Læknunum hafði mistekist og maginn þoldi ekki fleiri lyfjaskammta. Þegar hún Inga-Lill hins vegar fór í sína föstu, þá læknaðist mígreni og maginn komst í samt lag. ,,Mér gengur enn þá erfiðlega að trúa því“ segir Inga-Lill Sturny, „að ég skuli nú loksins vera laus við þetta óþolandi mígreni, eftir öll þessi ár. Eingöngu með því að fasta og borða mikið af hráu grænmeti. Annars hafði ég farið til svo margra lækna og notað svo mikið af lyfjum, án nokkurs árangurs, að ég var orðin úrkula vonar. Að lokum var ég hætt að þola pillurnar sem voru skrifaðar út fyrir mig. Þær komu bara upp sömu leið, og maginn hætti að láta að stjórn. Ég fékk niðurgang og var orðin sjúk aflyfjunum.“
Fastan gerði gæfumuninn
Í tuttugu ár hafði Inga-Lill þjáðst af mígreni með 14 daga millibili, á svo háu stigi, að hún varð að vera rúmföst í þrjá daga hverju sinni. Engin lyf komu að gagni og hún var komin á það stig að vilja reyna hvað sem væri. Þá var það að félagar í Tyresö settu á stað föstu fyrir áhugasama sjúklinga. Þar sem Inga-Lill hafði heyrt að fasta væri svo jákvæð og gæti haft áhrif á margs konar sjúkdóma, þá ákvað hún að taka þátt í þessari fjöldaföstu. Þarna væri kannski ,,undralyfíð“ fundið? Það var vissulega mjög erfitt að fasta, sérstaklega þriðja og fjórða daginn. Þá fékk hún mikinn höfuðverk og gamalt mein í hné tók sig upp. Þetta lagaðist þó fljótt aftur og Inga-Lill fór að finna betri líðan.
Hún gekk til vinnu allan þennan tíma og hitti svo hina 40 sem einnig tóku þátt í þessum föstukúr.Ásamt þeim fór hún í tveggja tíma sund, hjólreiðar eða annað trimm. Þarna var góður félagsandi og það hjálpaði mikið, aðeins einn þátttakandi hætti í miðjum klíðum. Félagar Ingu-Lill föstuðu í vikutíma en hún hélt áfram í 11 daga alls, svo hún næði verulegum árangri gegn mígreni, og hugsið ykkur, það tókst henni! Samt lítur Inga-Lill svo á, að sjúkdómurinn sé ekki farinn fyrir fullt og allt. Hún hefur fastað tvisvar síðan, öryggisins vegna. 1 annað sinnið var það hálfu ári seinna að hausti til. Hún var nokkuð kulvís þá. Haustið er ekki góður árstími til að fara í föstu. Betur gekk henni er hún fastaði í maí næsta árið á eftir, og þá með gömlu félögunum aftur. Nú voru saman kominn 100 manns og það reyndist miklu betra að vera saman í hóp og njóta stuðnings hver af öðrum.
Erfiðast að hætta kaffidrykkjunni.
,,Það er mjög gott að breyta matarvenjum sínum samhliða föstu,“ segir Inga-Lill. Nú segist hún borða miklu skynsamlegar: Gróft brauð sem hún bakar sjálf, og svo borðar hún stóran disk af hráu grænmeti til hádegisverðar. Erfiðast er að sleppa kaffinu, en hún reynir hvað hún getur. Í minnst þrjá mánuði smakkaði hún alls ekki kaffidropa eftir fyrstu föstuna. Seinna fór hún að drekka bolla og bolla. Inga-Lill finnur þó að hún þurfti að fasta að nýju til að hreinsa sig af þessu gestaboðs-eitri, en kaffið er henni fyrst og fremst félagsdrykkur með gestum sínum. Maginn fór einnig að starfa eðlilega, eins og áður segir. Áður fyrr þjáðist Inga-Lill oft af meltingartruflunum, en nú tæmist maginn reglubundið. „Ég held að það sé samband milli magans og mígreni segir hún.
Nú hefur hún miklu meiri lífsorku og þol. Vinnufélagar hennar sem hafa fylgst með framförum hennar, hafa einnig orðið áhugasamir. Sumir hafa farið í föstu og aðrir hafa meira að segja orðið grænmetisneytendur. ,,Ég vona að mitt „tilfelli“ geti orðið öðrum sem þjáðst af því sama, hvatning til að fasta og breyta mataræði sínu. Það er miklu meira en tilraunar virði að losna undan þessari áþján sem mígreni vissulega er.“
Sigurður Herlufssen þýddi úr Hálsa árið 1981
Flokkar:Greinar