P-vítamín ,,Rutin „

P-vítamín er gott við gigt í öxlum, blæðandi tannholdi og mörgu fleiru. Hér á landi fást töflur framleiddar úr blómum og blöðum bókhveitijurtarinnar, nefndar „Rutevite“. Þær innihalda 20 mg Rutin (eða P-vítamín) auk steinefna og eggjahvítu (proteins). Framleiðslan fer fram í Kent í Englandi og er viðurkennd af náttúrulækningastefnunni. Rutin (P-vítamín) er talið koma í veg fyrir og stöðva æðakölkun og styrkja æðakerfið. Rannsóknir í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sýnt, að áhrif þess. Við meðhöndlun á of háum blóðþrýstingi og truflun á blóðrás, gefur jákvæðan árangur. Reynsla hefur sýnt að inntaka rutin stoppar blæðingar í tannholdi þrátt fyrir að inntaka extra C vítamíns hafi ekki dugað. Því má bæta við að áhrif jurtarinnar á gigt mun vera vegna þess að hún er mjög kalíauðug. Kaffineysla eyðir kalí úr líkamanum.

Höf: Ingibjörg Sigfúsdóttir



Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: