Hugsanir hafa vængi

Nýverið kom út bókin ,,Hugsanir hafa vængi” eftir Konráð Adolphosson stofnanda Dale Carnegie á Ísland. Í bókinni er bent á að við getum skapað okkar eigin lífsreynslu með hugsunum.

  • Velgengni þín byggist á því hvernig þú hugsar og hvað þú segir við sjálfa/n þig.
  • Um að gera er að tala jákvætt við undirmeðvitundina.
  • Árangursríkt er að eiga stóra drauma um velferð og velgengni.
  • Engin takmörk eru fyrir því hve draumar mega vera stórir.
  • Nauðsyn er að sneiða hjá efa og neikvæðri hugsun.
  • Við höfum val um hvað við hugsum.
  • Við sköpum okkar eigin raunveruleika með meðvitaðri notkun hugsana.
  • Hugsanir hafa kraft til að draga að sér fólk, atburði og kringumstæður í lífinu.
  • Þú hefur tækifæri til að nota  afl hugans til að öðlast það sem þú þráir

42981108_244262312926515_5000696702668111872_n

Konráð og sonur hans Bergur kíropraktor voru í viðtali á Bylgjunni í þættinum Reykjavík síðdegis þann 16.október. Þar sagði Bergur frá því að hann byrjar á hverjum morgni að undirbúa daginn með því að segja. ,, Í dag er góður dagur, ég er frískur, herss og glaður. Í dag er mitt tækifæri“.

Viðtalið má heyra hér: http://www.visir.is/k/2418ec9b-2b66-40f8-993e-9221fb0977fb-1538675726398?fbclid=IwAR3pAak515rKW70iuAVqOcKKFZ4Rgw3A2rmTfq2Zi3WHEXzvGSG1jX0bxnY

Bókin fæst hjá: Bókaverslunum

Höf.: Ingibjörg Sigfúsdóttir 2.12.18



Flokkar:Annað, Kynningar

%d bloggers like this: