Magnesíum (Magnisium Mg)

Í síðasta tbl. var fjallað um Selen og lofað var að gera grein fyrir Magnesíum í þessu hefti. 1 næstu heftum verður nánar rætt um ýmis steinefni og vítamín, sem nauðsynlegt er að gera betri skil en gert hefur verið, svo mjög sem heilbrigði er háð nægð þeirra.

Magnesíum dregur nafn sitt af grísku borginni Magnesia. Notkun þess sem hægðalyfs er kunn aftur í endurreisnraldir Ítalíu (14.-16. öld). Nú er það þekkt og viðurkennt meðal lífsnauðsynlegra steinefna, er tengist mörgum heilsuþáttum. Magnesíum styrkir taugar, vöðva, lifur, kirtla, bein, tennur, hreinsikerfi líkamans, og tengist hvötum í efnaskiptum próteina og kolvetna, eykur nýtingu B-vítamína o.íl. Magnesíum fáum við í: hveitiklíði og kími, heilmjöli, hnetum, möndlum, káli, kartöflum, sólblóma- og sesamfræi, banönum, eplum, appelsínum, þurrkuðum ávöxtum, fiski o.fl.

Áætluð þörf karla er 350 mg, en kvenna 300 mg, og konur þungaðar eða með börn á brjósti: 450 mg. – En líklegt er, að íslenskur jarðvegur og vatn innihaldi lítið Mg. Grænmeti og annar garðmatur fullnægir því ekki þörfinni, auk þess sem Mg skerðist við SUÐU.

Magnesíum og krabbamein: Komið hefur í ljós, að á svæðum þar sem jarðvegur er auðugur af Mg, eins og í Egyptalandi, er krabbamein mun fátíðara. Þar skilar vatn og jarðargróður neytandanum daglega 2.5 – 3 gr af Mg. og 4-5 gr af kalíum, en í Evrópu og Ameríku: Mg 0,5 gr og 2 – 4 gr kalíum. En þar er krabbamein miklu algengara. Á Vesturlöndum tengist Mg-skorturinn ræktum með tilbúnum áburði. Og þessa Mg-vöntun aukum við svo með fínmöluðu mjöli, sneyddu Mg-gjöfum kornsins: hýði og kími. Með þessari brengluðu ræktunarmenningu rænum við jarðveginn því steinefnajafnvægi sem lífræn ræktun tryggir, ásamt hollari gróðri, manni og dýri.

Magnesíum og hjarta: Steinefni eru hjartanu nauðsynleg, sérstaklega Mg og kalk. Kalkið eykur hjartanu afl til að dæla blóðinu, sem flytur frumum líkamans næringu og súrefni. Eykur slagkraft þess. Og Mg veitir hjartanu slökun og betri hvíld milli slaga, og er því mjög mikilvægt. Einnig vinnur það gegn háum blóðþrýstingi; Og kalkið stuðlar að því að viðhalda þanþoli eða teygjanleika æðanna, sem skerðist hættulega við kölkun. Fyrir þeim lífsfjanda okkar þarf því að tefja. Hvítu blóðkornin, hið ötula, sívakandi varnarlið líkamans gegn innrás sýkla, hlýtur mikinn stuðning frá magnesíum. Komið hefur í ljós að 2.1/1000 gr magnesíumklóríð eykur mikið sýklaeyðandi eiginleika hvítu blóðkornanna.

Taugar: Magnesíum er eins og kalkið nauðsynlegt starfsemi taugakerfisins, verkar róandi, slakar á spennu og dregur úr þreytu. Þessi líkamlega og sálræna slökun er mikilvæg í daglegu starfi. En því miður veit almenningur ekki um gildi þessara efna.

Flogaveiki (Epilepsi). Komið hefur í ljós, að flogasjúklinga vantar magnesíum, og reynslan sannar ágæti þess gegn þessum hvimleiða sjúkdómi. Fjögurra ára dreng, sem hafði flogaveiki frá 1/2 árs aldri, voru gefin 450 mg af magnesíumglúkónat á dag. Innan 2ja vikna voru öll einkenni horfin. Dr. Lewis Barnett, yfirlæknir við Hereford sjúkrahúsið í Texas, læknaði 28 flogaveik börn á sama hátt á nokkrum vikum. Skortur á magnesíum getur valdið bæði líkamlegri og andlegri ofvirkni, og kann að vera meðvirk orsök æskuafbrota, hjónaskilnaða og áberandi óstöðuglyndis, sem  víða gætir. Dr. Barnett segir, að hið fyrsta sem gera þurfi gegn magnesíumskorti, sérstaklega á  börnum, sé að hverfa frá mjólkurneyslu, ef mjólkin er bætt tilbúnu D-vítamíni, þar eð það getur bundið magnesíum, svo að það nýtist ekki. Magnesíum lífsnauðsynlegt steinefni. Enn eru ekki kannaðir allir eigin leikar þess.

En vitað er, að það bindur kalk og fosfór í tönnum og beinagrind og tengist kjarnasýrum, og hefur skv. því mjög víð tæk áhrif og eiginleika. Magnesíum og kalk hafa innbyrðis tengsl. Vanti annað hvort þeirra, á líkaminn erfitt með að nýta hitt. Mikilvægt er því  að þau fari bæði saman í daglegri fæðu. 60% magnesíumforða okkar er bundinn í beinakerfinu með kalki. „Mitokondríur“ frumunnar (kallaðar orkumiðstöð frumunnar) innihalda hvata, sem brjóta þrúgusykur. Magnesíum örvar þessa hvata og er talið hafa jákvæð áhrif gegn sykursýki. Og fjölmargt í flókinni starfsemi líkamans, krefst magnesíums. Í náinni samvinnu við kalk með nægð beggja stuðlar það að heilbrigði og jafnvægi taugakerfis. Fátt er mikilvægara. Gætum þess því að hvorugt vanti.

Tennur: 
Magnesíum styrkir bein og tennur. Í mjólkinni fáum við kalk og fosfór. Við þarf svo að bæta magnesíum, þar eð þessi þrenning gerir glerunginn sterkan. Tryggja þarf því börnum og fullorðnum þessa þrenningu. Fosfórrík fæða veldur slakri beinabyggingu ef vöntun er á magnesíum. Vöntun þess getur valdið kalkútfellingu í æðum, liðamótum og víðar. Til skamms tíma hefur því verið trúað að venjuleg fæða tryggði nægð fosfórs. En dr. Harris, er starfar við ameríska líffræði stofnun, hefur leitt í ljós, að flesta vanti fosfór. Höfuðorsökina telur hann vera hið fína mjöl og slípuðu grjón, sem rænd hafa verið steinefnum og vítamínum.

Skorti fosfór, nýtum við ekki til fulls önnur steinefni. Nýrri rannsóknir sýna, að fosfórskortur sé  ef til vill meðvirk orsök flestra sjúkdóma. Starfsemi allra líffæra líði við fosfórskort, og afleiðingin sé hrörnun, kannski mest  áberandi á taugakerfinu. Þrenningin: magnesíum, kalk, fosfór, vinnur gegn þessu á sársaukalausan hátt og ódýran. Þessi efni tryggja einnig góða tannheilsu, séu þau ekki „kæfð“ í sætindum, sem kosta fjölda einstaklinga og þjóðarsjóði stórfé á hverju ári. Bent er á, að æskilegt sé að taka daglega teskeið af beinmjöli og nokkrar dolomit-töflur. Og vissa er fyrir því, að ýmsir heilsuþættir myndu vera sterkari, þar á meðal tannheilsa væri þessu einfalda ráði fylgt.

Kólesteról: Viðurkennt er, að ofgnægð þess veldur æða- og hjartasjúkdómum. Athyglisvert er, að athuganir hafa leitt í ljós, að í blóði með miklu kólesteról, er lítið magnesíum, og öfugt. Af því var dregin sú ályktun, að magnesíum hefði grundvallarþýðingu gegn hættumarki kólesteróls, enda hefur það verið læknisfræðilega sannað. Magnesíum-súlfatupplausn hefur fært kólesteról niður á rétt stig. En æskilegra er talið, að fyrirbyggja með réttri fæðu en lyfjagjöf.

Stækkun Blöðruhálskirtils veldur mörgum öldruðum þvagtregðu eða þvagteppu. Þá hafa 0,6 gr magnesíumklóríð-töflur komið að gagni. En sé notkun hætt, sækir aftur í sama horf. (zink, propolis, carnilton, pollitabs o.fl. hefur einnig reynst vel. Þetta er sjúkdómur, sem fyrirbyggja má eins og marga aðra með réttri næringu.) Bent er á, að með aldrinum minnki magnesíummagn líkamans, en kalkmagn aukist. Mikilvægt sé því að tryggja nægð magnesíums.

Alkóhólismi: Samanburður á árangri mismunandi tilrauna gegn ofdrykkju, hefur leitt í ljós, að magnesíumskortur er ein orsaka ofdrykkju. Skorpulifur, ofsjónir og hin ýmsu stig afleiðinga ofdrykkju, eru öll talin tengjast magnesíumskorti, enda hafa tilraunir leitt í ljós að magnesíum hefur reynst jákvætt, og stundum skilað ótrúlegum árangri. (En hvað með eiturlyfjaneytendur?) Magnesíum ber ávallt að hafa í huga á öllum stigum ofdrykkju.

Nýrnasteinar: Talið er að með daglegum skömmtum 420 mg magnesíumoxid megi eyða nýrnasteinum. Og áhættulaust er að nota það hversu lengi sem vera skal. B6, pyridoxin, vinnur einnig gegn nýrnasteinum. Skorti B6, nýtum við ekki prótein eins og vera ber. Ein afleiðing þess er aukning „oxalata“ í þvagi. „Resept“ gegn nýrnasteinum ætti því að vera: magnesíumoxid og B6, og forðast jafnframt oxalsýruríka fæðu (rabarbari, spínat o.fl.). Nýrnasteinar eru nánast sagt hörgulsjúkdómur. Notið B6 100 mg 2svar á dag. Og í daglegri fæðu á að forðast að drekka mjólk, þótt nota megi hana í mat. Árangur hefur reynst mjög góður. B6 skortur yfir lengri tíma, getur á hliðstæðan hátt stuðlað að æðakölkun, blóðleysi, skorpulifur og tannskemmdum. Og athyglisvert kann að vera, að í krabbameinsvef finnst lítið B6. Og með skorti á B6, vex þörf fyrir magnesíum.

Sjálfsmorð er víða í hinum siðmenntaða heimi áberandi þáttur dánarorsaka. Vera má, að franskur vísindamaður, M.L. Robiner, hafi uppgötvað eina orsök þeirra. Við athugun komst hann að raun um, að áberandi samræmi var milli lítils magnesíums í jarðvegi og sjálfsmorða, og öfugt. Hann bendir á, að þeir sem neyti magnesíumríkrar fæðu, hafi meira sálrænt jafnvægi og meira þrek til að þola erfiðleika. Komið hefur í ljós, að sjúklingar haldnir mikilli depurð og sjálfsmorðshugleiðingum, hafa yfirskammt af adrenalíni, en undirskammt af magnsíum. (Adrenalín = hormón, sem myndast í nýrnahettunum, og stuðlar m.a. að því að halda blóðsykrinum innan eðlilegra marka. Þýð.) Þegar litið er á ofangreind atriði, er augljóst hve þýðingarmikið magnesíum er, og hve mikilvæg tengsl þess við ýmis önnur efni eru.  Hér hefur ýmsu verið sleppt.

Heimildir: Grein í Biologisk Medicin eftir Signe Danielsson, lækni í Stokkhólmi. * Zink and other Micro-Nutrients: Dr.Carl C. Pfeiffer, og „Let’s get Well: Adelle Davs. Harper’s Review of Biochemistry o.fl.

Höfundur Marteinn Skaftfells árið 1984Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg,

%d