Rætt við Malenu Sigurgeirsdóttur framleiðanda fæðu úr skordýrum
Malena sem er hálfur Íslendingur og hálfur Færeyingur fyrir 10 árum gerði hún hlé á læknisnámi og fór sem sjálfboðaliði til Tansaníu í 1 ár. Hún hafði þá verið grænmetisæta í 2 ár og fannst henni líða betur. Í Tansaníu bjó hún hjá fjölskyldu og varð að borða það sama og þau.
Hér tekur Malena við:
,,Fyrsta kvöldið voru grillaðar engisprettur í matinn. Ég fékk smá sjokk en lét mig svo hafa það. Fannst þær svipaðar og rækjur á bragðið. Eftir þetta borðaði ég skordýr á hverjum degi allt árið. Það kom mér á óvart hve vel mér leið á þessu mataræði. Ég var vön að finna fyrir skorti á B12 og járni sem er algengt hjá grænmetisætum og fann strax að það lagaðist“.
,,Eftir árið fór ég til læknis í blóðprufur, hafði áður verið vön að mælast með gildið 5-6 en var komin í 8.
Mataræði í Tansaníu samanstendur mestmegnis af maísgraut, kolvetnum og skordýrum. Þessi reynsla kveikti hjá mér forvitni um að læra meira um mataræðið og ég hætti við að halda áfram í læknisfræðinni og fór í nám í Kaupmannahöfn, í ,,Enviromental and natural rescource Economics“. Tók ,,bachelor“ nám í Danmörku og meistaranám í USA, (Cornell Univerity kallað Agricultural development).
Ég tók ár í að læra um áhrifin sem framleiðsla á ætum skordýrum hefur á umhverfið í samanburði við kjöt. Hversu mikið land þarf og næringu, vatn og þess háttar. Horfði til Indlands, Kenía og Tansaníu til að rannsaka áhrifin á líkamann í gegnum árin. Konur sem t.d. neyttu handfyllis af termítum 1x til 2svar í viku höfðu hærra magn steinefna og járns, zink og olíu í blóði. En þar hefur fólk oft ekki efni á að borða kjöt.
Skordýraát er bæði jákvæðara fyrir umhverfið og heilsuna. Eins hafa konur þar oft ekki rétt á eignarlandi en mega eiga sín eigin skordýr og geta þá mögulega aflað tekna til að senda börnn sín í skóla. Ég heillaðist mjög af þessum mörgu hliðum skordýraræktunar og ákvað því að stofna mitt eigið fyrirtæki. Sannfærði Jessicu sem er viðskiptamenntuð um að ganga til liðs við mig í að kynna skordýraneyslu fyrir vestrænum þjóðum.
Það eru 2 milljón manns sem borða yfir 200 tegundir skordýra. En af því vestrænar þjóðir eru alveg óvanar og mundu liklega fúlsa við heilum skordýrum, þess vegna mylja þær þau í duft og blanda saman í snakk eins og prótínstykki (sælgæti). Þær eru einnig að þróa kjötlíki úr skordýramjöli sem hefur svipaða áferð og hakkað kjöt. Það er umtalsvert hollara, inniheldur engar transfitur en meira magn af omega 3 olíu, en hluti skordýranna kemur úr sjó.
Skordýr innihalda járn, zink og B12, sem grænmetisætur / vegan skortir oftast. Ef gerður er samanburður á næringarinnihaldi matar miðað við umhverfisáhrif (umhverfisspor), vatnsnotkun, koltvísýring (mengun) er skordýraræktun umtalsvert betri. Framleiðum prótínstykki, kex án viðbætts sykurs, glútens, lactosa og aukaefna.
Selja framleiðsluna
Við seljum í Danmörku, Þýskalandi og Hollandi sem er risastór markaður og við vorum að fá leyfi til að selja í Japan. Þar erum við vongóðar um árangur þar sem Japanir eru óhræddir við að borða skordýr. Við könnuðum það að fá að selja prótínstykki á íþróttastöðum á Íslandi en lagahliðin er á gráu svæði og ekki búið að afgreiða það. Heildsalan Nathan & Olsen fékk ekki leyfi matvælaeftirlitsins til að flytja inn og selja skordýr á Íslandi. Þeir þurfa því að biða eftir að skordýraát þyki spennandi nýjung og samþykkt af Evrópusambandinu.
Erfiðast er að þurfa að fræða alla um skordýraneyslu. Það eru svo margar spurningar; Af hverju, er neyslan varasöm/hættuleg, eða hversu heilsusamleg. Í Danmörku er meira horft til hversu umhverfisvæn skordýraneysla er og hversu nauðsynlegt það skref er fyrir áframhaldandi líf.
Skordýraframleiðsla er umhverfisvænni en grænmetisframleiðsla. Skordýr nærast á úrgangi og geta reyndar nærst á nánast hverju sem er og breytt í ætilegt/nýtilegt prótín. Það eru svo margar hliðar á skordýraneyslu sem erfitt er að koma á framfæri í stuttu máli.
Það er ekki gott að bíða of lengi eða þar til við neyðumst til að breyta matarvenjunum okkar. Betri nálgun er að byrja áður og fyrir konur leggjum við áherslu á hvað járnbúskapurinn batnar við neyslu á skordýrum og fyrir karla eru þau prótínrík.
Eru skordýr val fyrir grænmetisætur?
Það var óvíst í byrjun en fólk tekur þessu oftast með opnum huga, sérstaklega í Kaupmannahöfn. Vegan eru ekki eins opnið, aðeins um 30% sem geta hugsað sér að prófa og þá aðeins eftir allt að 40 mínótna fræðslu. Aðalmálið hjá þeim snýst um velferð dýra. Vegan líta á hvert líf þ.e. 800 skordýr eru 800 lífverur þar sem hvert einstakt líf skiptir máli.
Sjálf lít ég frekar á lífshringinn, skordýr eru með kalt blóð og eru deydd með kulda. Þau hafa annað líkamskerfi en spendýr og finna ekki til sársauka á sama hátt. Þegar ég var barn hlutaði ég ánamaðk í búta og hver bútur lifði áfram. Erfitt fyrir okkur að skilja svona ólíkar lífverur. Auðvitað get ég ekki vitað hvort skordýr hafi minni eða finni sársauka eins og var haldið fram hér áður fyrr með fiska en reyndist svo rangt.
Mér finnst ekki rétt að setja skordýr í sama bát og spendýr sérstaklega með tilliti til umhverfisáhrifa. Við getum auðvitað neytt eingöngu grænmetis en það dugar okkur ekki og þá sérstaklega með tilliti til járns og prótíns/amínósýra. Helst vonumst við eftir að skorýramjöli verði bætt í kex og þannig notað til að auka hollustu. Skordýramjöl inniheldur 5 til 12 x meira magn af B12 en kjöt. Að auki er auðvelt fyrir líkamann að nýta það.
Er óhætt fyrir ungabörn að neyta skordýraafurða?
Já, börn þurfa olíur en vegna mengunar í matvælum er varla hægt að gefa þeim mikið af fiski meðan skordýr, ræktuð í lokuðu umhverfi eru örugg til neyslu. Öll sýni hafa reynst ótrúlega laus við mengun. Hollendingar hafa ræktað skordýr til neyslu í mörg ár með góðum árangri án þess að mannshöndin komi þar nærri. Á sama hátt og mango er betra ræktað í sínu náttúrlega umhverfi í heitu löndunum eru skordýr stærri í suðrinu sem gefur möguleika á betri nýtingu.
Við byrjuðum á þessu í Kambódíu. Tókum engisprettur og framleiddum í lokuðu umhverfi. Ekki gott að nota villt skordýr því t.d. í Kambódíu hafa stórfyrirtæki framleitt sykur, plantað sykurreyr og úðað með skordýraeitri sem skilja eftir leyfar í skordýrunum. Fólk fær í magann ef of mikið er innbyrt. Höfum kennt að rækta einungis í nærumhverfi þar sem skordýrin komast ekki í snertingu við eitur.
Við höfum líka 80 bændur á okkar vegum sem notuðu 25 kg frá okkur og uppskáru 1 tonn með því að nota lokað umhverfi. Það breytti þeirra lífsafkomu mikið og við vonumst til áframhaldandi samstarfi því þeir eru að framleiða meira en selst á þeirra innanlandsmarkaði
Vinnið þið með konum í Kambódíu?
Já og notum fyrirmynd sem er þríhyrningur þar sem efst er dýrasta afurðin (sk highend), ætluð fyrir vestrænu þjóðirnar. Næst er hrökk-kex sem notast í stað kjöts og neðst afurð fyrir lönd eins og Kambódíu, staði í Afríku og Indlandi þar sem við viljum gjarnan nýta næringuna úr skordýrum til að hjálpa börnum og með framleiðslu á ódýru næringaríku kexi (máltíð) og mjöli sem hægt er að blanda við grautinn sem þau fá í skólunum. Þetta er stóra markmiðið og þess vegna byrjuðum við í Kambódíu en það tekur mörg ár að byggja upp.
Er hægt að kaupa skordýramjöl í dag?
Já en eins og er bara í vefverslun því verslanir hafa ekki viljað setja í sölu og telja neytendur ekki tilbúna til að kaupa. Við vonumst til að fólk kaupi með það markmið að auka næringainnihald og bæti í t.d. brauðið sitt, grautinn eða smoothie-inn. Mjölið bragðast vel, ekki of bragðsterkt og inniheldur trefjar. Athyglisvert innihald er efni sem kallast ,,chitin“ og er tegund af trefjum sem vinnur gegn sýkingum og styður þarmaflóruna. Ég var sjálf lengi að glíma við vandamál í þörmum sem var afleiðing af taugaveiki sem ég smitaðist af í Kenýa. Nú er ég orðin miklu betri og þakka það skordýraáti. Er löngu hætt að skorta járn og B12 og almennt með betri meltingu og líðan.
Ættirðu ekki að frekar að reyna að semja við bændur en að stefna á matvælamarkaðinn?
Bændur eru ekki síður smeykir því það er engin eftirspurn ennþá. Við þurfum að skapa eftirspurn áður en þeir geta séð þetta sem góða fjárfestingu. Erum að gera okkar besta og þegar að þvi kemur að markaðsetja þetta sem valkost í stað kjöts breytist þetta fljótt.
Væri ekki hagkvæmara fyrir bændur að nota mjölið sem fóðurbæti til að minnka eða losna við að gefa sýklalyf?
Jú, góð spurning. En við teljum hagkvæmara að framleiða fyrir fólk. Eftir að nautgripir sýktust af ,,creutzfeld jakob“ sjúkdómnum voru sett lög í Evrópu; þú mátt ekki ala dýr á öðrum dýrum.
En hunda og ketti? Jú, það má gera gæludýrafóður. En í tilraunum hafa hundar ekki alltaf valið skordýranammið.
Vilborg: Það er sorglegt að fólk vandar næringainnihaldið betur fyrir gæludýrin en börnin, fólk fer út að hlaupa með hundana sína en fer aldrei út með börnin.
Já það sama er uppá teningunum í Danmörku. Það er þegar til hundafóður með skordýrum en ekkert slíkt fyrir börn. Við stefnum á að breyta því.
Hvernig gengur fyrr íslenska stelpu að koma sér inn á markað? Það er erfitt, ég væri löngu hætt hefði ég ekki ástríðu fyrir þessu. Ég er ung, án skuldbindinga, get lifað ódýrt, sofið á bedda og haldið áfram í 2,5 ár. Við ræktum lífrænt hægt en stöðugt, fáum smá styrki hér og þar. En þetta er virkilega erfitt. Neytendur eru með mikla fordóma.
Ég ólst upp við að verða að smakka allt a.m.k. einu sinni og ef það var vont þurfti ég ekki að borða það aftur. Það hafa ekki allir þetta viðhorf, flestir eru íhaldssamir þó yngra fólk sé oft forvitnara. Evrópusambandið beinir athygli sinni meira og meira á umhverfisbreytingar og það gefur mér von. Fólk er farið að skoða nýjar leiðir til að borða/nærast á vistvænan hátt. Sumir segja að við séum 50 árum of snemma en það gæti verið of seint eftir 50 ár!
Ég er ekki einfeldningur og hef stúderað umhverfisbreytingar í mörg ár og séð þróunina. Hún er ógnvænleg og ástæðan fyrir því að ég held áfram. Það er ekki hægt að vera aðgerðarlaus og bara möguleikinn á að ég geti fengið fólk til að neyta skordýra er í áttina þó það sé engin bylting. Ekkert veldur eins miklum umhverfisskaða og mataræðin okkar sem eru greypt svo djúpt í menninguna og því ekki auðvelt að fá fólk til að hætta að neyta kjöts og borða skordýr þess í stað. En ég verð að reyna. Veit að fólk er orðið þreytt á að hlusta á unga fólkið segja; hættið að borða kjöt. En það er ástæða fyir því. Ég er ekki að segja að fólk verði að hætta alfarið að neyta kjöts en bara að minnka kjötneysluna væri í áttina.
Væri ekki góð nálgun að byrja að bæta skordýrum við frekar en að hætta kjötneyslu? Gerist það ekki bara í framhaldinu? Ég var einmitt þannig þenkjandi en það er svo krefjandi því ekki aðeins þarf fólk að samþykkja/venjast tilhugsuninni heldur líka að læra að elda og matreiða. Stórfyrirtæki hér í Danmörku eru með grænmetisdag í hádeginu 1x aðra hverja viku en fólk er á móti því og fer frekar út í hádeginu og borðar pizzu. Svo það er ekki bara viðhorf fólks heldur þarf að kenna mötuneytum að búa til betri grænmetisrétti. Oftar en ekki er bara venjulegt, leiðinlegt salat. Líklegra til árangurs er að framleiða eitthvað í staðinn fyrir kjöt.
Það er svo ríkt í menningunni að borða kjöt. Þegar ég steiki skordýraborgara fæ ég sömu steikingahljóð og þegar ég steiki kjöt því það er járninnihaldið sem veldur því og gerist ekki þegar grænmetisborgarar eru steiktir. Fólk hefur alltaf litið á skordýr sem meindýr og því er erfitt að breyta.
Væri kannski ráð að kalla skordýr frekar smádýr?
Já algjörlega. Ef innihaldslýsing á kexi er: smádýr vekur það kannski ekki sömu andúð. Við höfum einmitt skýrt skordýraborgarana frekar Manna í þeim tilgangi. En við megum ekki skv. lögum beita blekkingum, verðum að merkja með stóru letri – INNIHELDUR SKORDÝR – og svo getur líka verið um óþol eða ofnæmi að ræða.
Í ,,Oumph“ sem selt er í dag er soja. Það er blekkjandi og ekki rétt. Oft eru notuð svínabein en það stendur ekki alltaf á innihaldslýsingu. Ég er sammála því að neytendur eigi rétt á að vita hvað þeir eru að borða en vissulega gerir það markaðssetninguna erfiðari. Við gerðum samanburð á sojaneyslu og skordýraneyslu þar sem skordýraneyslan hafði mikla yfirburði.
Gætuð þið ekki gert eins og aðrir haft letrið svo smátt að enginn geti lesið? Upphaflega urðum við að hafa merkingarnar mjög áberandi, mynd af skordýri. Í dag eru prótínstykkin aðeins með nafninu ,,Hey Planet“ og undir því í minna letri skordýraprótín. Orðið aðeins auðveldara.
Hvernig fjármagní þið þetta? Það er erfitt við náum engri þróun, skrimtum bara. Þurfum virkilega fjárfesta og þó við fáum smástyrki dugar það engan veginn. Neytendur eru þó smám saman að verða jákvæðari svo þetta er gott tækifæri fyrir framsýna til að fjárfesta. Við getum sett á markað í Þýskalandi en verðum að geta gert það almennilega.
Eruð þið með einkaleyfi í Evrópu? Nei það eru fleiri fyrirtæki að gera tilraunir, fimm fyrirtæki með leyfi til markaðssetninga á skordýraafurðum. Gæti tekið 1-2 ár þar til lagaramminn verður kláraður. Það gerist hægt.
hey-planet.com
https://www.facebook.com/heyplanetfoods
Viðtalið tók Vilborg Hjaltested en Hafdís Arnardóttir þýddi og færði í letur.
Flokkar:Kynningar