Það sem þú þarft að vita um Flúor ,,fluor“

(David Robert Reuben læknir, er höfundur margra bóka. Með-ritstjóri ,,Who’s Who in America“ Dr. Reuben útskrifaðist við háskólann í Illinois 1953. Hann var við rannsóknir í Harvard læknaskólanum í Boston og vann síðan sem læknir í San Diego frá 1961-72. Nýjasta bók hans var gefin út af Simon and Schnster árið 1978 og heitir Everything You Always Wanted to Knoui About Nutrition, eöa Allt sem þú þarft að vita um næringu. Þar stendur eftirfarandi um flúor ( fluor.)

,,Hver eru vandamál flúorinntöku“?
Flúor blandaður í drykkjarvatn og tannkrem í Bandaríkjunum nú til dags er líklega eitt skýrasta dæmið um hvernig fáfræðin hrósar happi yfir vísindunum, eða ættum við kannski frekar að segja, hrósar happi yfir fáfræðinni. Hvað sem þú kýst að kalla það þá er það allavega hræðilegt. Við skulum líta á einfalda skilgreiningu á því hvað flúorblöndun drykkjarvatns er, og þau áhrif sem það hefur á manneskjuna. Rökin sem eiga að réttlæta flúorblöndun drykkjarvatns þíns eru grundvölluð á þeirri uppgötvun að landssvæði víðsvegar um heiminn sem hafa tiltölulega hátt hlutfall af náttúrulega tilkomnu flúor í vatni, hefur tiltölulega lága tíðni tannsjúkdóma. Þess vegna, eftir því sem ,,sérfræðingar“ heilbrigðisþjónustunnar halda fram, sé það besta leiðin til að minnka tannskemmdir, að setja tilbúið flúor í vatnið.Það er þó einmitt hið versta sem gert er til að minnka tannsjúkdóma. Fyrst er til að nefna, að þar er dottið í þá gryfju ,,nútímalækninga“ að taka ekki tillit til sjúkdómsorsaka.

Tannskemmdir eru ekki tilkomnar vegna vöntunar á flúor. Skemmdimar verða til með því að borða hvítt hveiti, hvítan sykur, fínmalað korn og aðra fínunna fæðu, sem boðin er grunlausum neytendum, en margir þeirra eru lítil börn. Í stað þess að fjarlægja þennan hræðilega sykurgljáa frá borði barnanna, í stað þess að skera niður þennan hvíta sykur frá borði barnanna, í stað þess að skera niður þennan hvíta sykur úr fæðunni þar sem ekki er þörf fyrir hann, þá virðist það ábatasamari viðskipti að selja enn aðra freklega oflofaða framleiðslu, þ.e.a.s. flúor, til allra stórra borga og lítilla bæja í þessu landi (þ.e.a.s. Bandaríkjunum).

Er flúorblöndun vatns svona slæm?
Vert þú dómarinn. Flúor sem blandaður er í drykkjarvatnið er bráðdrepandi eitur, þúsund sinnum sterkara en klór, eða matarsalt, en flúor er þó oftlega borin saman við þessi efni. (Þegar flúor er bætt í tiltekna efnablöndu, verður hún hættulega öflug. Klórsýra étur sig í gegnum eir. Flúorsýru er ekki hægt að geyma í bolla, því hún étur sig í gegnum gler!) Einum of mikið af flúor veldur taugaskjálfta, meðvitundarleysi og dauða. Samkvæmt staðli bandaríska heilbrigðisráðsins er öruggur hámarksskammtur af flúor 1 milligram á dag. Venjulegur maður fær 0.45 mg af flúor í fæði sínu á dag, um 1 mg úr flúortannkreminu sínu (ef hann ,,burstar tennur eftir hverja máltíð“) og allt að 1.6 mg frá drykkjarvatninu. Þetta gerir samanlagt 3.05 mg flúor á dag.

Allir viðurkenna að inntaka á 2 mg á dag væri mjög líkleg að orsaka dökka flúorbletti á tennurnar til lífstíðar. Þessar stóru svörtu klessur myndu ekki prýða 14 ára dóttur þína sem rétt er farinn að gefa piltunum auga. Það væri betra fyrir hana að skera niður neysluna á sykri og fína hveitinu. Það er líka vitað að kona sem tekur inn meira en 2 mg af flúor á dag er í margfaldri hættu að fæða vangefin börn. Kannski eru einmitt þessar svörtu óaðlaðandi tennur vörn náttúrunnar gegn því að stúlkur sem hafa fengið of mikinn flúor í líkamann nái nokkurn tíma því marki að verða barnshafandi. Ef þetta hljómar hræðilega í eyrum þínum, þá skilur þú alvöru málsins. (Fluoridation News) S.H. þýddi.

Úr lesendabréfi til Fluoridation News
Í viðtali frá KCBS útvarps stöðinni (í Bandaríkjunum) var talsmaður fyrir flúorblöndun drykkjarvatns Joel M. Boriskin tannlæknir spurður: ,,Yrði það skaðlegt heilsu þinni að drekka fljótandi flúorupplausn? “ ,,Hversu mikið þyrftir þú að drekka til að valda þér skaða?“

Dr. Boriskin svaraði: „Sjáum til. Ég held að réttast sé að miða við borðsalt. Borðsalt er mjög algengur varningur og það þyrfti ekki nema helmings magn af því miðað við flúor til að valda þér meini. “

Hversu nákvæmt var svar Dr. Boriskins?
John R. Lee, læknir í Mill Valley fræðir okkur um að ein teskeið af borðsalti í glasi af vatni myndi ekki valda skaða. Hins vegar myndi ein teskeið af flúor (sodium fluoride) í glasi af vatni orsaka dauða. Reyndar myndi 1 teskeið af flúor í glasi af vatni nægja til að valda dauða tíu barna.

Bárður Jakobsson segir m.a. í grein um náttúrulækningastefnuna: ,,Nú er svo komið að margar kenningar náttúrulækningamanna njóta vinsælda hjá alþýðumanna, enda hafa ýmsir læknar tekið í sama streng, og voru þó flestir fáorðir í fyrstu. Þeir, sem þóttu sérvitrir utangarðsmenn fyrir fáum áratugum, geta nú setið fundi með læknum, og hlustað brosleitir á sérfróða menn mæla með ýmsu því, sem N.L.F.Í. hefur barist fyrir áratugum saman.“

Skrifað árið 1979  Sigurður Herlufsen þýddi



Flokkar:Eitrun og afeitrun

Flokkar/Tögg,

%d bloggers like this: