C – vítamín

Er C- vítamín vörn náttúrunnar gegn krabbameini?
Tilraunir sem skoskir og bandarískir læknar eru nú að gera, hafa afhjúpað nokkrar athyglisverðar staðreyndir varðandi meðferð á krabbameini og notkun á C-vítamíni. C. John Feltman.

Ef fólk hugsar um hvernig það geti lengt ævi sína, hugsar það venjulega aðeins í nokkrum árum. Þú segir kannski við sjálfan þig: „Ef ég hætti nú að reykja, gæti verið að ég lifði 5 eða 10 árum lengur“ eða „Ef ég trimma daglega og vanda fæðuval mitt gæti ég kannski lifað 15 árum lengur en ella“. Við sækjumst eftir að lifa við góða heilsu eins lengi og kostur er og viljum gjarnan bæta nokkrum árum skapandi starfsemi við ævi okkar áður en henni lykur. Þegar langt leiddur krabbameinssjúklingur hugsar um framtíðina notar hann þó aðeins daga sem viðmiðun. A lokastigum sjúkdómsins, þegar orrustan er endanlega töpuð og jafnvel læknarnir hafa misst vonina fær tíminn nýtt inntak.

Rannsóknarskýrsla sem nýlega hefur verið gefin út, gefur þó vonir um að jafnvel þessir sjúklingar geti horft til framtíðarinnar lítið eitt bjartari augum svo er C vítamíninu fyrir að þakka. Sá möguleiki er nú í sjónmáli að dagleg fæðubót með þessu næringarefni, í til þess að gera stórum skömmtum, geti bætt mikilvægum tíma við líf þessara sjúklinga. C-vítamínið hefur þarna breytt dögum í ár. Rannsóknarskýrslan sem um er að ræða var birt í Proceedings og einnig í The National Academy of Sciences, október 1976 og eru höfundarnir Linus Pauling Ph.D. og Ewan Carneron, sem er skurðlæknir. Dr. Pauling er nóbelsverðlaunahafi í efnafræði og tengdur Linus Pauling stofnuninni í vísindum og læknisfræði í Menlo Park í Kaliforníu, sem ber nafn hans. Dr. Cameron stundar lækningar við Vale og Levan héraðssjúkrahúsið í Loch Lomondside í Skotlandi.

Vörn náttúrunnar gegn krabbameini?
Í rannsókninni báru dr. Pauling og dr. Cameron saman líftíma 100 ólæknandi krabbameinssjúklinga, sem valdir voru á fimm ára tímabili og gefið C-vítamín, við annan hóp 1000 sambærilegra sjúklinga sem ekki fengu C-vítamín. Allir voru sjúklingarnir á Vale of Leven sjúkrahúsinu þar sem skurðlæknar meðhöndla flesta slíka sjúklinga. Hver sjúklingur sem fékk C-vítamín meðferð, hafði til samanburðar 10 hliðstæða sjúklinga afsama kyni, líkum aldri og sem þjáðust af samskonar krabbameini en fengu ekkert C-vítamín. ,,Af siðferðilegum ástæðum“ segja höfundar ,,var sérhver sjúklingur í meðhöndlaða hópnum rannsakaður sérstaklega af að minnsta kosti tveim læknum eða skurðlæknum (oft fleirum), sem í öllum tilfellum voru sammála um að ástandið væri „algerlega vonlaust“ og að „ekkert væri hægt að gera“ áður en C-vítamín meðferðin var fyrirskipuð.

Allir sjúklingar voru „vonlausir“
Með öðrum orðum, áður en C- vítamínmeðferðin var hafin, sem síðasta hálmstráið, höfðu sjúklingarnir gengið undir skurðaðgerðir, geislun, lyfjameðferð og hormónagjöf, allt það sem venjulega er gert fyrir krabbameinssjúklinga. Í öllum tilfellum hafði þetta brugðist. T.d. höfðu 10 konur með brjóstkrabbamein gengið undir skurðaðgerð og eftirfylgjandi geislameðferð ásamt hormónagjöf. Þær höfðu hresst um tíma, en þvínæst versnað aftur. Æxlisvöxturinn var stjórnlaus og loks þegar þær voru úrskurðaðar algerlega ólæknandi var sú ákvörðun tekin að hefja C-vítamínmeðferðina og læknarnir byrjuðu að telja dagana sem þær lifðu. Hliðstæð aðferð var notuð til að ákvarða, hvenær byrja skyldi að telja daga þeirra, sem ekkert C-vítamín fengu. Frá þeim degi sem rannsóknarskurðaðgerð staðfesti að aðgerð var óframkvæmanleg, eða venjulegar lækningaaðferðir reyndust árangurslausar var sjúklingurinn úrskurðaður ólæknandi og byrjað að telja dagana, sem síðan voru notaðir í samanburðarútreikningum.

Þeir sem fengu C-vítamínið voru látnir byrja með að fá 10 g í æð í 10 daga og því næst fengu sjúklingarnir sama magn af C- vítamíni sem inntöku gegnum munn. Í upphafi var „byrjað með gætni“, en var haldið áfram með nýja sjúklinga næstu 5 ár, vegna þess að það „virtist bera árangur.“ Í ljósi þeirra samanteknu niðurstaðna sem þarna birtust í fyrsta sinn á prenti virðist sú ályktun vera dregin af mikilli varúð. Við allar tegundir krabbameina sem meðhöndluð voru lifðu þeir lengur, sem fengu C-vítamínið, heldur en samanburðarhópurinn. Lungnakrabbasjúklingar lifðu að jafnaði 5% sinnum lengur. Sjúklingar með magakrabba lifðu rúmlega 272 sinnum lengur. Fórnarlömb blöðrukrabba lifðu 4% sinnum lengur. Sjúklingar með nýrnaæxli meira en 5 sinnum. Konur með brjóstkrabbamein lifðu nálægt 6 sinnum lengur og sjúklingar með krabba- mein í ristli lifðu að meðaltali meira en 7 % sinnum lengur.

Sjúkrasögur.
Við skulum nú breyta nokkrum af þessum  tölum í raunverulega daga, mánuði og ár. Karlmaður 74 ára að aldri, með lungnakrabba, lifði í meira en ár, eða 427 daga. Samanburðarhópurinn lifði að meðaltali í 17 daga, sá sem lifði lengst lifði í 31 dag. Getur vítamínskortur skýrt svo gífurlegan mun? Annar sjúklingur, 67 ára karlmaður, var með krabbamein í ristli. Samanburðarhópurinn lifði að meðaltali 37 daga, eða rúman mánuð. En ástand þessa manns batnaði verulega eftir að hann fór að taka C-vítamínið. Hann lifði í 1267 daga, eða nærri þrjú og hálft ár. Kona 67 ára að aldri, með krabbamein í eggjastokkum, sýndi einnig góð viðbrögð við C-vítamíngjöfinni. Hún var enn lifandi þegar skýrslan var birt 240 dögum eftir að meðhöndlun var hafin. Þá hafði hún lifað nærri 6 sinnum lengur en meðaltalan fyrir samanburðarhópinn sýndi. Annað athyglisvert tilfelli varðaði 62 ára karlmann sem þjáðist af blöðrukrabbameini.

Samanburðarhópurinn lifði að meðaltali 63 daga. Tæpum tveim árum eftir að C-vítamíngjöfin hófst, þegar skýrslan fór í prentun, var hann enn á lífi og hafði þá lifað meira en 10 sinnum lengur  en samanburðarhópurinn sem ekkert C-vítamín fékk. Ef litið er á allan þennan 100 manna hóp sem fékk C-vítamín, var líftími þeirra að meðaltali meira en fjórum sinnum lengri en 1000 sjúklinganna, sem voru í samanburðarhópnum, sem ekkert C-vítamín fékk. „A þessu stigi málsins getum við ekki dregið þá ályktun að askorbat (C-vítamín) hafi minna gildi gegn einni tegund krabbameins en annarri“ segja þeir Dr. Cameron og Dr. Pauling. „Ályktun okkar er sú, að notkun á askorbinsýru í magni nálægt 10 g. á dag, við sjúklinga með krabbamein á lokastigi, auki lífslengd þeirra um það bil 4 sinnum, auk þess sem líðan þeirra virðist einnig breytast til batnaðar.“ Það síðast nefnda er sérstaklega mikilvægt, því síðustu mánuðir og dagar ólæknandi krabbameinssjúklinga eru oft þjáningarfullir. Að lengja slíkt tímabil gæti tæplega talist ávinningur. En margir þeirra sem fengu C-vítamínið sögðust hafa minni kvalir og væru síður háðir verkjastillandi lyfjum sem sljófag hugann. Í stuttu máli þá lifði fólkið ekki aðeins lengur, heldur var þessi lenging ævinnar þess virði að vera lifuð.

Tvennskonar viðbrögð.
Þegar Dr. Cameron og Dr. Pauling fóru að athuga sjúkraskýrslur sínar nánar, uppgötvuðu þeir athyglisverða hluti í sambandi við hvernig sjúklingar þeirra höfðu gagn af C-vítamíngjöfinni. Þeir fundu að sjúklingnum mátti skipta í tvo aðgreinda undirhópa. Skýrslurnar bentu til að hjá 90% þeirra sjúklinga sem fengu C-vítamín, mætti búast við því að þeir lifðu nálægt þrisvar sinnum lengur en viðmiðunarhópurinn. Hjá 10% sjúklinganna er lífstíminn í raun og veru ekki þekktur ennþá, en hann er að minnsta kosti meira en 20 sinnum lengri en hjá viðmiðunarhópunum. Með öðrum orðum, lítill en þó vel marktækur hópur sjúklinganna sýndi viðbrögð sem telja verður mjög athyglisverð.

Staðreyndin er sú, að þegar niðurstöðumar voru birtar voru 18 sjúklingarnir enn á lífi og höfðu lifað að meðaltali meira en 970 daga, og 16 þeirra voru úrskurðaðir við ,,góða heilsu“. einu tilfelli var fimmtug kona með brjóstkrabbamein, ennþá lifandi 414 ári (1644 daga) eftir að C-vítamín meðferðin var  hafin. Viðmiðunarhópurinn  lifði aðeins að meðaltali 83 daga. Að hún var ennþá á lífi, sýndi svo ekki var um villst, að tekist hafði að ná stjórn á meinsemdinni. Önnur frásögn um góðan árangur, er af 74 ára gömlum karlmanni, með „ólæknanlegan“ nýrnakrabba. Hann var ennþá lifandi og við góða heilsu 1554 dögum (meira en 4 ár) eftir að hann hófað nota C-vítamín. Meðaltal viðmiðunarhópsins var aðeins 169 dagar.

Sérstök tilfelli.
Ein áhrifaríkasta lækningin var hjá 40 ára vörubílstjóra, sem þjáðist af krabbameini í sogæðakerfinu. Batinn var svo ótrúlega greinilegur í þessu tilfelli, að sérstök skýrsla var gerð um þennan sjúkling, samin af dr. Carneron og öðrum skoskum lækni, Allan Campbell, og birtist hún í tímaritinu Chemica-Biological Interactions. Vorið 1973 fór bílstjórinn að kvarta um verki í vöðvunum á milli rifjanna. Hann fór að léttast.Nótt eftir nótt vaknaði hann skjálfandi, baðaður í svita. Röntgenmyndir afhjúpuðu að vefirnir og líffærin sem aðskildu lungun höfðu stækkað mikið. Þegar læknarnir rannsökuðu sýni úr sogæðaeitlum fundu þeir að krabbamein hafði breiðst út um gervallt sogæðakerfið.

Meðhöndlun með C-vítamíni hófst samstundis, l0gr. á dag. „Hin skyndilega svörun við C-vítamíninngjöfinni var mjög áhrifarík og fór langt fram úr því sem búist hafði verið við“ skrifuðu læknarnir. Innan 10 daga, eftir að meðferðin hófst, taldi sjúklingurinn sig vera fullkomlega heilbrigðan og breyttist úr „deyjandi“ sjúklingi í mann „á góðum batavegi“. Maðurinn leit út fyrir að ná fullri heilsu. Röntgenmyndir urðu eðlilegar og hann hóf starf sitt á ný. En þegar hann hætti notkun C-vítamínsins komu sjúkdómseinkennin á nýjan leik. Aftur var hann lagður inn á sjúkrahúsið, þar sem hann fékk nú 20 gr. af C-vítamíni í æð til að byrja með, en síðar 12,5 gr. í inntöku daglega. Aftur hurfu einkennin og sjúklingurinn var úrskurðaður heilbrigður, án þess að vottur af sjúkdómnum fyndist við rannsókn.

Þegar skýrsla Dr. Pauling og Dr. Cameron fór í prentun var hann enn lifandi við góða heilsu 1060 dögum eftir að hann fyrst var úrskurðaður með „ólæknanlegt krabbamein“. Hvernig á að skýra svo augljós viðbrögð? Hvernig getum við á annað borð útskýrt nokkra lengingu á lífi þeirra sem fengu C-vítamínið, hvort sem hún er mæld í dögum, mánuðum eða árum? Læknarnir tveir segja: „Einföld skýring á þessum staðreyndum er sú að ef sjúklingum með krabbamein á háu stigi er gefið C-vítamín, þá hefur það tvennskonar áhrif. Í fyrsta lagi eykur það eðlilegan viðnámsþrótt líkamans, þannig að það lengir lífstímann að meðaltali 2,7 sinnum hjá flestum sjúklingum. 1 öðru lagi hefur þetta önnur og meiri áhrif á nálægt 10% sjúklinganna, sem lýsir sér í því að þeir virðast fá varanlegan bata. Þetta gæti verið  „fullkomin lækning, þ.e.a.s. gefið þeim lífslíkur, sem væru þær sömu og ef þeir hefðu aldrei fengið krabbameinið“. „Annars“, segja læknarnir og reyna að koma með aðra skýringartilgátu ,, gæti verið að C-vítamínið færi sjúkdóminn eitt eða fleiri skref aftur á bak. En hvort heldur sem er, þá er hinn sýnilegi árangur sá sami. Sjúklingarnir fá auka líftíma,sem þeir annars mundu ekki hafa fengið“.

Hvernig getur vítamín hjálpað?
Hvers vegna C-vítamín? Carneron og Pauling telja að krabbameinssjúklingar hafi miklu meiri þörf fyrir G-vítamín en heilbrigðir einstaklingar. Svo lítur út sem allt fáanlegt C-vítamín líkamans sé tekið í notkun í eðlilegri baráttu hans til að stöðva krabbameinsvöxtinn. Ein hugmynd um hvernig C-vítamínið gæti unnið að því að styrkja eigin varnir líkamans gegn krabbameini var nýlega skýrð af Robert Yonemoto dr. í læknisfræði, skurðlækni og forstjóra  Skurðlækninga rannsóknarstofunnar við City of Hope lækningamiðstöðina í Duarte í Kalíforníu. (City of Hope National Medical Centre). Samkvæmt rannsóknum Yonimoto og í samvinnu við lækna National Cancer Institute, krabbameinsrannsóknarstofnunarinnar, jók C-vítamín svokallað „lymphocyte blastogenesis“ í heilbrigðum sjálfboðaliðum.

„Lymfosýtur“ eru hvítar blóðfrumur sem gleypa í sig og eyðileggja framandi hluti sem berast inn í líkamann. Til að geta skipt sér og fjölgað verða þær að ganga undir „blastogenesis“ sem er nokkursonar bólgnun. Því meiri sem „blastogenesis“ hæfileikinn er, því virkari er hæfileiki líkamans til að sigrast með eðlilegum hætti á utanaðkomandi árás t.d. sýkla. Þegar dr. Yonemoto gaf5 sjálfboðaliðum 5 gr. af C-vítamíni daglega, sýndu þeir allir aukna „blastogenesis“. Þegar skammturinn var tvöfaldaður upp í 10 gr. á dag, jókst þessi hæfileiki ennþá meira. „C-vítamín eykur almennt mótstöðuafl einstaklingsins“ segir dr. Yonomoto, ,,svo við getum nú sýnt fram á að það sé hollt fyrir krabbameinssjúklinga að nota það, og að þeir ættu að taka það fyrir skurðaðgerðir og halda því áfram strax að skurðaðgerð lokinni“.

Hinar nýju uppgötvanir dr. Pauling og dr. Carneron virðast sannarlega staðfesta mikilvægi C-vítamíns, og eins og þeir segja, „sýna það glöggt að þetta einfalda og hættulausa form lyfjagjafar, hefur óvéfengjanlegt gildi við meðhöndlun sjúklinga með krabbamein á háu stigi“. Vitanlega mundi það gleðja þessa menn mjög ef C-vítamínið yrði prófað af fleiri læknum og víðar en í Skotlandi, og ekki er það undarlegt þó að þeir hafi þá skoðun að líkur árangur muni nást í öðrum löndum. Í því augnamiði að vekja athygli á þessari velheppnuðu rannsóknartilraun, meðal vísindamanna urn allan heim, hafa þeir bent á, að jafnvel stærri skammtar en 10 g gætu verið ennþá betri. Þeir halda því fram, að í framtíðinni ættu krabba meinssjúklingar að eiga kost á C-vítamín meðferð löngu fyrr í þróun sjúkdómsins, áður en ástandið er orðið of dökkt. Þá gætu þeir ef til vill vænst þess að lifa 5-20 árum lengur sæmilega heilbrigðu lífi. Auðvitað þarf að prófa og endurprófa árangur slíkra læknisaðgerða aftur og aftur á sjúkradeildum og rannsóknarstofum, út um allan heim, áður en hægt er að fullyrða að endanleg lausn sé fundin. En á meðan  beðið er eftir úrslitum svo viðamikillar rannsóknar, finnst okkur ekki óskynsamlegt að mæla með því, að byggja á nú þegar þekktum staðreyndum og nota daglegat C-vítamín skammt sem fyrirbyggjandi þátt gegn myndun illkynjaðra æxla, fremur en sem lækningu á þeim. Baráttan við krabbameinið er þess eðlis, að best er að komast hjá því að þurfa að heyja hana.

Þýtt úr tímaritinu Prevention

Höfundur Ævar Jóhannesson árið 1979



Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: