Óvæntur bati á slitgigt og brjóskeyðingu

Rætt við Heimi Karlsson og Árna Þorsteinsson í mars 2013

Heimir: ,,Ég bjó í Englandi fyrir síðustu aldamót og veiktist heiftarlega. Læknarnir sem ég leitaði til héldu að ég væri með brotin smábein í vinstra fætinum og settu mig í gifs.  En veikindin jukust dag frá degi og þegar ég loks komst á spítala á fimmta degi var ég orðinn fárveikur og læknarnir bjuggust ekki við að ég lifði af nóttina. En upp á von og óvon var dælt í mig sýklalyfjum og ég hafði það af og vaknaði allur gulur morguninn eftir. Það kom í ljós að orsakir þessa heiftarlegu veikinda voru ekki brotin bein í fætinum heldur streptókokka bakteríusýking, sem hafði komið sér fyrir í smábeinum í vinstri ristinni. Sýkingin át upp brjóskið í ristinni og því fylgdu óbærilegar kvalir. Ristin fór mjög illa og er stórskemmd eftir þetta.

Í framhaldi hljóp bakterían í hægri ökkla og síðan í vinstri öxl, brjóstliði og svo lifrina. Þó að ég væri vel á mig kominn áður en ég veiktist tók  það mig heilt ár að komast á fætur aftur. Ári seinna fékk ég bráða brjósklos í bakið og var skorinn upp. Eftir þá aðgerð sagði sérfræðingurinn við mig: ,,Það eru tveir aðrir skemmdir liðir í bakinu, sem er ekki spurning um hvort fari heldur hvenær, líklega fyrr en seinna“.

Þú verður bara að læra að lifa með þessu!

Frá árinu 2004 til janúarmánaðar árið 2011 gekk ég reglulega til sérfræðings, kírópraktors, sjúkraþjálfara og tók einnig inn verkjalyf og bólgueyðandi. En þrátt fyrir það fór ég í bakinu tvisvar til þrisvar á ári fyrirvaralaust. Enginn kunni ráð við þessu og mér var tjáð að ég yrði að læra að lifa með þessu.

Ég verð að hrósa bæði Bergi Konráðssyni, kírópraktor, Pétri Einari Jónssyni, sjúkraþjálfara og Sveinbirni Brandssyni, bæklunarlækni, sem allir hafa reynst mér einstaklega vel.  Þeir eru miklir snillingar, hver á sínu sviði. En það er meira en að segja það að sætta sig við vandamál af þessu tagi. Brjóskeyðingin olli slitgigt sem varð til þess að ég fann til við hverja hreyfingu sama hvort ég gekk, sat eða lá. Stanslausir verkir og vanlíðanin setjast á sálina.

Áhugi á góðri heilsu vaknaði við veikindin

Því miður byrjaði ekki áhugi minn á eigin heilsu fyrr enn við þessi veikindi. Áður taldi ég heilbrigði sjálfsagt. Ég vildi óska að manni væri innprentað strax í æsku að taka ábyrgð á eigin heilsu. Það ætti að byrja á því strax í leik-og barnaskóla að kenna meira um hollt mataræði. Einnig hvernig er hægt að bæta það upp með vítamínum, steinefnum og öðrum nauðsynlegum bætiefnum. Þetta á að gera á unga aldri á meðan við erum móttækilegust fyrir því. Slík fræðsla skiptir einstaklingamiklu máli, hún skiptir heilbrigðiskerfið máli og hún skiptir alla þjóðina máli. Meiri fræðsla í skólum um heilbrigða lífshætti gæti meira að segja hjálpað fólk til að halda góðri heilsu fram á elliár og verða heilbrigð gamalmenni.

Dr. Oetker,  þýskur læknir, fann upp næringaraðferð fyrir þremur til fjórum áratugum, sem fólst í því að setja næringarefni í gel sem gerir líkamanum margfalt auðveldara að taka þau upp og melta. Athuganir hafa leitt í ljós að nýtingin geti verið um 95%. Þjóðverjar eru mjög framarlega á þessu vísindasviði.

Lausnin fólst í ,,Aktiv“

Í janúar árið 2011 kynntist ég þýskum gel-vörunum frá Berry.En. Ég var varfærinn í fyrstu en eftir að ég hafði kynnti mér að þær voru á svokölluðum Kölnar-lista, það er listi sem íþróttakennaraskólinn í Köln gefur út um fæðubótarefni, sem hann lætur skoða og rannsaka hvort eru í lagi. Þá ákvað ég að prófa gel sem heitir Aktiv, sem ég hef borðað á hverjum degi síðan. Það inniheldur prótein sem heitir kollagen hydrolysate, sem er sérstaklega sett saman með það fyrir augum, að það setjist fyrir í brjóski og örvi efnamyndun í brjóski og hefji brjóskmyndun að nýju.

Ég byrjaði á að taka inn 1 til 2 poka á dag fyrsta hálfa mánuðinn, svo einn poka á dag eftir það. Eftir einn og hálfan mánuð fann ég töluverðan mun í bakinu. Það dró verulega úr stífleika og verkir hurfu smátt og smátt og eftir u.þ.b. 3 til 4 mánuði var ég verkjalaus.Til að gera langa sögu stutta hefur þetta hjálpað mér svo rosalega mikið að ég hef ekki kennt mér meins síðan og ekki lagst í rúmið vegna bakverkja síðan. Það má geta þess að ég hlífi mér ekkert sérstaklega þar sem ég leik t.d. oft golf. Til þess að halda mér góðum borða ég einn gelpoka af Aktiv á dag, eða á tveggja daga fresti.

Einnig hef ég tekið inn ,,Yumi cell energy“ gel  frá Berry.En. Það inniheldur yfir 90% ,,fucoidan“ sem er unnið úr brúnþörungum/bóluþangi  (Focus Vesiculosus). Ég vissi lítið um bóluþang áður en við athugun kom í ljós að það vex allt í kringum Ísland. Áætlað er að um ein milljón tonna af brúnþörungum sé í Breiðafirði. Brúnþörungar endurnýja sig á fjögra til fimm ára fresti. Fucoidan er mjög merkilegt næringarefni. Á heimasíðu US National Library of Medicine National of Health; http://www.pubmed.gov og öðrum heimasíðum sem benda á heilsuáhrif fucoidan, er talað um að fucoidan hafi áhrif á meltingartruflanir, vefjagigt, ristilvandamál, psoriasis gigt, sykursýki 2, blóðfitu, blóðþrýsting, drepi bakteríur og örverur og haldi niðri frunsuvírus o.fl.

Yumi gel er mjög græðandi

Pabbi minn brenndi sig á handabaki á sjóðandi heitri hamsatólg, ég bar strax á hann Yumi gel og batinn var undraverðu, hann þurfti aldrei að taka verkjalyf, aldrei bólgueyðandi og er ekki með ör eftir.

Margir í kringum mig hafa einnig tekið inn Aktiv- og Yumi gel. Batinn hefur verið mis fljótur að koma í ljós og farið eftir því hvaða vandamál hefur verið um að ræða. En sumir hafa fljótt fundið undraverðan bata allt frá hálfum mánuði upp í fjóra mánuði. Algengast er að innan tveggja mánaða finni fólk mikinn mun“.

Netfang Heimis er: heimir@heimir.com

 

Árni Þorsteinsson segir frá hvernig Aktiv-og Yumi gel bættu veikt hné

Árni: ,,Ég slasaðist í tvígang í frjálsum íþróttum, fyrst fékk ég slæm bakmeiðsl með tognun og mari veturinn 1970-1971, sem hafa fylgt mér allar götur síðan. Svo sumarið 1973 rifnaði liðþófinn í öðru hnénu og  samkvæmt þess tíma lækningum var skorið og liðþófinn tekinn. Þetta háði mér svo sem ekkert fyrr en árið 2006 þá var komið slit í hinn liðþófann í hnénu. Hnéð var speglað og tekinn hluti af þófanum sem eftir var. Komið var talsvert slit í hnéð og mér var tjáð að það væri bara tímaspursmál hvenær ég þyrfti að fara í hnjáliða-aðgerð. Þá fór ég að taka inn fæðubótarefni sem voru á markaðnum: Nutrilenk, Liðamín og Liðaktín sem gerðu nánast ekki neitt fyrir mig. Síðan tók ég Glucomed sem hjálpaði aðeins en hafði hinsvegar þær aukaverkanir að kólesterólið rauk upp,  en því mátti ég alls ekki við því að kólesterólið var full hátt fyrir. Þannig að ég var orðinn í frekar vondri klemmu með hnéð. Í þessu limbói var ég næstu fimm árin. Stalst til að taka Glucomed í nokkra mánuði til að hvíla hnéð þrátt fyrir kólesteról hækkunina og hætti svo á milli að taka það inn til að ná kólesterólinu niður.

Svo var það einn síðvetrardag árið 2011 að ég hitti Lárus ,,pottfélaga“ minn í heitapottinum  og var hann þá að tala um eitthvað gel sem hann væri að taka inn við slitgigt í hnjánum, sem voru afleiðingar gamalla fótboltameiðsla. Eyrun á mér sperrtust og ég spurði Lárus hvar hann keypti þetta. Hann sagðist kaupa það frá Þýskalandi og geta selt mér ef ég vildi og vissulega var ég til í það.  Eftir svona tvo mánuði fór ég að finna að verkurinn sem hafi verið stanslaust í hnénu var aðeins farin að dofna. Þó að mér finndist gelið ekkert sælgæti til að byrja með hélt ég áfram að taka það inn.

 

Núna hef ég tekið AKTIV kollagen gelið í tæp tvö ár og er verkjalaus í hnénu. Ég er hættur við að fara í liðskiptaaðgerðina sem mér var sögð að væri óumflýjanleg.

Ég gerðist svo félagi í Berry. og í ágúst árið 2012 fór ég að kaupa vörurnar beint. Þá fór ég einnig að taka brúnþörungagelið Yumi Cell Energy sem hefur haft mjög góð áhrif á krónískar bólgur sem eru fylgifiskar gömlu meiðslanna í hnénu og bakinu. Ég fer reglulega í kólesteról mælingu  einu sinni á ári og það merkilega gerðist síðast þegar ég fór í mælingu núna í febrúar 2013 þá var kólesterólið mun lægra en undanfarin ár. Það eina sem ég hef breytt er að taka inn YUMI, ég er jafn þungur og hef hreyft mig mjög svipað og undanfarin 10 til 12 ár“.     –

 

 



Flokkar:Annað, Ýmislegt