í sælgæti og gosdrykki, sem þá fara að vernda tennurnar í stað þess að skemma þær, eins og sumum í fávisku sinni hefur dottið í hug að gamla flúorlausa sælgætið gerði. Að vísu hefur ráðuneytið ekki ennþá séð ástæðu til að gefa út bækling til að vara fólk við óhóflegu sælgætisáti, svo að líkast til er það ekki talið skipta neinum sköpum á þeim bæ hvort fólk bryður það eða sleikir.
Sumt annað fólk er þó ennþá svo óupplýst að ímynda sér að sætindaát og gosdrykkjaþamb séu aðal skaðvaldar tannanna, og að góð tannhirða, þótt mikilvæg sé, komi að takmörkuðu gagni nema einnig sé dregið úr sælgætisátinu, jafnvel þótt flúortannkrem væri etið í hverja máltíð. Að öllu gamni slepptu vonumst við öll eftir því að Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið láti hér ekki staðar numið í baráttunni fyrir bættri tannheilsu landsmanna, en gefi næst út myndarlegan bækling um skaðsemi sælgætis og gosdrykkja fyrir tennur, og hins vegar mikilvægi hollrar fæðu. Þá gæti verið að um aldamótin fyndist ljósmyndafyrirsæta með óskemmdajaxla til að nota myndir af í nýjan áróðursbækling fyrir bættri tannhirðu á nýrri öld. 1 löndum þar sem áhersla hefur verið lögð á slíkt, t.d. Bandaríkjunum og Danmörku, hefur tannheilbrigði svo batnað að öðrum tannlæknaskóla Danmerkur og 6 í Bandaríkjunum hefur verið lokað. Ráðleggingar um tannkremsát til heilsubótar og ferskt bragð í munninn og ánægjuauka af flúor í tannkremi, væri sennilega eðlilegast að eftirláta Brandarablaðinu.
Enn um amalgam
Deilurnar um skaðleysi eða skaðsemi amalgams í tannfyllingum halda stöðugt áfram í nágrannalöndunum. Blaðamaður við NT skrifaði stutta grein í blað sitt 13. júní í sumar sem leið, þar sem hann endursegir efni greinar úr sænska blaðinu „Dagens nyheter“, um rannsóknir sem farið hafa fram í Svíþjóð nýlega. Ýmislegt athyglisvert kom þar fram, sem allt styður þær skoðanir, sem fram komu í grein undirritaðs um þetta efni í H.h. 1-2 tölublað 1984. Ein tilraunin var á þá leið, að í ker sem laxaseiði voru alin í, var sett hálft gramm afamalgami út í hvern lítra vatns. Tuttugu og átta dögum síðar reyndist magn kvikasilfurs í lifur seiðanna hafa hvorki meira né minna en sextugfaldast. Auk þess hafði kvikasilfur í vöðvum þeirra fjórfaldast. Tilraunir þessar sanna að fullyrðingar tannlæknakennara um torleysni kvikasilfurs úr því amalgami, sem nú er í notkun, er aðeins örvæntingarfull viðleitni til að slá ryki í augu almennings og standast ekki einu sinni einföldustu vísindalegar athuganir, eins og reyndar kom fram í áðurnefndri grein undirritaðs í H.h. þar sem sagt er frá einni slíkri tilraun sem gerð var við Háskóla Íslands á síðasta ári. Tvær greinar um amalgam eftir norska lækninn Björn J. Overby, voru birtar í norska blaðinu Aftenposten, 5. og 23.,ágúst s.l. Þar segir frá ýmsum rannsóknum, aðallega á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Sumar rannsóknarskýrslurnar voru fengnar úr viðurkenndum tannlæknatímaritum, t.d. „Acta dontologica Scandinavia“ og „Swedish DentalJournal“ og fjölmörgum öðrum vísindaskýrslum, m.a. frá tannlæknadeildum við nokkra háskóla í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Niðurstöðurnar voru allar á eina lund, að amalgam í tannfyllingum sé langt frá því að vera öruggt tannfyllingarefni og kvikasilfur leki úr því, bæði út í munnholið og einnig gegnum tannrótina inn í tannbeinið og berist þaðan, meðal annars beint upp í heila, þar sem það sest að miklu leyti að og veldur stundum ótal vandamálum, eins og frá er skýrt í grein minni í H.h. 1-2 tbl.1984.
Dr. Radic við Háskólann í Basel hefur meðal annars sýnt fram á það, að í munni með“meðalfjölda“ amalgam-tannfyllinga, losnar á nokkrum árum nálega hálft gramm kvikasilfurs. Þetta er hærri tala en fólk fær í sig úr matvörum á langri ævi, enda hefur dr. Grasser prófessor við Tannlæknadeild Háskólans í Basel sýnt fram á það, að fólk með amalgam í munni er með allt að 100% meira kvikasilfur í blóði en fólk með engar amalgam-fyllingar. Það sem ef til vill er þó allra verst, er að kvikasilfur sem losnar úr tannfyllingum er aðallega talið vera „methyl kvikasilfur“, sem er hið eitraðasta af öllum kvikasilfurssamböndum. Aðeins 0.2-0.3 grömm af því yfir langan tíma nægja til að valda langvarandi kvikasilfurseitrun. Auk eitrunareinkennna og ofnæmis, sem algengt er að fylgi amalgam-tannfyllingum, getur kvikasilfur valdið litningabreytingum og ófrjósemi. Rannsókn á konum sem unnu á tannlæknastofum sýndi að 14.4% þeirra gátu ekki orðið þungaðar, en ófrjósemi kvenna í annarri vinnu er nálægt 3.5%. Í „Þýska læknatímaritinu“, 16. sept. 1980 segir læknirinn dr. Rue, að í starfi sínu sem augnlæknir sé hann kominn á þá skoðun, að nálega 100.000 Þjóðverjar fái árlega augnsjúkdóma sem rekja megi til kvikasilfur úr tannfyllingum. Neikvæð afstaða tannlæknakennara til upplýsinga af þessu tagi er á vissan hátt skiljanleg, þó að hún sé ekki skynsamleg. Þeim finnst að með því að viðurkenna 100 ára mistök af þessu tagi, séu þeir á vissan hátt búnir að missa andlitið frammi fyrir alþjóð. Þetta er þó ekki góð röksemd. Viðurkenni þeir mistök sín nú strax, sleppa þeir til þess að gera vel, miðað við eðli málsins. Þeir geta með sæmilegri samvisku sagt að vitneskja um skaðsemi amalgams hafi ekki legið fyrir og að þeir hafi notað efnið í góðri trú. Nú er þetta ekki lengur hægt, því að bæði hér á landi og í nálægum löndum hafa verið birtar upplýsingar sem líklegt er að fyrr eða síðar leiði til þess að amalgam verði bannað sem tannfyllingarefni. Þá gæti farið svo að stórfelld málaferli hæfust gegn tannlæknum, sem notað hefðu amalgam, eftir að skaðsemi þess varð ljós. Betra væri að bíða ekki eftir því að sú staða komi upp.
Thalidomid hneykslið alþekkta mundi blikna við hliðina á því hneyksli og þá vildi ég ekki vera tannlæknakennari, hvorki á Íslandi né annars staðar. Dr. BjörnJ. Överby, segir í Aftenposten, að nýju gerviefnafyllingarnar, sem komnar eru á markaðinn, hafi í flestu tilliti augljósa yfirburði yfir amalgam. Hann segir að þær séu sterkari, leiði ekki rafmagn, séu sprungulausar, óeitraðar og þar að auki endingarbetri. Í því efni ber honum ekki saman við marga íslenska tannlækna sem virðast hafa mikla ótrú á þessum fyllingarefnum og segja fólki að þau endist illa í samanburði við amalgam. Tengist þetta ef til vill kennslu tannlækna hér á landi? Einn tannlæknir í Reykjavík sagði mér þó að hann væri að mestu hættur að nota amalgam, meðal annars vegna þess að hann teldi að nýju fyllingarefnin entust betur og að erlendar rannsóknir sýndu, að fjórum sinnum minni líkur væru á því að skemmdir mynduðust meðfram brúnum bestu plastfylliefnanna, heldur en meðfram brúnum amalgam-fyllinga. Þrátt fyrir að tannlæknar deili um þetta atriði, er þó augljóst að lítil þörf er á amalgami lengur við tannviðgerðir og jafnvel grunur um eiturverkanir af því ætti að nægja til að hætt væri að nota það, án þess að lagaboð þurfi að koma til. Í lokaorðum í seinni grein sinni í Aften posten segir dr. Björn J. Överby: Fyrsta boðorð vísindamannsins er heiðarleiki og nákvæmni. Aðeins með því að meðhöndla staðreyndir á heiðarlegan hátt getum við hjálpað meðbræðrum okkar. Þegar við þannig eftir nákvæma athug un, af fullri sannfæringu, getum bent á eitthvað sem veldur heilsutjóni, er það skylda okkar að vara við, jafnvel þó að það kunni að særa gamlar hefðir og fræðilega sérhagsmuni. Ég trúi því að allir skilji þessa röksemd.“
Grein um mongólíðabörn
1 2. hefti „Þroskahjálpar“ í ár, en það er tímarit um málefni fatlaðra, er grein eftir tvo sálfræðinga, Tryggva Sigurðsson og Edvald Sæmundsen. Greinin er skrifuð í fremur neikvæðum tón og það sem þó er öllu verra er að höfundur vitna þar í eina athugun, sem gerð var í Bandaríkjunum árið 1981, með stóra skammta vítamína og nokkurra steinefna og setja, eftir því sem séð verður á grein þeirra, jafnaðarmerki milli þeirrar vítamín/steinefnameðferðar og U-seríu meðferðar dr. Turkels, sem þeir er til þekkja vita, að er langt frá því að vera eitt og hið sama. Af því draga þeir síðan þá ályktun að ólíklegt sé að U-seríu meðferð á mongólíðabörnum komi að neinu gagni og vara fólk jafnvel við að taka upplýsingar H.h. alvarlega. Þeir viðurkenna þó að vísu, að þeir hafi ekki haft aðgang að samsetningu U-seríunnar, en auðvelt hefði verið að bæta úr því fyrir þá, aðeins með því að hringja í undirritaðan.
Einnig telja þeir sig ekki hafa fundið aðra vísindalega pappíra eftir dr. Turkel, höfund U-seríunnar, en tveggja blaðsíðna fyrirlestur frá Vínarborg, meira en tuttugu ára gamlan. Einhvern veginn finnst mér að þeir munu ekki hafa lagt sig sérlega vel fram í þeirri leit, því að úr því hefði einnig mátt bæta með símtali við greinarhöfund. Greinar eftir dr. Turkel hafa m.a. birst nú að undanförnu í vísindatímaritinu ,Journal of Ortomolecular Psychiatry“, sem gefið er út í Kanada. Síðustu greinarnar, sem ég hef séð eftir hann í því riti, komu í 4. tbl. 1981 og í 4. tbl. 1984, en í síðarnefndu greininni skýrir hann frá merki- legum árangri af U-seríu meðhöndlun við fleiri afbrigði þroskaheftra barna en mongolíðabörn. Ef til vill segi ég síðar frá því efni í sérstakri grein. Höfundar greinarinnar í Þroskahjálp segjast ekki þekkja tímaritið Vi og várt, sem vafalaust er rétt, en um leið gefa þeir í skyn að sennilega hafi blaðið tekið viðtalið við dr. Turkel upp úr einhverju þriðja blaði (og þá að líkindum rangfært eitthvað). Einnig þetta hefði undirritaður getað upplýst.
Greinarnar í Vi og várt voru frumsamdar og blaðamaður þess talaði persónulega við dr. Turkel og fékk hjá honum myndir sem birtar voru með greinunum í norska blaðinu. Það alvarlegasta við umrædda grein í Þroskahjálp er þó, að tveir menntaðir sál fræðingar skuli telja sig þess umkomna að vara fólk við að taka greinina í H.h. alvarlega, án þess að sjáanlegt sé að þeir hafi gert neina marktæka tilraun til að kynna sér málið. Sleggjudóma sína styðja þeir síðan með tilvitnun í bandaríska rannsókn, sem alls ekki var gerð á U-seríunni, heldur á vítamín/steinefnablöndu sem í flestu er verulega frábrugðin U-seríunni. T.d. vantar þar gersamlega meltingarhvata og fleiri efni, sem dr. Turkel telur algerlega ómissandi, eigi einhver verulegur árangur að nást. Í umræddri grein minni í H.h., sem var endursögn úr áðurnefndum greinum í Vi og várt var hvergi haldið fram að lækna mætti mongolíðabörn með því að gefa þeim vítamín og steinefni ein sér, enda þótt vítamín og steinefni séu hluti miklu víðtækari meðferðar. Hefðu áðurnefndir sálfræðingar haft einhvern raunverulegan áhuga á því að kynna sér hvort þessi meðferð gegn erfðagalla, sem talinn hefur verið óbætanlegur, væri einhvers virði, hefðu þeir í fyrsta lagi átt að hafa samband við greinarhöfund og biðja hann um heimildir. 1 öðru lagi hefðu þeir getað sett sig í samband við norska áhugamannafélagið „Interessegruppen for alternativ behandling“, Postbox 901, Sentrum, Oslo 1, sem nú hefur þriggja ára reynslu af notkun U-seríunnar, en utanáskrift til félagsins fylgdi með grein undirritaðs í H.h. Fyrst þá hefði verið von til þess að þeir hefðu getað skrifað grein af einhverri þekkingu um þetta efni í Þroskahjálp. Þeir taka á sig mikla ábyrgð sem vara við að reyna það eina, sem einhver von kynni að vera til að gæti hjálpað þessum börnum, jafnvel þótt þeir persónulega hafi ekki trú á árangri. Þó að meðferðin kosti vafalaust töluvert fé er það þó algerir smámunir samanborið við beinharðan kostnað sem þjóðfélagið og einstaklingar verða að bera vegna fólks sem er ævilangt öryrkjar. Enginn getur heldur metið hamingju og velferð þessara barna og aðstandenda þeirra til peninga. Jafnvel þótt aðeins hluti mongólíðabarna á Íslandi fengi verulegan bata, eins og upplýsingar frá Noregi benda til að búast megi við, sé meðferðin notuð, réttlætti það fullkomlega að öll mongólíðabörn á Íslandi fengju ókeypis U-seríu meðferð.
Flokkar:Úr einu í annað