Úr einu í annað

Kvöldvorrósarolían læknar.
Ýmsum kann að finnast að það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meira en búið er um kvöldvorrósarolíuna, en vegna þess hversu margir hafa haft samband við blaðið vegna reynslu sinnar afolíunni í sambandi við æðahnúta, verður þó gerð hér undantekning. Sá er þetta ritar hefur hvergi í erlendum skrifum uni kvöldvorrósarolíu séð neitt um það, að hún bæti æðahnúta. Því er mjög athyglisvert að fjölmargir, sem hér nota olíuna við einhverju öðru, hafa skýrt frá því að æðahnútar, sem þeir höfðu haft, hurfu eða löguðust mjög mikið skömmu eftir að þeir byrjuðu að nota olíuna. Dæmi um þetta eru svo mörg að útilokað er að um tilviljun sé að ræða. Svo virðist að æðahnútarnir komi aftur að nokkrum tíma liðnum, sé hætt að nota olíuna, en læknist á ný sé notkun hennar hafin aftur. Einnig eru dæmi um það að fólk hafi farið að nota olíuna eingöngu til að lækna æðahnúta með góðum árangri. Ástæða er til að benda fólki, sem langar til að reyna að nota kvöldvorrósarolíu við einhverjum kvilla, að byrja ekki með því að nota of litla skammta. Betra er að byrja áfullum skammti og gera síðar tilraun með að prófa sig áfram með minni skammta, eftir að bati hefur komið í ljós.

Komi þá afturkippur, verður að stækka skammtinn á nýjan leik. Of lítill byrjunarskammtur er oft aðeins til þess fallinn að sóa peningum til lítils eða einskis og valda vonbrigðum.  Mjög litlir skammtar kvöldvorrósarolíu eru oftast gagnslausir til að lækna sjúkdóma, en geta e.t.v. átt einhvern rétt á sér sem fyrirbyggjandi ráðstöfun. Hæfilegur byrjunarskammtur fyrir flesta er 3.5- 4 g af olíunni daglega eða jafnvel meira, þ.e.a.s. sex 0.6 ml belgir, sjö 0.5 ml belgir eða fjórtán 0.25 ml belgir á dag. Bent er á þetta hér, vegna þess að vitað er að fólki hefur verið ráðlagt að nota aðeins 1-2 belgi daglega, en sá skammtur er í langflestum tilfellum alltof lítill til þess að ná viðunandi árangri. Með olíunni er æskilegt að taka zink, B-3, B-6 og C-vítamín, t.d. „Zinkvita“ eða „Zmvit“töflur og í sumum tilfellum magnesíum eða kalk/magnesíum blöndu, t.d. „dólómit“-töflur. Til viðbótar nota margir E-vítamín og flestir með góðum árangri.Í útvarpsfréttum í sumar var skýrt frá írskum vísindamanni sem notaði kvöldvorrósarolíu (í fréttinni nefnd „maríulykilsolía“), með góðum árangri gegn drykkjusýki.

Í fréttinni var sagt að „sá galli“ fylgdi þó þessu, annars ágæta lyfi, að þeir sem neyttu þess gætu ekki orðið ölvaðir. Sá er þetta ritar efast reyndar um að fréttamenn útvarpsins hafi farið þar alveg rétt með niðurstöður vísindamannsins, en hitt er rétt, að olían hindrar að mestu timburmenn, hvort sem það er talið henni til lofs eða lasts. Einnig er hún talin stórminnka hættu á skorpulifur og drykkjugeðbilun (delerium tremens), auk þess að hjálpa til við að lækna fólk af áfengissýki. Lyf við háum magasýrum valda deilum A undanförnum árum hafa lyf sem notuð eru til að lækka of háar magasýrur, þ.e. sýrubindandi lyf, sem innihalda aluminium, valdið miklum deilum, bæði austan hafs og vestan. Á Norðurlöndum komust þessar deilur á forsíðu dagblaða. Ýmsar rannsóknir benda nefnilega til þess að alumínium eða ál eins og það er nefnt á íslensku, setjist að í heilanum og valdi sjúkdómi sem nefndur er Alzheimerssjúkdómur, sem lýsir sér sem ótímabær hrörnun heilans og elliglöp hjá miðaldra og eldra fólki. Einnig hefur verið talað um að ál geti valdið nýrnaskaða.

Fleira mætti nefna sem hér er of langt mál upp að telja. Í ýmsum sýrubindandi lyfjum er uppistaðan aluminium-oxid eða -hydroxid, stundum blandað öðrum sýrubindandi efnum. Þeir sem nota slík lyf, þurfa að nota þau í stórum skömmtum, nokkur grömm á dag, eigi þau að koma að gagni. Þannig getur álmagnið, sem einstaklingur lætur ofan í sig árlega jafnvel skipt kílóum í einstökum tilfellum. Þeir sem lengst ganga í gagnrýni sinni á álneyslu hafa jafnvel fært að því rök, að þeir smáskammtar, sem losna úr pottum og pönnum úr áli við notkun og blandast matnum, geti verið skaðlegir, sérstaklega sé um súran mat að ræða, t.d. rabarbarasultu eða grauta. Þannig smáskammtar eru þó mörg þúsund sinnum minni en úr áðurnefndum lyfjum. Sá er þetta ritar ætlar ekki að svo stöddu að taka neina afstöðu í málinu, en sé ál skaðlegt heilsu fólks er þó augljóst, að áður en farið yrði að amast við notkun eldunar áhalda úr efninu, væri ástæða til að hætta að gefa það í stórskömmtum sem lyf. Til eru önnur sýrubindandi efni sem ekki síður verka vel á háar magasýrur. Má þar sérstaklega nefna kalsíum- og magnesíum-siliköt og karbonöt eða blöndur þessara efna, Mörg fleiri efni eru á markaðinum, sem höfundur þessa rabbs þekkir ekki nægilega til að geta rætt um.

Í heilsufæðubúðum fást töflur sem nefndar eru „Dólómit-töflur“. Þessar töflur eru að mestu úr kalsíum-magnesíumkarbonati, ásamt ofurlitlu af kísli og fleiri. steinefnum, sem gefa þeim aukið gildi sem steinefnatöflum. Auk þess að vera prýðilegur kalk- og magnesíum gjafi, binda þessar töflur saltsýru mjög vel og standa þar langt framar hreinu alurniniuin hydroxid. Það er því alls engin þörf á því að nota sýrubindandi lyf sem innihalda ál og jafnvel lítils háttar grunur um skaðsemi þeirra réttlætti að taka þau úr notkun. Ef til vill verður þessu máli gerð betri skil í blaðinu síðar.

Lýsi, hjartasjúkdómar o.fl.
Í nóvember s.l. var í fjölmiðlum sagt frá stórmerkum rannsóknum dr. Sigmundar Guðbjarnarsonar við Raunvísindastofnun Háskólans á þorskalýsi og hjartasjúkdómum. Niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til þess að fjölómettaðar fitusýrur í lýsinu (og reyndar einnig í annarri sjávardýrafitu) séu veruleg vörn gegn blóðtöppum og einnig skyndidauða vegna „hjartatitrings“. Þó að það kæmi ekki fram í umfjöllun fjölmiðla eru þó allar líkur á að hin góðu áhrif fjölómettuðu fitanna í lýsinu stafi að einhverju eða öllu leyti frá þeim prostaglandinum sern þessar fitusýrur mynda í líkamanum.  Fitusýran eikósa-pentenosýra, sem gnægð er af í lýsi myndar prostagiandin af svokallaðri röð 3. Þau prostaglandin eru talin hafa heppileg áhrif (eins og prostaglandin afröð 1, sjá grein um kvöldvorrósarolíu í H.h. 1 tbl. 1982) á ýmis alvarleg sjúkdómseinkenni t.d. liðagigt, hjartasjúkdóma o.m.fl. Nú hefur athygli vísindamanna einnig beinst að annarri fjölómettaðri fitusýru í lýsi, dekósa-hexenosýru.

Margt bendir til þess að sú fitusýra sé einnig mikilvæg gegn hjartasjúkdómum og e.t.v. fleiru. Ýmislegt bendir og til þess að sú fitusýra myndi í líkamanum röð prostaglandina, sem áður hefur ekki verið vitað um, prostagandin röð 4. Þó að nánast sé ekkert vitað um þau prostaglandin, bendir margt til þess að þau séu mikilvæg. Báðar þessar fitusýrur eru af svokallaðri omega 3 fitusýruröð. Prostaglandin af röð 1, sem kvöldvorrósarolían myndar hráefni fyrir, er aftur á móti af svokallaðri omega 6 fitusýruröð. Svo virðist að prostaglandin úr báðum þessum fitusýruröðum séu mikilvæg og að hvorug megi vanta ef vel á að fara. Þeim er þetta ritar koma niðurstöður dr. Sigmundar Guðbjarnarsonar síður en svo á óvart. 1 mörgum greinum í þessu riti og einnig í dagblöðum hefur undirritaður bent á mikilvægi lýsis sem fæðubótarefnis m.a. sem vörn gegn hjartasjúkdómum og einnig sem öflugt lyfvið gigtarsjúkdómum.

Nú eru sennilega að koma endanlegar vísindalegar sannanir fyrir því að þau skrif höfðu við rök að styðjast, sem reyndar ýmsir höfðu þegar sannað fyrir sjálfum sér og öðrum með eigin reynslu. Vonandi er að háskólalæknisfræðin þekki nú sinn vitjunartíma og dragi réttar ályktanir af þessum rannsóknum. Þeim sem ætla sér að nota lýsi til að lækna eða fyrirbyggja sjúkdóma ættu helst að nota þorskalýsi og ekki meira en eina til tvær matskeiðar á dag, því að annars fær líkaminn of mikið D-vítamín. Við liðagigt á að taka lýsið á fastandi maga og ekki drekka neitt með því, né borða í næstu 1-2 klukkustundirnar (sjá grein í H.h. 1/2 tbl. 1982). Sé lýsi notað þarfhelst að taka einnig E-vítamín, því að annars er hætta á að fjölómettuðu fitusýrurnar geti myndað í líkamanum eiturefni, eins og áður hefur verið bent á hér í þessu riti. Þau eiturefni valda m.a. ótímabærri ellihrörnun og skorpinni húð, en efni eins og E-vítamín, selen o.fl. hindra myndun þeirra.

Sólarolía og húðkrabbamein
Þegar þetta er ritað hafa flest dagblöðin birt fréttir af því að svokallaðir „sólbekkir“ geti valdið húðkrabbameini. Heilbrigðisyfirvöld vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga og hafa það því er mér sýnist valið þann kostinn að tvístíga. Einhver ástæða hlýtur þó augljóslega að vera fyrir aukinni tíðni húðkrabbameinsins, eða þeirrar tegundar þess sem nefnd er „sortumein“, sem hér er til umræðu. Auknar sólarlandaferðir ásamt áðurnefndum sólbekkjum verður þó það sem flestum kemur fyrst í hug. Enda þótt landlæknir hafi í að minnsta kosti einni yfirlýsingu í fjölmiðlum haldið því fram, að ekkert samband sé sannanlegt milli notkunar sólbekkja og húðkrabbameins, er þó ekki ólíklegt að slíkt samband fyndist, væri rannsókn gerð. Einnig hefur lengi verið vitað að samband er á milli sólarljóss og húðkrabbameins, þannig að í sólríkum löndum eru slík mein miklu algengari en í sólarlitlum. Því geta sólarlandaferðir og sólböð á sólarströndum ekki síður átt sök á aukinni tíðni húðkrabbameins hér á landi. Fleira getur þó komið til.

Margir sem fara í sólböð smyrja sig með ýmiskonar „sólarolíu“ eða „sólaráburði“. Uppistaðan í þessum efnum er í flestum tilfellum fjölómettaðar jurtaolíur. Allar fjölómettaðar olíur eiga það sammerkt að ganga auðveldlega í sambandi við súrefni loftsins og mynda þá ýmiskonar efnasambönd, sein sum eru eitruð. E-vítamín, selen og fleiri efni hindra að þessi efni myndist, en sólarljós og viss efnasambönd verka sem hvati á þessar efnabreytingar. Höfundur þessa rabbs og fleiri sem skrifa í þetta rit, hafa oftsinnis bent á þetta í sambandi við neyslu fjölómettaðra matarolía. Í grein í H.h. 1/2 tbl. 1979 er sagt frá efninu malon aldehyd, sem myndast við oxun fjölómettaðra fitusýra og er mjög öflugur krabbameinsvaldur. Þegar þetta efni var borið á húð tilraunadýra fengu þau húð krabbamein á nokkrum vikum, jafnvel þótt efnið væri aðeins borið einu sinni á húð þeirra.

Séu fjölómettaðar olíur, sem ekki inni halda verulegt magn E-vítamíns eða annarra efna sem hindra olíuna í að bindast súr efni loftsins, bornar á húðina og síðan farið í sólbað, er algerlega útilokað annað en að eitthvað af þessu efni myndist. Þar skiptir ekki máli hvað olían heitir né hversu mikið af ljósverjandi efnum hún inniheldur. Það eina sem gæti varnað því er mikið af E-vítamíni eða öðrum efnum með líkar verkanir, sem er einkum selen og nokkur lífræn efni, sem stundum finnast í litlu magni í einstöku jurtum, t.d. jurtinni „cornfrey“ sem nokkuð hefur verið skrifað um erlendis, vegna þess að hún hefur m.a. verið talin heppileg fyrir krabbameinssjúklinga.

Telja má líklegt, að það að nota sólarolíur með litlu eða engu E-vítamíninnihaldi margfaldi líkurnar á því að sólarljósið valdi illkynja frumubreytingum í húðfrumum og að sólarolían en ekki sjálft sólarljósið sé oft aðalhættuvaldurinn, þegar farið er í sólbað. Því ætti aldrei að nota áburð eða sólarolíu nema tryggt sé að í áburðinum eða olíunni sé nægilegt magn E-vítamíns til að hindra að eiturefni myndist. Þá ætti að þvo allan líkamann vandlega áður en fólk fer í sólbekki og alls ekki að nota neinar olíur eða smyrsli af neinu tagi í þannig ljósböðum. Einnig ætti ævinlega eftir sólbað að þvo alla olíu vandlega af með sápu og hreinu vatni, svo að eiturefni, sem kynnu að hafa myndast skolist af. Gnægð E-vítamíns í fæðunni minnkar e.t.v. eitthvað áhættuna og sama er að segja um snefilefnið selen, sem ennþá hefur þó ekki hlotið náð fyrir augum þeirra sem telja sig eina vita hvað íslendingum er holt og hvað ekki. Væri tekið tillit til þess sem hér hefur verið bent á, er ekki ólíklegt að tíðni húð-krabbameins myndi lækka aftur á Íslandi.

Hermannaveikin
Þegar þetta er skrifað hafa dagblöðin síðustu daga verið full af frásögnum af nýrri tegund lungnabólgu, sem nefnd hefur verið „hermannaveiki“. Læknar á æðstu stöðum voru spurðir að því hvort líkur væru á því að þessi sjúkdómur bærist til Íslands. Þeir gerðu lítið úr þeirri hættu. Nokkrum dögum síðar birtu sömu fjölmiðlar frásagnir um það, að þessi veiki væri búin að vera hér á landi árum saman, og að á tveim sjúkrahúsum í Reykjavík, að minnsta kosti, hefðu nokkrir sjúklingar dáið úr henni. Þetta leiðir hugann að því hvernig samskiptum sé háttað milli sjúkrahúsanna annars vegar og heilbrigðisyfirvalda hins vegar. Hvorki landlæknir né borgarlæknir höfðu hugmynd um þennan sjúkdóm hér á landi, fyrr en þeir fréttu um hann í fjölmiðlum, samkvæmt þeirra eigin orðum.

Vekur þetta nokkrar áleitnar spurningar. Berast t.d. engar skýrslur frá sjúkrahúsunum til landlæknisembættisins árum saman, eða eru þær skýrslur þannig úr garði gerðar, að dánarorsaka sé þar ekki getið, jafnvel þótt um áður óþekkta sjúkdóma hér á landi sé að ræða? Fær borgarlæknir ekki einu sinni hliðstæðar skýrslur frá Borgarspítalanum? Nær þagnaskylda lækna e.t.v. svo langt að bannað sé að geta dánarorsaka í slíkum skýrslum til heilbrigðisyfirvalda? Eru sjúkrahúsin vísvitandi að reyna að  hindra að þessar upplýsingar berist til réttra yfirvalda afótta við að ef þær upplýsingar yrðu opinberar, myndi það korna  óorði á viðkomandi sjúkrahús? Eru líkur á því að hið sama endurtaki  sig, ef nýir áður óþekktir sjúkdómar hér á landi, bærust til landsins, t.d. AIDS? Eru sjúkrahúsin rekin eins og þau væru einkaeign heilbrigðisstéttanna og bera yfirlæknar sjúkrahúsa ekki einhverjar upplýsingaskyldur gagnvart almenningi, sem leggur fram rekstrarfé þeirra með skattpeningum? Þannig má lengi spyrja, en sennilega  verður öllu minna um svör.

Áunnin ónæmisbæklun,  AIDS og fleira
Þessa dagana er varla hægt að fletta svo dagblaði að sjúkdómurinn AIDS sé þar ekki nefndur á einn eða annan hátt. Nú hefur komið í ljós að mótefni gegn  AIDS-veirunni hefur fundist í blóði tveggja manna hér á landi. Við annan þeirra var birt viðtal í Helgarpóstinum nýlega. Hann .er þar mjög óánægður með þá umfjöllun sem mál hans hefur hlotið í fjölmiðlum og hjá heilbrigðisyfirvöldum og leggur þar fram harðorða gagnrýni á læknastéttina og varnarleysi almennings gagnvart þeirri samtryggingu, sem allir vita að tíðkast innan þeirrar stéttar og gerir  nánast ómögulegt að gagnrýna neitt í þeim herbúðum, vegna þess að læknar eru ávallt látnir dæma í máli annarra lækna og hagur og álit stéttarinnar er þá venjulega látið sitja í fyrirrúmi, stangist þeir hagsmunir á við aðra hagsmuni eða hugmyndir. Vitanlega eru læknar, eins og annað fólk, afskaplega mismunandi, að hæfileikum og heiðarleika, bæði til orðs og æðis.

Því er þetta ekki sagt hér til þess að áfellast eða gagnrýna læknastéttina almennt, heldur til þess að benda á, að læknar eru ekki fremur en aðrar stéttir þjóðfélagsins óskeikulir eða hafnir yfir gagnrýni, engar heilagar kýr. Þeir verða að gera sér að góðu réttmæta gagnrýni og svara henni á málefnalegan hátt, en ekki með hrokafullum yfirlýsingum, sem hvergi koma nálægt kjarna málsins, eins og því miður eru venjulegu viðbrögðin, reyni einhver að gagnrýna eitthvað eða benda á atriði sem betur mættu fara í sambandi við sjúkdóma og heilbrigði. Svo að aftur sé vikið að sjúkdómnum AIDS er ljóst að hann er alls ekki bundinn við kynhverfa eingöngu, heldur getur hann einnig borist milli einstaklinga af gagnstæðu kyni við samfarir, auk þess að berst milli fólks við blóðgjafir. AIDS-veiran er talin skemma ákveðna tegund hvítra blóðfruma sem nefndar eru T-eitilfrumur, en þær gegna lykilhlutverki í vörnum líkamans gegn krabbameini, sveppasýkingu og veirusýkingu.

Líklegt má telja að veiran sé til þess að gera skaðlítil, sé ónæmikerfið í fullkomnu lagi. Fyrst ef ónæmikerfið bregst verðu hún hættuleg.Því veikjast af AIDS aðeins tiltölulega fáir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Þess vegna er grundvallaratriði að ónæmikerfið starfi rétt, ekki aðeins til að hindra AIDS, heldur einnig ýmsa aðra sjúkdóma. Nú er vitað að sveppasýking í þörmum og víðar, veldur veiklun eða bjögun á ónæmiskerfinu, einmitt á T-eitilfrumunum. Einnig er vitað að sveppasýking er næstum alltaf fylgikvilli AIDS, en venjulega er álitið að AIDS-veiran sé þar orsökin. Þarna gæti þó alveg eins verið um samverkandi orsakir að ræða. Stundum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort er á undan, eggið eða hænan. Eitt er þó alveg öruggt, að candida-sveppasýking er allsstaðar mörgum sinnum algengari en AIDS. Ef til vill skrifa ég meira um þetta efni síðar, en mín skoðun er sú, að við þurfum ekki að óttast AIDS svo mjög, og að öll taugaveiklun í því sambandi sé óþörf. Sennilega fá ekki aðrir AIDS en þeir sem þegar hafa meira eða minna bilað ónæmikerfi og aðrir sjúkdómar, sem minna hefur verið rætt urn, eru mörgum sinnum líklegri til að verða því fólki að aldurtila.

Þing Alþjóða heilbrigðisráðsins
Þegar þetta er ritað stendur yfir 38. þing Alþjóða heilbrigðisráðsins, WHO. Halfdan Mahler, aðalframkvæmdastjóri ráðsins, flutti þar ítarlega ræðu og talaði meðal annars um þá erfiðleika sem þjóðir heims stæðu frammi fyrir í sambandi við samdrátt í efnahagslífi Vesturlanda og aukinn vanda í þróunarlöndunum, og um það hvernig handbærum fjármunum yrði sem skynsamlegast varið til hagsbóta fyrir sem flesta. Þessi boðskapur á ekki síður erindi til okkar Íslendinga sem annarra, eins og best sést á þeim stjarnfræðilegu fjárupphæðum sem heilbrigðisþjónusta okkar kostar. Nefndar hafa verið af ábyrgum aðilum, tölur frá 8 miljörðum króna og upp í 10-12 miljarða árlega, sem beinan kostnað, auk ýmiskonar kostnaðar einstaklinga og atvinnulífsins, sem enginn hefur mér vitanlega reynt að meta. Hversu há þessi upphæð er, má ef til vill helst gera sér grein fyrir með því að hug- leiða það, að fyrir þetta fé mætti ljúka við að ganga frá akvegi með bundnu slitlagi allan hringveginn kringum landið, lauslega áætlað, tvisvar til þrisvar sinnum. Ekki er því til lítils að vinna að þessu fé sé skynsamlega varið.

Við sem stöndum að þessu riti, hefðum gjarnan viljað að meiri áhersla væri lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir og að svona einum þúsundasta af þessum fjármunum verði varið til fræðslu og jafnvel áróðurs fyrir heilbrigðu lífi og bættu fæðuvali, og að markviss barátta verði tekin upp gegn ýmiskonar óhollustu, til dæmis sælgætisáti og gosdrykkjaþambi, ásamt ýmsu öðru lítið hollara, sem unglingum og öðrum er stöðugt boðið upp á, á hverju götuhorni. Allir næringarfræðingar eru sammála um skaðsemi þessa frauðmetis, svo að örugglega yrðu engar deilur meðal þeirra um þetta, eins og stundum hefur orðið, þegar rætt er um hollustu einstakra fæðutegunda. Davíð A. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðhera, flutti þarna ræðu og talaði meðal annars um þýðingu áhugamannafélaga í heilbrigðisþjónustunni. Svokölluð tæknileg umræða á þinginu fjallaði að þessu sinni um samstarf Alþjóða heilbrigðisráðsins og áhugamannafélaga. Urðu menn sammála um að efla bæri slíkt samstarf. Samþykktir Alþjóða heilbrigðisráðsins eru hugsaðar sem stefnumarkandi fyrir hin ýmsu aðildarríki. Því er þessi samþykkt sérstaklega ánægjuleg fyrir okkur í Heilsuhringnum. Verði henni framfylgt hér, þýðir það að heilbrigðisyfirvöld ættu að æskja samstarfs við félag okkar, sérstaklega á sviði fyrir byggjandi heilsugæslu, nú í náinni framtíð.Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: