,,Access Bars „hvað er það?“

Á Heimsljós messunni í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ í September 2018 kynnti Kristín Hanna Bergsdóttir meðferð sem nefnd er ,,Access Bars“. við báðum hana að segja lesendum Heilsuhringsins frá meðferðinni. Nú tekur Kristín Hanna við:

„Access Bars“ er blíð orkumeðferð sem slakar á huganum og gefur móttakanda möguleika á að lyfta meðvitund yfir á hærra plan. Access Bars samanstendur af 32 punktum á höfðinu sem geyma orku sem allir eru tengdir mismunandi þáttum í lífinu. Bars geyma rafhleðslur af öllum hugsunum, hugmyndum, viðhorfum, ákvörðunum og trú um all sem hefur nokkurn tímann tekið inn. Sem dæmi má nefna: hver einasta mikilvæga hugsun sem þú hefur myndað um peninga eru vistuð í Bar sem nefnist ,,peningar”. Allt sem þér finnst hræðilegt við peninga og allt sem þér finnst æðislegt við að eiga peninga. Allar þær skoðanir sem þú hefur á fólki sem á mikinn pening, ásamt skoðunum á þeim sem eiga minni pening. Öll þessi orka hleðst upp í peninga-bar.

Einnig má nefna ,,Bari“ fyrir heilun, líkama, stjórnun, vitund, sköpun, styrk og aldur sem einmitt innihalda þessar ákveðnu hleðslur af orkum. Þegar þú snertir einn Bar (punkt) byrjar orkan sem er læst í því umráðasvæði í lífi þínu að afhlaðast og mynda nýtt rými fyrir allt hið nýja sem þú vilt skapa. Meðferðin virkar einnig á gefanda svo báðir aðilar njóta góðs af.

,,Bars“ eru 32 punktar á höfðinu. Þegar haldið er ofurlétt um þessa punkta þá er eins og hluti af harða disknum þínum strokist út. Allt þetta gamla sem þú vilt ekki halda í lengur, verður uppfært og allt kerfið þitt vinnur mun auðveldar, léttar og með mun færri bilunum! Að auki byrjar það að opna fyrir getu þína til að taka á móti. -Dr. Dain Heer, meðstofnandi Access Consciousness

Þegar við hugsum höfum við áhrif á orkuna í kringum okkur. Það sem við hugsum, finnum og upplifum býr til hálfgert ,,orku-fingrafar” í boðefnaskiptum okkar. Þetta ,,fingrafar” breytir svo heilastarfsemi okkar. Í gegnum þetta ferli myndast okkar eigin raunveruleiki, eins og við upplifum hann. Með þeim undraverða styrk sem við búum yfir getum við annað hvort skapað óendanlega möguleika eða takmarkað okkur verulega.

Þegar við ,,rennum bars” (framkvæmum bars) í gegnum lauflétta snertingu punkta á höfðinu, byrjum við að eyða öllum árunum og lífsíðunum sem við höfum setið föst í staðnaðri orku, sem mynduð er af skoðunum okkar um að við getum ekki breyst. Þetta nýja rými opnar fyrir nýja möguleika fyrir að þiggja og taka á móti. Oft er þetta eitt og sér það sem þarf til. Þegar við lærum að taka á móti og þiggja í gegnum orkusviðið okkar erum við ekki lengur þrælar takmarkana og þurfum ekki að fela okkur á bakvið veggina sem standa í vegi fyrir að við getum tekið næstu skref í að vera hamingjusöm í lífinu.

Að vinn með Access Bars orkuna getur verið byrjunin á stórkostlegu nýju ævintýri í lífinu og auðveldað daglegt líf til muna.

Hefur þú áhuga á meira rými í þínu lífi?
,,Bars“ meðferð hefur á síðustu 25 árum hjálpað fólki víða í heiminum. Það eru yfir 8000 leiðbeinendur og meðferðaraðilar í yfir 170 löndum. Hver sem er getur lært þetta, börn, unglingar og fullorðnir. Þar að auki getur þú ekki skaðað neinn með því að ,,renna Bars“.

Að læra ,,Access Bars“ tekur einn dag og svo auðvitað æfingu. Þú getur öðlast réttindi til að vinna með þessar meðferðir á einungis einum degi. Samkvæmt Access er ekkert til sem heitir vitlaust, svo allir geta verið með. Þessi stórkostlega orkumeðferð hefur hjálpað fólki að vinna með:

 • Fóbíur
  Þunglyndi
  Verki í líkamanum
  Dýpri svefn
  Meiri orku
  Minna stress
  Öflugri sköpunarkraft
  Dýpri ró og aukinn skýrleika
  Meira peningaflæði
  Betri sambönd og minni meðvirkni!
  Námsgeta eykst og prófkvíði minnkar

Markmið ,,Access Consciousness“ er að búa til heim meðvitundar sem inniheldur allt og dæmir ekkert.  Móðurskip  ,,Access Bars“ er stórt og mikið fyrirtæki sem vinnur að því að breyta lífum með auðveldum en ótrúlega kraftmiklum verkfærum. Maðurinn á bak við ,,Access Consciousness“ er Gary Douglas. Hann er heimsþekktur rithöfundur, meðferðaraðili, brautryðjandi og leiðtogi.

Höfundurinn: Kristín Hanna segir:  Ég er lærð í Höfuðbeina og spjaldahryggjarmeðferð, er kundalini jógakennari og mikill áhugamaður um líkamann, hugann og hvernig mannskepna, og í raun allar skepnur, virka. Afhverju þær gera það sem þær gera og ég er alltaf að leita að nýjum leiðum til að vaxa, breytast og búa til eitthvað nýtt í mínu lífi og annarra. ,,Access Bars“ komu til mín á fullkomnum tíma, hefur gjörsamlega breytt mínu lífi, hef lært svo mikið um það hvernig ég get breytt mínu lífi og annarra á svona auðveldan hátt . Þegar maður fer að skoða allt sem ,,Access Consciousness“ hefur upp á að bjóða er heill heimur upplýsinga sem maður getur notað til að gera líf sitt auðveldara og skemmtilegra.

Ég var svo heppin að kynnast þessari meðferð hérna á Íslandi í Júní 2018, þegar Jósa Goodlife kom til landsins frá New York og hélt  námskeið sem hún gerir reglulega. Hana má finna á: http://www.goodlifecreation.com

Höfundur: Kristín Hanna Bergsdóttir hefur netfang: kristinhb93@gmail.com
S: 7702396

JFlokkar:Annað, Kynningar

%d bloggers like this: