Einstakar íslenskar ilmkjarnaolíur

Hraundís Guðmundsdóttir ilmolíu- og skógfræðingur hafði margra ára reynslu af notkun ilmkjarnaolía í starfi sínu sem nuddari þegar hún ákvað árið 2015 að fara til Arizona, Sedona og læra að eima plöntur og búa til olíur. Nú framleiðir hún 10 tegundir af ilmkjarnaolíum aðallega úr íslensku barri. Hún hefur einnig gert ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir sem innihalda ilmkjarnaolíur. Hraundís fór til Brighton í september árið 2016 þar sem haldnar eru Botanica ráðstefnur annað hvert ár, þær fjalla um lækningamátt ilmolía. Á ráðstefnunni voru nýútskrifaðir ilmolíufræðingar frá Japan sem keyptu olíur af Hraundísi til notkunar á sjúkrahúsi í Japan.

Við gerð ilmkjarnaolíanna er barrið eimað í sérstökum eimingartækjum sem voru smíðuð af frænda Hraundísar sem er plötusmiður. Hún byrjaði með eimingartæki sem eru 140 lítra en er komin með stærri tank sem er 450 lítra til að anna eftirspurn eftir að stórt fyrirtæki í Bandaríkjunum fór að selja sitkagreniolíuna, sem er verkjastillandi.Skyljun,Hraundís

Í Bandaríkjunum er ekki völ á öðru en að eima úr klórvatni og dást kaupendurnir að Hraundísi sen eimar úr hreinu íslensku vatni úr eigin brunni sem kemur ofan af fjalli.
Þegar Hraundís býr til ilmkjarnaolíur úr barrtrjám notar hún fyrst og fremst barrið, en annars notar hún ýmist blóm, blöð, rætur, fræ, börk eða heilu plönturnar en þær eru misjafnlega olíuríkar. Hundrað gráðu heit gufa er leidd í gegnum plönturnar sem losar olíuna. Gufan fer síðan í gegnum kælirör og við það þéttist hún og verður að vökva en þar sem olían er léttari en vatnið flýtur hún ofan á. Þannig næst olían frá vatninu. Þetta ferli tekur nokkra klukkutíma.

pottur

 

Hratið/ barrið sem kemur úr pottinum eftir eimingu notar Hraundís í stígagerð því að erfitt er að nota barrið í moltu vegna þess hve það brotnar hægt niður. Stígagerðin er því fullkomin lausn til þess að nýta barrið.

Ilmkjarnaolíur eru notaðar í snyrtivörur, ilmvötn, baðsölt, nuddolíur, til lækninga og ýmislegt fleira. Þær hafa mismunandi lykt, efnasamsetningu og virkni eftir því úr hvaða plöntum þær eru unnar en olían er varnarkerfi plantnanna. Þær eru ýmist bakteríudrepandi, sótthreinsandi, róandi, örvandi, blóðþrýstingslækkandi eða græðandi svo eitthvað sé nefnt.

Allar ilmkjarnaolíur Hraundísar eru sendar til Frakklanda í efnagreiningu sem leiðir í ljós virkni hverrrar olíu og nýlega gerði franskt fyrirtæki rannsókn á orku íslenskru ilmkjanaolíanna. Rannsóknin gengur út á að mæla orku líkamans fyrir og eftir notkun ilmkjarnaolíanna. Niðurstaðan var sú að orkan úr íslensku ilmkjanaolíunum var mikið meiri en í hágæða lífrænum ilmkjanaolíum frá Frakklandi. Þetta styður þá kenningu sem margir hafa talað um að íslenskar plöntur hafa meiri orku en í öðrum löndum vegna sérstaks veðurfars og hreinleika landsins.

Hreinar ilmkjarnaolíur eru of strerkar til að setja beint á húð. Þegar nota á þær á húð þarf að blanda þær saman við burðarolíu sem getur verið jójóbaolía, möndluolía eða einhver önnur. Blöndunarhlutfall er 30 ml af burðarolíu og átta dropar af ilmkjarnaolíu. Það er t.d. hægt að blanda þeim í nuddolíur því sumar olíurnar eru góðar við gigt, aðrar eru bólgueyðandi, drepa sveppi í húð, eru bakteríudrepandi og verkjastillandi, þær virka gegn lungnasjúkdómum og kvefi. Svo er hægt að nota þær til að þrífa með, setja þær út í vatnið, þá þarf ekki að nota sterk sápuefni sem eru slæm fyrir umhverfið.

Á undanförum árum hafa vinsældir ilmkjarnaolía vaxið mikið í heiminum. Þetta veldur því að fyrirtækjum sem selja þær hefur fjölgað mikið og því miður hefur það stuðlað að minni gæðum. Mun ódýrara er að búa til ilmolíur á rannsóknarstofu en að eima þær úr plöntum, en slíkar olíur hafa ekki virkni plantnanna. Sum fyrirtæki blanda líka olíur með efnum til að drýgja þær. Þörf er að gæt þess við kaup á olíum að þær séu raunverulegar og hreinar ilmkjanaolíur, Slíkt má oft greina á verði olíanna. Allir framleiðendur ættu að gefa upp efnafræði ilmkjarnaolíanna sem þeir selja.

Þegar ilmkjarnaolíur eru notaðar til hjálpar við sjúkdómum skal ávallt leita til ilmolíufræðings um notkun þeirra. Sumar olíur geta verið skaðlegar við ranga notkun.

Hvernig má nota óblandaðar ilmkjarnaolíur?

Barrolíurnar eiga allar það sameiginlegt að vera bakteríudrepandi.
Frábær hýbýlailmur til að hreinsa loftið á heimilinu, sérstaklega þegar kvef gerir vart við sig.
Setja dropa í peysu eða bol hjá barni til að koma í veg fyrir kvef.
Dropa í þvottavélina eða þurkarann.
Í skúringavatnið og þvottavatnið við heimilisþrif.
Dropa í pappír og ryksuga upp áður en ryksugað er.
Setja dropa í vinnuskóna til að losna við svitalykt úr þeim.
Nokkra dropa í baðvatnið eða heita pottin.
Setja nokkra dropa í rúmið og gardínuna fyrir svefn til að koma í veg fyrir að vera bitin af lúsmý.
Dropa af róandi olíu í sængurfötin fyrir svefn til að ná dýpri slökun.
Örvandi olíu í sturtuna að morgni til að fá orku inn í daginn.
Náttúrulegur ilmur í bílinn.

17_DSC2897
Stafafura ,,Pinus contorta“ er sveppa og bakteríudrepandi. Hún er góð við kvefi, vinnur á bólgum í vöðvum og er stemmandi fyrir þarmana. Hún er frábær til að bera á magann við niðurgangi eða hægðatregðu. Til að vinna á kvefi, sérstaklega nefrennsli berið á andlitið.
Lindifura ,,Pinus cembra“ er einstaklega góð við öllum lungna vandamálum eins og asma og bronkítis. Hún er einnig róandi. Blandið hana við burðarolíu við lungna vandamálum og berið á bringuna eftir þörfum. Einnig er gott að nota hana til að anda að sér.
Sitkagreni ,,Picea sitchensins“ er einstaklega góð við bólgum og verkjum í vöðvum. Einnig við sinadrætti og bjúg á fótum. Frískandi fyrir huga og sál. Frábær ilmkjarnaolía til að anda að sér sérstaklega gegn kvefi. Blandið við burðarolíu til að bera á vöðva við bólgum og bjúg.
Fjallaþinur ,, Abies lasiocarpa“ er einstaklega góð við sveppasýkingum á líkamanum. Hann er einnig róandi og bólgueyðandi.
Síberíuþinur,, Abies sibirica“ er bakteríudrepandi og góður gegn kvefi. Hann örvar einbeitningu og styrkir ónæmiskerfið. Er einnig róandi.
Rússalerki ,,Larix sukaczewi“ er bakteríu og vírusdrepandi. Linar bólgur í líkamanum og örvar slímhúð. Örvarandi fyrir ónæmiskerfið og beinmyndun.
Blágreni ,,picea engilmanni“ er bakteríudrepandi og örvandi fyrir ónæmiskerfið. Það er mjög gott gegn kvefi og sérstaklega í lungum.
Hvítþinur ,,Abies concolor“ er bólgueyðandi og verkjastyllandi. Bakteríudrepandi og örvar ónæmiskerfið
Hvannarfræolía ,,Angelica archangelica“ er bólgueyðandi og upplífgandi. Hún er einnig góð við meltingartruflunum.
Birkiolía ,,Betula pubescens“ er bólgueyðandi og bakteríudrepandi. hún er einnig upplífgandi og örvar ónæmiskerfið.

Ég.jpg

 

Hraundís býr á bænum Rauðsgili í Borgarfirði og hefur ásamt börnum sínum þremur ræktað skóg á Rauðsgili frá árinu 2000. Þar rækta þau sitkagreni, stafafuru, og lerki, einnig birki og aspir. Rauðsgil fékk lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni árið 2007 og tlunin er að fá allar ilmkjarnaolíurnar vottaðar lífrænar og standa vonir til þess að það náist haustið 2019. Hraundís fellir engin tré til þess að nálgast barrið heldur kvistar hún trén sem er nauðsynlegt til þess að fá betri við úr skóginum og handtínir svo jurtirnar og barrið. Ttrjátegundirnar sem hún notar í ilmolíugerðina eru t.d. birki, lindifura, einir, fjallaþinur, síberíuþinur, hvítþinur, sitkagreni og stafafura. Barr trjáa er bakteríudrepandi, bólgueyðandi og gott við gigt, misjafnlega mikið eftir tegundum.

Olíur Hraundísar fást í verslunum: Landnámssetrinu og Ljómalind í Borgarnesi, Húsi handanna á Egilsstöðum, Hitt og þetta handverk á Blönduósi og Frú Laugu í Reykjavík

Lógó.png

Nánari uplýsingar má finna á: http://www.hraundis.is,
Netfang: hraundis@hraundis.is
Sími: 8641381

Hraundís hvetur fólk til að læra ábyrga notkun ilmkjarnaolía og bendir á að Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir hefur stofnaður aromatherapy skóla hér á landi. https://www.aromatherapyskolinn.is/Flokkar:Jurtir

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: