Mataruppskriftir

Kál á pönnu. Smátt skorið kál er steikt í olíu á pönnu, kúmen og salt stráð yfir og þegar kálið er orðið meyrt er smávegis ediki hellt yfir. Þessi réttur er góður með allskonar baunaréttum eða bara brauði m/áleggi.

Tómatréttur.
2 bollar soðnir tómatar
1/2  tesk. salt
1/2  tesk. thyme
2 tesk. hunang
2 msk. smjör
1 bolli fínt brauðrasp.
Þekja form með olíu og raða tómötum í það. Krydda og setja hunang og smjör í.Strá svo raspi yfir, endurtaka þetta og baka í 20 mín. við 175-200° C.Grænmeti steikt og gufusoðið með miklu karrý og turmerik og (haf)salti. Blanda skal saman jógúrt og tómatkrafti og setja í kássuna þegar hún er næstum tilbúin. Ekki sjóða mikið þegar búið er að setja blönduna útí. Gott er að hafa flatkökur úr fínu mjöli með.

Spagetti-plötur, og grænmeti.
Plöturnar eru soðnar, þannig að hægt sé að taka þær í heilu, eina og eina. Mauksoðnu smátt skornu grænmeti er raðað í skál og plötumar settar á milli, til skiptis. Mjög gott er að hafa ost líka, og baka það síðan í ofni eða grilli. Skreytt með tómötum, gúrka og soðnum gulrótum. Blanda saman mörðum kartöflum (soðnum) heilhveiti og hafragrjónum og kryddi. Steikja síðan á pönnu innan í iceberg salablöðum. Hafa vel kryddaða sósu með og hrásalat.

Eftirréttur.
Grænir bananar steiktir á pönnu. Lítilli feiti og haframjöli ásamt þunnu hunangi er blandað saman og hitað. Þegar það hitnar þá þykknar það og verður því að hræra vel. Því er svo hellt yfir bananana. Síðan er haft með þessu vanillusósa.

Höfundur: Gunnur Gunnarsdóttir 1981

 



Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: