Smjör

Smjör er náttúruafurð, gagnstætt smjörlíki. Smjörið hefur ekki verið hert eða hreinsað, eða í það verið sett nein ónáttúrleg efni. Þó svo að smjörið sé dýrafita, megum við ekki gleyma að smjör er sú matarfeiti sem hefur verið notað í árþúsundir, eins og ólívuolían. Hins vegar er smjörlíki ónáttúrleg gerviframleiðsla. Hráefnin hafa verið meðhöndluð stórlega og þau misst við það lífsnauðsynleg efni bæði þekkt og óþekkt. Smá íblöndun vítamína getur á engan hátt bætt upp þetta tap. Þar við bætist, að í smjörlíki er bætt verulegu magni af ónáttúrlegum efnum, sem eru meira og- minna skaðleg. Smjörlíki hefur nú þegar á seinustu þrjátíu árum haft alvarleg áhrif á þjóðarheilsuna og aukið hjarta og æðasjúkdóma sem eru svo alvarlegir, segir Karström. Við eigum því að minnka á allan hátt notkun smjörlíkis. Þegar við hugsum til þess að heildarnotkun á feiti nú á tímum er um það bil 40% af heildar hitaeiningaþörfinni, og þegar við um leið sjáum þær hræðilegu afleiðingar hinnar óeðlilegu feitmetisnotkunar, er ljóst, að við verðum að berjast af alefli fyrir minni fituneyslu. Það verður hins vegar að vera rétt að því staðið. Smjör, fita í osti og mjólk og ólívuolía, hafa verið í notkun meðal manna frá ómunatíð.

Smjörlíki
Nú á dögum er réttast að forðast alla áhættu, sem því fylgir að nota feitmetistegundir eins og t.d. smjörlíki, og snúa sér þess í stað að náttúruafurðum eins og að ofan segir. Til tilbreytingar frá ólívuolíunni er hægt að nota kaldpressaðar fjölómettaðar jurtaolíur. Mjúkt smjörlíki Hráefni til smjörlíkisgerðar er m.a. kókósolía, en hún inniheldur mikið af kólesteról aukandi fitusýrum segir dr. Karström. Þetta hefur valdið því í Svíþjóð, og einnig í öðrum löndum, þ.a.m. Noregi, að mikil aukning hefur orðið á hjarta og æðasjúkdómum sem leitt hafa til dauða. Til mótvægis þessari þróun, hafa smjörlíkisframleiðendur hafið gerð svokallaðs mjúks smjörlíkis. Það er hálffljótandi og inniheldur mikið af fjölómettuðum fitusýrum, svo sem linolsýru, en hún,minnkar kólesterólmagnið. Því meir sein smjörlíkið inniheldur af fjölómettuðum fitusýrum, því mýkra verður það. Sé linólsýrumagnið meira en 30%, er smjörlíkið fljótandi og þarf að geymast í kæliskáp, til að hafa næga festu, svo hægt sé að smyrja það á matinn.

Auðvitað valda þessar nýju tegundir minni aukningu á kólesterólmagninu. En það má alls ekki nota þær til að  steikja upp úr. Ástæður eru þessar:

1. Hið háa innihald af linólsýru í þessu smjörlíki veldur eitrun við upphitun.
2. Þegar þetta smjörlíki er notað til að steikja upp úr, missir það hæfileika sinn til að minnka kólesterólmagnið í blóðinu. Þess vegna er ekki hægt að mæla með þessu mjúka smjörlíki sem ríkt er af linólsýru til steikingar. Það hefur sýnt sig, að ólívuolían þolir betur að hitna heldur en aðrar jurtaolíur, en þær innihalda margar fjölómettaðar fitusýrur.

Eftir dr. Hemiing Karström, dósent í næringarfræði og lífefnafræði. Sigurður Herlufsen þýddi úr norska heilsuritinu Vi og Várt.



Flokkar:Greinar

%d bloggers like this: