Kynning á Dr. Eric Berg D.C. og heilsutengdri fræðslu hans

Eric Berg lauk doktorsgráðu í kírópraktík árið 1988 við ,,Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa“. Hann er löggiltur kírópraktor í þremur ríkjum Bandaríkjanna, Virginíu, Kaliforníu og Louisiana. Á fyrri árum lauk hann tveggja ára grunnnámi í læknisfræði við ,,University of Wisconsin Parkside“, auk þjálfunar sem röntgentæknir í ,,St. Phillips College í Texas“.

Helsta ástríða hans hefur verið að kenna fólki um heilsutengd efni, þar á meðal heilsu keto ,,Healthy Keto“ og á föstur sem langtíma mataráætlun. Hann elskar að kryfja flókin heilsufarsvandamál, brjóta þau niður svo auðvelt sé að skilja þau og tengja einkenni við raunverulega orsök.

Í 30 ára starfi hans fékk hann tækifæri til að vinna með yfir 40.000 manns og nota náttúrlegar aðferðir, næringu og keto mataræði. Hann bjó til mánaðarleg þjálfunarnámskeið fyrir yfir 2.500 lækna og heilbrigðisstarfsmenn. Ástríða hans fyrir kennslu færðist yfir á ,,YouTube“ árið 2008. Næstu 14 ár tók hann saman yfir 6.000 myndbönd um nánast öll heilsufarsefni sem hægt er að ímynda sér.

Nú er hægt að ná ,,YouTube“ rásinni hans á mörgum tungumálum. Hann er með 18 milljón áskrifendur og reglulega 100 milljón áhorf á mánuði. Hann er stöðugt að leita að undirliggjandi ástæðum fyrir því af hverju fólk fær sjúkdóma. Árið 2017 og 2018 hélt hann árlega Keto-heilsuráðstefnu í ,,Gaylord hótelinu í National Harbor Maryland“ þar sem 1.000 manns flugu frá öllum heimshornum til að mæta og drekka í sig ógrynni af keto þekkingu.

Í framhaldi af þessari kynningu á dr. Eric Berg, D.C. er ætlunin að endursegja sum hans áhugaverðu myndbönd á www,heilsuhringurinn.is fylgist þið með.

https://www.youtube.com
https://www.drberg.com/dr-eric-berg/bio

Ingibjörg Sigfúsdóttir tók saman 8.11.2023



Flokkar:Ýmislegt

Flokkar/Tögg, ,

%d bloggers like this: