,,The Guardian“ 28. nóvember 2020.
Í janúar 2021 hefst í Englandi úthlutun D-vítamíns til allt að 2,7 milljónum manna, í fjóra mánuði. Það er ætlað fólki á umönnunarheimilum og klínískt viðkvæmum einstaklingum. ,,Public Health England“ (PHE) ráðleggur öllum að taka 10 míkrógrömm af D-vítamíni á dag á tímabilinu október til mars, sérstaklega aldrað fólk sem fer ekki út og þeir sem eru með dökka húð.
D-vítamín er oft nefnt sólskins-vítamín því að líkaminn býr það til úr UVB geislum sólar sem skín á húðinna klæðlausa utandyra. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins og lokunaraðgerða sem hafa haldið fólki inni meira en venjulega getur verið meiri hætta á D-vítamínskorti. Ríkisstjórnin grípur til þessa aðgerða til að tryggja að viðkvæmir einstaklingar geti nálgast ókeypis D -vítamín yfir vetrarmánuðina. Þetta mun styðja við almenna heilsu þeirra, halda beinum og vöðvum heilbrigðum og draga úr þrýstingi á Heilbrigðisþjónustu ríkisins (National Health Service).
Öllum sem geta keypt D-vítamín viðbót er ráðlagt að byrja strax að taka það inn. Rannsóknir eru í gangi til að kanna tengsl verndar nægs D-vítamíns gegn Covid-19, þar á meðal verkefni við ,,Queen Mary“ háskólann í London þar sem kannað er hvort aukið D-vítamín yfir veturinn geti dregið úr hættu og / eða alvarleika Covid-19 og annarra bráðra öndunarfæra sýkingar.
Hancock hefur beðið PHE og ,,National Institute for Health and Care Excellence“ að skoða aftur fyrirliggjandi vísbendingar um tengsl D-vítamíns og Covid-19 til að tryggja að könnuð séu öll möguleg tækifæri til að berja gegn þessum vírusi.
Endursögð og stytt frétt út The Guardian 28.11.20: https://www.theguardian.com/society/2020/nov/28/more-than-25m-people-in-england-to-get-free-vitamin-d-supply?fbclid=IwAR3vDtbm1YoZMZouAJLR3hzHJR3asAUb_eu-mxfB6ReTvA1pytnTuIw1CH4
Ingibjörg Sigfúsdóttir
BBC fjallar einnig um þessa frétt hér: https://www.bbc.com/news/health-55108613?fbclid=IwAR0kxNt3gXU1kEuJRWHGCdNzMdNcwL6j_xW5E1Bl88KzoXdF-AMLXlR0Enc
Flokkar:Fæðubótarefni, Næring