Að sigra þreytu og öðlast orku

Hér fer á eftir endursagður kjarni myndbandsins: ,,Get Energized: The REAL Reasons Why You’re Always Tired“ eftir dr. Eric Berg DC : https://youtu.be/tt6cQ2AslVM – Í myndbandinu lýsir dr. Eric Berg D C hvernig hægt er að ná upp orku ef vitað er um raunverulegar ástæður þreytunar.  Dr. Berg byrjar myndbandið á að segjast vera sérfræðingur í þreytu eftir margra ára reynslu af mjög mikilli þreytu. Fyrst hafi hann gert allt rangt. Hann hafi tekið inn allskonar pillur og vítamín en svo komist að því að það var undirliggjandi vandi sem þurfti að leysa. Tíu árum seinna fann hann lausnina þá var eins og hjálmur væri tekinn af höfði hans.

Svo útskýrir hann sjö ástæður þreytu:
1. Nýrnahettuþreyta,
2. Lélegur svefn,
3. Fyrri veiru heilkenni,
4. Lyme sjúkdómur,
5. Insulínviðnám,
6. Litlar magasýrur,
7. Vítamínskortur

1. Þreyta í nýrnahettum af völdum of mikils kortisól
Það áhugaverða við kortisól er að það er streituhormón sem aðlagar líkamann að stressi. Annað nafn fyrir kortisól er sykur steri sem er glúkósi tengdur hormón. Undir álagi skiptir líkaminn yfir í glúkósa (sykur) mataræði hefur ekki áhrif á það. Við mikið stress eykur líkaminn glúkósa til skammtíma orku og það endar með þreytu vegna þess að það virkjar glúkósann sem geymdur er í lifrinni. Svo fer líkaminn að búa til glúkósa úr próteini og fitu sem kallast glýkógenmyndun. Síðan flæðir allur þessi glúkósi í gegnum blóðrásina og við það kemur insúlín inn og ýtir því niður. Við langvarandi streitu hrapa hlutirnir áfram niður og fólk verður alveg örmagna. Því meira stress, því meira keyrir líkaminn á sykri.

Lítill kirtill í heilanum sem heitir Amygdala og hefur áhrif á óttategda streitu eins og viðbrögð við ótta, feimni, skelfingu, árás, kvíða og áhyggjur. Við allt ótta ástand kemur amygdala við sögu og hefur áhrif á marga mismunandi líffræðilega ferla eins og getu til að sofa. Einnig hefur amygdala áhrif á hæfileikann til að komast í rólegt ástand. Til að sigra ótta þarf að horfast í augu við hann og komast yfir hann.

Amygdala er mjög líkur kirtill og nýrnahettur sem eru staðsettar efst á nýrunum. Besta lækning við streitu í nýrnahettum eða ofvirkri í amygdala er að taka inn mikið af B-1 vítamíni í formi næringargers, (ölgers) það róar kerfið. Einnig er hægt að taka inn ,,Ashwagandna“ (fæst á Íslandi) það eykur þol fyrir streitu og betri starfsemi nýrnahettna. Öll líkamleg vinna vinnur vel gegn streitu, hreyfing og æfingar gera gagn en líkamleg vinna er miklu áhrifaríkari. Líkamleg vinna og æfingar vinna á streituorkunni sem hefur tilhneigingu til að safnast upp og koma í veg fyrirað fólk getir sofið.

2. Lélegur svefn og þreyta
Ef fólk er stressað eykst kortisól og veldur svefntruflunum. Til dæmis ef fólk vaknar á nóttunni á bilinu frá klukkan tólf til tvö er líklega of mikið kortisól. Á þeim tíma á að vera minnst kortisól í líkamanum. Ef nýrnahetturnar eru ofvirkar af miklu stressi eykst kortisólið og fólk glaðvakanar og nær ekki að sofa. Dr. Eric Berg segir að þetta hafi háð honum í mörg ár uns hann áttaði sig á hlutunum.

Svefnhormóninn melatónín 

Dr. Berg gerði nýlega mjög áhugavert myndband um melatónín vegna þess að það eru tvær tegundir af melatónín. Fyrri tegundin er í blóðrásinni og í heilakönglinum. Svo er önnur tegund af melatónín sem er djúpt í öllum frumum líkamans. Það er er kallað undirselju melatónín. Leiðin til að auka undirselju melatónín er í gegnum infrarauð ljós. Yfir 50 prósent af geislum sólar eru innfrarauðir og eykur melatónín í öllum frumum líkamans, það hjálpa fólki að sofa. Að vetri til er hægt að fá infrarautt ljós frá kertum, varðeldi, infrarauðri meðferð eða glóandi ljósi (glóperum)

Gerviljós frá tölvum. Slík birta er trúlega orsök svefnleysis hjá mörgum sem sitja fyrir framan tölvu allan daginn og tæma melatónínið sitt. Annar tilgangur melatóníns er að virka sem öflugt andoxunarefni, ennþá öflugra en glútaþíon í lifrinni. Melatónín er mjög mikilvægt til að vinna gegn allri streitu og koma í veg fyrir mikið af oxunarskemmdum og skemmdum af völdum sindurefna.

D-vítamín
Þegar dr. Berg vill fá langan svefn tekur hann inn þrjár einingar af D-3 vítamíni og einna af K-2 vítamíni rétt áður en hann fer að sofa og nær þá oft 9 tíma svefni. D-vítamín hjálpar við að endurstilla svefn stöðvarnar og er mjög mikilvægt og það truflar ekki svefn. Það er gott að taka inn D-3 vítamín áður en farið er í flug.

3. Fyrri veiru heilkenni
Þennan kafla byrja dr. Berg á dæmi um einstakling sem hafi tekist á við einhverja tegund af veiruflensu og sé með leifar af langvarandi þreytuheilkenni. Sjúkdómsheitið sé vöðvabólga og heilabólga. En hvað þýðir það? Það er ímynd um blöndu af vöðvaverkjum, eymslum og bólgu í heila sem veldur vitsmunalegum skorti og þreytu. Dr. Berg telur að þannig sjúkdómsástand líkist einkennum B-1 og B-3 vítamínskorts. Hann telur að bólguónæmisvörun skapi mikla oxun og gríðarlegan skaða frá sindurefnum vegna alvarlegs skorts á B-vítamínum og fleiri næringarefnum. Hann bendir fólki á að byrja á að taka inn næringarger, eða B1 vítamín, einnig D-3 vítamín og sink. Fleira er hægt að taka inn eins og öfluga andoxunarefnið NAC sem er líklega öflugra en glútaþíon. Fljótt mun þá koma meiri orka.

Hitt atriðið sem dr. Berg nefnir er um dulda vírusa. Hann tekur dæmi um gamla sýkingu eins og til dæmi Epstein-barr vírus sem getur brotist út mörgum árum síðar. Þegar það gerist tengist það venjulega streitu því að kortisól er ónæmisbælandi hormón, hann bælir ónæmiskerfið. Þetta er ástæðan fyrir því að margir fá prednisón lyf vegna alls kyns sýkinga. Með því hverfa einkenni og það þurrkar út bólguna en um leið þurrkar það líka út alla ónæmissvörun.
Þegar mikið magn af kortisól fer í ónæmiskerfið (afleiðing streitu) þá sofnar ónæmiskerfið tímabundið og hurð opnast fyrir vírusa til að koma út, af því að ónæmiskerfið er ekki lengur á verði. Ef upp kemur einhvers konar einkenni eftir veiru, hvort sem það er þreyta eða annað, gerðu þá allt sem þú getur til að finna orsök streitunnar og losna við hana. Vegna þess að það verður mjög erfitt að losna við þreytuna ef streituástandið helst óbreytt.  Þegar fólk fer í gegnum ástvina missi, eykur streitan kortisólframleiðslu, þá geta vírusar brotist út og skapað alls kyns vandamál. Í slíkum aðstæðum mundu að fylgja þeim ráðum að fá meiri svefn og meiri næringu.

4. Lyme sjúkdómur
Lyme sjúkdómur kemur frá biti skógarmítils og veldur oft ákveðinni tegund baktería sem geta búið til ónæmisviðbrögð. Öll einkenni frá lyme koma í raun frá eigin ónæmiskerfi sem reynir að drepa þessa örveru en getur ekki fundið hana. Dr. Berg mælir með að nota náttúrleg sýklalyf, það er til dæmis: Oregano, hvítlaukur, timjan, salvía og allt annað náttúrlegt og getur hjálpað við að styrkja ónæmiskerfið án aukaverkana.

5. Insúlínviðnám
Ef neytt er kolvetnaríks matar þarf að gera sér grein fyrir því að það sljóvgar heilann og hann verður ekki eins vakandi. Eftir neyslu matar úr kolvetnum vill heilinn helst leggja sig og sofna. Aftur á móti ef neytt er ketó-mataræðis er heilinn vakandi og meðvitaður. Það gæti haft mestu áhrifin á þig og orku þína að breyta yfir á ketó-mataræði.

6. Litlar magasýrur
Ef vantar magasýrur, sérstaklega þegar fólk eldist þá fer getan við að taka upp B-12 vítamín og járn sem hvoru tveggja getur valdið blóðleysi. Einnig minnkar getan til að brjóta niður prótein sem getur valdið þreytu. Það gæti orðið aukning á smáþarma-bakteríuvexti sem oft orsakar þreytu, svo ekki sé minnst á öll meltingarvandamálin sem geta fylgt. Einfalt ráð við þessu er taka inn blöndu af eplaediki og hýdróklóríð. Það þarf að taka mikið af því í byrjun, jafnvel í nokkrar vikur, fimm til sjö töflur rétt fyrir mat. Það tekur oft tíma að snúa hlutunum við vegna þess að hýdróklóríð er mjög veik tegund af saltsýru en hana þarf til að byggja þetta upp.

7. Vítamínskortur getur orsakað þreytu

Fyrst er að nefna B-12 vítamín og járn. Kalíum er í öllum frumum líkamans og natríum kalíum framleiðir raforku fyrir frumurnar. Það þarf mikið kalíum til að búa til þessa orku. Auðvelt að fá natríum úr næringu en það er erfiðara að fá kalíum nema úr salati. Salat gefur mikla orku og er ástæða til að auka neyslu salats því að einnig er í salati steinefnið magnesíum. Dr. Berg segist hafa tekið eftir því þegar vanti salat í fæði hans sé hann svolítið þreyttari

Í lokin
1. Dr. Eric Berg endar myndbandið á því að segja að nauðsynlegt sé er að fá rétt mataræði. Hann segist ekki hafa vitað það fyrr en eftir að hann var búinn að reyna mismunandi vítamín og kolvetni að það sem hann þurfti var að komast á ketó mataræði og fasta með hléum.
2. Það er nauðsyn að vinna á streitunni svo fólk nái að sofa.
3. Oft geta verið undirliggjandi leifar af einhverri sýkingu eða dulinn vírus að lifna við eftir langt hlé. Þá þarf fyrst og fremst að taka meira B-1 vítamín.

Ingibjörg Sigfúsdóttir stytti og endursagði í nóvember 2023:  ,,Get Energized: The REAL Reasons Why You’re Always Tired  eftir dr. Eric Berg DC : https://youtu.be/tt6cQ2AslVM

Allar myndir eru teknar úr myndbandi dr. Eric Berg

Hér er linkur á stutta kynningu á störfum dr. Eric Berg, DC : https://heilsuhringurinn.is/2023/11/08/kynning-a-dr-eric-berg-d-c-og-heilsutengdri-fraedslu-hans/

Áður birtar greinar um fræðslu dr.Erik Berg:

Aldrei Ristil aftur

Járnskortur – algengasti steinefnaskortur í heimi – járnofhleðsla er hættuleg



Flokkar:Meðferðir, Næring

Flokkar/Tögg, , , , ,