Bio-Strath

Bio-Strath er, eins og Pollitabs, eitt þessara fjölþættu lífefna, sem vakið hafa athygli og viðurkenningu víða um heim, þar eð reynsla hefur sannað gildi þeirra fyrir almenna heilsu, og aukið mótstöðuafl ;gegn sjúkdómum, eins og öll nauðsynleg næringarefni gera, efla líkamlega og andlega orku. Heimskunnir íþróttamenn, ýmsa greina, taka reglulega Bio-Strath. Gerðar hafa verið tilraunir með seinþroska og erfið börn o.s.frv. Alls staðar með athyglisverðum árangri sem er ofureðlilegt, og sannar, að í Bio-strath fáum við efni, sem vanta í okkar daglegu fæðu. Enda er ekki um auðugan efnagarð að gresja og því eðlilegt, að heilsa okkar og þrek slakni.

Höfundur Bio-Strath Wilhelm Strathrneyer er þýskur, dr. í lífefnafræði og heimspeki. Að baki Bio-Strath er mikið rannsóknar- og tilraunastarf. Í því er sérstakur gersveppur og 94 tegundir villtra jurta, þannig valdar að þær myndi sem fullkomnasta næringarheild. Stratmeyer var fyrst og fremst vísindamaður, en hafði lítinn áhuga á viðskiptaframkvæmdum. Í Sviss bjó ungur verkfræðingur,Friedrich Pestalozzi, meðeigandi í góðu fjölskyldufyrirtæki. Lífið virtist brosa við honum. En hann veiktist alvarlega og læknum tókst ekki að ráða bót á, svo að hann var talinn dæmdur úr leik til lífstíðar.

Þá bar svo við að góðvinur hans kom með ,,paravita“ frá Þýskalandi. En svo nefndi Strathmeyer næringarblöndu sína. Í sem fæstum orðum sagt, Pestalozzi og öðrum til furðu, batnaði honum algjörlega á þrem mánuðum. Hann hélt áfram að neyta ,,paravita“, og þar kom, að hann hélt til Þýskalands á fund Strathmeyers til að þakka honum endurunna heilsu. Þeim féll svo vel, að samkomulag varð um, að Pestalozzi fengi framleiðsluréttinn á ,,-vita“. Þannig urðu veikindi hans bein orsök þess, að hann tók við framleiðslunni,sem var sáralítil, og flutti hana til Sviss.  Hann breytti svo nafninu í Bio-Strath, höfundinum til heiðurs. Undir því nafni hefur það farið sigurför land úr landi.

Meðal þeirra upplýsinga, sem ég hef um Bio-Strath, er skýrt frá dæmi, sem Pestalozzi þykir mjög vænt um. Silvía hafði átt mjög erfiða bernsku. Móðir hennar var eiturlyfjaneytandi; og Silvía litla var haldinn ótta og öryggisleysi. Er hún kom í skóla, var hún sett í hjálparbekk. Teikningar hennar lýstu líðan hennar og sálarástandi. 1 hverri teikningu voru svartir fuglar að flögra yfir gróðurlausu landi. A þessu varð engin breyting árum saman. En 1961 fékk Pestalozzi leyfi skólans og foreldra til að gefa bekknum sem Silvía var, Bio-Strath.

Smám saman frískaðist Silvía litla. Eftir 4 vikur hurfu svitaköst, sem hún hafði átt vanda til. Svörtu fuglarnir í teikningunum hennar Silvíu litlu, urðu minni og minni, og hurfu loks með öllu. 1 staðinn birtu þær sólskin, gróður og gleði. – Nú er Silvía hamingjusöm húsmóðir og móðir. Síst er að furða, þótt þetta dæmi sé Pestalozzi hugstætt. Bio-Strath var reynt á ýmsum nemendahópum. Árangurinn varð ávallt sá, að þeir nemendur, sem Bio-Strath fengu, skiluðu miklu betri námsárangri. Hér hef ég nú kynnt tvö mikilvæg fæðubótaefni (Pollitaps og Bio-Strath) sem enginn vafi leikur á, að ekki einungis bæta náms- og íþróttaárangur og heilbrigði æskufólks. Heldur er hér um að ræða efni sem geta aukið mótstöðuafl og heilbrigði alls almennings, og trúlega stórdregið úr lyfjanotkun og kostnaði hins opinbera.

Höfundur; Marteinn Skaftfells árið 1979Flokkar:Fæðubótarefni

%d bloggers like this: