Nýjar hugmyndir um ofnæmi – Tvær greinar

Inngangur  (Grein skrifuð 1985)
Hér kemur þriðja grein í greinarflokknum sem hófst með greininni um sveppasýkingu í 3.- 4. tbl. H.h. 1984. Greinar þessar eru innbyrðis tengdar og taka til meðferðar mismunandi hliðar á líkum heilsufarslegum vandamálum. Í grein þessari verður fjallað um ofnœmissjúkdóma og þó einkum nýjar hugmyndir, sem á siðari árum hafa verið að ryðja sér til rúms, sérstaklega í Vesturheimi, í tengslum við fæðuofnæmi og reyndar einnig ofnæmi fyrir ýmsu fleiru í okkar mengaða umhverfi. Sýnt verður fram á hvernig ofnæmi getur tengst mars konar taugaveiklunar- og geðveikieinkennum og hvernig candida-sveppasýking, lágur blóðsykur og eitruð snefilefni eins og kvikasilfur úr tannfyllingum samverka, þannig að heilsan bilar og ónæmiskerfið hættir aö starfa eðlilega.

Aðalheimild mín í þessari grein er bókin ,,An Alternative Approach to Allergies“ auk þess bækurnar ,,The Yeast Connection“ og ,,Candida Albicans“ ásamt nokkrum greinum úr „Ortomolecular Psychiatry“, „Prevention“ o.fl.Til samans eru þessar heimildir nálœgt 700 til  800 blaðsíður svo augljóst er að efninu verður ekki gerð nein endanleg skil í þessari grein.

Aðalhöfundur bókarinnar, An Alternative. Approach to Allergies, er ofnæmisfræðingurinn Theron G. Randolph. Hann hefur samið tvær bækur um læknisfræðileg efni, auk yfir 300  vísindagreina. Dr. Randolþh stofnaði ofnœmisdeild við Barnasjúkrahúsið i Milwaukee árið 1944 og er þar enn yfirlæknir. Hann stofnsetti einnig sína eigin lækningadeild í Chicago og er sú deild mjög hátt skrifuð í ofnæmislækningum. Dr. Randolþh hefur þannig getað notað og sannreynt hugmyndir sínar á eigin sjúkrahúsum í meira en 40 ár. Í þessari grein verða hugmyndir hans um ofnæmissjúkdóma kynntar lesendum H.h.

Hefði þessi grein verið skrifuð fyrir 8 – l0 árum, er mjög líklegt að einhverjir úr læknastétt hefðu talið sig knúna til að koma fram á ritvöllinn og mótmæla kröftuglega ,,öðru eins bulli“, eins og þeir hefðu án nokkurs efa kallað greinina. Síðan hefur þó nokkurt vatn runnið til sjávar og höfundur veit um einn íslenskan lækni a.m.k. sem er nú að prófa líkar hugmyndir á nokkrum íslenskum sjúklingum. Vel má vera að þeir læknar séu fleiri. Vegna þess finnst greinarhöfundi frekar ólíklegt að efni þessarar greinar verði mótmælt, þó að vissulega sé hér um mjög svo byltingarkenndar hugmyndir að ræða. Vafalaust eru skoðanir ennþá skiptar meðal ofnæmisfræðinga um þessi efni, en um það eru varla skiptar skoðanir, að dr. Randolph hefur oft náð undraverðum árangri með aðferðum sínum.

Hvað er ofnæmi?
Þó að þessi spurning sýnist einföld er þó ekki víst að jafn einfalt sé að svara henni á fullnægjandi hátt. Með orðinu ofnæmi er átt við það sem á ensku er nefnt ,,allergy“ og ,,hypersensitivity“, en þessi tvö orð á ensku tákna þó ekki bæði nákværn lega sarna hugtakið. Einnig er á ensku til orðið ,,intolerance“, sein ég kýs að nefna ,,“óþol“, en ýmsir ofnæmisfræðingar vilja gera skýran greinarmun á ofnæmi og óþoli. Því verða bæði þessi orð notuð í þessari grein, enda þótt stundum geti verið torvelt að sjá í fljótu bragði hvort um ofnæmi eða óþol sé að ræða í einstökum tilvikum.

Almennt er talið að ofnæmissjúkdómar stafi af því að ónæmikerfi líkamans svari með yfirdrifnum viðbrögðum áreiti frá ofnæmisvaldinum, sem stundum er skaðlítill eða skaðlaus líkamanum, þó að ónæmiskerfíð bregðist við honum eins og hann væri stórhættulegur skaðvaldur. Ekki er hér rúm til að fara nákvæmlega út í hvaða ferli fara í gang í ónæmiskerfinu í ofnæmistilfellum, en í stórum dráttum er talið að hvítar blóðfrumur, svokallaðar B-eitilfrumur, myndi vegna áhrifa frá ofnæmisvaldinum,  mótefni,  ,,immunoglobin E“ (Ig E), sem hvetur aðrar frumur til að mynda efnasambönd skyld prostaglandinum, svokölluð ,,Leucotrin“ efni, stundum nefnd SRS (Slow reacting Substances). (Sjá grein í H.h. 1. tbl. 1982 um kvöldvorrósarolíu) og ,,Bradykinin“ sem bæði verka fremur hægt.

Einnig myndast efnið ,,Histamin“ sem verkar mjög hratt. Það eru þessi efnasambönd og ef til vill fleiri, sem valda ofnæmiseinkennunum, sem geta verið mjög fjölbreytt og ganga undir ýmsum sjúkdómsheitum, svo sem: astma, exem, heymæði, útbrot og ótal margt fleira. Ekki er vitað með vissu hvers vegna B-frumurnar fara að mynda IgE vegna áhrifa frá ofnæmisvaldinum, en ýmislegt bendir þó til að aðrar hvítar blóðfrumur, svokallaðar T-frumur, T-hjálparfrumur og T-hemilfrumur, ásamt fleiri þáttum ónæmiskerfisins, korni þar við sögu. Því virðist sem margir þættir ónæmiskerfisins starfi skakkt í ofnæmissjúklingum. Lyf haf verið búin til sem hindra myndun histamins (antihistamin), og sterar skildir cortison (corticosteroids) og nokkur fleiri efni eru talin hindra myndun SRS og bradykinins. Nánar verður farið út í það síðar í þessari grein. Þetta er í örstuttu máli sú mynd sem læknisvísindin hafa dregið upp af orsökum þeirra fjölþættu sjúkdómseinkenna, sem einu nafni eru nefnd ofnæmissjúkdómar.

Nýjar hugmyndir um ofnæmissjúkdóma
Dr. Theron G. Randolph, sem áður getur, telur að þó að það sem hér hefur verið sagt um ofnæmi sé í sjálfu sér allt rétt, svo langt sem það nær, þá sé málinu þar með þó engan veginn gerð fullnægjandi skil. Hann hefur lagt fram þá nýstárlegu hugmynd og fært að henni rök, að ofnæmi líkist að ýmsu leyti fíkn eða ávana, t.d. fíkn í áfengi, valíum eða morfín. Þetta á alveg sérstaklega við um fæðuofnæmi, sem hann telur vera mildu algengara en áður hefur verið álitið.

Hann telur að ýmiskonar ofnæmi sé einn helsti heilsufarslegi bölvaldur nútímans í þróuðum löndum og að aukinn og bættur skilningur á orsökum og framvindu ofnæmissjúkdóma sé eitt brýnasta verkefni nútíma læknisfræði, vilji hún standa undir nafni. Hann telur að einkenni ofnæmissjúkdóma séu miklu fleiri en almennt er nú álitið og telur til ofnæmissjúkdóma  t.d. mígreni, margskonar taugaveiklun og þunglyndi, ásamt alvarlegum geðtruflunum, ótímabærri þreytu og ótalmörgu fleiru. Dr. Randolph hefur flokkað ofnæmissjúklinga í átta flokka, fjóra sem hann kallar plús 1, plús 2, plús 3 og plús 4, og aðra fjóra sem hann nefnir mínus 1, mínus 2, mínus 3 og mínus 4.

Einkenni ofnæmisfíknar
Plús   4: Æði, með eða án hugsanarugls.
Plús   3: Jaðrar við æði, spenna og þráhyggja um sjálfa(n) sig.
Plús   2: Ofvirkni, ergelsi, málgefni, hungur, þorsti.
Plús 1: Örlyndi en engin önnur einkenni.
0:  Heilbrigður einstaklingur í jafnvægi.
Mínus 1: Ofnæmi bundið við einstök líffæri eða líkamshluta.
Mínus 2: Ofnæmi með einkenni um allan líkamann.
Mínus 3: Hugarrugl og þunglyndi, oft önnur ofnæmiseinkenni.
Mínus 4: Alvarlegt þunglyndi með eða án breytinga á vitundar ástandi.

Plús-einkenni
Þegar ofangreind tafla er skoðuð er best að byrja frá miðju á tölunni 0 og lesa þaðan í báðar áttir upp og niður. Samkvæmt skoðunum dr. Randolphs byrjar ofnæmisfíkn oftast á plús 1. Einstaklingurinn verður líflegur, viðbragðssnar, áhugasamur og ör, líkt og hann hefði drukkið lítið staup afáfengi. Raunverulega er þó ekkert hægt að finna athugavert við framkomu hans og engum dettur í hug að starfsorka hans og áhugi sé vottur um sjúkleika.

Í ljós kemur þó síðar að hann hefur myndað ofnæmisfíkni fyrir einhverju í umhverfinu, t.d. fæðutegund eða -tegundum, og haldi hann áfram að vera í snertingu við ofnæmisvaldinn þróast plús 1 einkennin fyrr eða síðar upp í plús 2 einkenni. Þá fer einstaklingurinn að valda erfiðleikum fyrir þá sem umgangast hann. Hann verður málgefinn, þrætugjarn, uppstökkur, óeðlilega viðkvæmur og hugur hans snýst uin hann sjálfan. Hann verður stundum óseðjandi átvagl og sækir þá mest í þær fæðutegundir sem hann er ofnæmur fyrir. Hann er sífellt þyrstur og oft bætist áfengisnotkun við ofnsemisfíknina, en þó er það ekki alltaf. Ofvirkni, sérstaklega í börnum, fylgir plús 2 einkennunum.

Í Bandaríkjunum er talið að tíunda til fimmta hvert barn nái þessu stigi. Plús 2 einstaklingar þjást oft afoffitu og í hjónabandi eru þeir illþolandi. Þeir missa oft vinnuna vegna frekju sinnar og tillitsleysis við vinnufélaga og yfirmenn og nú er farið að tala um að eitthvað hljóti að vera athugavert við hegðun þeirra og framkomu. Sé ekkert að gert þróast sjúkdómurinn von bráðar upp í plús 3 einkenni. Sjúklingur með plús 3 einkenni getur virst mikið drukkinn, enda þótt hann hafi ekki smakkað áfengi. Hann verður hávær, enn málgefnari, klunnalegur og stirður. Hann verður spenntur og óttasleginn við raunverulegar eða ímyndaðar hættur. Hann getur annað slagið verið í hitakófi en hina stundina skjálfandi úr kulda.

Hann er sífellt hungraður og þyrstur og stundum kemur fyrir að hann rekur upp óeðlilegan hlátur upp úr þurru. Fólk fer að forðast hann, enda þótt við fyrstu sýn virðist hann stundum vera mjög duglegur, áhugasamur og líklegur til stórra afreka. Að lokum þróast sjúkleikinn upp í plús 4 einkenni, sem er raunverulegt æði, sama eðlis og æðiþunglyndi (manic-depressive psychosis), enda sennilega einn og sami sjúkdómurinn, eftir hugmyndum  dr. Randolphs. Hugarstarfsemi sjúklingsins einkennist þá oft afundarlegum, stundum illskiljanlegum hugmyndum, og í raun má segja að hann sé nú orðinn algerlega vitstola. Tiltölulega fáir ná plús 4 stiginu en detta áður niður í þunglyndi, sem dr. Randolph nefnir mínus einkenni.

Mínus einkenni
Mínus 1 einkeimi eru það sem almennt er nefnt ofnæmi á frekar vægu stigi, t.d. nefrennsli, hnerrar, vægt astma og exem, loft í þörmum, niðurgangur og harðlífi, ristilbólga o.fl., o.fl. Þessi einkenni eru vel þekkt af öllum læknum og oftast réttilega greind sem ofnæmisviðbrögð og lækningameðferð hagað í samræmi við það. Þessi einkenni geta stundum horfið, aðeins til þess að önnur verri, mínus 2 einkenni komi í staðinn. Mínus 2 einkennin eru ekki einskorðuð við einhvern ákveðinn líkamshluta eða líffæri, eins og mínus 1 einkennin, heldur við allan líkamann. Dæmigerð einkenni eru þreyta, syfja, mígreni, háls- og/eða bakverkur, liðagigt, taugaslen og vægt þunglyndi.

Einkenni frá hjarta- og æðakerfi gera einnig stundum vart við sig, t.d. verkur í brjósti, óreglulegur eða hraður hjartsláttur, hækkaður blóðþýstingur o.fl. Þegar einstaklingur fellur niður í mínus 2 einkenni, birtast oft mörg þessara einkenna í einu. Læknum hefur verið kennt að sjúklingar sem kvarta samtímis um mörg einkenni, séu haldnir einhverskonar taugaveiklun eða ímyndunarveiki og að vandamál þeirra séu eingöngu sálræns eða tilfinningalegs eðlis, eða sállíkamleg eins og nú er farið að kalla þau. Þreyta sem tengja má fæðuofnæmi er auðþekkt á því, að hún er venjulega verst á morgnana, vegna þess að þá eru liðnar nokkrar klukkustundir síðan ofnæmisvaldsins var neytt og fráhvarfseinkenna er farið að gæta, en þau skána, þegar ofnæmisvaldsins er neytt á nýjan leik, eins og alþekkt er með fíkniefni. Þreyta vegna fæðuofnæmis lagast ekki við hvíld eins og þreyta vegna líkamlegs erfiðis. Mínus 2 einkenni geta þróast í mínus 3 einkenni.

Þá fara sálræn einkenni að gera vart við sig og hugarstarfsemin að truflast. Einbeiting verður erfið og sjúklingurinn gleymir stundum nýliðnum atburðum gersarnlega (Black out). Þessu fylgir tilfinningalegt ójafnvægi, þunglyndi, bölsýni og hugræn þreyta eða uppgjöf. Venjulega eru einkennin mörg og eru næstum ævinlega skilgreind af læknum sem taugaveiklun eða geðbilun. Alvarlegt þunglyndi eða mínus 4 einkenni er það lengsta sem hægt er að komast niður á við. Á undan hefur stundum farið plús 3 eða plús 4 ástand, það er æði eða ofvirkni á háu stigi.

Þunglyndið er þá nokkurskonar timburmenn eftir ofvirknina og er sama eðlis og þunglyndi æðiþunglyndissjúklinga. Þó að mínus 4 einkenni geti þjáð fólk á öllum aldri eru þau þó algengust í fólki sem náð hefur miðjum aldri og hefur haft tíma til að þróa sjúkdóminn nokkuð lengi, en eru sjaldgæfari í mjög ungu fólki. Oft er reynt að tengja sjúkdóminn persónulegum“ vandamálum, sern vissulega geta gert illt ástand enn verra, en oftast má þó finna undanfarandi sjúkdómsferil sem bendir til langrar þróunar, þar sem skipst hafa á ofvirknitímabil og lægðir á milli. Mínus 4 ástandið er því endapunktur langrar þróunar, sem dr. Randolph telur að sé oftast ofnæmi fyrir einhverju, sem einstaklingurinn er í snertingu við eða neytir daglega áratugum saman.

Helstu mínus 4 einkenni eru: Þunglyndi, bölsýni, sinnuleysi og áhugaskortur, sjálfsmorðslöngun og í slæmum tilfellum hugarórar án tengsla við raunveruleikann, ofsýnir og jafnvel meðvitundarleysi. Allir með ofnæmisfíkn geta sveiflast upp og niður milli plús og mínus. Þeir sem fara langt upp fara þá einnig langt niður á eftir. Stundum birtist þetta sem óeðlileg og ör skapbrigði og tilfinningalegt ójafnvægi, en stundum tekur hvert tímabil mánuði eða ár. Þegar tímar líða verða mínus tímabilin lengri og lengri, en plús tímabilin styttri, sé ekkert að /gert, þar til mínus tímabilin verða samhangandi varanlegt ástand sem endist ævina út.

Plús 4 og mínus 4 eru nær alltaf greind af læknum sem æðiþunglyndi, enda að öllum líkindum einn og sami sjúkdómurinn.
Plús 3 og mínus 3 eru oftast greind sem æðiþunglyndi eða taugaveiklun (neurosa) á háu stigi.
Plús 2 er oftast greint sem skapgerðargalli fremur en sjúkdómur.
Mínus 2 er oftast greint sem taugaveiklun og/eða ofnæmi.
Plús 1 er talið skapgerðareinkenni.
Mínus 1 er greint sem ofnæmissjúkdómar.

Ofnæmisvaldar
Við lækningu ofnæmissjúkdóma er grundvallaratriði að finna ofnæmisvaldinn eða -valdana. Fæðuofnæmi er sennilega algengast en ofnæmi fyrir ýmsu öðru er þó einnig algengt. Fólk getur orðið ofnæmt fyrir næstum því hvaða fæðutegund sem er og skiptir þá oft ekki máli hvort fæðan er að öðru leyti holl eða næringarrík. Oftast er þetta fæða sem viðkomandi neytir og hefur neytt daglega eftil vill mestalla ævi. Venjulega finnst honum sér verða gott af fæðunni og að hann megi varla án hennar vera. Honum líður illa (fær höfuðverk eða aðra vanlíðan) ef hann af einhverjum ástæðum fær ekki sinn daglega skammt. Slíkt fellur mjög vel inn í hugtakið „ofnæmisfíkn“ sem dr. Randolph  nefnir þess háttar ofnærni.

Margir kannast við að fá höfuðverk ef þeir af einhverjum ástæðum fá ekki morgunkaffi eða -te, en færri vita að þetta getur átt við flest allt annað sem fólk lætur ofan í sig og er öruggt merki þess að viðkomandi hafi ofnæmi fyrir viðkomandi fæðutegund. Algengir ofnæmisvaldar meðal fæðutegunda eru kaffi, te, mjólk, sykur af ýmsu tagi, öl, ostur, egg, gluten í kornvöru, ölger, ýmsir ávextir, súkkulaði, ýmsar fisktegundir og ýmsar kjöttegundir. Stundum má rekja ofnæmið til aukaefna í matvörunni, t.d. skordýraeiturs, sýklalyfja, illgresiseiturs og svo framvegis, eða geymsluþolsaukandi efna, sem bætt er í matvöruna.

Dr. Randolph telur að mestar líkur séu á því að fólk verði ofnæmt fyrir matvöru sem það neyti mjög oft eða daglega. Þannig ofnæmi er einnig erfiðast að uppgötva, vegna þess að einstaklingurinn er stöðugt undir áhrifum ofnæmisvaldsins. Komi það fyrir að ofnæmisvaldsins sé ekki neytt dag og dag, koma fráhverfiseinkenni með aukinni vanlíðan sem veldur því að ósjálfrátt leitast einstaklingurinn við að halda sínum daglega skammti af ofnæmisvaldinum. Dr. Randolph segist venjulega spyrja sjúklinga sem koma til hans með ofnæmiseinkenni, hvaða fæða þeim þyki best og vildu síst án vera.

Oftar en ekki reynist einmitt sú fæða vera sökudólgurinn. Til dæmis er algengt að fólk hafi ofnæmisfíkn í ýmiskonar sætindi t.d. súkkulaði, sætar kökur, sæta gosdrykki o.s.frv. Einnig eru lík dæmi til um t.d. ost, öl, egg og nýmjólk. Hafi ofnæmi fyrir einhverri fæðutegund verið staðfest er ekki um annað að gera en hætta algerlega að nota viðkomandi fæðutegund. Jafnvel örlitlir skammtar geta valdið vanda. Reyna má eftir 1-2 ár, hvort ofnæmið varir ennþá. Komi þá engin viðbrögð í ljós má nota matvöruna í hófi, einu sinni til tvisvar í viku. Komi viðbrögð verður að bíða aftur í 1-2 ár og reyna þá á nýjan leik. Stundum varir ofnæmið ævilangt. Ofnæmið er stundum ekki bundið við fæðu, heldur eitthvað í umhverfinu, t.d. snyrtivörur, lyf, útblástur bíla, frjóduft, loft frá kyndingartækjum, myglusveppi í lofti, innanhúsryk, föt úr vissum efnum, lökk og málningu, ásamt ótal mörgu fleiru. Líkt er að segja um það og fæðuofnæmið nema stundum má bæta ástandið með því að skipta um umhverfi. Einkennin eru þau sömu og áður er lýst, en vitanlega byggist lækning á því að finna ofnæmisvaldinn og fjarlægja hann. Dr. Randolph segir að hægt sé að ávanabindast hvaða fæðutegund sem er. Sama má segja ef hægt er að anda efninu að sér eða fá það í líkamann á einhvern annan hátt, til dæmis á húðina. Því hraðar sem líkaminn tekur efnið í sig, þess meiri hætta er á ávanamyndun eða ofnæmisfíkn, eins og ég hér hef valið að nefna þetta.

Efni sem mynda ofnæmisfíkn.
Þau efni sem mynda mesta fíkn, eru heróín og ópíumefni (opiatar) ásamt fleiri náttúrlegum fíkniefnum. Minnst ofnæmismyndandi matvæli eru fita, prótein og sterkja. Þar á milli liggja efni eins og kaffi, te, súkkulaði, áfengi og tóbak, ásamt tilbúnum fíkniefnum, til dæmis diazepam og skyldum efnum, en þau ganga næst ópíumefnunum að hættu á að mynda fíkn. Dr. Randolph telur að blönduð efni, til dæmis kaffi og sykur, eða kaffi og mjólk, sætt áfengi eða áfengi og tóbak notað saman, séu oft verri en efnin ein hvert í sínu lagi.

Hugsanleg tengsl ofnæmis við sjúkdóma. Eins og þegar hefur komið fram í þessari grein, telur dr. Randolph að ofnæmi tengist eða sé grunnorsök fjölda ólíkra sjúkdómseinkenna, sem ganga undir ýmsum nöfnum. Talsverður hluti þessara sjúkdóma hefur almennt ekki verið talin stafa af ofnæmi, en þó hafa nú á síðari árum bæst við ýmsir sjúkdómar í þann hóp, sem að minnsta kosti liggja undir grun um að tengjast ofnæmi. Má þar t.d. nefna mígreni og ýmsa sjúkdóma sem stundum eru flokkaðir sem sállíkamlegir, t.d. segir svo í bókinni ,,Immunology at a Glance“  eftir J.H.L. Playfair, prófessor í ónæmifræðum við Læknaskóla Middlesex-sjúkrahússins í London, í kaflanum um ofnæmi: ,,það er nú að verða ljóst, að fæðuofnæmi kemur við sögu við mígreni og fleiri illa skilgreindar líkamlegar eða sálrænar þjáningar og verki.“ Þeir verkir geta t.d. verið liðaverkir, vöðvaverkir, óljósir verkir meira og minna um allan líkamann, verkir í kviðarholi og brjóstholi (sem oft stafa þó af öðrum ástæðum), og ýmiskonar höfuðverkur, þ. á. m. mígreni. Einnig andleg vanlíðan sem illmögulegt er að lýsa fyrir öðrum að neinu gagni. Svefnleysi er algengt. Einnig að vakna fyrir allar aldir á morgnanna, en sofa sæmilega fyrri hluta nætur.

Oftast fylgjast að líkamleg og sálræn einkenni og eins og áður segir hafa flestir læknar úrskurðað fólk með þannig einkenni, annaðhvort með þunglyndi, eða sállíkamlega sjúkdóma, ef líkamlegu einkennin eru yfirgnæfandi. Nú er þetta e.t.v. að breytast og sennilega verða þeir sem þjást af mínus 2 einkennum, fljótlega almennt úrskurðaðir með ofnæmiseinkenni en ekki ímyndunarveiki.

Þetta getur jafnvel að einhverju leyti gilt um mínus 3 einkenni, sérstaklega ef líkamlegu einkennin eru meira áberandi en sálrænu einkennin. Plús einkennin eiga sennilega lengra í land að verða almennt talin stafa af ofnæmi, jafnvel þótt ofvirkni í börnum hafi ótal sinnum verið læknuð með breyttu mataræði, eða með vissum fæðubótarefnum. Nú er vitað að leiðrétta má ákveðnar skekkjur í starfsemi ónæmiskerfisins með kvöldvorrósarolíu og nokkrum vítamínum og steinefnum, eins og sagt hefur verið frá áður í þessu riti. Einnig er vitað að sömu fæðubótarefni bæta oft astma, liðaverki, exem og verki á undan tíðablæðingum.

Sé litið á öll þessi sjúkdómseinkenni sem ofnæmiseinkenni er þetta auðskiljanlegt. Oftast er fólk fremur tregt til að úrskurða plús einkennin sjúkleg. Þau eru yfirleitt talinn skapgalli. Hver kannast ekki við áð hafa heyrt sagt um einhverja persónu að hann eða hún sé ,,alveg kolvitlaus í frekju og ráðríki“, eða að þessi eða hinn geti aldrei samkjaftað, þ.e.a.s. tali stöðugt og geti aldrei þagað andartak. Einnig er fólk sem vinnur óeðlilega mikið oft ofvirkt og á e.t.v. síðar eftir að falla niður í þunglyndi eða fara enn hærra upp og jafnvel truflast á geðsmunum, þó að það sé sem betur fer ekki alltaf. Ég ætla hér að nefna þrjá sjúkdóma sem  að öllum líkindum tengjast ofnæmisfíkn eða  fæðuofnæmi.

Þessir sjúkdómar eru offita, bulimia (vantar ísl. heiti), og sveltiárátta (anorexia nervosa). Þeir sem haldnir eru ofnæmisfíkn verða stundum yfir sig matgráðugir í þær fæðutegundir sem þeir eru ofnæmir fyrir. Séu þetta fitandi matvörur t.d. súkkulaði, sætar kökur eða annar sætur eða feitur matur, leiðir þetta næstum alltaf til offitu. Vegna fíknar í ofnæmisvaldinn á viðkomandi mjög erfitt með að takmarka neyslu sína á honum og baráttan er nánast vonlaus, nema hætta algerlega að nota ofnæmis valdinn eða – valdana.

Bulimia lýsir sér í því að viðkomandi neytir ákveðinna fæðutegunda í miklu óhófi. Oft eru þetta sætindi eða annar fitandi matur og samkvæmt hugmyndum dr. Randolphs er hér um að ræða ofnæmisfíkn á háu stigi. Þegar persónan hefur troðið sig út af matnum eins og hún frekast getur, fer hún  inn á næstu snyrtingu og selur viljandi góðgætinu upp. Þá er hægt að byrja átið á nýjan leik og þannig koll af kolli. Vegna þess að fólk með bulimíu losar sig við meiri hluta þess sem það borðar, verður það sjaldan of feitt og er stundum jafnvel grannt. Óstjórnleg löngun eða fíkn í ákveðinn mat er þó alltaf til staðar, nema viðkomandi hætti gersamlega að nota þann mat í langan tíma, jafnvel ævilangt. Samband milli ofnæmis og sveltiáráttu er ekki eins augljóst og gæti fremur tengst öðru ofnæmi en fæðuofnæmi.

Einnig hefur verið bent á hugsanlegt samband sveltiáráttu og candida-sveppasýkingar (Truss, 1981). Sé það rétt er líklegt að ofnæmi fyrir einhverjum efnasamböndum sem sveppirnir mynda, valdi eða eigi þátt í sveltiáráttunni en síðar í þessari grein verður nánar farið út í samband sveppasýkingar og ofnæmis. Ýmislegt styður þá hugmynd að offita, bulimia og sveltiárátta séu mismunandi hliðar sama vandamálsins. Tengsl offitu og bulimiu við ofnæmisfíkn eru til þess að gera augljós, en ekki eins augljós varðandi sveltiáráttu, sem sennilega skýrist þó síðar.

Tengsl svokallaðs sjálfsónæmis eða sjálfs ofnæmis, eins og það er kallað, við ýmsa alvarlega sjúkdóma, hefur lengi verið til umræðu. Stundum gæti þó alveg eins verið um langvarandi fæðuofnæmi eða ofnæmi fyrir einhverju í umhverfinu að ræða. Dæmigerðir sjúkdómar af því tagi eru liðagigt og heila- og mænusigg. Fjölmargar frásagnir eru til um að þessir sjúkdómar hafi lagast við það að breyta um mataræði, t.d. hætta að nota ákveðnar kornvörur sem innihalda proteinefnið gluten (sjá grein í H.h. 1.- 2. og 3.- 4. tbl. 1981), til að lækna heila- og mænusigg og nota ákveðnar fjölómettaðar olíur (lýsi og kvöldvorrósarolíu) til að lækna liðagigt og jafnvel heila- og mænusigg og fleiri ofnæmis- og sjálfsónæmissjúkdóma.

Vitað er að gnægð þeirra fitusýra í fæðu, sem finnast í lýsi og kvöldvorrósarolíu, stuðlar að myndun prostaglandínanna E-l og E-3 en bæði þessi prostaglandin hafa jákvæð áhrif á ákveðna þætti í starfsemi ónæmiskerfisins og eru m.a. á þann hátt fær um að draga úr ofnæmiseinkennum en nánar verður farið út í þá sálma síðar í þessari grein. Ýmis mínus 2 og mínus 3 einkenni eru nauðalík og einkenni um lágan blóðsykur (sjá grein í H.h. 1-2. tbl. 1985) enda hefur komið í ljós að mjög náið samband er á milli ofnæmis og blóðsykurstruflana, sérstaklega of lágs blóðsykurs, sem af sumum er jafnvel talinn vera ofnæmisviðbrögð gegn ákveðnum kvolvetnum í fæðu.

Hvort sem svo er eða ekki eru þessi einkenni svo sláandi lík að varla getur verið um tilviljun að ræða, hvort heldur sem menn vilja álíta ofnæmisviðbrögð vera frumorsökina, eða að of lágur blóðsykur geti valdið veiklun í ónæmiskerfinu, sem síðan kæmi fram sem ofnæmissjúkdómar.

Mesta byltingin frá hefðbundnum hugmyndum er þó sennilega að æðiþunglyndi sé í eðli sínu ofnæmissjúkdómur. Sé sú hugmynd rétt og fái almenna viðurkenningu, er líklegt að það muni fljótlega leiða til þess að ný, áhrifamikil lyf verði búin til, sem grípa megi til í neyðartilvikum gegn sjúkdómnum, en hin raunverulega lækning verður vitanlega sú að finna ofnæmisvaldinn og fjarlægja, en reyna síðan að lagfæra galla í ónæmiskerfinu, sem m.a. gætu stafað af sveppasýkingu í þörmum, eiturefnum í umhverfi eða fæðu og ýmsu fl.

Með því móti fengi þetta fólk raunverulegan, algeran bata, þar sem viðkomandi þyrfti ekki stöðugt að nota lyf með ýmis konar óæskilegum hliðarverkunum. Ég hef hér vísvitandi sleppt því að ræða um þá sjúkdóma sem almennt eru flokkaðir til ofnæmissjúkdóma meðal lækna, vegna þess að á því eru miklu minni þörf í grein eins og þessari. Bæði almenningur og læknar þekkja yfirleitt þau einkenni og þau ráð sem læknisvísindin kunna við þeim.

Nýjar hugmyndir um ofnæmi      –grein númer tvö- vorbl. 1986

Í síðasta blaði H. h. var sagt frá nýjum hugmyndum, sem ofnæmisfræðingurinn dr. Theron G. Randolph og fleiri hafa verið að kynna læknum og almenningi að undanförnu. Hér verður haldið áfram á sömu braut og rætt samband ofnæmis og sveppasýkingar í þörmum, tengsl prostaglandina og ofnæmis, afnæmisaðgerðir o. fl. Að mati þess er þetta ritar eru ýmiskonar sjúkdómar, sem á einn eða annan hátt tengjast starfsemi ónæmiskerfisins, og þá ekki síst ofnæmissjúkdómar, lang stærsta heilsufarslega vandamálið í vestrænum löndum. Nýlega átti ég viðtal í síma við glögga manneskju og ræddum við um mikilvægi ónæmiskerfisins.

Allt í einu segir viðmælandi minn: ,,Getur þú bent mér á einhvern sjúkdóm þar sem ónæmiskerfið kemur ekki við sögu?“ Sannast sagna þá vafðist mér tunga um tönn, enda kom spurningin flatt upp á mig. Oftast erum við ekki vön að líta á sjúkdóma frá því sjónarhorni. Vafalaust má fínna ýmsa sjúkdóma sem ekki eru í neinum tengslum við starfsemi ónæmiskerfisins, en hinir eru þó miklu fleiri, sem á einn eða annan hátt tengjast ónæmiskerfinu og stundum getur verið vafi hvort einhver sjúkdómur. t. d. sum ofnæmiseinkenni, séu í raun ofnæmi eða eitthvað annað. Til að komast hjá óþarfa endurtekningum á efni sem nýlega hefur verið skrifað um í blaðið, bið ég lesendur að hafa við hendina og helst lesa á nýjan leik greinar mínar um sveppasýkingu, lágan blóðsykur og ofnæmi, sem birst hafa í Hollefni og heilsurækt í síðustu þrem blöðum.

Tengsl ofnæmis og sveppasýkingar
Candida albicans sveppurinn getur haft tvö lífsform. Í öðru forminu hegðar hann sér líkt og venjulegur gersveppur og er þá til þess að gera skaðlítill í flestum tilfellum, þó að hann sé oft hvimleiður. Í hinu lífsforminu skýtur hann öngum, nokkurskonar rótarþráðum, inn í vefinn þar sem hann dvelur, t. d. þarmavegg. Gegnum þræðina er talið að hann geti tekið næringu frá hýslinum og þræðirnir binda hann fastan við þarmavegginn, þannig að hann berst ekki út úr líkamanum með fæðuleifunum eins og annars mundi verða. Sveppirnir eru taldir geta skipt um lífsform hvenær sem þeim hentar og þeir fá tækifæri til, m. a. ef mótstöðuafl hýsilsins minnkar, t. d. vegna sjúkdóma, ofkælingar eða ónæmisbaslandi lyfja. Einnig virðast sýklalyf búa sérstaklega í haginn fyrir candida sveppi, með því að útrýma samkeppnislífverum, t. d. mjólkursýrugerlum og fleiri mikilvægum þarmabakteríum.

Þegar sveppurinn er orðinn einn um hituna fjölgar honum gífurlega á skömmum tíma og þó alvega sérstaklega ef einstaklingurinn neytir mikils af einföldum kolvetnum t. d. sykri. Mjólkursýru þolir hann hinsvegar fremur illa og er það e. t. v. ástæða þess hversu mikilvægt er að hafa mjólkursýrugerla í þörmunum. Líklegt er að fleiri lífrænar sýrur verki líkt, t. d. sítrónusýra í vatni og e. t. v. ediksýra, samanber fullyrðingar ýmissa um hollustu eplaediks. Sveppirnir mynda ýmiskonar efnasambönd, sem sum eru skaðleg. Einnig eyða þeir B-vítamínum úr fæðunni, þannig að ekki er ólíklegt að alvarlegur B-vítamínskortur geti hlotist af, ekki síst vegna þess að um leið er útrýmt öðrum gagnlegum örverum úr þörmunum, sem framleiða annars þessi sömu B-vítamín.

Hér verður ekki farið nánar út í þá sálma, heldur sýnt fram á hvernig sveppasýking í þörmum getur, að minnsta kosti í sumum tilfellum orðið ein aðalorsök fyrir ýmis konar ofnæmi, sérstaklega fæðuofnæmi. Þræðirnir sem candida-sveppurinn skýtur út vaxa djúpt inn í þarmaveggina. Við það verður þarmaslímhúðin meira eða minna óþétt eða lek, þannig að ýmis efni, bæði frá sveppunum og einnig úr þarmainnihaldinu eiga greiða leið út úr þörmunum og jafnvel inn í blóðrásina.

Sumt af þessum efnum eru stórar sameindir, sem ónæmiskerfið uppgötvar og lítur á sem framandi efni, og hvetur sérstakar frumur til að mynda mótefni gegn, immunoglobulin E, eins og útskýrt var í grein minni í síðasta blaði. A þennan hátt getur á nokkru tímabili myndast ofnsemi fyrir fjölda algengra fæðutegunda. Komist þessir ofnæmisvaldar inn í blóðrásina, berast þeir með henni út um allan líkamann og geta valdið ofnæmiseinkennum á ólíklegustu stöðum, t. d. exemi, útbrotum, astma, hugsanlega psoriasis og séu hugmyndir dr. Randolphs réttar, einnig geðrænum truflunum. Fáum dettur í hug að tengja þessi einkenni við meltingartruflanir eða notkun sýklalyfja, sem oft fór fram mörgum árum áður en áðurnefnd einkenni tóku að gera vart við sig.

Komist ofnæmisvaldarnir ekki inn í blóðrásina að neinu ráði, verða ofnæmiseinkennin einkum í sjálfum meltingarfærunum og lýsa sér t. d. sem ristilkrampi, verkir og uppþemba á kviði, ásamt fjölbreytilegum meltingartruflunum, t. d. eru tregar hægðir eitt algengasta vandamál fólks með langvarandi sveppasýkingu í meltingarfærum. Dr. C. Orion Truss sem er brautryðjandi rannsókna á áhrifum candidasýkingar á heilsufar, og hefur gert fjölda vísindalegra athugana á stórum hópum fólks með sveppasýkingu í meltingarfærum, telur að hjá slíku fólki séu öll eðlileg efnaskipti meira og minna úr lagi færð.

Sérstaklega hefur hann áhyggjur af þeim óæskilegu breytingum sem ónæmiskerfið virðist verða fyrir. Hann og fleiri vísindamenn í Vesturheimi telja að stundum þurfi sveppirnir jafnvel ekki að hafa skotið neinum teljandi þráðum út í þarmaveggina til að einkenna fari að gæta. Oft verður fólk ofnæmt fyrir efnum sem sveppirnir sjálfir mynda. Í þeim tilfellum verður að útrýma sveppunum algerlega með langvarandi lyfjagjöf og breyttu mataraeði. Sé ekki um þannig ofnæmi að ræða dugir stundum breytt mataræði eitt sér með stuttum lyfjakúr.

Stundum berast sveppirnir með blóðrásinni út um allan líkamann og valda þá mis munandi sjúkdómseinkennum eftir því hvar þeir taka sér bólfestu, t. d. þvagfærasýkingu, kynfærasýkingu, og munnangri auk útvortis einkenna. Í þeim tilfellum er ekki rétt að tala um ofnæmisviðbrögð, heldur beina sýkingu, enda þótt ofnæmiseinkenni fylgi oftastnær. Stundum er erfitt að gera sér grein fyrir hvað af þessum einkennum er tengt ofnæmi og hvað eru bein eitrunareinkenni. Vitað er frá rannsóknum á áfengissýki að acetaldehyd, sem sveppirnir mynda, getur truflað ýmsa lífefnafræðilega ferla í líkamanum, sérstaklega í taugakerfínu. Efni sem myndast geta úr acetaldehyd hafa m. a. líkar verkanir og ópíum og geta sennilega valdið fíkn á sama hátt og aðrir opiatar, enda að líkindum orsök áfengisfíknar.

Efnið ,,antabus“ sem notað er gegn ofdrykkju hindrar niðurbrot acetaldehyds í líkamanum. Því má alls ekki gefa fólki með sveppasýkingu antabus. Líklegt má telja, og passar vel við reynslu, að fráhvarfseinkenna gæti stundum, þegar verið er aðútrýma sveppum úr fólki með candida-sýkingu á háu stigi. Þau einkenni líkjast einna helst slæmum og langvarandi timbur mönnum. Fráhvarfseinkennin valda því að fólki líður hálfu verr en áður og ýmsir gefast þá up og finnst aðlyf eða fæða sem útrýmir sveppum úr þörmum geri því illt eitt. Þó er þannig læknismeðferð það eina sem getur gefið því fólki varanlegan bata og algerlega óhjákvæmileg. Mjög sláandi er, hversu margir, sem átt  hafa tal við greinarhöfund í sambandi við ofnæmi og skyld vandamál, segist hafa fengið ofnæmiseinkennin skömmu eftir notkun sýklalyfja.

Einnig er athyglisvert að þeir sem erfiðast er að hjálpa hafa oft notað kortison steralyf langtímum saman
t. d. prednisolon, en þau lyf eru sennilega allra lyfja óheppilegust fyrir fólk með sveppasýkingu, sérstaklega séu þau notuð í langan tíma án þess að gefa samtímis sveppaeyðandi lyf. Ekki er hægt að skrifa um tengsl sveppasýkingar og ofnæmiseinkenna án þess að nefna lágan blóðsykur um leið, enda er það vandamál samtvinnað. Langflestir með ofnæmiseinkenni, sem rekja má til sveppasýkingar, eru einnig með of lágan blóðsykur.

Það hefur fengið mig til að draga þá ályktun að í mörgum tilfellum sé lágur blóðsykur ekki sjúkdómur í sjálfu sér, heldur annað hvort ofnæmiseinkenni eða einkenni um candida-sýkingu í þörmum. Eins og kom fram í grein minni um lágan blóðsykur í Heilsuhringnum 1-2 tbl. 1985 er það fæði  sem best hefur reynst til að lagfæra of lágan blóðsykur einmitt líkt og mælt er með til að draga úr sveppasýkingu í þörmum og einnig hefur lengi legið grunur á um það að lágur blóðsykur tengist ofnæmi á einhvern hátt.

Nú er skýringin e. t. v. fundin, a. m. k. í hluta tilfellanna. Von er á vísindaskýrslu um þetta efni frá dr. C. Orian Truss sem áður er getið, nú á næstunni. Þó að aðalástæðan fyrir ofnæmi í tengslum  við sveppasýkingu sé líklega af völdum ofnsemisvalda, sem fyrir áhrif sveppsins komst inn í líkamann, má þó ekki líta fram hjá þeim möguleika að hluti vandamálsins stafi frá bjögun á ónæmiskerfinu, sem sveppasýkingin annaðhvort valdi eða eigi þátt í. Sú staðreynd að mörg dæmi eru til um að sjálfsónæmissjúkdómar hafi lagast samtímis og sveppasýking var læknuð gæti bent í þá átt, nema þá að þeir sjúkdómar hafi ekki verið sjálfsónæmi heldur ofnæmissjúkdómar, sem vel gæti hugsast. Að öllu samanlögðu sýnist þeim er þetta ritar að sveppasýking tengist ótrúlega oft ofnæmi á einn eða annan hátt og gæti jafnvel verið algengasta ástæða ofnæmissjúkdóma hér á landi. Sé sú ályktun rétt skýrir það hvers vegna svo mikil aukning hefur orðið á ofnæmissjúkdómum síðustu áratugina.

Prostaglandin og skyld efni.
Þegar einhver ofnæmisvaldur fær B-frumur til að mynda mótefnið immunoglobulin E (Ig E) losna nokkur efnasambönd sem talin eru valda ofnæmiseinkennunum. Þar á meðal eru svokölluð leukotrinefni“, stundum nefnd ,,SRS“, ásamt efninu ,,histamín“ og fleiri efnasamböndum sem hér verða ekki gerð skil. Leukotrinefnin myndast úr fitusýru sem nefnist ,,arakidonsýra“ og finnst m. a. í flestum kjötvörum og getur einnig myndast úr annarri  fitusýru, dihomo-gamma.línolensýru“ (DGLA). Í jurtafitu og fitu úr flestum sjávardýrum finnst lítil sem engin arakidonsýra en í flestum jurtaolíum eru aðal fitusýrurnar ,,linol sýra“ og „línolensýra“ en í sjávardýrum ,,eikosapentaensýra“ (EPA). Dihomo-gam malínolensýran áðurnefnda getur myndast í líkamanum úr línolsýru með ,,gammalmolensýru“ (GLA) sem millistig. Þrjár fitusýrur geta myndað prostaglandin: DGLA, arakidonsýra og EPA, en aðeins arakidonsýra myndar virk leukotrinefni og önnur skyld efnasambönd sem nefnast ,,thromboxanefni“.  Bæði síðastnefndu efnin koma við sögu í sjúkdómum eins og liðagigt og sennilega fleiri ofnæmis- og sjálfsónæmissjúkdómum.

Prostaglandin úr öllum þessum fitusýrum mynda raðir sem nefndar eru röð 1 úr DGLA, röð 2 úr arakidonsýru og röð 3 úr EPA. Nú er vitað að DGLA og sum prostaglandin úr henni hindra losun arakidonsýru úr frumuhimnum, þannig að hráefni vantar þá fyrir myndun leukotrinefna, sé gnægð DGLA til staðar. Einnig er vitað að sum prostaglandin af röð 3, úr EPA, hindra um breytingu arakidonsýru yfir í prostaglandin og sennilega einnig losun arakidonsýru úr frumuhimnum.

 Með sérstöku mataræði má því koma í veg fyrir að óheppileg efnasambönd úr arakidonsýru m. a. áðurnefnd leukotrinefni nái að myndast í nokkru teljandi mæli. Það má gera með því að nota sem minnst af matvörum sem innihalda arakidonsýru, aðallega ýmiskonar kjötvörur, en nota í þess stað fæðu úr jurtaríkinu, ásamt fiski og fiskafurðum. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota einnig kvöldvorrósarolíu og lýsi. Einnig getur verið æskilegt að nota nokkur vítamín og steinefni sem m. a. eru nauðsynleg við myndun hvata sem umbreyta einni fitusýru í aðra og breyta fitusýrum í prostaglandin, auk þess sem E-vítamín hindrar að nokkru myndun leukotrin- og thromboxanefna úr arakidonsýru.

Þessi fæðubótarefni eru C-vítamín, B-3 og B-6 vítamín, E-vítamín, zink og magnesíum. Reynslan hefur sýnt að áðurnefnd fæða verkar mjög vel í ýmsum tilfellum, t. d. gegn liðagigt, sumum tegundum astma, ofvirkni í börnum og jafnvel fullorðnum, vissum tegundum exems og annarra húðsjúkdóma og jafnvel psoríasis, sem margt bendir nú til að flokka megi með ofnæmissjúkdómum. Jafnvel halda sumir því fram að í nokkrum tilfellum hafi tekist að lækna eða bæta heila- og mænusigg með þessu mataræði.

Einnig er þessi fæða sennilega sú besta sem völ er á til að hindra hjarta og æðasjúkdóma og blóðtappamyndun í æðum, ásamt hækkun á kólesteróli í blóði. Nú er verið að gera rannsóknir víða um heim á mikilvægi prostaglandina í tengslum við fjölda annarra sjúkdóma, en það hefur sennilega lengi staðið þeim rannsóknum fyrir þrifum, að aðaláherslan hefur verð lögð á rannsóknir prostaglandina úr arakidonsýru, en önnur prostaglandin urðu útundan. Nú virðist vera að verða þar breyting á og má því búast við markverðum niðurstöðum á næstu árum.

Rétt er að geta þess hér, að flest gigtarlyf hindra myndun prostaglandina að mestu og þarf því að hætta notkun þeirra eigi gagn að verða af áðurnefndri breytingu á mataraæði. Sum gigtarlyf t. d. asperín, paracetamol og indomethasin geta gert suma ofnæmissjúkdóma, þar sem leukotrinefni koma við sögu, verri t. d. astma, heymxöi og sennilega fleiri auk verkana áðurnefndra prostaglandina til að draga úr eða hindra myndun leukotrinefna, bendir ýmislegt til þess að þau verki einnig á aðra þætti ónæmiskerfisins, sennilega T-eitilfrumur og hafi þannig tvöfalda verkun gegn ofnæmissjúkdómum.

Ofnæmisprófanir
Til að finna ofnæmisvalda eru stundum notaðar svokallaðar ofnæmisprófanir. Nokkrar mismunandi aðferðir eru þekktar og hafa sumar hlotið fulla viðurkenningu læknavísindanna en aðrar eru í prófum eða eru einungis notaðar af hómopötum eða öðrum sem stunda óhefðbundnar lækningar. Sú aðferð sem þekktust er hjá læknum er að nota extrakta unna úr ofnæmivaldinum og bera þá á húð sjúklingsins eða sprauta grunnt inn í hana. Sé sjúklingurinn ofnæmur fyrir efninu roðnar húðin fljótlega eða hleypur upp. Sé ofnæmi ekki til staðar gerist ekkert.

Einnig munu vera til plástrar til að setja á húð, sem gegna sama hlutverki. Þessi aðferð er talin nokkuð örugg við húðofnæmi, t. d. ofnæmi gegn snyrtivörum Því miður er hún alls ekki örugg við fæðuofnæmi, jafnvel telja sumir að aðeins rúmlega helmingur þess fólks gefi viðunandi svörun. Önnur skyld aðferð notar einnig extrakta af ofnæmisvaldinum, en þá er dropi af exttraktinum settur undir tungurætur sjúklingsins. Fylgst er með hjartslætti og blóðþrýstingi meðan þetta er gert og fyrst á eftir. Sé um  ofnæmi að ræða hækkar blóðþrýstingurinn og hjartsláttur verður örari. Þessi aðferð er af ýmsum talin betri við fæðuofnæmi.

Nýleg aðferð byggir á að nota blóð úr sjúklingnum og er þá örlítið af ofnsemisvaldinum látið í blóðsýni og blóðið síðan rannsakað með sérstakri tækni sem leiðir í ljós hvort hvítu blóðfrumurnar mynda mikið eða lítið af mótefnum. Þessi aðferð er af sumum talin einna best og óneitanlega þægilegust fyrir sjúklinginn. Sé um fæðuofnæmi að ræða, er sjúklingurinn stundum sveltur í nokkra daga áður en prófun er gerð, en við það hverfa öll ofnæmiseinkenni. Síðan er honum gefin ein matartegund í einu og viðbrögð hans athuguð. Stundum þarf að bíða í nokkrar klukkustundir  áður en svörun kemur, en stundum kemur hún strax. Sé um ofnæmi í miðtaugakerfi að ræða truflast sjúklingurinn þá stundum gersamlega og því má alls ekki gera slíka prófun nema vel sé fylgst með ástandi hans allan tímann sem prófunin tekur. Þannig er prófuð ein fæðutegund af annarri Þessi aðferð er dýr og tímafrek en sennilega öruggust allra þekktra aðferða til að finna fæðuofnæmi.

Af óhefðbundnari aðferðum má nefna svokallaða vöðvastyrksprófun, en þá er sjúklingurinn látinn liggja aftur á bak á bekk og rétta upp annan arminn, en sá sem prófar þrýstir arminum til hliðar og metur það um leið það átak sem þarf til þess að armurinn gefi eftir, en sjúklingurinn reynir að halda á móti eftir bestu getu. Ýmiskonar líklegir ofnæmisvaldar fæða eða annað, er því næst lagt ofan á kvið eða í lófa sjúklingsins. Í hvert sinn sem ofnæmisvaldur kemst þannig í snertingu við sjúklinginn dregur úr afli hans og minna átak þarf til að leggja arminn til hliðar. Með sömu aðferð má prófa hvort eitthvert efni eða matur er sjúklingnum hollur, því að þá vex styrkur handleggsins. Hugmyndin bak við þessa aðferð er að undirvitund sjúklingsins viti fyrir hverju hann er ofnæmur og einnig hvað honum sé hollt. Hún kemur boðum til taugakerfisins sem síðan stjórnar styrk armvöðvanna. Þessi aðferð er umdeild, en sumir telja hana mjög örugga og hafa með árangri notað hana. Hún er fljótvirk handhæg og ódýr. Sennilega þarf nokkra þjálfun til að ná leikni og öryggi við framkvæmd hennar

Afnæmisaðgerðir
Svokallaðar „afnæmisaðgerðir“ eða „afnæming“ (desensitisation) grundvallast á því að ónæmiskerfíð hætti að líta á skaðlítinn ofnæmisvald sem hættulegan óvin, m. ö. o. að B-frumurnar myndi ekki IgE í miklu magni, þó að þær komist í snertingu við ofnæmisvaldinn. Ekki er fullkomlega vitað hvernig þetta gerist en líklegt er nú talið, að við afnæmisaðgerðir myndi B-frumur annað mótefni, im unoglobulin G (IgG), sem keppi við IgE og  dragi þannig úr verkunum þess.

Aðgerðin felst í því að extrakti úr ofnæmisvaldinum er sprautað undir húð sjúklingsins. Í fyrstu er extraktinn hafður mikið þynntur, en aðgerðin er endurtekin aftur og aftur í nokkra mánuði eða jafnvel ár og extraktinn hafður sterkari og sterkari. Við þetta hættir ofnæmisvaldurinn að framkalla ofnæmiseinkenni. Þegar bati hefur náðst er aðgerðin endurtekin með fullum skammti af extraktinum með jöfnu millibili, þar til sjúklingurinn hefur verið einkennalaus í heilt ár, en þá er hann talinn albata. Þessi aðferð við lækningu ofnæmis hefur lengi verið þekkt og stunduð lítilsháttar af einhverjum læknum hér á landi. Galli er að hún er seinvirk og sennilega nokkuð kostnaðarsöm og þreytandi fyrir sjúklinginn. Í fljótu bragði sýnist þessi lækning á ofnæmi bráðsnjöll og mörgum sinnum æskilegri en langvarandi lyfjanotkun, sérstaklega ef aðeins er um einn eða fáa ofnæmisvalda að ræða.

Aðrar aðferðir við lækningu ofnæmissjúkdóma
Nokkur lyf hafa verið búin til sem draga úr einkennum ofnæmissjúkdóma. Antihistamin eru efnasambönd sem hindra að efnið Histamin sem veldur ofnæmiseinkennum nái að verka í líkamanum. Mörg antihistamin með dálítið mismunandi verkanir eru í notkun, t. d. Cimetidin (Tagamet), Benadryl, Antazolin Marzine o. fl. o. fl. Sum anthistamin eru einnig notuð til að draga úr sýrumyndun magans og önnur til að draga úr sjóveiki og flugveiki, auk ofnæmieinkenna.

Sljóleiki og syfja fylgja oft notkun þeirra. Við astma eru oft gefin lyf sem víkka út lungnapípurnar, t. d. Isoprenalin og Theofyllin. Kromoglikat hefur fyrirbyggjandi eiginleika gegn astma. Þessum lyfjum fylgja yfirleitt einhverjar aukaverkanir. Sterar skildir hormóninum Kortison t. d.Prednisolon, Kortison og Hydrokortison eru mjög öflug lyf gegn ofnæmi en mjög alvarlegar aukaverkanir fylgja langvarandi notkun þeirra svo að einungis ætti að nota þau í neyðartilfellum og þá aðeins í stuttan tíma í einu.

Af aukaverkunum stera má nefna svo að fátt eitt sé talið: alvarlega beingisnun (úrkölkun), uppsöfnun á, vatni í líkamanum, alvarlega bælingu ónæmiskerfisins og þar með hættu á hvers konar sýkingum af bakteríum, veirum og sveppum og hættu á að nýrnahettumar glati hæfileika sínum til að mynda náttúrlega kortison-hormóna. Sterk rök hníga að því að vegna ónæmibælandi eiginleika stera, geti þeir einnig aukið líkur á, því að fólk fái  krabbamein, með því að brjóta niður náttúrlegar varnir líkamans gegn afbrigðilegum frumum.

Heiladingulshormónar (kortikotropin, ACTH), sem örva nýrnahetturnar til að framleiða kortisón-stera hafa líkar verkanir og aukaverkanir og hér hefur verið lýst, nema notkun þeirra fylgir sú hætta að náttúrleg framleiðsla þeirra hormóna í heiladinglinum bíði varanlegt tjón. Einnig fylgja stundum notkun þeirra sálræn einkenni. Gegn bráðu ofnæmi, t. d. vegna bits skordýra eða öðrum lífshættulegum ofnæmissvörunum er oft notaður nýrnahettuhormóninn Adrenalín. Einnig er adrenalín stundum notað sem úðalyf gegn astma. Nota verður þennan hormón með mikilli gætni vegna aukaverkana.

Af óhefðbundnari læknisráðum má nefna svæðanudd og nálstungulækningar. Lítill vafi er á að báðar þessar aðferðir geta gert gagn í ýmsum tilfellum, en hvað nálstungulækningar áhrærir er rétt að komi skýrt fram, að til þess að ná umtalsverðum árangri í þeim, þarf mikla kunnáttu og reynslu sem fáir hér á Vesturlöndum hafa ennþá tileinkað sér. Nú orðið eru oft notuð lítil rafmagnstæki, sem bæði má finna með nálstungupunkta, og  einnig meðhöndla með veikum rafstraumi eða leysigeisla í stað þess að stinga með nálum. Tæki þessi eru handhæg og geta gefið góðan árangur sé þeim beitt af kunnáttu, en þau krefjast einnig þekkingar á þeim lögmálum sem allar nálarstungulækningar lúta, eigi einhver teljandi árangur að nást. Svo virðist sem vestræn læknisfræði sé nú loksins að tileinka sér þær hugmyndir og er það vel.

Vatnslækningar Þórðar Sveinssonar
Ekki er hægt að ljúka svo þessari grein, að vatnslækningatilrauna Þórðar læknis Sveinssonar á Kleppi sé ekki getið. Þær falla svo vel inn í hugmyndir Theron B. Randolphs, sem sagt var frá í síðasta blaði Heilsuhringsins að með ólíkindum er. Þórður notaði vatnslækningar sínar, að því er ég best veit, aðeins við geðlækningar. Hann náði að eigin sögn ótrúlega góðum árangri, og að mínu mati og í ljósi núverandi þekkingar á tengslum geðveiki og ofnæmis, er engin ástæða til að rengja frásagnir hans.

Lækningin fólst í því að sjúklingarnir voru  látnir fasta, stundum í tvær til þrjá vikur. Þann tíma fengu þeir ekkert að láta ofan í sig annað en heitt vatn. Að nokkrum dögum liðnum hurfu geðbilunareinkennin (einkenni frá fæðuofnæmi hurfu), og þeir urðu skýrir í hugsun og eðlilegir í viðmóti. (Nákvæmlega sama segir dr. Randolph í fjölda frásagna).

Þórður taldi að fastan þyrfti að vara í nokkuð langan tíma, ætti batinn að verða varanlegur. Að hans mati hreinsaði vatnið eitur og úrgangsefni út úr líkama sjúklinganna. Í ljósi hugmynda um tengsl sveppasýkingar í þörmum og fæðuofnæmis er mjög líklegt að vatns fastan hafi í raun svelt óheppilegan sveppa -og bakteríugróður í þörmunum og þannig hreinsað líkamann af þeim ófögnuði.

Benda  má í því sambandi á sítrónuvatnsföstu Reams, sem sagt var frá í grein minni um lágan blóðsykur í Heilsuhrnginum 1-2 tbl. 1985. Margir sjúklinga Þórðar urðu albata við föstuna og fengu aldrei síðar geðbilunareinkenni svo vitað sé. Miðað við ríkjandi hugmyndir um þann tíma sem það taki ónæmiskerfið að „gleyma“ ofnæmisvöldum eru tvær til þrjár vikur í stysta lagi, en hafi ofnæmið stafað af rangri þarmaflóru og hún verið leiðrétt með föstunni gengur dæmið Upp.

Eina sögu heyrði ég ungur um mann sem geðbilaðist og var sendur á skipi frá heimabyggð sinni, ásamt fylgdarmanni, til Reykjavíkur. Fylgdarmaðurinn tók eftir því á skipinu, að sá geðbilaði hafði aldrei hægðir, taldi það ekki eðlilegt og gerði ráðstafanir til að koma hægðum hans í lag, sem honum tókst. Til að gera lengri sögu stutta, þá hurfu geðbilunareinkennin fljótlega eftir að hægðirnar löguðust og maðurinn fór alheill með sama skipi aftur heim til sín. Þessi frásögn og aðrar líkar sína mikilvægi þess að meltingin og alveg sérstakleg starfsemi ristilsins sé í lagi.

Ýmsir hafa þrásinnis bent á þetta, þar á meðal frumkvöðlar náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, t. d. Jónas læknir Kristjánsson í fjölda greina. Á þeim tíma var venja að gera grín að slíkum skrifum, en nú er sannleiksgildi þeirra að koma endanlega í ljós með vísindalegum rannsóknum á mikilvægi trefja í fæðu og einnig hversu heilbrigð þarmaflóra skipti miklu máli. Lengi hafa ýmsir trúað því að föstur væru heilsusamlegar og bent á fjölda dæma því til staðfestingar. Aðrir hafa dregið slíkar frásagnir í efa og lagt fram gagnrök fyrir sínum skoðunum.

Greinarhöfundi finnst persónulega, að rök mæli með því að rétt framkvæmd fasta geti haft jákvæð áhrif á ýmsa sjúkdóma, en langar föstur verður þó að framkvæma með varúð og ekki er heldur víst að þær henti jafnvel við öllum sjúkdómum, né að allir einstaklingar hafi gott af þeim. Þá er líklegt að ristilskolanir, líkt og sagt er frá í 1-2 tbl. H.h. 1985, séu mikilvægur þáttur í þarmahreinsun, bæði í tengslum við fóstur og einnig við leiðréttingu óheppilegrar þarmaflóru.

Helstu heimildir: Theron G. Randolph: An alternauve Approach to Allergies.* J.H.L. Playfair: Immunology at a Glance. C. Orian Truss: The role of Candida Albicans in Human Illness og Metbolic abnormalities in Patients with Cronic Candidiasis.* Mats Hanson: Amalgam – Hazard in your Teeth. D.F. Horrobin: Clinical use of Essential Fatty Acids. Leon Chaitow: Candida Albicans.* Edwin P. Heleniak og Scott Lamola: Histamin and Prostaglandins in Schizophrenia.* Þórður Sveinsson: Vatnslækningar.*Niels Björndal: Medicinskabet, lyfjahandbók.

Nýjar hugmyndir um ofnæmi    –  Þriðja grein- Haustbl. 1986

Óþol
Hvað er átt við, þegar talað er um óþol og er það eitthvað annað en ofnæmi? Þannig spyrja vafalaust ýmsir og vilja þá sjálfsagt fá afdráttarlaust svar. Málið er þó ekki alltaf svo einfalt að hægt sé að svara þessari spurningu beint. Bæði er það, að stundum er ekki auðvelt að gera sér fulla grein fyrir, hvort einstaklingur þjáist af óþoli eða hvort réttara sé að nota orðið ofnæmi, og einnig hitt að sérfræðinga greinir stundum á um merkingu þessara tveggja orða. Hér nota ég þá skilgreiningu að kalla ofnæmi þau einkenni sem stafa á einn eða annan hátt frá viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverju skaðlitlu áreiti.

Óþol nefni ég hinsvegar einkenni sem koma fram, vegna þess að líkaminn ræður ekki við ákveðin umhverfisþátt, t. d. að melta fullkomlega einhverja fæðutegund. Það getur svo aftur stafað af galla í meltingarhvötum eða einhverju öðru. Stundum getur óþol leitt af sér ofnæmisviðbrögð, t. d. er líklegt að ófullkomin melting ákveðinnar fæðu geti valdið því að stórar sameindir berist út úr meltingarfasrunum inn í blóðrásina. Ónæmiskerfið uppgötvar þessar stórsameindir og myndar ofnæmisviðbrögð gegn þeim. Þannig ofnæmi er því sambland óþols og ofnæmis. Ofnæmi af þeirri gerð má að öllum líkindum lækna með að minnsta kosti þremur aðferðum:

1. Með því að hætta að neyta þeirrar fæðu sem óþol er fyrir.
2. Með því að gefa sjúklingnum þá meltingarhvata sem hann vantar til að meltingin verði fullkomin.
3. Með afnæmingu eða öðrum aðferðum sem komið geta í veg fyrir ofnæmisviðbrögð. Sé aðeins um óþol fyrir einni eða fáum fæðutegundum að ræða, er oftast nær best að hætta að neyta þeirra fæðutegunda. Með því fæst fullkominn varanlegur bati en búast má við að óþolið vari ævilangt. Sé alls ekki hægt að komast hjá að neyta fæðu sem óþol er fyrir, má reyna að taka inn sem lyf þá meltingarhvata sem vantar og stundum einnig saltsýru, svo að meltingarfærin geti fullmelt fæðuna sem óþolinu veldur. Sumir meltingarhvatar eyðileggjast í altsýru magans og verður að taka þá í hylkjum sem leysast ekki upp fyrr en niðri í smáþörmum. Vafasamt er hvort hægt sé að fá slíka hvata hér á landi til inntöku, og þá sennilega ekki nema gegn lyfseðli. Þó hefur stundum verið hægt að fá briskirtilshvata og hvata unna úr papaya ávöxtum. Báðar þessar tegundir hvata eru sagðar breiðvirkar, þ. e. a. s. eru blöndur margra hvata sem melta t. d. prótein, fitu og kolvetni.

Allt er þó í óvissu um hvort gagn er af þeim við algengu óþoli, t. d. fyrir mjólk. Afnæming og ýmiskonar lyf til að draga úr ofnsemiseinkennum geta að vísu dregið úr vanlíðan en ekki læknað óþolið sjálft, jafnvel þó að hægt væri að eyða ofnæmiseinkennunum fullkomlega. Fæðuóþol veldur næstum alltaf ýmiskonar vanlíðan frá meltingarfærum, t. d. lofti í þörmum, niðurgangi eða hægðatregðu, verkjum í kviðarholi, uppþembu og ýmsum fleiri einkennum. Þessi einkenni minna oft á einkenni sveppasýkingar í meltingarfærum, og í sumum tilfellum er ekki gott að segja til um hvort þau stafa af óþoli fyrir einhverju í fæðu eða candida sveppum í þörmum, enda eru þau vandamál oft samtvinnuð eins og áður hefur verið bent hér á.

Líklegt er að sálrænir þættir blandist stundum inn í, enda vel vitað að myndun ýmissa meltingarhvata er mjög háð sálrænu ástandi einstaklingsins. Einnig er vitað að ofnæmi og ýmis önnur viðbrögð ónæmiskerfisins er í nánu sambandi við sálarlífíð og andlega líðan fólks eins og síðar verður vikið að. Hér verður lítið eitt greint frá tveimur algengum afbrigðum fæðuofnæmis eða óþols.

Ofnæmi fyrir próteinefninu glúten, sem finnst í hveiti og fleiri kornvörum, er sennilega miklu algengara en talið hefur verið. Vitað hefur verið í áratugi að sjúkdómur, sem nefndur er selíak-sjúkdómur, stafar af ofnæmi eða óþoli fyrir glúteni. Sjúkdómur þessi veldur því að slímhúð þarmanna, (sennilega vegna ofnæmisvörunar gegn alfa-gliadini, sem er hluti af glúteninu) verður afbrigðileg og bólgnar upp. Við það hætta þarmarnir að mynda meltingarhvatann laktasa sem nauðsynlegur er til að brjóta niður mjólkursykur. Þetta veldur síðan óþoli gegn nýmjólk, en ekki endilega gegn súrmjólk, jógúrt eða skyri.

Auk þess truflast upptaka ýmissa mikilvægra næringarefna svo sem: ómissandi fitusýra, ýmissa vítamína, snefilefna og steinefna, m. a. kalíums, natríums og klórs og síðast en ekki síst vatns. Sjúkdómurinn getur leitt til dauða sé ekki ert að gert, en stundum virðist vera um að ræða mildara afbrigði hans, sem ekki er alltaf uppgötvað af læknum, heldur greint sem eitthvað annað. Svo virðist sem glútenofnæmi geti í vissum tilfellum valdið sjálfsónsemissjúkdómum.

Að minnsta kosti er vitað um allmörg tilfelli þar sem heila- og mænusigg (MS) hefur læknast við það að hætta að neyta glútens (sjá grein í H. h. 1981). Einkenni glútenofnæmis á lágu stigi líkjast mjög einkennum sveppasýkingar í þörmum eins og margs konar annað fæðuofnæmi og vel gæti hugsast að eitthvert samband sé þar á milli, þó að erfitt sé að fullyrða mikið um það.

Líklegt má telja að glútenofnæmi, jafnvel á lágu stigi, valdi margs konar efnaskorti, sem í sumum tilfellum má e. t. v. laga með stórum skömmtum af ýmiskonar fæðubótarefnum. Verið getur að glútenofnæmi á lági stigi megi eitthvað laga með lyfinu Kromoglíkat (Lomudal), en vitað er að það bætir stundum einkenni fæðuofnæmis, sérstaklega ef einkennin eru einkum tengd sjálfum meltmgarfærunum. Flestir með glutenofnæmi eiga þó sennilega ekki annarra kosta völ en að hætta að neyta allrar fæðu sem inniheldur glúten. Sú fæða er öll matvara úr hveiti, rúgi, byggi og höfrum. Bókhveiti, hirsi, maís og hrísgrjón má nota.

Ofnæmi eða óþol fyrir mjólk er örugglega eitt algengasta fæðuofnasmið. Reyndar er hvíti kynstofninn eini kynstofninn sem er fær um að mynda meltingarhvatann laktasa, sem áður er nefndur, eftir að fullorðinsaldri er náð. Þó er talið að nálægt fimmti hver einstaklingur af hvíta kynstofninum myndi ekki þennan hvata í fullnægjandi mæli. Það fólk hefur því óþol fyrir nýmjólk, sé hennar neytt í nokkrum teljandi mæli. Hvati þessi er þó virkur í flestum börnum og kemur því óþolið ekki fram fyrr en á fullorðinsaldri. Eins og áður segir veldur glútenofnæmi mjólkuróþoli, sem þó getur lagast, sé hætt að neyta glútens í fæðu.

Sé mjólkuróþolið eingöngu tengt skorti á laktasa-hvatanum, þola sumir að nota súrmjólk, jógúrt, skyr, osta og vel sýrða skyrmysu. Stundum getur óþolið eða ofnæmið stafað af öðrum ástæðum, t. d. skorti á hvötum sem brjóta niður kasein, sem er aðal próteinefnið í kúamjólk. Einnig getur verið um raunverulegt ofnæmi fyrir einhverju í mjólkinni að ræða eða ofnæmi fyrir aukaefnum, sem stundum finnast nú á tímum í mjólkurvörum, t. d. penicillíni eða öðrum sýklalyfjum.

Í þeim tilfellum má ekki neyta mjólkurafurða í neinu formi, að minnsta kosti um tíma og e. t. v. ævilangt. Þó kynni að vera að sumir gætu notað vel sýrða skyrmysu að nokkrum tíma liðnum, en þó því aðeins að engin óæskileg einkenni komi íljós eftir neyslu hennar. Næstum því má telja öruggt að óþol fyrir fleiri fæðutegundum þekkist, t. d. próteinefnum í kjöti, fiski, eggjum eða baunum og reyndar má segja að flestir hafi eins konar óþol fyrir venjulegum matbaunum, vegna þess að í þeim eru efnasambönd sem eyðileggja að meira eða minna leyti meltingarhvata, sem nauðsynlegir eru til að baunirnar meltist að fullu.

Þetta veldur oft óeðlilega miklu lofti í þörmum, ásamt ýmiskonar vanlíðan sem flestir kannast vafalaust við eftir baunaát. Hægt er að losna við þessi óþægindi með því að láta baunirnar liggja í bleyti yfir nótt, skipta þá um vatn á þeim og hleypa síðan aðeins upp á þeim suðunni. Hella þá af þeim soðinu og henda því en skola þær lauslega í hreinu vatni. Síðan má ljúka suðunni á venjulegan hátt. Eftir þessa meðferð valda þær ekki meltingartruflunum, vegna þess að efnin sem  trufluðu meltinguna fóru út í skolvatnið og fyrsta suðuvatnið. Reynið þetta og þið munuð komast að raun um að það hrífur og ykkur verður miklu betra af baununum en áður.

Eins og áður hefur komið fram í skrifum mínum um ofnæmi, getur ofnæmi eða óþol myndast gegn næstum því hvaða matvöru sem vera skal og er það algerlega óháð því hvort umrædd fæða er að öðru leyti holl eða næringarrík, t. d. veit greinarhöfundur um mörg dæmi þess að fólk þoli ekki epli og eplasafa. Verið getur að í einhverjum tilfellum stafi ofnæmisviðbrögðin af leifum skordýraeiturs sem oft finnst í ávöxtum. Bandaríski ofnæmisfræðingurinn Theron G. Randolph telur að svo sé oft á tíðum og bendir á mörg dæmi því til staðfestingar þar sem ósprautuð lífrænt rasktuð epli ollu engum einkennum en epli keypt í almennum verslunum orsökuðu kröftug ofnæmisviðbrögð.

Víxlmataræði
Margir sem skrifað hafa um ofnæmi og óþol fyrir fæðu, tala um að óheppilegt sé fyrir fólk sem hætt sé við ofnæmi að nota sömu fæðutegundir dag eftir dag. Þeir mæla með því sem þeir nefna róterandi mataræði eða víxlmataræði (Rotary Diversified Diet). Það er í því fólgið að nota ekki sömu fæðuna aftur og aftur, dag eftir dag, heldur skipta stöðugt um og nota helst ekki sömu fæðutegund nema einu sinni eða tvisvar í viku. Með því móti má að mestu hindra að nýtt ofnæmi fyrir einhverri fæðu myndist, og  einnig í sumum tilfellum smá losna við of  næmi fyrir einhverri fæðutegund. Það er gert með því að nota hana í litlum mæli, t. d. einu sinni í viku, eftir að hún hefur alls ekkert  verið snert í langan tíma, t. d. eitt ár. Þetta er  þó því aðeins hægt að ekki komi fram öflug ofnæmisviðbrögð, þegar hennar er neytt á ný. Dr. Theron G. Randolph mælir eindregið með þannig víxlmataræði og telur að með því megi oft „afnæma“ fólk fyrir fjölda „forboðinna“ fæðutegunda, þannig að hægt sé að nota þann mat í hófi, t. d. einu sinni í viku án neinna ofnæmisverkana. Sé aftur á móti farið að nota fæðuna daglega koma ofnæmiseinkennin oft á nýjan leik. Með skynsamlegri framkvæmd þessarar aðferðar getur fólk því leyft sér að nota ótal fæðutegundir, sem annars mætti e. t. v. ekki koma nálægt árum saman og jafnvel ævilangt. Munið þó að þetta verður að framkvæma með mikilli varúð.

Ofnæmi og sálarástand
Nú er vitað nægilega mikið um starfsemi ónæmiskerfisins til að geta fullyrt að sálarástand skipti þar verulegu máli. Lengi hefur glöggt fólk veitt því athygli að sjúkdóma eins og t.d. psoriasis, mígrenis og ýmiskonar ofnæmis verður oft fyrst vart hjá einstaklingum, þegar þeir verða fyrir sálrænum áföllum, eins og t. d. ástvinarmissi, erfiðleikum í hjónabandi eða annars konar sorg eða andlegri vanlíðan. Nú er vitað að þannig streita veldur víðtækri breytingu á hormónastarfsemi líkamans og einnig hefur tekist að sýna fram á að virkni flestra þátta ónæmiskerfisins breytist til hins verra.

Þar er sennilega fundin skýring á því hvers vegna ofnæmissjúkdómar blossa svo oft upp eða versna þegar þannig stendur á hjá einstaklingum. Ekki er vitað í smáatriðum hvernig þetta gerist, en líklegt má telja að sérstakar hvítar blóðfrumur, svokallaðar T-hemlunarfrumur annaðhvort lamist eða fækki verulega, en hlutverk þeirra fruma er að hindra að aðrir þættir ónæmiskerfisins verði ofvirkir, myndi t. d. mótefni, þegar þess er ekki þörf eða fari að vinna gegn eigin líkamsvefjum. Vel má vera að fleiri þættir ónæmiskerfisins fari einnig að starfa óeðlilega, en hvað sem því líður er útkoman stundum ofnæmis- eða sjálfsónæmissjúkdómar.

Sé þetta sálræna ástand aðeins tímabundið lagast einkennin oft aftur en þó ekki alltaf að fullu. Auk þess getur ofnasmið beinlínis valdið sálrænum einkennum, eins og betur er útskýrt í fyrstu grein minni um ofnæmi í H. h. 3-4 t.bl. 1985. Þá getur myndast eins konar vítahringur, þar sem ofnæmisviðbrögð í miðtaugakerfinu með tilheyrandi sálrænni vanlíðan, valda aftur truflun á ónæmiskerfinu, e. t. v. Vegna breyttrar hormónastarfsemi. Sú truflun á ónæmiskerfínu viðheldur síðan ofnæmiseinkennunum, enda þótt upphaflega ástaeða ofnæmisins, sem gæti t. d. hafa verið ástvinamissir eða hjónaskilnaður, sé ekki lengur til staðar og öll ytri skilyrði virðist í góðu lagi. Þannig vítahringur er sennilega alls ekki óalgengur en svo virðist sem hægt sé að rjúfa hann með tvennu móti.

1 fyrsta lagi með því að fínna ofnæmisvaldinn eða -valdana og fjarlægja. Það er sú aðferð sem flestir læknar mundu sennilega mæla með, svo framarlega sem þeir greindu sjúkdóminn sem ofnæmi Það er einnig sú aðferð sem útskýrð hefur verið í þessari grein og höfundur telur að oftast nær sé einföldust, öruggust og vandaminnst. Í öðru lagi má sennilega rjúfa vítahringinn með sálrænum aðferðum og það er sú aðferð sem sálfræðingar og e. t. v. sumir geðlæknar nota. Einnig getur sjúklingurinn sjálfur á eigin spýtur gert ýmislegt til þess að auðvelda batann.

Sálgreining, viðtöl og ýmis konar önnur meðferð, sem beitt er gegn „sálrænum vandamálum“, sem að mati greinarhöfundar eru oft ofnæmisviðbrögð, miða að því að sjúklingurinn fái innsýn í sitt eigið vitundarlíf og nái stjórn á tilfinningum sínum og hugsunum. Sama máli gegnir, ef sjúklingurinn temur sér jákvætt lífsviðhorf og reynir að sjá hlutina í sem björtustu ljósi og leggja til hliðar neikvæðar hugsanir og tilfinningar. Þannig lífsviðhorf getur oft gert kraftaverk, ekki aðeins við ofnæmissjúkdóma, heldur einnig við flesta aðra vanheilsu. Ég geri mér mjög vel ljóst að auðveldara er að segja svona hluti, heldur en að fram- kvæma.

Veik manneskja er ekki vel í stakk búin til að vera í góðu skapi eða jákvæð í hugsun. Þó er hægt að reyna, og gera sitt besta. Þeir sem eiga trúarsannfæringu veitist þar oft styrkur, sem þeir vissu ekki áður að byggi innra með þeim, en einnig hinir búa yfir sálrænni orku sem léttir þeim að komast yfir erfiðasta hjallann. Óhætt er að hvetja alla til að notfæra sér mátt jákvæðrar hugsunar eftir bestu getu. Við erum hér ekki að tala um neina dulspeki eða andalækningar, heldur um beinharðar staðreyndir, sem hægt er að sýna fram á með mælingum á ákveðnum þáttum í starfsemi líkamans, m.a. jákvæðum breytingum á virkni ónæmiskerfisins. Í öllu falli flýtir það fyrir bata, enda þótt öðrum aðferðum, sem lýst hefur verið fyrr í þessari grein, sé einnig beitt.

Lokaorð
Nú fer að líða að lokum þessa greinaflokks um ofnsemi, sem orðinn er æði langur. Þó er það svo, að þetta efni er svo viðamikið að höfundi finnst ennþá fjölmargt vera ósagt, sem full ástæða væri þó til að segja. Einhvers staðar verður þó að setja endapunktinn og ýmislegt annað efni bíður þess að komast að í næstu blöðum. Vel má vera að ég skrifi síðar um efni sem tengist þessum greinarflokki, sem raunar má segja að hæfist með greininni um sveppasýkinguna í 3.-4. tbl. H. h. 1984. Síðan sú grein kom út eru nú liðin tvö ár og á þeim tíma hefur skapast allgóð reynsla á þeim hugmyndum sem þar voru fyrst reifaðar á íslensku, að því er ég best veit. Þó að vafalaust muni einhverjir, sérstaklega úr heilbrigðisstéttunum reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að allt efni þessa greinarflokks sé að meira eða minna leyti órökstuddar tilgátur eða jafnvel hrein ímyndun greinarhöfundar, sanna hinar mörgu símhringingar og þakkarorð sem höfundur hefur orðið aðnjótandi frá ótal einstaklingum, að efni greinanna hefur borið tilætlaðan árangur.

Reyndar hefur aldrei neinn vafi verið í huga greinarhöfundar, að þær heimildir sem hann notaði við samningu greinanna væru traustar, enda eru sum þau nöfn nú þegar orðin þekkt um víða veröld og eiga þó sennilega eftir að verða ennþá þekktari síðar, þegar saga læknisfræðinnar á seinni hluta tuttugustu aldarinnar verður endanlega skráð. Eins og þeir sem lesið hafa allan þennan greinarflokk hafa vafalaust veitt athygli, koma geðræn vandamál víða við sögu í tengslum við sveppasýkingar, lágan blóðsykur og ofnæmi. Að mati höfundar eru þau vandarnál mjög algeng og eitra líf tugþúsunda hér hjá okkar litlu þjóð.

Það fólk er að ýmsu leyti í mjög vonlítilli aðstöðu í íslenska heilbrigðiskerfínu, enda þótt ég efi ekki góðan vilja einstaklinga sem starfa að geðlækningum, að reyna að basta líðan þess fólks eftir bestu getu. Hversu oft heyrist ekki fólk með þannig vandamál segja eitthvað á þessa leið: ,,Ég er oft búin(n) að vera á Kleppi og ýmsum geðdeildum. Læknarnir segja mér allir að þessi vanlíðan og verkir sem hafa þjáð mig í fjölda ára séu bara í kollinum á mér og að ég skuli ekki hugsa um þá og svo fæ ég einhverjar nýjar pillur, sem gera mig jafnvel ennþá verri .Ég hef séð dæmi þess að það eina sem þjáði þannig fólk var alvarlegt fasðuofnsemi, og með því að fínna ofnæmisvaldinn gerbreyttist ástandið til hins betra á skömmum tíma, án þess að nein lyf væru notuð.

Oftast er þó æskilegt að gefa  ýmis fæðubótarefni og stundum þarf einnig að nota sveppaeyðandi lyf eða jurtir eða láta fjarlægja amalgam  tannfyllingar, því að þær geta stundum verið ofnæmisvaldar. Ég hef heyrt einstaka fólk segja, ef reynt er að útskýra þessa hluti fyrir því:

 „Hvernig stendur á því að læknirinn minn veit þetta  ekki, hann er þó sérfræðingur. Hvernig getur þú vitað betur um þetta en hann ? Ég fór að segja honum frá því sem þú varst að segja mér og hann sagði mér að hlusta ekki á svona vitleysu. Geðtruflanir væru ekki ofnæmi eða sveppasýking, heldur sálrænn sjúkdómur, sem ekki væri vitað af hverju kæmi. Samt lét hann mig hafa einhverjar pillur. Geta pillur læknað sálina ?“ Við þetta fólk og annað vil ég aðeins segja: Ég hef séð fólk sem verið hefur nánast óvinnufært til fjölda ára og dvalið á ótal sjúkrahúsum og geðdeildum, án þess þó að fá neinn teljandi bata, gerbreytast á nokkrum vikum, aðeins með því að hætta að neyta nokkurra algengra fæðutegunda. Vandinn er fyrst og fremst sá að fínna ofnæmisvaldinn eða -valdana. Takist það kemur batinn fljótt. Því miður eru ofnæmisvaldarnir oft ekki auðfundnir og oft getur þurft að taka á þolinmæðinni áður en þeir hafa allir fundist. Í raun og veru vantar hér sérstaka sjúkradeild til að leggja þannig sjúklinga inn á meðan verið er að finna ofnæmisvaldana. Það mundi spara mikinn tíma og ónauðsynlegar þjáningar sjúklinganna.

Ekki er ástæða til að gagnrýna eða dæma lækna of hart, þó að sumir þeirra viti lítið sem ekkert um geðtruflanir af völdum ofnæmis eða sveppasýkingar. Þegar þeir voru við nám var lítið vitað um þetta og það er ekki fyrr en  nú á allra síðustu árum sem verulega áhugaverðar greinar um þá hluti hafa verið birtar í vísindaritum, þó að nokkrir einstakir læknar erlendis hafi vitað ýmislegt um það af eigin reynslu. Að minnsta kosti einn íslenskur ónæmisfræðingur hefur fullan skilning á þessum vandamálum, en hann hefur ekki aðstöðu til að leggja fólk inn á spítala meðan á slíkri rannsókn stendur, en veitir fólki góð ráð og aðstoð. Einnig hef ég séð fólk sem þjáðst hefur af ristilsjúkdómum af völdum sveppa, á svo háu stigi að jafnvel var farið að ræða um að fjarlægja ristilinn allan. Læknarnir gerðu sér samt ekki grein fyrir að vandamálið var sveppasýking. Nokkurra vikna læknismeðferð með Mycostatin (sveppalyf) og/eða lækningajurtum, ásamt acidophylus – gerlum nægði til að lækna þetta fólk fullkomlega. Af þessum ástæðum og fleiri læt ég í léttu rúmi liggja, þó að reynt sé af fávisku eða öðrum hvötum að gera skrif mín tortryggileg. Verra er ef það gæti leitt til þess að einhverjir fengju ekki bót meina sinna, sem annars mundu hafa læknast. Ég þakka lesendum blaðsins fjölmargar vinsamlegar upphringingar, ásamt hlýjum orðunum sem fólk hefur látið falla í minn garð, sem létt hafa mér þessi skrif og sannfært mig um að við værum á réttri leið. Í lokin læt ég svo fylgja hér með nokkrar stuttar sjúkrasögur sem flestar eru fengnar úr bókinni: An Alternative Approach to Allergies, eftir bandaríska ofnæmisfræðinginn Theron G. Randolph. Helstu heimildir þær sömu og í fyrri greinum um ofnæmi.

Var ofnæm fyrir sykurrófum og rófusykri
Dr. Theron G. Randolph segir frá fyrsta fullkomlega sannaða dæminu um að fæðuofnæmi geti valdið geðveikieinkennum, sem læknuðust fullkomlega, þegar hætt var að neyta ofnæmisvaldsins. Árið 1949 var send til hans þrítug kona úr öðru fylki, frú Mary Hollister, vegna harðvítugra höfuðverkjakasta sem hún þjáðist af, og fylgdi ofvirkni og síðan minnisleysi köstum þessum. Þegar frú Hollister kom á sjúkrahús dr. Randolphs var hún svo rugluð að ekki var hægt að ræða við hana.

Var hún þá sett á sérstaklega valið fæði að venju dr. Randolphs og fljótlega bráði af henni. Í ljós kom að hún drakk oftast nær 40 bolla af kaffi á degi hverjum og notaði yfirleitt 2 teskeiðar af rófusykri út í hvern bolla. Rófusykurinn var nú tekinn af henni, ásamt flestu öðru því sem hún var von að leggja sér til munns. Þegar frú Hollister hafði verið í eina viku undir handarjaðri dr. Randolphs, vildi svo til að hann kom þar að sem hún var að naga sykurrófu, vitaskuld í óleyfi. Fáum mínútum síðar var kallað í hann, vegna þess að frú Hollister væri gengin af göflunum, hefði m. a. reynt að kasta sér út um glugga á áttundu hæð. Henni var gefin róandi sprauta og lögð í bönd.

Morguninn eftir, þegar hún vaknaði, fór hún enn offari og varð að hafa hana fjötraða. Hún bar ekki kennsl á lækninn né mundi eftir neinu sem skeð hafði síðastliðin 13 ár. Á næstu 36 klst. róaðist hún að mestu en fylltist þunglyndi í staðinn. Sólarhring síðar komst hún skyndilega til sjálfrar sín. Randolph læknir lagði nú saman tvo og tvo og fór að gruna að sykurrófur og rófusykur ættu hér stærstan hlut að máli.

Til að sannreyna þá tilgátu, fékk hann leyfí frú Hollister til að leggja slöngu niður í maga hennar og setja niður í gegnum ana ýmsar fæðutegundir, án þess að hún vissi hverjar þær væru, í vitna viðurvist, og taka kvikmynd af viðbrögðum hennar. Fyrst var henni gefin mjólk, sem er kunnur ofnæmisvaldur, án þess að nein svörun kæmi fram. En þegar sykurrófa og sykurrófusafi fylgdu á eftir, skipti engum togum að frúin ærðist fyrir framan myndavélina og vissi hvorki í þennan heim né annan.

Ekki var annað sjáanlegt en að hún væri fullkomlega gengin af vitinu, enda þótt hún hefði ekkert annað gert en að nærast á mat, sem verið hafði dagleg fæða hennar árum saman. Eftir að frú Hollister hafði aftur jafnað sig, sem tók nokkra daga, sýndi dr. Randolph henni kvikmyndina og þau urðu ásátt um að í framtíðinni yrði hún að forðast allan mat sem innihéldi minnsta snefíl af rófusykri. Hún fór eftir þeim ásetningi og á skömmum tíma varð hún albata.

Uppáhaldsmaturinn var sökudólgurinn
Þekktur kaupsýslumaður, Charles Henderson að nafni, kom til dr. Randolps vegna stöðugrar líkamlegrar og sálrænnar þreytu ásamt hugsanarugli, sem þjáði hann. Hann stjórnaði stórfyrirtæki og þurfti að lesa mörgum riturum fyrir ýmiskonar efni frá morgni til kvölds. Ein ritara hans benti honum á það að upplestur hans væri oft óskiljanlegur síðari hluta dagsins. Þetta olli henni miklum erfiðleikum, því að Henderson skammaði hana venjulega daginn eftir, ef hún hafði ekki skrifað rétt niður eftir honum. Í örvæntingu sinni ráðlagði hún Henderson að slappa af yfir kaffibolla síðari hluta dagsins og fá sér um leið einhvern matarbita.

Þegar hann fór að gera þetta batnaði framsetning hans verulega. Fyrir Henderson táknaði matarbiti aðeins eitt, egg. Hann snæddi egg í morgunmat, eggjasalat um hádegið og ábætisrétt með eggjum í kvöldmat flesta daga. Og svo ráðlagði ritarinn honum að fá sér egg síðdegis aukalega.

Þegar dr. Randolph hafði heyrt þessa sögu sagði hann: „Hr. Henderson, ég held að þú sért ofnæmur fyrir eggjum“. Hann hoppaði þá upp úr stólnum og sagði; „Lasknir, þú hefur augljóslega ekki skilið það sem ég var að enda við að segja þér. Ég endurtek það að egg eru það eina sem ég veit fyrir víst að mér verður gott af. Svo segir þú mér að ég sé ofnæmur fyrir þeim“. Hann var í þann veginn að ganga út frá lækninum og taldi sig augljóslega vita fyrir hverju hann væri ofnæmur og hverju ekki. Randolph fór nú að útskýra fyrir honum hvers vegna hann teldi þetta, og að hann áliti að hann vasri ávanabundinn eggjum á líkan hátt og fólk ávanabindst fíkniefnum.

Ef hann borðaði ekki egg á nokkurra klst. fresti fengi hann fráhvarfseinkenni sem lýstu sér sem þreyta og hugsanarugl, sem síðan lagaðist við að borða egg. Henderson féllst þá á að reyna þessa tilgátu og snæða ekki egg í nokkra daga. Hann fékk slæm fráhvarfseinkenni og þurfti að liggja í rúminu. Síðan fór honum að líða betur og var sæmilega hress þegar hann kom til dr. Randolphs að liðnum fimm eða sex dögum. Þar fékk hann egg að borða í prófunarstofu hans. Áður en klst. var liðin varð honum skyndilega illt og seldi upp svo kröftuglega að spýjan fór hálfa leið yfir stofuna. Hann varð mjög vonsvikinn og undrandi yfir að sjá að uppáhaldsfæða hans verkaði ekki betur á hann en þetta. Hann hætti að nota egg í sex mánuði og fékk fullan bata. Eftir það gat hann notað egg í litlum mæli en þó ekki oftar en fjórða hvern dag. Með þannig notkun ollu þau honum ekki lengur neinum vandkvæðum.

Óloft frá bílum og syfja
Systir Francesca kom til dr. Randolphs með undarleg einkenni. Hún þjáðist af sárindum í báðum síðum, rétt neðan við holhöndina. Engin verkir voru annars staðar í líkama hennar og dr. Randolph veitti því athygli að önnur nunna, sem kom með Francesku, brosti þegar hún var að lýsa sjúkdómseinkennum sínum. Seinna fékk hann að vita að orsök sárindanna í síðunum stafaði af því að Francesca var vön að falla í svefn meðan á morgunguðþjónustu stóð. Þegar hún byrjaði að hrjóta gáfu nunnurnar, sem sátu sín til hverrar handar, henni olnbogaskot milli rifjanna til að vekja hana. Þetta gerðist aftur og aftur meðan á messu stóð og var orsök sárindanna í báðum síðunum. Við athugun komst dr. Randolph að því að kapellan, þar sem messað var í, var beint yfir bílageymslu nunnanna en reglan átti fimm bíla. Hann fékk prestinn sem ók bílunum fyrir nunnurnar til að taka alla bílana út úr geymslunni í eina viku og geyma utandyra og láta bílageymsluna standa opna. Systir Francesca fékk aldrei að vita neitt um þetta ráðabrugg.

Hún tók þátt í öllum messum eins og venjulega en nú brá svo við að hún var glaðvakandi, hraut því ekkert og fékk því engin olnbogaskot frá sessunautum sínum. Að viku liðinni setti presturinn bílana aftur inn í geymsluna og lokaði útidyrum hennar. Næsta morgun settist Francesca að venju í sæti sitt og nú sofnaði hún fljótlega. Nunnurnar vöktu hana eins og venjulega, þegar hún byrjaði að hrjóta, og hún varð aftur sár milli rifjanna. Óloft tengt bílum og bílaumferð getur haft ýmiskonar ofnæmisáhrif, í þessu tilfelli ótímabæra svefnþörf systur Francescu. Verkirnir í síðunum voru því óbeint tengdir þessum ofnæmissvörunum og löguðust á nokkrum dögum, meðan ofnæmisvaldurinn, þ. e. bílarnir voru geymdir utandyra.

Ofvirkni vegna fæðuofnæmis
Ralph Hodgson, tólf ára, var haldinn óeðlilegum skapofsa og ofvirkni frá því að hann var á öðru ári. Hann hafði verið hjá fjölda geðlækna og sálfræðinga. Vegna þess að hann átti eldri bróður og yngri systur, sem bæði tvö voru eðlileg, álitu sérfræðingarnir að vandamál hans væru sálræns eðlis og stöfuðu af því að hann væri „miðju-barn“, sem oft þjáðust af sálrænum flækjum. Ralph hafði þrásinnis verið staðinn að því að ljúga og stela. Hann barði heimilishundinn oft og jafnvel kvaldi til dauða og misþyrmdi öðrum gæludýrum á heimilinu.

Hann setti saman flugvélalíkan til þess eins, að því er virtist, að eyðileggja það á eftir. Einnig hafði hann brotið nokkra stóla og eyðilagt önnur húsgögn. Greindarvísitala hans var yfir meðaltali og líkamleg og sálræn próf sýndu ekkert óeðlilegt. Samt átti hann erfitt með svefn og gat því aðeins sofið að hárþurrka væri látin ganga nálægt rúmi hans.

Það sem gerði útslagið, að foreldrar hans leituðu til dr. Randolphs, var þegar þau komu eitt sinn að kvöldi dags úr heimboði og fundu stúlkuna, sem átti að gæta hans og systkina hans, snöktandi í dagstofunni. Ralph hafði brotið gat á vegginn milli dagstofunnar og svefnherbergisins og skemmti sér við að skríða þar í gegn fram og aftur, barnfóstrunni til hrellingar. Vegna þess að móðir Ralphs þjáðist sjálf af einkennunum sem bentu til ofnæmis, ákvað dr. Randolph að leggja þau bæði inn á ofnsemisdeild sína.

Einnig taldi hann að gott væri að móðir hans væri einnig á spítalanum til að hjálpa til við að hemja drenginn, sem hann óttaðist að yrði allt að því óviðráðanlegur, þegar reynt yrði að fá hann til að hlíta reglum sjúkrahússins. Sjúkrasaga drengsins benti til þess að hann þjáist af fæðuofnæmi, t. d. þótti  honum appelsínusafi óeðlilega góður og tók hann fram yfir alla aðra drykki. Einnig var hann sólginn í brjóstsykur úr maíssykri. Móðir hans, Lorraine, var fjörutíu og eins árs gömul. Hún hafði þjáðst af liðagigt í mörgum liðum og baki s.l. átta ár. Einnig var hún með bólgur í kjálka- og ennisholum, höfuðverk og króníska þreytu sífellt öðru hvoru. Ralph var látinn fasta í fimm daga eins og aðrir sem lagðir eru inn á ofnæmisdeildina.

Ein af fyrstu fæðutegundunum sem hann fékk til að prófa var appelsínusafi, vegna þess hversu sólginn hann var í hann. Til að byrja með virtist allt eðlilegt en eftir nálægt tvo tíma varð hann heitur í andliti og fór að taka saman dótið sitt og búast til farar. Þegar faðir hans upplýsti hann í síma um að hann gæti ekki komið heim, henti hann símtólinu frá sér. Ralph barði móður sína tvisvar áður en dr. Randolph og faðir hans komu og gripu í taumana. Sjúkrastofan var eins og eftir loftárás og þegar dr. Randolph gaf í skyn að appelsínusafinn kynni að vera orsök hegðunar drengsins öskraði Ralph á hann, þreif sjúkraskýrslu sína af honum og reif í tætlur.

Síðar komu í ljós lík viðbrögð gegn greipaldinum, sem einnig eru af sítrusættinni. Vægari einkenni komu fram við svínakjöt, jarðhnetur, maís, baunir og banana. Þegar þess var gætt að hann neytti engra þessara fæðutegunda, varð framkoma hans fullkomlega eðlileg. Hann fékk fljótlega skarpa innsýn í vandamál sín og fór að ganga vel í skólanum og eignaðist góða vini, sem hann hafði ekki áður átt vegna skapbresta sinna. Einnig móðir hans fékk ágætan bata.

Hjá henni uppgötvaðist fæðuofnæmi fyrir gulrótum, hrísgrjónum, svínakjöti, heilagfiski, appelsínum, hveiti, maís, baunum og greip aldinum. Með því að forðast þessi matvæli í fyrstu og nota þau síðan til skiptis, ekki oftar en einu sinni eða í mesta lagi tvisvar í viku (sjá kaflann um víxlmataræði) hurfu einkenni hennar að fullu. Frásögnin um þessa fjölskyldu sýnir það, að sjúkdómar sem oft eru flokkaðir sem hrein geðræn vandamál eða fjölskylduvandamál af „tilfinningalegum toga“, eru stundum algerlega „líkamlegir“ t. d. ofnæmi og ættu geðlæknar að taka þá hlið málanna til athugunar meira en gert hefur verið.

Ofnæmi fyrir nokkrum algengnum fæðutegundum olli ofvirkni
Að lokum er ein íslensk frásögn. Móðir segir frá reynslu sinni og dóttur sinnar með eigin orðum. Hér kemur frásögn hennar: Dóttir mín Elín var frá fæðingu mjög óróleg og vakti flestar nætur með stuttum hléum. Hún grét nær stanslaust og kastaði mikið upp. Heimilislæknir okkar gaf henni róandi lyf, en þar sem það bar engan sýnilegan árangur hætti ég að gefa henni það eftir u.þ.b. mánaðartíma. Þegar hún var 9 mánaða byrjaði hún að fá hóstaköst, þannig að hún stóð á öndinni og endaði oftast með uppköstum. Barnalæknir taldi þetta kíghósta, sem myndi ganga yfir. Um það bil 6 mánuðum eftir að við fórum til læknisins uppgötvaði ég að hún fékk köstin alltaf eftir að hafa fengið sætan mjólkurmat (jógúrt, súrmjólk, ís o.fl.).

Ári seinna kom þessi hósti á ný og aftur sagði læknirinn hana með kíghósta. Ég hætti að gefa henni annan mjólkurmat en undanrennu og þá hvarf hóstinn. Strax frá því að hún fór að hreyfa sig var hún mjög fyrirferðarmikil og æst, sem endaði oft með grátköstum og í kjölfarið af þeim datt hún niður í það sem við kölluðum fýluköst. Við foreldrarnir vorum mjög ósammála um uppeldið. Hann sá ekki sólina fyrir fyrsta barni sínu og leyfði henni bókstaflega allt (t. d. að ganga upp á matborðum meðan á máltíð stóð). Mér fannst allur þessi æsingur og óhlýðni óeðlileg, enda átti ég þrjú börn fyrir, en hafði aldrei áður kynnst þess háttar vandamálum. Faðirinn kallaði þetta fjör, skap og gáfur og sá enga ástæðu til að leita læknis. Þegar barnið var tæplega fjögurra ára slitum við hjónin samvistum.

Þá gaf ég henni oft meira sælgæti en hún var vön að fá, til að „hugga“ hana, en gerði mér enga grein fyrir því að hún varð trylltari og trylltari af sælgætisátinu. Þannig var endanlega málum komið, að ég gat ekki farið með hana í önnur hús og enginn lagði í að heimsækja okkur. Hún gekk yfir gesti, þar sem þeir sátu, í bókstaflegri merkingu, reif allt og tætti – þurfti alltaf að hafa athygli allra og tók engu tiltali. Þegar hún var 5 ára leitaði ég loks læknis. Hann kvað hana ofvirka og ráðlagði lyfjagjöf.

Ég gat illa hugsað mér slíkan kost með svo ungt barn. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, segir máltækið. Ég rakst á dagskrá frá tannlæknaráðstefnu, sem’halda átti í Chicago í Bandaríkjunum, en þar var auglýstur fyrirlestur þekkts sérfræðings um sjúkdóminn og varnir gegn honum með breyttu mataræði. (Því miður hef ég gleymt nafni hans). Þar sem fyrirlesturinn var opinn almenningi ákvað ég að fljúga til Bandaríkjanna með dóttur mína. Þessi fyrirlestur gjörbreytti bókstaflega lífi okkur mæðgina. Bandaríski læknirinn ráðlagði eftirfarandi breytingar á mataræði: Nota mjólk og mjólkurvörur sem allra minnst.

Nota engan sykur sem hægt væri að komast hjá, þ. m. t. sælgæti og gosdrykki. Sleppa hvítu hveiti og öllu, sem kallast á ensku „junk food“, svo sem hamborgurum, pizzum, pylsum, frönskum kartöflum og öllu pakka-draslinu sem fæst í hverri sjoppu. Rjómaís var algjör bannvara. Neyta grænmetis, ávaxta, kornmatar og almennrar jurtafæðu, ásamt fiski og svo kjötmeti öðru hvoru. Taka inn magnesíum, kalk og þaratöflur. Læknirinn sagði að sterk hvimleið líkamslykt, sem oft fylgdi þessum sjúkdómi, hyrfi fljótlega, ef þessum ráðum væri fylgt og í kjölfarið kæmi hegðunarbreyting. Þetta stóðst eins og stafur á bók og aðeins þremur vikum síðar kynntist ég nýju barni.

Mér hefur aldrei á ævinni liðið eins vel og þegar ég uppgötvaði að ég var ánægð með barnið mitt. Síðan eru fimm ár liðin; stúlkan fjörmikil, hress og afskaplega venjulegt 10 ára barn. Einkenni sjúkdómsins eru ekki merkjanleg, nema þegar hún borðar sælgæti og ís, en því miður er ótrúlega lítill skilningur ættingja og vina á því að freista hennar ekki með slíkum hlutum.

Ég vona að þessi frásögn geti e.t.v. orðið einhverjum að liði sem á við lík vandamál að stríða. Reykjavík, 4.des. l986,  Bergljót Gunnarsdóttir.

Höfundur: Ævar Jóhannesson

 Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: