Neysla kornbrauðs jók lífslíkur

Óvenjulega miklir þurrkar voru í Danmörku 1917. Þar við bættist hafnbann vegna styrjaldarinnar. Þess vegna var ströng skömmtun. Þá lagði hinn kunni læknir Hindhede til, að húsdýrahald yrði minnkað, kornbyrgðir landsins notaðar í heilkornsbrauð sem þar að auki væri blandað klíði. Á þetta var fallist. Árangurinn varð mjög athyglisverður: Dánartala lækkaði um 17%. Varð lægri en í nokkru landi öðru. Að sjálfsögðu hefur heilkornsbrauðið ekki verið eina orsökin. Dregið hefur úr fleskátinu og ofgnægðaneyslu á ýmsum sviðum, sem hrjáir líklega ekki síst heilbrigði velferðaríkja dagsins í dag.

Gamall fróðleikur.



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: