Lífræn ræktun ,,Biodynamisk“ – Ljóstillífun og ljós sem orkugjafi. Grein nr. 2

Grein nr. 2
Í fyrri grein nefndi ég að það er í raun og veru aðeins orkan úr fæðunni sem við nýtum. Hvaðan kemur sú orka? Þeirri spurningu er hægt að svara í stuttri setningu: orkan kemur frá sólinni. Bæði spurningin og svarið láta lítið yfir sér, en í reynd er um að ræða feril sem segja má að sé undirstaða lífsins ájörðinni. Þessi ferill er kallaður ljóstillífun, og er sú starfsemi sem á sér stað hjá öllum plöntum er þær mynda lífrænt efni úr vatni og koltvísýringi þ.e. sykur. Þessi starfsemi er oft skýrð með einfaldri efnafræðiformúlu: 6C02 ¼ 6H2O – C6 H.12 O6 ¼ 60 2.Formúlan skýrir efnaferilinn, en til að þetta geti átt sér stað þarf að vera til ljósbeislunarefni.

Þetta ljósbeislunarefni er blaðgrænan í plöntunum. Blaðgrænan tekur við jósi frá sólinni og fær þar þá orku sem til þarf, að þessi efnaferill geti átt sér stað. Plönturnar byggja ljós og yl inn í efnið, þ.e. orku. Orkan er þar til staðar í hvíld, þar til að efnið fellur sundur aftur, eða því er brennt. Við brennsluna losnar ljós eða hiti og efnið leysist sundur í koltvísýring og vatn, sem m.a. fer út við öndun. Það sem eftir verður er orkan, krafturinn. Eiginlega er það ljósið sem við lifum af, efnið er aðeins sá miðill sem við þörfnumst til að geta hagnýtt okkur það. Plönturnar eru orkustöð sem tekur við ljósi og breytir því í orku í því formi er við getum hagnýtt okkur. Vilji maður kafa dýpra í orkubúskap plantna þarf að kanna betur verkan þess t.d. á form, vaxtarhraða og þroska þeirra.

Ljósið verkar einnig á innri byggingu og samsetningu plantnanna. Ytri skilyrði og ræktunaraðferðir verka  á ljósnýtingu þeirra. Svo má hafa áhrif á nýtingu ljóssins, auka eða minnka hana. Önnur orkuáhrif koma einnig inn í myndina og skulum við kanna þá hlið eilítið. Það virðist að plöntur vaxi upp úrjarðveginum og safni þaðan efni til uppbyggingar, en eiginlega verða þær að mestu til úr lofti, vatni og ljósi. Tökum dæmi um kartöflur. 1 5 kg af kartöflum eru 4 kg vatn. Af þurrefninu, 1 kg. eru 50 gr. steinefnieða 1%, þ.e. það sem hefur fyrir áhrif ljóssins byggt upp úr vatni og lofti. Í starfi okkar við landbúnað og garðyrkju erum við semsé algjörlega háð orku þeirri er við nefnum ljós. Það er gjöf sem við tökum við, sem streymir til jarðarinnar utan úr geimnum.

Við getum hagnýtt okkur þetta skapandi og formandi afl meðvitað þegar við vinnum að því að lífga jarðveginn, þegar við berum á lífrænan áburð, þegar við setjum upp safnhaug, þegar við notum hvata. Í öllum þessum tilvikum verða áhrifin á plönturnar samskonar og fengju þær meira ljós, eða þá að þær geti með þessum aðgerðum hagnýtt sér ljósið betur. Þetta eru e.t.v. dálítið óvenjulegar hugmyndir og mætti líta á þetta frá ýmsum öðrum hliðum.

En reynslan sýnir og rannsóknir einnig, að þegar notaður er safnhaugaáburður sem er framleiddur á réttan hátt, þá gefum við ekki aðeins næringarefni, örverur og jarðveg, heldur líka möguleika til betri orkunýtingar. Það er einkennandi fyrir lífræna ræktun, að bæði í raunverulegri ræktun sem og í tilraunastarfsemi eru notaðar aðferðir sem að jafnaði eru ekki taldar hagnýtar í venjulegri ræktun. Þar má t.d. nefna skipuleggjandi öfl í jarðveginum, hin formandi áhrif ljóssins er það streymir frá sólinni til jarðarinnar, svo og þær sveiflur sem eiga sér stað á jörðinni vegna afstöðu hennar til annarra himintungla. Að maður þurfi að taka tillit til alheims aðstæðna og sveiflna er nokkuð sem Rudolf Steiner benti oft á í fyrirlestrum sínum. Þegar um notkun hvata er að ræða þá er sólarhrings sveiflan sérlega mikilvæg, við sáningu gangur tunglsins. Í baráttunni við sjúkdóma og sníkjudýr skiptir afstaða reikistjarnanna máli.

Rannsóknir á þessu sambandi hafa farið fram í áratugi í Þýskalandi og víðar og sýna ótvírætt að ákveðið samband er á milli gangs himintunglanna og. fyrrgreindra atriða. Allt þetta sem að framan er talið kann að virðast óþarfar hugleiðingar fyrir þann sem vill rækta hollt og gott grænmeti, en er þó mikilvægt að hafa í huga, því við erum hluti af einni lifandi heild og verðum að skoða athafnir okkar á sviði ræktunar út frá sjónarmiði heildarinnar. Ef við rýnum of mikið á einstök smáatriði innan þessarar heildar þá kann svo að fara að þau verði svo stór í augum okkar að þau að lokum skyggi á heildina, ‘að við sjáum ekki skóginn fyrir trjám’. Að lokum vil ég taka brot úr bókinni ‘Jorden lever’ eftir Ole Bagge Olsen.

Stóra vandamálið
Það er eðlilegt hverjum jarðræktarmanni að reyna að fá eins mikið og kostur er af þeirri jörð sem hann ræktar. Því meir sem hann getur uppskorið í hlutfalli við þá vinnu sem hann leggur fram, því betri verður efnahagsleg afkorna hans. En það gildir ekki aðeins fyrir bóndann. Öll erum við meir og minna beint háð jörðinni og afrakstri hennar og ræktunar manninum og hæfileika hans til að nýta á besta mögulega hátt auðæfi hennar. Þrífist húsdýr og gróður bóndans vel, þá gerum við það öll. Um helmingur jarðarbúa lifir beint á landbúnaði, hinn helmingurinn óbeint. A frjósemi jarðvegsins og þrifum dýra og jurta byggjum við menningu okkar. Það hefur oft sýnt sig í sögu mannskynsins að fall menningarskeiða hefur byrjað með að menn hafa vanhirt jörðina. Verði jarðvegurinn sjúkur, þá verður menningin það,líka. Við erum öll háð heilbrigðum og frjósömum jarðvegi. Við erum öll í eiginlegri merkingu börn móðurjarðar.

Rudolf Steiner segir m.a. í öðrum fyrirlestri sínum um landbúnað: Allt það sem við höfum fengið frá fyrri tíð glatar þýðingu sinni. Jafnvel náttúrulegir hæfileikar, meðfædd þekking og þvílíkt, eins og þau læknislyf sem við höfum fengið frá fyrri tíð, missa gildi sitt. Við verðum að öðlast nýja þekkingu til að geta aftur skilið samhengið í náttúrunni. Mannkynið á engra annarra kosta völ. Annað hvort verðum við á hinum ólíkustu sviðum að læra upp á nýtt að skilja samhengið í alheiminum, eða að við verðum  að láta náttúruna eins og mannkynið úrkynjast og deyja út. Líkt og fyrr á tímum var nauðsynlegt að hafa þekkingu á hvernig náttúran er samansett, þá þörfnumst við í dag á ný þekkingar um samhengi náttúrunnar. Látum þetta nægja að sinni. Í næstu grein verður fjallað um áburð, meðferð hans og notkun.

Höfundur: Guðfinnur Jakobsson garðyrkjustjóri árið 1979Flokkar:Umhverfið

Flokkar/Tögg, ,

%d