Rannsóknir sýna tengsl gosdrykkja við nýrnaskemmdir, hjartaáföll og heilaskemmdir

Inniheldur hvorki bragð- né rotvarnarefni! Svona merkir Coka-Cola sumar kókflöskur og virðist vera nýjasta aðferð fyrirtækisins til að ná til þeirra sem vilja hugsa betur um heilsuna.   Þessi fullyrðing er nokkuð misvísandi. Kók inniheldur hina umtöluðu fosfórsýru sem  er bæði gervi-bragðefni og rotvarnarefni og talin eru valda margvíslegum heilsuskaða. Því til viðbótar inniheldur kók önnur skaðleg efni sem talin eru geta átt þátt í  þunglyndi, skemmdum á nýrum, hjartaáföllum og heilaskemmdum.

Þetta gerist í líkamanum þegar við drekkum eina kók:

  • Innan 20 mínútna hefur sykurmagn í blóði hækkað sem leiðir til snöggrar losunar á insúlíni. Lifrin reynir hvað hún getur að breyta umfram sykri í fitu sem hún svo setur í geymslu víðsvegar um líkamann.
  • Innan 40 mínútna er koffíníð komið í hámarksvirkni og sjáöldrin eru útvíkkuð, blóðþrýstingur hefur hækkað og lifrin sendir jafnvel enn meiri sykur út í blóðið.
  • Innan 45 mín eftir að hafa drukkið kókið eykst dópamínframleiðslan sem gefur vellíðunartilfinningu á svipaðan hátt og eftir heróínneyslu.
  • Eftir 60 mínútur verður sykurfall sem veldur oft mikilli þreytu, sljóleika, skapsveiflum og heilaþoku.

Kókdós inniheldur um 10 teskeiðar af sykri sem samsvarar 100% af ráðlögðum dagskammti. Fosfórsýran blekkir líkmann þannig að hann áttar sig ekki nægilega fljótt á svo háu glúkósamagni.

Svona virkar fosfórsýra  á bein:

Kók inniheldur fosfórsýru, E338. Fosfórsýra er auðfáanleg, ódýr í framleiðslu og því víða notuð, m.a.á skipasmíðastöðvum til að fjarlægja ryð.  Rannsóknir sýna tengsl fosfórsýru við beinrýrnun, krónísk nýrnavandamál og nýrnasteina.

Niðurstaða rannsóknar sem birtist í The American Journal of Clinical Nutrition,  2006 var að kókdrykkja valdi beinþynningu hjá konum. Konur sem drukku kók daglega mældust með 3,7% lægri beinþéttni í lærlegg en þær sem ekki drukku kók. Hinsvegar var önnur rannsókn sem sýndi hið gagnstæða, að lágt magn fosfórs tengdist aukinni beinþynningu. Sú rannsókn var greidd af Coka-cola svo þær niðurstöður hafa verið dregnar í efa.

Gosdrykkir geta valdið þunglyndi:

Samkvæmt American Academy of Neurology (AAN) er fólk sem drekkur meira en 4 dósir af gosdrykkjum á dag 30% líklegara til að þróa með sér þunglyndi en þeir sem drekka ekki gosdrykki.

Gosdrykkir  geta orsakað nýrnaskemmdir:

The National Kidney Foundation ráðleggur eindregið frá neyslu  gosdrykkja. Nýrnaheilsu hefur hrakað síðustu tvo áratugi  hjá konum sem drekka nokkra gosdrykki á dag skv. rannsóknum hinna virtu Nurses’ Health study. Reyndar  hafa konur sem drekka gosdrykki 30% lélegri nýrnaheilsu samanborið við konur sem ekki drekka gosdrykki. Meira en 3000 konur voru þátttakendur í rannsókninni í 20 ár eða lengur og er meðalaldur þeirra núna 67 ár.

Gosdrykkir skemma lungun:

Samkvæmt Respirology gæti neysla á gosdrykkjum aukið hættuna á öndunarsjúkdómum eins og astma og krónískri lungnaþembu (COPD)

Gosdrykkir valda skemmdum á heila:

Of mikil sykurneysla er  ein af helstu ógnum heilaheilsu en jafnvel sykurlausir gosdrykkir geta mögulega valdið heilaskemmdum. Aspartame er algengt sætuefni í sykurlausum gosdrykkjum og getur valdið skemmdum á heila. Samkvæmt rannsókn sem var birt í Drug and Chemial Toxicology  getur langvarandi neysla á aspartame sætuefni  leitt til ójafnvægis í andoxunar/oxunar efna í heila.

Sykraðir gosdrykkir skemma tennur:

Rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla gosdrykkja getur valdið margskonar tannheilsuvandamálum eins og glerungseyðingu og skemmdum.

Gosdrykkir valda hjartaskemmdum:

Neysla á gosdrykkjum skemma hjartavöðvann. Samkvæmt Harvard-rannsókn eykur gosdrykkja hættu á kransæðasjúkdómum. Breyting mældist einnig á fituefnum, bólguaukandi  þáttum og leptíni (hormon sem stýrir matarlyst). Þátttakendur sem drukku hvað mest af sykruðum drykkjum mældust með 20% hærri líkur á að þróa með sér hjartaáföll.

Neysla gosdrykkja hefur áhrif  á allan í líkamann og  afleiðingar geta verið miklar bæði af skammtíma og langtíma neyslu. Með þvi að hætta að drekka gos ertu að stuðla að bættri heilsu heila, lungna, hjarta og tanna.

download (1)

Coca-Cola er í kastljósinu vegna blekkjandi merkinga  

Eins og kemur fram í upphafi greinarinnar stendur í innihaldslýsingu á ákveðnum flöskum að viðkomandi drykkur innihaldi hvorki bragð- né rotvarnarefni. Coca-Cola þykir með þessu vera að blekkja neytendur og eru nokkrar málsóknir í gangi vegna þess í Bandaríkjunum.

Talsmenn fyrirtækisins segja að fosfórsýran sé ekki á lista the Food and Drug Administation (FDA) yfir gervi-bragðefni svo þess vegna séu þeir ekki skyldugir að nefna það sem slíkt.  Þessi skýring er ekki talin réttmæt þar sem listi FDA er ekki ætlað að vera fullnægjandi eða nákvæm upptalning. FDA  skilgreinir gervi-bragðefni sem efni sem bætt er í gagngert til að auka bragð ásamt að þau séu ekki náttúruleg eins og ávaxta og gænmetissafi, jurtaefni eða mjólkurafurð.

Coke fer ekki í felur með þá staðgreind að fosfórsýra er notuð í þeirra drykki og nafngreinir það í innihaldslistanum. Fosfórsýran eykur beiskjuna (skerpuna) í kókinu og þarf þá mikinn sykur til að koma á jafnvægi á móti sýrunni. Augljóst þykir að fosfórsýran sé bæði rotvarnar- og gerfi-bragðefni.

Hvar annars staðar er að finna fosfórefni

Fosfór er bæði í kjöti og mjólkurafurðum sem er líklega skýringin á af hverju það getur verið bólguvaldandi í líkamanum. Samkvæmt Center for Science in the Public Interest (CSPI) eru flest fosföt í  mataræði bandaríkjamanna ekki úr gosdrykkjum heldur úr dýraafurðum.  Ef það er tekið með í reikninginn er kók líklega óhollara vegna hás sykurinnihalds frekar en vegna fosfórsýru innihalds.

Matar og drykkjarmerkingar eru meira og oftar gagnrýndar fyrir blekkingar  og mistúlkanir. Algeng innihaldsefni í unnum vörur geta verið skaðleg heilsunni (hægt er að lesa um það  í https://www.healthyandnaturalworld.com/top-10-worst-ingredients-in-food/). Það er augljóst að kók er ekki náttúrulegur drykkur. Fólk kaupir það ekki af heilsufarsástæðum.

Diet-kók getur þrefaldað hættuna á vitglöpum og heilablóðfalli (og valdið krabbameini

Maður gæti haldið að sykurlaust kók væri betra fyrir heilsuna en venjulegt kók sem er fullt af sykri. Við vitum nefnilega að of mikil sykurneysla er hættuleg heilsunni. En læknisfræðileg rannsókn sem birt var í tímariti American Heart Assoiation, Stroke, sýndi að gervi-sætuefni sem notuð eru í sykurlausum drykkjum eru áhyggjuefni. Læknisrannsóknin sýndi fram á að að það að drekka sykurlausa gosdrykki eykur hættuna á heilablóðfalli og vitglöpum.

Þetta er þýtt og endursagt af heimaíðunni Healthy And Natural World. Frumgreinina má finna hér:    https://www.healthyandnaturalworld.com/substance-in-coke-is-linked-to-multiple-health-issues/?fbclid=IwAR0ogfKtyNqknQd2GxXW5tiBgQv4GZ5_FQVKC67zcP71KHJoKwpHebcgSVE

Þýðandi Hafdís Arnardóttir

 



Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , , , ,

%d bloggers like this: