Um ,,Methatrexat“

Methotrexat er krabbaminslyf og er notað við meðhöndlun á psoriasis. Aukaverkanir eru: Ógleði, uppsala, vökvatap úr líkamanum vegna niðurgangs (diarrhoea), verkir í kviðarholi, húðútbrot, og missir á hári (alopecia). Sár í munni og meltingarfærum geta komið ef notaðir eru stórir skammtar. Ofnæmistilfelli geta komið fyrir (stundum lífshættuleg). Það getur gert húðina yfirnæma á sólarljós og valdið eyðileggingu á beinmerg, sem leitt getur til alvarlegra blóðsjúkdóma. Varúð: Þungaðar konur mega ekki nota það fyrri hluta meðgöngutímans og verður að notast gætilega við sjúklinga með skerta nýrna,-lifrar- eða mergstarfsemi. Áhrif þess aukast við notkun aminobenzosýru, aspiríns, súlfalyfja og thiasid þvagaukandi lyfja. Dagskammtur: 20-30 mg í inntöku eða sprautu í æð eða vöðva.

Æ.J. þýddi úr Medicines. A guide for everybody, (Penguin Books, England 3. útg. 1978) eftir Peter ParishiFlokkar:Krabbamein

%d bloggers like this: