Jurt af körfublómaættinni. Getur náð allt að 40 – 60 sm hæð við góð skilyrði. Blómin líkjast blómum á baldursbrá eða kamillu. Laufblöðin fjaðurstrengjótt, egglaga með gulleitum blæ. Stöngullinn greinóttur ofan til. Ýmis afbrigði eru til af jurtinni og sum ræktuð afbrigði hafa körfur með jaðarblómum í rauðum, bleikum eða gulum lit, en annars eru jaðarblómin venjulega hvít, en miðjublómin gul eins og á baldursbrá. Sum afbrigði eru ræktuð sem sumarblóm, en öðrum er fjölgað með hliðarsprotum á vorin. Þrífst vel í görðum og jafnvel á bersvæði. Glitbrá hefur verið notuð sem lækningajurt í aldaraðir við ýmsum kvillum, m.a. höfuðverk, gigt og sótthita. Nýlegar vísindarannsóknir sýna, að í glitbránni eru efnasambönd sem lækna mígrenihöfuðverk. (Sjá grein í blaðinu).
Höfundur Marteinn Sksftfells
Flokkar:Jurtir