Gerovital

Á undanförnum árum hafa annað slagið birst frásagnir í erlendum tímaritum um að fólk hafi lagt leið sína til Rúmeníu til að fá bót meina sinna við ýmiss konar sjúkdómum, sem ekki hafði tekist að lækna í heimalandi þeirra. Er þá gjarnan sagt frá því, að sjúklingurinn hafi verið lagður inn á stór ríkisrekin heilsuhæli, og hlotið þar dularfulla lyfjameðferð með einhverju rómensku undralyfi sem nefnt er ,,Gerovital“, auk annarra hefðbundnari læknisaðgerða.

Lítið hefur venjulega verið á þessum frásögnum að græða og stundum hefur jafnvel verið gefið í skyn, að þarna sé á ferðinni sniðuglega útfærð fjáröflunarleið rúmenska ríkisins til að hressa upp á heldur bágborna gjaldeyrisstöðu. Fyrir nokkru kom út í Bandaríkjunum bók eftir Herbert Bailey, sem þekktur er í heimalandi sínu fyrir rannsóknir og skrif um heilsufræðileg efni. Meðal annars skrifaði hann metsölubókina ,,E-vítamín, lykillinn að heilbrigðu hjarta“.

Bók þessi sem nefnist ,,GH-3″, segir frá efninu ,,Gerovital H-3″ eða GH-3 eins og það er venjulega nefnt, rannsóknum á því í Bandaríkjunum og Evrópu og árangri af notkun þess við ýmsum sjúkdómum, þ.á m. ýmsum einkennum ellihrörnunar. Grein þessi er byggð á þessari bók og allar upplýsingar eru teknar úr henni. Í lok greinarinnar koma nokkur ummæli þekktra vísindamanna um bókina og höfund hennar. Óþarfi ætti að vera að taka það fram, að greinarhöfundur hefur ekki lagt neitt til málanna hvað varðar efni það sem hér er fjallað um, en er aðeins að segja frá því sem aðrir hafa skrifað og reyna í stuttu máli að draga saman efni heillar bókar, þar sem sagt er frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á mörgum áratugum í tveimur heimsálfum affjölda vísindamanna. Telji einhver sem les þetta, að gagnrýna þurfi efni greinarinnar, verður hann að gera það á málefnalegum grundvelli og gagnrýnin að beinast að heimildum en ekki að greinarhöfundi persónulega.

Hvað er og hvað gerir Gerovital?
Rúmenski læknirinn dr. Ana Aslan er venjulega talinn frumkvöðull í notkun GH-3. Hún er fædd í Búkarest árið 1898 og er nú því 85 ára gömul. Síðan árið 1951 hefur hún veitt forstöðu Öldrunarstofnun Rúmeníu og var henni veitt sú staða vegna rannsókna sinna á öldrunarsjúkdómum og sambandi öldrunarsjúkdóma og lækningu þeirra með notkun Gerovital H-3. Við öldrunarstofnunina veittust henni ómetanleg tækifæri til að halda áfram rannsóknum sínum, sem nú eru fyrir löngu orðnar heimskunnar. Haldnar hafa verið alþjóðlegar ráðstefnur og læknaþing um þessar rannsóknir og flest lönd Evrópu, að Íslandi undanskildu, hafa nú að einhverju leyti hafið notkun eða athugun á Gerovital H-3. Fyrstu athuganir í Bandaríkjunum gáfu fremur neikvæðar niðurstöður, og varð það til þess að bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) gaf því ekki blessun sína, sem aftur leiddi til þess að áratuga seinkun varð á að gildi GH-3 yrði viðurkennt í Bandaríkjunum.

Nú er talið að vitað sé hvers vegna fyrstu tilraunirnar mistókust og nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum gefa líkar niðurstöður og samsvarandi rannsóknir í Evrópu. Þetta varð þó til þess að seinka mjög allri þróun þessara mála og einnig til að vekja tortryggni lækna og vísindamanna í öðrum löndum, sem gjarnan líta á Bandaríkjamenn sem fyrirmynd og telja bandarískar rannsóknir öruggari en aðrar, enda hefur óspart verið vitnað í þessar bandarísku frumrannsóknir til að reyna að gera aðrar rannsóknir, sem gáfu niðurstöður í andstöðu við frumrannsóknirnar, tortryggilegar. Nú hafa Bandaríkjamenn þó skipt um skoðun og leyft notkun GH-3 í flestum ef ekki öllum ríkjum Bandaríkjanna. En hvað er GH-3, hvernig verkar það og hvaða sjúkdóma má lækna eða bæta með því? Aðaluppistaðan í GH-3 er þekkt staðdeyfilyf, sem var uppgötvað mörgum áratugum á undan GH-3, og nefnist ,,procain hydroklórid“. Procain er samsett úr tveimur efnum, vítamíninu para-aminobenzosýru (PABA) og diethyl-amino ethanol DEAE („deanol“), sem er náttúrlegt efni og finnst í líkömum manna og dýra.

Í líkamanum brotna þessi efni sundur aftur. Procain er ekki unnið úr eiturlyfinu kókaín eða er í neinum skyldleika við það, þó að nafnið sé líkt. Auk þess eru í GH-3 tvö önnur efni í litlum mæli: kalíum metabisulfit og benzosýra, sem bæði eru þekkt úr matvælaiðnaðinum og þar notuð til að verja mat skemmdum. Í fyrstu bandarísku tilraununum var aðeins notað procain hydróklóríd eitt sér, en síðartöldu efnunum sleppt. Seinni athuganir sýna, að hin tvö efnin eru einnig nauðsynleg eigi fullur árangur að nást, auk þess sem þau verja efnið skemmdum við langa geymslu.

Hrörnun og elli – hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Er nokkuð hægt að gera til að seinka þeim ferli? Flestir mundu sennilega svara þessu neitandi. Þó er e.t.v. ekki rétt að vera of fljótur á sér að fullyrða mikið. Ýmsir sjúkdómar, sem almennt eru taldir fylgja ellinni, finnast einnig hjá yngra fólki, þótt sjaldgæfara sé. Ef til vil eru sumir „elli“-sjúkdómar ekki raunverulega  tilkomnir vegna  aldurs, heldur vegna þess að eitthvað í líkamsvélinni starfar ekki rétt. Það mætti e.t.v. lagfæra. Séu lifandi mannsfrumur settar í til raunaglas, má rækta þær þar og halda lifandi í langan tíma. Þær skipta sér þar og fjölgar, en er þær hafa skipt sér fimmtíu sinnum missa þær hæfileikann til að skipta sér eða breytast í krabbameinsfrumur. Sé E-vítamíni bætt út í næringarvökvann halda þær áfram að skipta sér. Ekki er ennþá vitað hversu lengi. Það tæki e.t.v. mannsaldra að ganga úr skugga um það (Sjá grein í H.h, haustbl. 1979.

Sigrið streituna með E-vítamíni). Vitað er að sumir lífsnauðsynlegir hvatar (enzym) breytast er aldur færist yfir menn og dýr. Má þar t.d. nefna hvatann delta-6-desaturas, sem er lykilhvati í sambandi við efnaskipti líkamans á fjölómettuðum fitusýrum. (Sjá grein í H.h. haustbl. 1982 um kvöldvorrósarolíu). Margir fleiri hvatar breytast vafalítið með aldri og geta trúlega sumar þær breytingar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir heilsufar aldurhniginna. Í sumum tilfellum er þar hægt að hafa áhrif á með ýmiss konar hætti, svo að það er því ekki alveg út í bláinn að tala um að seinka ellihrörnun. Ef til vill er manninum ætlað af náttúrunni að ná hærri aldri en flestum auðnast, en rangir og óheppilegir lifnaðarhættir valda því, að ýmiss konar sjúkdómar verða á undan hinni raunverulegu elli til að binda enda á lífokkar.

Vísindamenn hafa lengi veitt því athygli, að ellihrörnun fylgir oftast einhvers konar þunglyndi. Þeir hafa komist að því, að eftir 45 ára aldur byrjar að byggjast upp í heilanum hvati sem nefndur er ,,monoamín-oxidas“ (MAO). Þessi hvati tekur stundum völdin, ef svo má segja, af öðrum nauðsynlegum hvötum og efnasamböndum í heilanum, með því að koma í stað þeirra. Eitt þessara efnasambanda er hormóninn noradrenalín, sem er mjög mikilvægur. Þetta leiðir afsér þunglyndiseinkenni. Lengi hefur verið vitað að ákveðin efnasambönd, sem hindruðu myndun eða verkanir MAO, læknuðu þunglyndi og um leið virtust einkenni ellihrörnunar minnka. Eitt slíkra efna ,,isopromiazid“ kom á markaðinn árið 1951. Fljótlega kom þó í ljós að notkun þess fylgdi alvarlegar aukaverkanir, m.a. á lifrina, svo að læknisfræðilegri notkun þess voru mikil takmörk sett. Í ljós kom að þetta lyf og önnur keimlík, ullu óafturkallanalegri hindrun á virkni MAO.

Þar sem MAO í hæfilegu magni er ómissandi fyrir starfsemi lifrarinnar og til að stjórna blóðþrýstingi ásamt fleiru, mátti alls ekki hindra starfsemi þessa hvata algerlega. Dr. Robinson og fleiri við Vermont-háskóla í Bandaríkjunum rannsökuðu blóðvatn í tilraunadýrum og fundu að virkni MAO jókst með aldri og að sama skapi dró úr virkni noradrenalíns. Þarna hafði fundist lífefnafræðilegur þáttur í beinu sambandi við ellihrörnun, sem sameiginlegur var öllum dýrategundum. Til þess að koma í veg fyrir þessi einkenni þurfti því að finna eitthvað efni sem dró úr verkunum MAO, án þess að hindra virkni þess algerlega. Þarna kemur Gerovital GH-3 inn í myndina. Procain er eina þekkta efnasambandið, sem dregur úr virkni þessa hvata, án þess að eyðileggja hann algerlega. Þess vegna má nota GH-3 áratugum saman, án sjáanlegra aukaverkana, og hafa þannig fullkomna stjórn á magni MAO í heilanum og á þann hátt draga úr ýmsum óæskilegum einkennum, sem annars eru fylgifiskar ellinnar.

Einnig virðist sem svipuð einkenni, sem stundum hrjá einnig yngra fólk, lagist oft við notkun GH-3, en það bendir til þess að stundum geti magn MAO í heilanum verið of hátt af öðrum ástæðum en háum aldri. Tilraunir með rottur, en slíkar tilraunir hafa víða verið gerðar, benda til þess að lengja megi meðal-rottuævi um nálægt 30% með því að gefa þeim GH-3 í réttu magni. Auk þess eru veigamiklar líkur fyrir því að efnið geti bætt ýmsa sjúkdóma sem stundum þjá yngra fólk. Þeir sjúkdómar sem talað er um að stundum hafi lagast eða læknast við notkun GH-3 eru m.a.: Þunglyndi, geðtruflanir sem oft þjá gamalt fólk (elliglöp), parkinsonsveiki, kynferðislegt getuleysi hjá eldri mönnum og áhugaleysi fyrir kynlífi, ýmiss konar gigtarsjúkdómar m.a. liðagigt, hegðunarvandamál hjá börnum, hátt kólesteról í blóði, hækkaður blóðþrýstingur, hjarta- og æðasjúkdómar o.fl. Yfirleitt er árangur betri hjá eldra fólki.

Þó að hér sé talað um að sigrast á vissum elli- og hrörnunareinkennum, má þó ekki líta þannig á að hér sé fundin hin eiginlega æskulind. Séu dýratilraunir yfirfærðar á fólk, mætti gera ráð fyrir að lengja mannsævina um 20 -30 ár að meðaltali. Lenging ævinnar er e.t.v. ekki aðalatriðið, heldur fremur hitt, að sennilega yrðu efri ár fólks miklu frjórri og gagnlegri tími fyrir það sjálft og aðstandendur þess heldur en nú er, því að eins og allir vita þjáist eldra fólk iðulega af andlegum og líkamlegum meinum, sem gerir því oft á tíðum lífið lítilsvirði. Ef hægt yrði að bæta þetta að einhverju leyti með notkun GH-3 væri mikið unnið.

Samsetning og notkun Gerovital H-3
Eins og áður segir er aðalefnið í GH-3 procain hydróklórid. Sumir vísindamenni hafa dregið í efa að viðbótarefnin hafi nokkra þýðingu. Nýlegar blindprófanir hafa þó staðfest fullyrðingar dr. Ana Aslan, að þessi efni skipti sköpum fyrir virkni GH-3. Að fengnum þessum upplýsingum er augljóst, að allar prófanir sem gerðar hafa verið með procain hydroklóríd eitt sér eru ekki marktækar. Þetta þýðir þó ekki að procain eitt sér sé algerlega gagnslaust, heldur er virkni þess miklum mun minni en GH-3.

Samsetning Gerovital H-3
Procain hydrokloríð  2.00%,  Benzosýra  0.10%,  kalíum metabílúfít  0.10%,  mononatríum fosfat  0.01%,  eimað vatn upp í  100.00%,  Sýrustig nálægt pH 3.3 – 3.6 Procain hydroklórid er hið virka efni. Ana Aslan telur að benzosýran myndi „komplex-sölt“ með procain sameindinni, sem tefji fyrir því að procain sameindin brotni upp í PABA og DEAE, og lengi þannig þann tíma sem efnið hefur fulla virkni í líkamanum. PABA og DEAE (deanol) hafa einnig hvort í sínu lagi heppilegar verkanir. PABA örvar heppilegan gerlagróður í þörmunum. Gerlarnir mynda m.a. fólinsýru, B-l og B-12 og K-vítamín. DEAE verkar m.a. sem milt, sálrænt örvandi lyf, án þeirra aukaverkana sem fylgja flestum öðrum örvandi lyfjum, enda er efnið náttúrlegur þáttur í heilbrigðri líkamsstarfsemi. Kalíum metabísulfít hindrar að súrefni gangi í efnasambönd við hin efnin og bætir þannig geymsluþol upplausnarinnar og e.t.v. hefur það fleiri verkanir en það er óljóst. Mono-natríum fosfat er notað til að halda sýrustigi lausnarinnar réttu og stöðugu. Venjulega er efnið gefið sem 5 ml sprauta í vöðva þrisvar í viku í einn mánuð.

Síðan er hvíld í nokkrum tíma, t.d. 10 daga, en þá er meðferð hafin á nýjan leik í annan mánuð. Síðan kemur ný hvíld o.s.frv. Einnig er nú farið að nota efnið í töfluformi og þá í stærri skömmtum t.d. 0.4 g af hreinu GH-3 á dag. Oft er byrjað með því að nota sprautur en haldið áfram með töflugjöf. Árangur afnotkun taflanna virðist oft á tíðum sambærilegur við sprauturnar en vitanlega eru töflurnar miklum mun handhægari við notkun í heimahúsum. Rétt er að geta þess að GH-3 og súlfalyf trufla verkanir hvors annars og ætti því að hætta að nota GH-3 meðan á notkun súlfalyfja stendur. Hér verður nú sagt frá árangri afnotkun GH-3 við nokkra sjúkdóma.

Hrörnun og elliglöp
Í Rúmeníu er nú búið að nota Gerovital H-3 til lækninga á öldruðu fólki síðan í byrjun sjötta áratugarsins. Nokkrir eru búnir að nota það að staðaldri frá því að notkun þess þar hófst. Dr. Ana Aslan hefur sjálfnotað það í milli 20 og 30 ár, en hún er nú eins og áður segir á níræðisaldri. Hún er lifandi dæmi um gagnsemi þess, því að miðað við aldur er hún við frábæra heilsu og ferðast ennþá fram og aftur um heiminn og heldur fyrirlestra. Þeim sem þekkja hana finnst líkara því að hún væri um sextugt heldur en hálfníræð, svo kraftmikil og lifandi er hún í starfi sínu. Í Rúmeníu hafa nú þúsundir og aftur þúsundir aldraðra notað efnið og samkvæmt skýrslum dr. Ana Aslan hefur árangur verið góður. Flestir sem fá það hljóta einhvern bata, bæði andlega og líkamlega, t.d. batnar líðan þeirra sem þjást af þunglyndi oft verulega. Einnig lagast andlegt ástand þessa fólks þannig, að það fer að fylgjast betur með því sem gerist í kringum það og svokölluð elliglöp verða minna áberandi eða hverfa. Minni batnar oft verulega og starfsorka vex.

Áhugi á kynlífi, sem oft hefur verið lítill sem enginn, kviknar stundum á ný og fólki finnst það vera eins og endurborið. Þetta er þó verulega misjafnt eftir einstaklingum. Oft lagast eymsli í liðum og liðagigtareinkenni hverfa. Þá dregur oft úr vöðvabólgu og stundum læknast n-mígrenihöfuðverkur. Dæmi eru um það að fólk sem orðið var hárlaust hafi fengið hárið á ný eftir að það fór að nota GH-3. Sé blóðþrýstingur annaðhvort of hár eða lágur lagast hann oft og verður eðlilegur. Hafi kólesteról í blóði verið of hátt lækkar það yfirleitt og einkenni æðakölkunar minnka. Þó er breytingin til bóta á andlegu ástandi þessa fólks sennilega athyglisverðust. Það segir sína sögu um álit rúmenskra yfirvalda á GH-3, að opinbert starfsfólk, sem farið er að reskjast, fær þar efnið ókeypis.

Hækkaður blóðþrýstingur
Fjöldi rannsókna sýna að GH-3 hefur mjög heppileg áhrif á blóðþrýstinginn. Hér fylgir með tafla frá dr. Liugi Bucci og dr.John C. Saunders. Rannsóknin er gerð við Rockland ríkissjúkrahúsið í Orangeburg í New York ríki og birtist skýrsla um hana í Journal of Neuropsychiatry nr. 1, 1959. Fjölmargar líkar rannsóknir hafa verið gerðar, m.a. hefur dr. Ana Aslan birt niðurstöður úr fjöldarannsóknum, sem gerðar voru í Rúmeníu. Þessi rannsókn er hér aðeins birt sem sýnishorn, en ekki af því að hún sé að neinu leyti merkilegri en aðrar svipaðar rannsóknir, sem margar hverjar ná til miklu fleiri einstaklinga.

Sama heimild sýnir að í fólki með eðlilegan blóðþrýsting, breyttist hann ekki við notkun á GH-3. Aðrar heimildir benda til þess, að í fólki með of lágan blóðþrýsting hækki hann og verði eðlilegur. Áðurnefnd heimild getur þess sérstaklega, að blóðþrýstingur þessa fólks hafi lækkað smátt og smátt á löngum tíma, og að fyrst eftir margra mánaða meðferð á GH-3, hafi hann náð því að verða eðlilegur. Einn sjúklingur af sex, P.E., hlaut lítinn bata, en hinir allir góðan.

Þunglyndi og geðveiki
Eins og komið hefur fram fyrr í þessari grein, binda menn miklar vonir við gagnsemi GH-3 við lækningu þunglyndis. Vitað er að of hátt magn hvatans monoarnin oxidas (MAO) í heilanum, ásamt lækkuðu magni hormónsins noradrenalín, veldur þunglyndiseinkennum. Þá er og álitið að GH-3 hafi áhrif á fleiri mikilvæg efnasambönd í heilanum t.d. serotonin og dopamin. Ýmis lyf sem gerð hafa verið til að bæta þunglyndi, byggja á þeirri hugmynd að stöðva myndun MAO í heilanum.

Alger skortur á þessum hvata veldur þó skaðlegum aukaverkunum og er því nauðsynlegt að hafa stjórn á því, hversu mikið af hvatanum er gert óvirkt. Procain er eina þekkta efnasambandið sem fullnægir þessu skilyrði. það hindrar að vissu marki myndun MAO í heilanum, en eyðir því ekki að fullu. Einnig virðist það hafa minni áhrif á MAO í lifrinni en í heilanum, en það er mikilvægt vegna þess að skortur þess í lifrinni getur valdið mjög alvarlegum aukaverkunum, sem þekktar eru í sambandi við önnur MAO hemlandi lyf. Reynslan hefur sýnt, að nota má GH-3 áratugum saman án aukaverkana, sem fylgja öðrum þunglyndislyfjum. Það er því ekki út í bláinn, að ýmsir binda vonir við að hér sé loks komið öruggt og skaðlaust þunglyndislyf, er nota megi í stað þeirra lyfja sem nú eru notuð.

Á liðnum árum hafa verið gerðar nokkrar tvöfaldar blindprófanir á GH-3 annars vegar og gagnslausum snuðsprautum eða -pillum (placebo) hins vegar. Þessar prófanir hafa sannað endanlega gagnsemi GH-3 við þunglyndi og fleiri geðrænum sjúkdómum. Auk þess að lækna þunglyndi hefur GH-3 reynst vel við alvarlegri tegundum geðsjúkdóma. Þar er sennilega athyglisverðast, að í að minnsta kosti sumum tilfellum hefur tekist að bæta ástand geðklofasjúklinga verulega, þegar öll önnur ráð höföu brugðist. Nýlegar rannsóknir benda til þess, að GH-3 kunni að draga úr virkni fleiri hvata en MAO.

Þar eru nefndir hvatarnir polifenol oxidas og kolin esteras, en of mikil virkni hins síðarnefnda veldur lækkun á kolin í líkamanum. Sé ofmikil virkni kolin esteras tengd geðbilunareinkennum, getur það einnig skýrt gagnsemi kolin í fæðunni í baráttunni við slíka sjúkdóma. Lesitín inniheldur mikið kolin (kolin fosfolipid), en lengi hefur legið grunur á að lesitín verki vel á geðsjúkdóma auk ýmissa blóðrásarsjúkdóma. Við niðurbrot á GH-3 í líkamanum myndast einnig kolin og acetyl kolin og getur það e.t.v. að hluta til skýrt gagnsemi GH-3 við lækningu geðsjúkdóma.

Dr. Bucci og dr. Saunders sem áður getur, birtu í Journal af Neuropsychiatry nr. 1, 1959, töflu yfir árangur meðferðar á geðklofasjúklingum, sem tóku þátt í níu mánaða tilraun við Rockland ríkissjúkrahúsið í Orangeburg. Þrír hættu meðferð, 7 fengu verulegan bara, 6 fengu dálítinn bata, hjá 6 var engin breyting, 3 voru verri. Allir þessir sjúklingar höfðu áður fengið hefðbundna meðferð gegn sjúkdómnum. Þrír hættu meðan á tilrauninni stóð. Bati þeirra sem skánaði meðan á til rauninni stóð, þróaðist í ákveðinni röð, þannig að sjúklingurinn varð:

a) Rólegri, samvinnuþýðari, athafna samari og hugsaði betur um útlit sitt.
b) Þunglyndi minnkaði, meiri viðbrögð gagnvart öðru fólki og umhverfinu.
c) Fékk betra samband við raunveruleikann og umhverfið.
d) Ofsýnir og aðrar skynvillur minnkuðu, gekk betur að tjá sig og minnið batnaði. Tíminn sem leið þar til hvert atriði batans kom í Ijós var mjög mismunandi og fór það verulega eftir ástandi sjúklingsins er meðferð hófst. Einnig versnaði fremur en batnaði ástand sumra á ákveðnu tímabili, en lagaðist síðan aftur og varð betra en í upphafi er lengri tími leið.

Hér kemur dæmigerð sjúkdómssaga
geðklofasjúklings: G.S. er 61 árs gömul ógift kona, sem lögð var inn á Rockland ríkissjúkrahúsið í apríl 1958 vegna geðklofasýki. Hún óttaðist mjög að sér yrði byrlað eitur. Geðveiki hennar varfyrst uppgötvuð árið 1949, ennþá var hún lögð inn á einkasjúkrahús. Henni skánaði og varð fær um að þýða tæknilegar skýrslur heima hjá sér. Árið 1956 versnaði henni aftur, svo að hún varð ófær um aðvinna nokkurt starf á viðunandi hátt. Eftir að hún var lögð inn á sjúkrahúsið fékk hún 14 raflost, án sjáanlegs bata. Þá varhún sett á klórpromazin meðferð í fimm mánuði, en ástand hennar hélst óbreytt. Í febrúar 1959 var hún sett á procain (GH-3) meðferð. Eftir þrjá mánuði var ástand hennar óbreytt, en þá fór að bera á auknum ofskynjunum. Hún hafði áður annað slagið heyrt óraunverulegar raddir, en nú komu þeir oftar og urðu raunverulegri og sterkari.

Hún staðhæfði að rödd framliðins föður hennar ásakaði hana fyrir að hafa ekki gengið í hjónaband. Hún heyrði rödd frænku sinnar bera það á sig, að hafa stolið doktorsgráðu í efnafræði, sem hún raunverulega var með. Raddirnar báru það einnig á hana, að hafa kynferðislegt samband við bróður sinn, sem hún hafði búið með alla ævi. Þetta hélt áfram þar til ásjötta mánuði, en þá fór hún að fá ofurlítinn áhuga á persónulegum hlutum. Hún var minna úfin um hárið og þrifalegri, samvinnufúsari, vingjarnlegri og syndi umhverfinu og öðrum sjúklingum meiri áhuga. Á sama tíma minnkuðu ofskynjanirnar og urðu æ sjaldgæfari. Hún fór að gera sér grein fyrir því að um ofskynjanir Væri að ræða. Að níu mánuðum liðnum hurfu of skynjanirnar að fullu og minnisleysi, sem hún hafði þjáðst af, lagaðist verulega. Síðasta mánuðinn hefur hún getað þýtt skýrslur úr rússnesku yfir á ensku. Læknarnir hafa mælt með því, að húnfái að dveljast heima í nokkrum tíma og komni ekkert fyrir hana þar, verður hún sennilega útskrifuð sem afturbatasjúklingur innan tíðar. Úr skýrslu L. Bucci ogJ.C. Saunders

Þessi frásögn og aðrar líkar, sýna að batinn kemur ekki fyrr en eftir marga mánuði. Einnig sýnir hún, að á vissu stigi virðist ástand sjúklingsins versna. Það er því nauðsynlegt, eigi að vera fullreynt hvort meðferð komi að gagni, að halda henni áfram lengi, þótt enginn sýnilegur árangur sjáist. Þetta virðist einnig oft eiga við um fleiri sjúkdóma en geðveiki. Batinn kemur ekki fyrr en eftir langa notkun. Stundum virðist jafnvel að fullur bati sé í mörg ár að koma í ljós.

Aðrir sjúkdómar
Ýmislegt bendir til þess að GH-3 megi nota með árangri til að bæta fleiri sjúkdóma en hér hafa verið nefndir. Nokkrar rannsóknir sýna, að veruleg lækkun verður á og háu kólesteróli hjá sjúklingum, sem nota efnið. Einnig benda rannsóknir til, að hjartsláttaróregla og  hraður hjartsláttur lagist oft með notkun GH-3. Þá minnka stundum einkenni frá þröngum kransæðum.  GH-3 er talið geta læknað sjaldgæfan, annars ólæknanlegan blóðsjúkdóm, sem lýsir sér í því að rauðu blóðkomin verða eins og skorpin og hrukkótt og missa við það hæfileika sinn til að flytja súrefni um líkamann (sickle cell anemia).

Nokkur dæmi eru um það að GH-3 hafi bætt eða læknað parkinsonsveiki. Það má e.t.v. skýra með áhrifum þess á dómpamínmyndun í heilanum, en flestir vísindamenn telja nú, að skortur á dópamíni í heilanum valdi parkinsonsveiki. Margar frásagnir eru um að liðagigt ýmiss konar verkir af margvíslegum uppruna og mígrenihöfuðverkur hafi læknast með notkun GH-3. Ennþá vantar þó tvöfaldar blindprófanir til að sanna endanlega sumar slíkar frásagnir. Þó virðast sterkar líkur á því að sumar þessara frásagna, að minnsta kosti, séu annað og meira en óskhyggja. Fleira mætti nefna, en oflítið er vitað um margt af því, til þess að fara að ræða það í þessari grein.

Talaðviðsjúklinga
Höfundur bókarinnar, sem þessar upp lýsingar eru fengnar úr, ræddi við fjölda sjúklinga, sem á undanförnum árum hafa tekið þátt í tilraunum í Bandaríkjunum á GH-3. Hér koma nokkra glefsur úr þess um viðtölum. Fyrst kemur viðtal við frú Archer, sem  þjáðst hafði af mígrenihöfuðverk. Hún byrjar að segja, að áður en hún var valin sem sjálfboðaliði í prófun á GH-3, þá hafi hún verið svo kvalin, að henni stóð á sama hvort hún lifði eða dó. Síðan segir hún: ,,Aðal vandamál mitt var mígrenihöfuðverkur. Í 15 – 20 ár að minnsta kosti hafði ég vaknað upp með höfuðverk á morgnana, hræðilegan, þrúgandi höfuðverk. Ég hef haft aðra minniháttar sjúkdóma, en ekkert í samanburði við þetta. Ég hef reynt allt og verið hjá bestu læknum en ekkert hjálpaði, ekkert. Deyfilyf gáfu stundargrið, en daginn eftir var verkurinn kominn aftur, verri ef eitthvað var. Stundum sofnaði ég ekki fyrr en kl. 4 – 5 á morgnana.

Ég var með glös með verkjalyfjum við rúmið. Börnin mín hentu gaman að því, hvílík ósköp af þessum óþverra ég lét ofaní mig.“ Síðan segir hún frá því, að hún átti kost á að gerast sjálfboðaliði í tilraun með GH-3. ,,en eftir tvær vikur, kannski þrjár, vissi ég að ég var á réttri leið. Höfuðverkurinn fór að smálagast og að lokum hvarf hann alveg. Hann var algerlega horfinn í lok fjórðu vikunnar, en þá lauk tilrauninni.Síðan voru liðir þrír mánuðir og höfuðverkurinn hafði ekki komið aftur. Lögmaður sem nefndur er Eisenstein hafði þjáðst af þunglyndi í fjölda ára, vegna þess að hann hafði ofreynt sig í starfi, að hann sjálfur taldi. ,,Ég fékk GH-3. Það leysti öll mín vandamál.

Ég hefði aldrei trúað því, að heilastarfsemin gæti breyst svona fljótt til hins betra fyrir áhrif einhvers efnis. Skollinn sjálfur, mér finnst eins og ég sé lifandi á nýjan leik. Þeir segja mér að kólesterólið hafi einnig lækkað, sem ég býst við að sé gott. Svo er hárið farið að vaxa á höfðinu á mér aftur. Bailey ræddi við sjáandann fræga Peter Hurkos, sem þekktur er um allan heim fyrir að leysa úr ýmiss konar lögreglumálum og finna fólk sem týnst hefur, lifandi eða látið.

Hann hafði tekið þátt í tilraun með GH-3. Daginn sem viðtalið fór fram hafði hann nýlokið við að leysa fyrir lögregluna og fleiri, þrjú vandamál á fullnægjandi hátt. Hann hafði fundið morðingja, ræningja og þyrlu, sem týnst hafði í Arizona, allt með aðferð sem nefnd er hlutskyggni. Peter hafði tekið GH-3 í nokkra mánuði. Hann hafði nokkru áður orðið fyrir slysi í fjallgöngu og gekk illa að jafna sig eftir það. Hann var ófær um að nota skyggnihæfileika sinn og var bæði andlega og líkamlega í slæmu ásigkomulagi. ,,Það varð kraftaverk“, sagði hann, „bæði fyrir líkama minn og huga. Liðagigtin sem stöðugt var að versna er horfin.

Orka mín hefur aukist stórkostlega, svo að nú get ég tekið þrjú tilfelli á dag, en áður gat ég aðeins sinnt einu, jafnvel fyrir slysið. Hugur minn er miklu skýrari. Allur líkaminn er miklum mun meira lifandi. Ég held að Gerovital hljóti að opna æðarnar í heilanum. Ég finn það að svörin koma hraðar núna og myndirnar – myndirnar sem ég sé, þarf ég ekki að leggja eins mikið á mig til að ná. Þær ,,ílæða“ nú betur. Það lyftir huganaum, vitundinni – að minnsta kosti hjá mér. Þú finnur það. Þú getur rætt um þetta við aðra sem hafa reynt – þeir munu segja þér sömu söguna“. Hér læt ég staðar numið í frásögnum af fólki, sem reynt hefur GH-3, en aðrar frásagnir eru í líkum dúr.

Lokaorð
Notkun á Gerovital H-3 er nú hafin í flestum nágrannalöndunum, m.a. í Bandaríkjunum. Þar er það fyrst og fremst notað sem þunglyndislyf enn sem komið er. Fólk ætti ekki að líta á það sem eiginlegt yngingarlyf eða „lífs elixir“, eins og sumir gera e.t.v. eftir lestur þessarar greinar. Aftur á móti getur það vafalaust gert mörgum öldnum, og einnig þeim sem yngri eru lífið mun bærilegra og bætt við ævi sumra fleiri eða færri árum skapandi tarfsemi og auðgað líf annarra, sem þjást afþunglyndi eða öðrum kvillum, sem GH- 3 kann að geta bætt. Full ástæða er fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld að leyfa notkun þess hér á landi sem allra fyrst, enda sýnist engin skynsamleg ástæða til annars, eftir allar þær prófanir á efninu, sem búið er að gera á undangengnum áratugum. Procain hydroklóríd hefur verið notað hér á landi áratugum saman sem staðdeyfilyf.

Með litlum tilkostnaði getur hvaða lyfjafræðingur eða jafnvel nemandi í efnafræði búið til efnið GH-3 úr procain hydroklóríd og þeim viðbótarefnum sem í því eru. Einnig er vaflítið hægt að fá það keypt erlendis tilbúið, annaðhvort frá Rúmeníu eða einhverju nágrannalandanna. Eins og sakir standa er þó ekki hægt að fá GH-3 meðferð á Íslandi, en í Danmörku mun nú hægt að fá hana. Margir hafa farið til Rúmeníu frá nágrannalöndunum á undangengnum árum, meðan efnið fékkst ekki í heimalandi þeirra. Einhverjir Íslendingar hafa sennilega verið í þeim hópi. Kostnaðurinn við slíka för hlýtur þó óhjákvæmilega að vera tilfinnanlegur og sennilega ofvaxinn pyngju alls þorra fólks. Því verður að vona að notkun Gerovital H-3 verði leyfð hér á landi sem fyrst. Ólíklegt er þó að leyfð verði sala á því án lyfseðils í náinni framtíð.

Sýnishorn umsagna um bókina GH-3
Eftir að hafa lesið handritið af þessari bóki, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að hr. Bailey hafi hér unnið gott verk og lýst staðreyndum á hlutlausan hátt..Jafnt sá kafli bókarinnar, sem segir frá mínum eigin rannsóknum, og þeir kaflar sem greina frá rannsóknum annarra , sem ég þekki vel til, eru hvorir um sig fullkomlega nákvæmir og réttir. M. David Farlane, Ph. D., Director of Research., Mayer Laboratories., Institute of Research.

Mig langar til að nota tækifærið til að segja, að okkur finnst skýrslan sem þú birtir um rannsóknir okkar á Gerovital H-3 vera mjög nákvæm og áreiðanleg. Í handritinu fundum við ekkert, sem var annaðhvort ónákvæmt eða hæpið eða sleppti því að skýra frá einhverju sem máli skipti. Morton L. Kurland, M.D., Max Hayrnan, M.D., Desert Psychiatric., Medical Group.

Herbert Bailey hefur skrifað sögu lyfs,sem grundvallað er á efninu procain, Gerovital H-3 á spennandi hátt. Á þessu stigi málsins virðist ólíklegt, að við höfum fundið æskulindina í formi þessa lyfs, en við gætum hæglega átt þar öruggt og öflugt lyfgegn þunglyndi. Höfundur þessarar bókar á heiður skilinn, fyrir að hafa vakið athygli almennings á þessari sögu, sem verið hefur þrætuefni oflengi. Keith S. Ditman, M.D., F.A.P.A.

Sem stjórnandi vinnuhóps, sem gert hefur rannsóknir á Gerovital H-3, votta ég það, að bók Herberts Baileys um það efni er sérstaklega nákvæm og endurspeglar rannsóknarniðurstöður okkar fullkomlega. Bert M. Zuckerman, PH.D., Professor of Nematology University of Massachusetts Laboratory of Experimental Biölogy.

Efni þessarar greinar er þýtt og endursagt úr bókinni GH-3 eftir Herbert Bailey. Bantam Books, Inc., 666 Fifth Avenue ,NewYorkl0103,U.S.A.

Höfundur Ævar Jóhnnesson árið 1983



Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar