Nýlegar rannsóknir benda til að fótaóeirð tengist D-vítamínskorti

Stuttur endursagður úrdráttur úr rannsókn á fótaóeirð og D-Vítamíni, sem birt var í ,,Neuropsychiatric Disease and Treatment„ .  Rannsóknin komst að því að D-vítamínskortur tengist aukinni tíðni fótaóeirðar.

Fótaóeirð einkennist af ósjálfráðum hreyfingu og óþægindum í fótum. Veldur svefnröskun, kemur fram við hvíld á kvöldin. Einkennin minnka yfirleitt við hreyfingu. Tíðni fótaóeirðar meðal fullorðinna er á bilinu 4% til 29% í iðnvæddum löndum.

Þróun fótaóeirðar er talin tengjast truflun í taugakerfinu. Því hefur verið haldið fram að D-vítamín styrki stjórn taugakerfisins og  get þannig haft áhrif á fótaóeirð. Þrátt fyrir þetta hafa fáar rannsóknir kannað gagnsemi D-vítamíns gegn fótaóeirð. En nú hefur nýleg rannsókn á 155 sjúklingum kannað sambandið á milli D-vítamíns og fótaóeirðar.

Rannsóknaraðilar mældu hvor þátttakendur væru með D-vítamín skort eða ekki. Skortur var talinn ef D vítamín  mældist undir 20 ng / ml. Alls voru 36 sjúklingar skilgreindir með skort en 119 sjúklingar voru yfir mörkunum.

Rannsakendur komust að því að 50,4% sjúklinganna sem skortir D-vítamín þjáðust af fótaóeirð, samanborið við 6,7% sjúklinga sem voru yfir viðmiðunarmörkunum.  Samkvæmt greiningu rannsóknarinnar tengdist D-vítamínskortur greinilega tíðni fótaóeirðar.

Greinina á frummáli og í heild sinni er að finna á slóðinni: http://www.vitamindcouncil.org/vitamin-d-news/recent-research-suggests-vitamin-d-deficiency-may-relate-to-restless-legs-syndrome/

I.S.  Þýtt og endursagt, des. 2014Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: