Engin máltíð án grænmetis og ávaxta er kjörorðið, sérstaklega á þessum tíma árs. Í staðin fyrir brauðið með fiskinum ættum við að hafafyrirfasta reglu að hafa niðurrifið grænmeti eða brytjaða tómata og gúrku með súrmjólk útá. Svo mætti reyna rifna gulrófu með appelsínubitum og rúsínum, eða brytjuð salatblöð með súrmjólk og rúsínum. Víst væri bætiefnaríkara að nota salat úr rifnu hvítkáli, grænkáli, eplum, gulrótum, tómötum og sítrónusafa með kjötinu (eða fiskinum), heldur en þetta mauksoðna dósagrænmeti sem margir nota. Síðast en ekki síst ávaxtasalát úr tómötum, gúrku, eplum, bönunum, appelsínum (ómissandi m/kjöti). Nú svo má bæta við og draga frá eftir því sem við höndina er af hráefni. En fyrir alla muni skemmið ekki matinn með sykri og olíusósu það er víst nóg umfitu og sykur samt. T.d. má nota súrmjólk og tómatsósu í staðin fyrir kokteilsósu. I.S.
Hnetusteik
3 dl. malaðir hnetukjarnar
1/2 meðalstórt sellerí
1 dl. brauðrasp
3 egg,
1 laukur,
hafsalt, jurtakraftur.
Sellerí soðið og maukað með gaffli eða kartöflupressu. Laukur rifinn. Öllu blandað saman. Kryddað, rauður hrærðar út í og síðast stífþeyttum eggjahvítum. Helmingur látinn í smurt eldfast mót. Eplasneiðar og sveskjur ofan á, síðan það sem eftir er af farsinu. Smjörbitum dreift ofaná. Bakað í vatnsbaði við 200° í 30-45 mín. Borið fram með soðnum kartöflum, sveppasósu sem búin er til úr sellerísoðinu eða öðru grænmetissoði. Þessu tilheyrir hrátt rauðkálssalat úr rifnu rauðkáli og smátt brytjuðum eplum, sítrónusafa með púðursykri hellt yfir.
Jarðarberjabúðingur
Yz ds. jarðarber (ólituð)
160 gr. reyrsykur (eða Ijós púðursykur)
4 egg
5 bl. matarlím
% 1. rjómi
Egg og sykur þeytt ljóst og létt, (má skipta eggjunum). Ca. 1 dl. af jarðarberjásafanum hrært saman við eggjahræruna. Matarlímið látið liggja í vatni í nokkrar mín. Þá leyst upp yfir gufu, kælt örlítið. 1-2 msk. jarðarberjasafa hrært saman við matarlímið. Þegar þetta er fingurvolgt er þessu hrært út í eggjahræruna. Þegar byrjar að þykkna er mörðum jarðarberjum og þeyttum rjóma blandað saman við. Svolítið af rjóma og jarðarberjunum tekið frá til skrauts.
Gráfíkjuterta
2 bollar haframjöl
1 bolli hveiti (óbleikjað)
1 bolli reyrsykur (eða ljós púðursykur)
200 gr. smjör
2 egg
1 bolli saxaðar gráfíkjur
l 1/2 tesk. lyftiduft
1 tesk. natron.
Hrært eins og venjulega. Bakað í tertumóti. Þeyttur rjómi settur ofan á.
Döðlubitar
1/2 bolli hveiti (óbleikjað)
1/2 bolli heilhveitimjöl
1 bolli haframjöl
1 bolli reyrsykur (eða púðursykur)
1 bolli saxaðar döðlur
1 tesk. natron
1 tesk. engifer
1 bolli smjör, bráðið
1 egg
Öllum þurrefnum blandað saman ásamt döðlum, vætt í með smjörlíkinu og síðast er egginu hrært saman við. Bökuð í ferhyrndu móti við 200° í ca. 20 mín. Skorin í litla bita.
Skonsur
1 1/2 bolli hveiti, óbleikjað
1/2 bolli heilhveitimjöl
1/2 bolli hveitikím
1/2 bolli sojamjöl
1/2 bolli reyrsykur
1/2 bolli smjör
2 1/2 tesk. lyftiduft
1 tesk. hafsalt
2-3 egg, mjólk.
Öllum þurrefnum blandað saman, vætt í með eggjum og mjólk, svo að verði þykkt pönnukökudeig. Bakaðar eins og þykkar pönnukökur við vægan hita. Smurðar með smjöri. Ca. 5 stk. skonsur.
Mataruppskriftir
Sigríður R. Bjarnadóttir
Haustblað 1979
Flokkar:Uppskriftir