Meðferð með innrauðu ljósi hjá Askr

Hér fer á eftir viðtal við Danielu I. Gunnarsson, lækni um meðferð í innrauðu ljósi, sem einnig er kallað ,,ljós lífsins“. Það eru ósýnilegar orkubylgjur sem geta smogið djúpt inn í mannslíkamann þar sem þær hækka varlega líkamshitann innan frá og virkja líkamsstarfsemina. Innrauð ljósa meðfeð í gegnum jaðisteina fer fram á til þess gerðum bekkjum. Rannsóknir í Japan og Svíþjóð sýna að innrauðu ljósin eyða bólgum, sýkingum og verkjum. Hlutlaust sýrustig í líkamanum og innrauð ljós örvar líkamann og hjálpar honum að vinna sjálfur úr vandanum á náttúrulegan hátt. Í Þýskalandi hafa sjálfstætt starfandi læknar notað innrauða meðferð í yfir 80 ár.

Daniela lærði læknis- og tannlæknisfræði í heimalandi sínu Rúmeníu. En heillaðist af heildrænum lækningum og meðferðum eftir að hún flutti til Íslands árið 1999. Hún lærði svæða- og viðbragðsfræði, hómópatíu, heilun, kínverska læknisfræði og margt fleira. Hún er í Bandalagi íslenskra græðara, meðlimur í ORGANON fagfélagi hómópata og SSOVÍ Sambandi svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi.

En hvernig stóð á því að hún byrjaði að nota innrauð ljós?

,,Ég hef unnið við heildrænar lækningar í nær tíuár. Ég áttaði mig á því að það er mikilvægt að finna einfalda lausn sem virkar fyrir hið upptekna nútíma fólk. Þá er ég alls ekki að segja að sama meðferð henti öllum. Þvert á móti eru öll heilsuvandamál einstaklingsbundin og hver og einn þarf sérsniðna meðferð. Í Norður-Evrópu er minna um sól en æskilegt er. Fólk getur nýtt sér þessa meðferð til að bæta upp sólarleysið og vinna í leiðinni bug á ýmsum kvillum. Innrauða ljósið í bekkjunum nýtist mannslíkamanum eins ljósið frá sólinni og við skynjum þessar bylgjur sem hita. Þetta er einföld, örugg og áhrifarík aðferð sem rannsóknir hafa sýnt að er fullkomlega örugg.

Ekki má rugla innrauðuljósi saman við útfjólublátt ljós. Innrautt ljós er notað á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn til þess að vinna meðal annars með sár, bólgur, vöðva- og liðakvilla. Einnig er það notað sem hitalampar í hitakössum nýfæddra barna á barnadeildum og örvar þá heilbrigða frumumyndun í leiðinni.

Meðferðin virkar á allan líkamann í einu enda er líkaminn eitt líffærakerfi,

Mikilvægt að gefa öllum svæðum athygl og er hægt að vinna með eitt eða fleiri vandamál í einu svo sem húðvandamál, öndunarerfiðleika, bólgur og margt fleira. Vegna hitans sem innrauða ljósið sendir inn í líkamann bætir það meltingu, örvar blóðrás, styrkir ónæmiskerfið og vinnur gegn hvers konar sýkingum. T.d. hafa meðferðir á bekknum hjálpað gigtarsjúklingum og vefjagigtarsjúklingum og íþróttamönnum vegna meiðsla í liðamótum eða vöðvum meðal annars vegna þess að meðferðin losar um spennu og örvar heilbrigða frumumyndun og er þar með tilvalin fyrir stressaða og þreytta líkama“.

Daníela svara í síma: 588-7979 milli 9:00 til 10:00 og 18:00 til 19:00 virka daga, stofan hennar Askr er á Háaleitisbraut 35, 108 Reykjavík.   Netfangið er: daniela.askr@gmail.com  Fésbókarsíða: https://www.facebook.com/pages/ASKR/461588053918264?ref=hlFlokkar:Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: