Pollitabs

Í fyrsta hefti þessa rits gat ég aðeins um POLLEN og lofaði framhaldi. Mun ég í stórum dráttum kynna ykkur POLLITABS, fyrstu töflurnar á heimsmarkaðnum, unnar úr frjódufti blóma. Það er eitt afundrum náttúrunnar, að í þessu fíngerða frjódufti skuli felast slíkur fjöldi lífefna sem raun er á. ö11 vítamín sem kunn eru, og sennilega fleiri, allar amínósýrurnar, sem engan má vanta, fjöldi steinefna, sein eru okkur engu síðri nauðsyn en vítamínin og amínósýrurnar, ótal hormónefni sem einnig eru okkur nauðsynleg, og urmull efnakljúfa, sem ekki heldur má skorta.

Gösta Carlsson, sænskur járnbrautarstarfsmaður, leysti þá þraut, sem öðrum hafði ekki tekist, að finna aðferð til að safna frjódufti blóma í tonnatali. En hér er ekki rúm til að segja þá merkilegu sögu, heldur verð ég, í örfáum orðum, að stikla á atriðum, sem sýna ljóslega gildi, heilsu- og orkugildi frjóduftsins. Lendur sínar fóðrar Carlsson lífrænum áburði og úðar ekki eitri. Skilar það líka hráefni sem sker sig úr að gæðum, ef álykta skal af þeirri staðreynd, að POLLITABS o.fl. tegundir frá fyrirtæki hans, Cemelle, eru notaðar af íþróttafólki í fjölda landa og með árangri sem ekki verður véfengdur. Topphlauparar Finna, og aðrir íþróttamenn, neyta þess.

Ólympíunefnd Pólverja gerði tilraunir með þetta efni.  Fyrstu tilraunirnar voru gerðar með 34 lyftingamönnum. Bestur árangur náðist hjá þeim, sem fengu bæði Pollitabs og Stark protein, frá sama fyrirtæki. Rússar leggja mikla rækt við sína íþróttamenn, og hafa gert miklar tilraunir með Pollitabs, einnig á öðrum sviðum. Ítalir gerðu tilraunir með Pollitabs á 90 knattspyrnumönnum. Þar kom í ljós, að það var þeim bæði þrek- og heilsuauki. Hið sama reyndist, er Svíar, árin 1965 og ’66, gáfu það 760 ungum hermönnum, í erfiðri þjálfun, í Norður-Svíþjóð.

Dr. Mark-Vendel reyndi Pollitabs í Honkongs-inflúensufaraldri í Helsingborg árið 1957, með ágætum árangri. Langvarandi þreytueftirköst fylgdu flensunni, en þeir sem fengu Pollitabs, voru lausir við þau og hitatímabilið styttist. Prófessor Olov Lindahl telur trúlegt, að í pollen séu virk efni, sem við vitum ekki enn, hver eru. Langt er síðan, líklega um 20 ár, að ég sá þess getið, að framleiddar hefðu verið töflur, eftir ýtrustu efnagreiningu á pollitabs. Tilraunir með þær og hinar náttúrulegu, leiddu í ljós að náttúrulegu töflurnar eru mun virkari. Í Noregi voru gerðar fóðurtilraunir á dýrum. Þeim var gefið mismunandi fóður og meðal annars það, sem talið var fullnæg)a þeim best.

Þegar svo ,,Cemitin“, hinu virka efni í pollen, var blandað í einhverja tegundina, kom það í ljós, að þau völdu ávallt þá tegund, sem Cemitin var í. Þar sem stækkun, eða bólga í blöðruhálskirtli, oft með tilheyrandi þvagtregðu, mun vera algengur sjúkdómur karla á miðaldri og eldri, tel ég rétt að skýra hér lauslega frá reynslu 53 ára Svía. Í fyrirsögn segir, að hann hafi verið undir það búinn að lifa áfram við þennan erfiða kvilla, sem hann hafði haft í 10 ár, er honum var bent á Pollitabs. Hann skýrir frá, að þegar þvagtregða þróaðist í þvagteppu, hafi hann verið lagður inn í sjúkrahús til „aftöppunar“. Þar hafi svo verið gerðar margþætta rannsóknir í 3 vikur.

Hafi hann svo fengið með sér 400 súlfatöflur, sem hafi linað nokkuð sársaukann. En aukaverkanirnar hafi orðið sér erfiðar. Hann hafi átt erfitt með að sinna starfi sínu sem leigubílstjóri. Seinni part dagsins hafi hann verið ,,útkeyrður“, og gengið snemma til rekkju, en vaknað dauðþreyttur að morgni. Er hann hafði notað 100 súlfatöflur, gafst hann upp á þeim, en hvarfað gömlu alþýðulyfi; kurlaðri steinseljurót (persillurót), sem hann sauð, og drakk svo seyði afá kvöldin, með nokkrum árangri. Behling,  heimilislæknir  þessa  Svía, benti honum á að reyna Pollitabs. Af því stöfuðu að minnsta kosti engar aukaverkanir. Hann fór að ráðum Behlings, og tók 4 töflur á dag. Eftir nokkra daga dró úr þvagteppunni.

Eftir að hafa notað 5-6 glös, veitti hann því athygli, að hárlos hætti, sem áður var mikið. Einnig segir hann, að kynlíf, sem verið hafi orðið slappt, hafi fljótt frískast, er hann fór að nota Pollitabs. Það hafi verið dásamleg tilfinning, að vakna útsofinn og óþreyttur að morgni.  Nú er önnur tegund virkari komin á markaðinn gegn nefndum kvilla, unnið úr sama hráefni. Heyrt hef ég um mjög athyglisverðan árangur af neyslu Pollitabs, er lyf höfðu brugðist. En þá var það „vakandi“ læknir, sem hafði ráðlagt að gera tilraun með 8 töflur af Pollitabs á dag. – Um þetta mun ég afla nánari upplýsinga og skýra þá nákvæmar frá. Sjálfur hef ég notað Pollitabs, nærri daglega, síðustu 25 ár.

1 ferðalög fer ég aldrei, án þess að taka með mér glas af Pollitabs, en þá valda loftslagsbreytingar mér ekki kvefi, eða öðru þeirrar ættar. Pollitabs er selt í 54 löndum. Víðtæk reynsla bendir til, að óhætt sé að fullyrða, að það sé meðal þeirra fjölefna, sem sé öllum, ungum og gömlum, sjúkum og  heilbrigðum, ekki aðeins gagnlegur, heldur mikilvægur næringarauki – fæðubótaefni. Ekki er rúm fyrir fleiri upplýsingar að þessu sinni, en ég mun síðar birta fleira athyglisvert um Pollitabs o.fl. unnið úr sarna hráefni, frá sama framleiðanda. Einnig mun ég birta upplýsingar úr „International  Symposium for Sportsmen, Sportswomen & Coaches“.

Höfundur: marteinn Skaftfells árið 1979Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: