MAGNESÍUM ER ALLTAF MIKILVÆGT

Ég hef oft áður skrifað um magnesíum, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. Í þessari grein set ég fram nokkrar helstu upplýsingar um þetta mikilvæga steinefni, enda er sífellt verið að spyrja mig út í það.

Magnesíum er eitt mikilvægasta steinefni líkamans og í gömlum kínverskum læknisfræðum er það kallað keisarinn yfir beinabúskap okkar. Hafi líkaminn ekki nóg af magnesíumi er hann ekki að hlaða kalki og kalsíum í beinin eins og hann á að gera.

Undir bein falla einnig tennur og ef útrýma á tannskemmdum þarf að auka magnesíum inntöku gífurlega til að gera tennurnar sterkari. Magnesíum er mun mikilvægara fyrir tennurnar en flúor, þótt tannlæknar kenni okkur annað. En lesið endilega meira um flúor og magnesíum hér neðar í greininni.

MAGNESÍUMSKORTUR

Magnesíumskortur birtist víða, því talið er að hann hafi áhrif á nánast hvert einasta líffærakerfi líkamans. Í vöðvakerfinu geta einkennin komið fram sem vöðvakippir, krampi, spenna eða eymsli í vöðvum, þar á meðal bakverkir, verkir í hnakka, spennuhöfuðverkir og stífni í kjálkavöðvum.

Ég velti fyrir mér hvort börn, sem send eru til sjúkraþjálfara vegna tölvunotkunar og stoðkerfisvanda, skorti einfaldlega magnesíum. Ég held að ýmsa unglingaþreytu megi laga með því að gefa börnum magnesíum, einkum þeim sem stunda miklar íþróttir. Allt álag og spenna leiðir nefnilega til þess að líkaminn skolar út magnesíumi

SKORTUR VELDUR SAMDRÁTTARHREYFINGUM

Þegar kemur að skertum samdráttarhreyfingum í vöðvum, eru einkenni magnesíumskorts meðal annars hægðatregða, krampakippir við þvaglát, vöðvakrampi í tengslum við blæðingar, erfiðleikar með að kyngja, erfiðleikar með að aðlaga sig sterku ljósi og viðkvæmni gagnvart hávaða

SVEFNLEYSI OG KVÍÐI

Merki um magnesíumskort koma einnig oft fram í gegnum miðtaugakerfið. Þar getur skorturinn meðal annars tengst svefnleysi, kvíða, ofvirkni eða eirðarleysi með stöðugum hreyfingum. Einnig tengist magnesíumskortur ofsahræðslu, víðáttufælni og hjá konum kemur hann fram sem pirringur í kringum blæðingar.

Einkenni sem tengjast úttaugakerfinu eru oft dofi eða tilfinningaleysi, náladofi og aðrar afbrigðilegar tilfinningar svo sem kippir og titringur.

SKORTUR TENGDUR HJARTA- OG ÆÐAKERFINU

Einkenni um magnesíumskort sem tengjast hjarta- og æðakerfinu eru meðal annars hjartsláttarónot, hjartsláttartruflanir, krampi í kransæðum, hár blóðþrýstingur og sig í mítralloku (loku milli hjarta og lungna). Eitt eða fleiri þessara einkenna geta verið vísbending um að viðkomandi einstakling skorti magnesíum.

Önnur almenn einkenni um magnesíumskort eru meðal annars mikil löngun í salt, svo og fíkn í og óþol gagnvart kolvetnum, einkum súkkulaði. Hjá konum getur magnesíumskortur einnig komið fram sem eymsli í brjóstum.

MAGNESÍUM EYÐIST ÚR LÍKAMANUM

Ein helsta ástæða þess að magnesíum eyðist (skolast t.d. út með þvagi) úr líkamanum er streita og ýmis konar líkamlegt álag. Má þar meðal annars nefna álag hjá íþróttamönnum og keppnismönnum.

Magnesíum er slakandi efni og þegar við erum undir álagi þurfum við ekki á slökun að halda. Nútímamaðurinn eyðir því daglega magnesíum úr líkama sínum og þarf því að bæta á birgðirnar daglega.

Ýmsir aðrir þættir hafa áhrifa á að magnesíum eyðist eða skolast úr líkamanum. Má þar meðal annars nefna mikla neyslu á sykri, hvítu hveiti, áfengi og ýmsum lyfjum.

Flúor eykur einnig á útskilnað á magnesíum úr líkamanum, því magnesíum binst flúori til að gera hann óskaðlegan. Líkaminn bindur svo þetta samsetta efni af flúor og magnesíum í vöðvum og sinum. Er þessi efnasamsetning af sumum talin vera ein helsta orsök vefjagigtar.

ER HÆGT AÐ TAKA INN OF MIKIÐ MAGNESÍUM?

Ég heyri þessa spurningu mjög oft. Til að svara henni vísa ég í helsta heimildarmann minn, lækninn og náttúrulækninn Dr. Carolyn Dean. Hún hefur rannsakað áhrif magnesíums á líkamann í meira en 30 ár og segir einfaldlega að ekki sé hægt að taka of mikið af magnesíumi inn, því líkaminn skolar út því sem hann nýtir sér ekki. Hins vegar tekur, samkvæmt rannsóknum hennar, um eitt ár að byggja upp magnesíumbirgðir í líkamanum. Einn helsti geymslustaður þar er hjartað. Ef þar verður magensíumþurrð, er hætta á hjartaáfalli.

MISMUNANDI TEGUNDIR AF MAGNESÍUMI

Þar sem gæði fæðunnar okkar hafa rýrnað á síðari árum og við fáum ekki nándar nærri eins mikið af steinefnum og við fengum fyrir 50-60 árum, er nauðsynlegt að taka inn bætiefni til að tryggja að nægilegt magn af magnesíumi sé í líkamanum.

Frá NOW bætiefnafyrirtækinu er hægt að fá nokkrar mismunandi tegundir af magnesíumi, en ég fjalla aðeins um tvær þeirra hér.

Mín uppáhaldablanda er Magnesium & Calcium, reverse ratio. Í henni eru hlutföllin 800 mg af magnesíum á móti 400 mg af calcium, en við þurfum einmitt meira af magnesíumi en kalki, þar sem við losum það úr líkamanum undir álagi. Í þessari blöndu er einnig sink, en magnesíum þarf á sinki að halda, til að upptaka á því í líkamanum sé betri. Einnig er í blöndunni D-3, en það er mikilvægt með kalkinu.

Þeir sem þurfa að örva hægðalosun og ná betri svefni geta nýtt sér Magnesium Citrat. Það er í duftformi, en duftið er hrært út í glasi af vatni. Best er að taka það inn á kvöldin. Það virkar alveg eins og Magnesia medic, sem margir þekkja.

Einnig er til frá NOW Magnesíum spray, en það er notað útvortis við ýmis konar vöðvaverkjum. Við þeim er betra að úða magnesíuminu beint á húðina, því þá virkar það innan fárra mínútna. Það gengur auðveldlega inn í gegnum húðina og þarf ekki að fara í gegnum meltingarveginn. Sumir nota það einnig fyrir svefninn, en ég hef aðallega notað olíuna á vöðvaverki, beinhimnubólgu og sinadrætti.

Ef það svíður undan Magnesíum spray-inu er gott að blanda því við olíu eins og ólífuolíu og bera á húðina. Sviðinn kemur vegna þess að magnesíum er í raun salt og húðin er viðkvæm.

Öll þessi bætiefni fást í Hverslun.is. Ef þú pantar bætiefnin í gegnum vefverslunina geturðu nýtt þér afsláttarkóðann GB19 til að fá 10% afslátt af þessum vörum, svo og öðrum NOW vörum sem þig kann að vanta.

HeimildirHealthy.net og Candida sveppasýking eftir Hallgrím Þ. Magnússon og Guðrúnu G. Bergmann

 Þessi grein er skrifuð af Guðrúnu Bergmann og er hér  birt með leyfi hennar.   gudrunbergmann.us6.list-manage.com/…/click  Flokkar:Annað, Fæðubótarefni

%d