Karlmenn ættu að forðast PSA skimum krabbameins í blöðruhálskirtli

Greinin sem hér fylgir er skrifuð af dr. John McDougall og birtist á frummálinu á vefslóðinni http://www.lewrockwell.com/orig10/mcdougall2.1.1.html        Örlítið stytt, íslensk þýðing Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.

Dr.John McDougall  er bandarískur læknir og rithöfundur sem  hefur þá kenningu að hægt sé að fyrirbyggja og meðhöndla hrörnunarsjúkdóma með ákv. matarræði. Hann rekur stofnun í Santa Rosa, California þar sem fólk er meðhöndlað til heilsu með þessu mataræði.  Vefsíða hans er:  http://www.drmcdougall.com/ Eftir að hann útskrifaðist frá Michigan State University’s College of Human Medicine, vann hann starfsnámsár sín á Queen’s Medical Center á  Honolulu, Hawaii. Hann er viðurkenndur lyflæknir Alþjóðlegu lyfjarannsóknarnefndarinnar (Board of Internal Medicine) og höfundur margra bóka.  Hann er aðal stofnandi Dr. McDougall´s Right foods Inc. sem framleiðir fæðuvörur fyrir matvöruverslanir, og er meðlimur ráðgjafanefndar  fyrir   Physicians Committee for Responsible Medicine.

Sjúkdómavæðing
Ofgreiningar sjúkdóma (sjúkdómavæðing) eru ,,sala sjúkdóma“. Það sem breikkar landamæri sjúkdóma og stækkar markaðinn fyrir þá sem selja og dreifa meðferðarúrræðum. http://www.lewrockwell.com/orig10/mcdougall2.1.1.html Það eru skýr dæmi um að flestar sjúkdómsvakningar, þ.e. herferðir sem styrktar eru beint af lyfjaiðnaðinum, eru frekar ætlaðar til þess að selja lyf, en að upplýsa og fræða eða miða að því að koma í veg fyrirsjúkdóma og viðhalda heilbrigði. Sjúkdómsvæðing gerir heilbrigt fólk að sjúklingum og sóar dýrmætum auðlindum.  Lækningin“ veldur skaða.  Þetta segir Ray Moynihan vísindarithöfundur hjá áströlsku Útvarpsþátta samtökunum  og breska læknatímaritið. http://www.plosmedicine.org/article/info:doi/10.1371/journal.pmed.0030191

Bein útsending á þætti Larry King live föstudaginn 21.ágúst 2009, markaði tímamót í sjúkdómsvæðingu og breytti þúsundum annars heilbrigðum karlmönnum í sjúklinga og olli þeim óbætanlegum skaða, þegar gestir sjónvarpsþáttarins  John McEnroe, Michael Milken, og Christopher Rose, mæltu með því að allir karlmenn yfir 40 ára færu í PSA rannsókn, í þeim tilgangi að finna blöðruhálskirtilskrabbamein. ( Þennan þátt er hægt að finna frítt á iTunes sem podcast og sem transcript.) http://www.drmcdougall.com/misc/2009nl/aug/king.htm

John McDougall, MD segir: ,,Ég þekki Larry King persónulega. Ég var gestur í alþjóðlegum útvarpsþætti hans þrisvar sinnum í fjarlægri fortíð. Hann er heiðarlegur maður, en ég tel að þetta tiltekna kvöld hafi hann orðið að ginningarfífli fyrir gróðameðferðir á blöðruhálskirtilskrabbameini á kostnað heilsu karlmanna.”  Þátturinn snart við tilfinningum áhorfenda, með viðtölum og hljóðrituðum vitnisburðum frá frægum mönnum, sem sögðu sögur af blöðruhálskirtils krabbameini sem hafði uppgötvast með PSA prófun.

Fyrrverandi ráðherra, hershöfðinginn Colin Powell, framkvæmdarstjóri LosAngeles  Dodger Joe Torre, útvarpsþáttar stjórnandinn Don Imus, leikarinn Charlton Heston, leikarinn Jerry Lewis, golfleikarinn Arnold Palmer, borgarstjóri New York Rudy Giuliani, öldungadeildarþingmaðurinn John Kerry, öldungadeildarþingmaðurinn Bob Dole, og hershöfðinginn Norman Schwarzkoff, sögðu allir sögu sína af viðureign sinni við blöðruhálskirtilskrabbamein og augljósan ávinning sem þeir töldu sig hafa fengið vegna snemmbúinnar uppgötvunar og meðferðarinnar sem á eftir fylgdi.

Markaðssetning – frægð selur. Fræg sjónvarpsstjarna Merv Griffin kom einnig fram í myndbands klippu, sem dæmi um „heimska sjúklinginn“sem hunsaði ráðleggingar læknisins og galt fyrir með lífi sínu. Af þessum langa lista gætir þú ályktað sem svo að allir eldri menn hefðu blöðruhálskirtils krabbamein. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1123297/

Áhorfendum var tjáð að með nútíma tækni, væru nú sjaldgæfir hinir kvíðvænlegu fylgikvillar þvagleka (lausheldni) og getuleysis. Gestirnir mættu engri mótstöðu vegna samræmda skilaboða um að allir karlmenn yfir 40 ára ættu að gangast undir rannsókn. Engum símtölum var svarað á þeirri klukkustund sem þátturinn stóð. Það verður að viðurkennast að gestgjafinn, Larry King gerði tilraun til að vekja máls á ágreiningnum, sem er í kringum notkun tiltekinna PSA blöðruhálskirtils mótefnavaka og DRE stafrænnar endaþarmsskoðunar og meðferðarinnar sem á eftir kemur.

En ögrandi athugasemdir hans voru alltaf hunsaðar af gestum hans.  Hugsanlega var Larry King meðvitaður um að margar þeirra skoðana sem fram komu í þessum klukkutíma langa þætti væru rangar og andstæðar ráðleggingum fyrir PSA prófun, sem gerð er af  Ameríska háskólanum í fyrirbyggjandi lækningum (American  College of Preventive Medicine), Skrifstofu sérfræðilegs mats í bresku Kólumbíu  (British  Columbia Office of Technology Assessment), Kanadíska krabbameinsfélaginu (Canadian Cancer Society),  Bandaríska forvarnarþjónustan ( U.S. Preventive Services Task Force)  og öðrum sjálfstæðum iðnaðar- samtökum.

Eftirrarandi fimmtán samtök styðja ekki PSA prófun
American College of Preventive Medicine
American College of Physicians
U.S. Preventive Services Task Force
National Cancer Institute (U.S.)
British Columbia Office of Technology Assessment
United Kingdom National Health Services
Canadian Cancer Society
Canadian Urological Association
Canadian Task Force on Preventive Health Care
World Health Organization
European Union Advisory Committee on Cancer Prevention
European Association of Urology
Cancer Council of Australia
Swedish Council for Technology Assessment in Health Care
National Health Committee, New Zealand

Aðeins sex samtök styðja PSA prófun
American Urological Association
The American College of Radiology
American Medical Association
The American Cancer Society
Urological Society of Australasia
Þessi list er ekki tæmandi en veitið athygli hverjir styðja prófanir.

Peningaslóðinni fylgt
Það er kannski engin tilviljun að helsti stuðningur við snemmbúna greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli með PSA prófun, kemur frá verslunarsamtökum sem tengjast lækningum. Besta dæmið er Félag amerísku þvagfæra samtakanna (American Urological Association) sem kemur fram fyrir hönd meira en 16,500 meðlima sérstakra hagsmunasamtaka (aðallega fólks innan þvagfæra- og geislafræði) og styrkt er af lyfjafyrirtækjum, eins og Glaxo Smith Kline, Eli Lilly,Novartis, Pfizer og mörgum öðrum fyrirtækjum sem fá innkomu frá karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli. http://www.auanet.org/content/homepage/homepage.cfm

Allir þrír gestirnir í þessum umrædda þætti Larry King, reyndust hafa fjárhagsleg tengsl við blöðruhálskirtilskrabbameins-iðnaðinn. John McEnroe er opinber talsmaður fyrir lyfjafyrirtæki, Michael Milken fyrir Blöðruhálskirtils- krabbameinsstofnunina (Prostate Cancer Foundation), dr.Christopher Rose er geislafræðingur (oncologist) og starfar í Beverly Hills sem forstjóri lækna hjá Krabbameinsmiðstöð fyrir geislameðferðir (The Center for Radiation Therapy of Beverly Hills.) Óneitanlega mun víðtæk PSA prófun þýða meiri gróða fyrir lækna, sjúkrahús, rannsóknarstofur, tækjabúnaðar- og lyfjaframleiðslufyrirtæki. Að vissum tíma liðnum virðist sem þessi tiltekni Larry King þáttur geti hafa verið kynningarhluti ætlaður til að selja lyfið ,,Avodart“ fyrir lyfjarisann ,,Glaxo SmithKline (GSK)“.

Þann 16. mars 2009 var tilkynnt að  MacEnro hefði gengið til liðs við GSK (Glaxo SmithKline ) til þess að biðja karlmenn um að fara til læknis í  þeim tilgangi að vita hvert PSA stig þeirra væri. http://www.morethanmedicine.us.gsk.com/blog/2009/03/prostate-health-is-a-serious-issue.html

Samtök amerískra þvagfærafræðinga, (American Urological Association) í Chicago, Illinois tilkynntu á fundi þann 27. apríl 2009 niðurstöður úr prófunum hjá REductionby DUtasteride of prostate Cancer Events. Rannsókn með vefjasýnatöku sýndi að efnið dutasteride, sem er hamlari fyrir blöðrukirtils-örvandi androgen5- alpha-dihhydrotestosterone, fækkaði krabbameini í blöðruhálskirtli um 5%. (Glaxo SmithKline selur ,,Dutasteride“ sem ,,Avodart“). Með þessu kemur áskorunin um að markaðssetja vöruna, þ.e. að finna viðskiptavini; í þessu tilfelli karlmenn með ívið hækkað PSA stig.
Það var nákvæmlega það sem Larry King þátturinn afrekaði.

John McEnroe vann verk sitt vel. Með um það bil 1,300.000 áhorfendur daglega, bætti þessi þáttur tvímælalaust við þann hóp 218.900 karlmanna sem greindir eru árlega í Bandaríkjunum með krabbamein í blöðruhálskirtli.  Uppgötvun á hækkuðu PSA gæti gagnast karlmönnum, að undanskyldum þeim sem fara í núverandi meðferðir. Skurðaðgerðir, geislameðferðir og lyfjameðferðir hafa ekki sýnst bjarga mannslífum . U.þ.b 27.050 karlmenn létust árið 2007 af þessum sjúkdómi. http://www.gsk.com/media/pressreleases/2009/2009_pressrelease_10047.htm

Hversvegna meðferðin sem fylgir á eftir PSA prófun mistekst.
Á yfirborðinu lítur út fyrir að snemmbúnar uppgötvanir krabbameins í blöðruhálskirtli lengi lífdaga karlmannanna.  Hvað sem því líður, þá sýndu rannsóknarniðurstöður annað. Fyrsta skýrslan frá Blöðruhálskirtils-, lungna-, eggjastokka- og krabbameinsskimunar (PLCO) var birt í New England Journal of Medicine, March 26, 2009.  Niðurstaðan á áhrifum skimunar með sérstakri blöðruhálskirtils-mótefnisvaka- prófun (PSA) og stafrænni endaþarms rannsókn (DRE) var að þær minnkaði ekki dánartíðni af völdum blöðruhálskirtils krabbameins. Önnur þáttaskil voru skýrsla frá Evrópu, birt í þessu sama hefti. Hún sýndi afdráttarlaust fækkun um minna en 1%. (1 dauðsfall af hverjum 1000 karlmönnum sem tóku PSA prófið).

Það eru tvær ástæður fyrir því að það mistekst að bjarga lífi með PSA prófun: Í fyrsta lagi; fá vefjasýni sönnuðu að krabbamein sem í því fannst væri ógnun við líf viðkomandi einstaklings.

Í öðru lagi; er snemmbúin uppgötvun goðsögn, því að um allan heim eru blöðruhálskirtils krabbameinstilfellin sem uppgötvast í smásjárskoðun á blöðruhálskirtlinum 30% hjá karlmönnum eldri en 50 ára.  Í USA er hlutfall krabbameins í blöðruhálskirtils fundið með smásjárskoðun jafnvel hærri í öllum aldurshópum, það er: 8% manna á þrítugsaldri, 30% manna á fertugsaldri, 50% manna á sextugsaldri og 80% manna á áttræðisaldri.  Hjá flestum karlmönnum munu þær frumur sem líta út sem krabbamein bersýnilega aldrei dreifast, og munu þess vegna aldrei ógna lífi mannanna. Það var augljóst að Larry King vissi þetta, þegar hann spurði gesti sína tvisvar eftirfarandi spurningar: ,,Er það goðsögn að þú deyir með honum, en ekki af honum?“

Svarið er: „Mikið fleiri karlmenn deyja með krabbamein í blöðruhálskirtli en af völdum þess.“ Jafnvel þó að blöðruhálskirtilskrabbamein komi fyrir hjá flestum karlmönnum, þá er verulega lítil hætta á að það valdi dauða sjúklingins; dánartíðnin er 226 af hverjum 100,000 körlum yfir 65 ára aldur. Þegar vísað er til dulins krabbameins er það hættulítið og mjög algengt krabbamein. Krabbameinið sem veldur dauða er þróað krabbamein.

Því miður, geta læknar ekki sagt til um það, með því að skoða blöðruhálskirtilsvef í smásjá, hvort að krabbameinið muni einhvern tíma verða ógnun við líf viðkomandi.

Niðurstaðan er sú: að nærri allir karlmenn sem greinast með aðra þessara tveggja tegunda krabbameins, muni verða meðhöndlaðir með einhverri eftirtalinna harkalegu meðferða: skurðaraðgerð, geislun, geldingu, og/eða kemískum lyfjameðferðum. Sorglega staðreyndin er sú, að þeir karlmenn sem hafa árásargjarna, þróaða formið af þessum sjúkdómi, munu heldur ekki njóta ávinnings af þessari meðferð, vegna þess að í þeim tilfellum er uppgötvunin með PSA og DRE alltof sein, til þess að þær meðferðir sem tiltækar eru í dag muni koma að gagni. Eftir 10 ára vöxt, þegar þessi 2 próf verða jákvæð, þá er meðaltal krabbameinsmassans inni í blöðruhálskirtlinum orðið um 1 cm í þvermál, eða sem samsvarar stærð strokleðurs á enda blýants og samanstendur af um það bil billjón frumum.

Eins og sjá má er „snemmbúin uppgötvun“ goðsögn og rangnefni – þriðjungur vaxtarins af þróaðu formi sjúkdómsins, hefur þegar átt sér stað án vitundar sjúklingsins og læknis hans. Í þeim fátíðu tilfellum, þegar þetta er raunverulega „banvænt form krabbameins í blöðruhálskirtli“ eftir 10 ára vöxt, þá hefur það þegar dreift sér um líkama mannsins. Þegar þú ákveður að fara í PSA próf þá er það gert með það í huga að prófið muni mögulega finna krabbamein, sem muni geta verið meðhöndlað með góðum árangri og bætt lífsgæði þín og lengt þitt líf. Hugsaðu smástund.

ert að veðja á mjög lítinn möguleika af raunverulega fræðilegum ávinningi sem gæti mögulega átt sér stað í fjarlægri framtíð. Ef PSA prófið er jákvætt (það eru 10% líkur á því ) og vefjasýnataka leiðir í ljós krabbamein (það eru meira en 30% líkur á því) þá er harmleikurinn sem á eftir fylgir tafarlaus, raunveruleg breyting fyrir lífstíð, fyrir alla menn sem greinast. Bara það að greinast með krabbamein breytir manneskjunni um ókomna framtíð.

Endurnýjun heilsu – og líftryggingar eru ekki lengur fáanlegar. Að finna starf við hæfi er mjög ólíklegt. Einu sinni greindur ertu stimplaður„krabbameinssjúklingur“ það sem þú átt eftir ólifað. Daglegar áminningar koma frá fjölskyldu, vinum, í heimsóknum til læknis og sögum í fjölmiðlum um krabbamein. Áhyggjur og kvíði stjórna lífi sjúklingsins og fjölskyldu hans. Framtíð hans verður að spurningarmerki. Allir verkir í líkamanum eru túlkaðir sem endurkoma krabbameinsins

Þá eru það aukaverkanir meðferðanna
Blöðruhálskirtils- krabbameinsrannsóknir greina svo frá að þvagleki sé algengengur (35%) Lausheldni þýðir blautar buxur, bleiur og stundum þvaglegg í blöðru mannsins. Risvandamál koma iðulega í kjölfar allra meðferðanna (58% við fjarlægingu blöðruhálskirtils, 43% í kjölfar geislunar, 86% við androgen deprivation). Það er líklegt að meira en 80% af sjúklingunum með krabbamein í blöðruhálskirtli þrói með sér risvandamál hvort sem þeir hafa farið í skurðaraðgerð eða yfirborðs geislameðferð. Þetta eru einungis tvær af mörgum aukaverkununum sem koma frá ,,bestu“ lyfjunum sem hægt er að bjóða karlmönnum með jákvæða PSA prófun!

HEIMILDIR::
1)Thompson IM, Pauler DK, Goodman PJ, Tangen CM, Lucia MS, Parnes HL, MinasianLM, Ford LG, Lippman SM, Crawford ED, Crowley JJ, Coltman CA Jr.?? Prevalenceof prostate cancer among men with a prostate-specific antigen level < or=4.0 ng per milliliter.N Engl J Med.2004 May27;350(22):2239-46.
2)Woolf SH. Screening for prostate cancer with prostate-specific antigen. Anexamination of the evidence.N Engl J Med. 1995 Nov23;333(21):1401-5.
3)McNaughton C. Early detection of prostate cancer. Serendipity strikes again.JAMA.1997Nov 12;278(18):1516-9.
4)Brawn PN.Prostate-specific antigen levels from completely sectioned,clinically benign, whole prostates.Cancer.1991 Oct 1;68(7):1592-9.
5)Friberg S, Mattson S. On the growth rates of human malignant tumors:implications for medical decision making.JSurg Oncol.1997 Aug;65(4):284-97.
6) NealDE, Donovan JL. Prostate cancer: to screen or not to screen?LancetOncol.2000 Sep;1(1):17-24.
7)Wilt TJ, MacDonald R, Rutks I, Shamliyan TA, Taylor BC, Kane RL. Systematicreview: comparative effectiveness and harms of treatments for clinically localizedprostate cancer.Ann Intern Med.2008Mar 18;148(6):435-48
8)Andriole GL, Crawford ED, Grubb RL 3rd, Buys SS, Chia D, Church TR, Fouad MN,Gelmann EP, Kvale PA, Reding DJ, Weissfeld JL, Yokochi LA, O’Brien B, Clapp JD,Rathmell JM, Riley TL, Hayes RB, Kramer BS, Izmirlian G, Miller AB, Pinsky PF,Prorok PC, Gohagan JK, Berg CD; PLCO Project Team. Mortality results from arandomized prostate-cancer screening trial.NEngl J Med. 2009 Mar 26;360(13):1310-9.
9)Schröder FH, Hugosson J, Roobol MJ, Tammela TL, Ciatto S, Nelen V, KwiatkowskiM, Lujan M, Lilja H, Zappa M, Denis LJ, Recker F, Berenguer A, Määttänen L,Bangma CH, Aus G, Villers A, Rebillard X, van der Kwast T, Blijenberg BG, MossSM, de Koning HJ, Auvinen A; ERSPC Investigators. Screening and prostate-cancermortality in a randomized European study.NEngl J Med.2009 Mar 26;360(13):1320-8.
10)Franks LM. Proceedings: Etiology, epidemiology, and pathology ofprostatic cancer.Cancer.1973 Nov;32(5):1092-5.
11)Holund B. Latent prostatic cancer in a consecutive autopsy series.ScandJ Urol Nephrol.1980;14(1):29-35.
12)Sakr WA . The frequency of carcinoma and intraepithelial neoplasia of theprostate in young male patients.JUrol.1993 Aug;150(2 Pt 1):379-85.
13)Stamey TA, Caldwell M, McNeal JE, Nolley R, Hemenez M, Downs J. Theprostate specific antigen (PSA) era in the United States is over for prostatecancer: What happened in the last 20 years. J Urol.2004Oct;172(4, Part 1 Of 2):1297-1301.
14)Selley S .Diagnosis, management and screening of early localisedprostate cancer.Health Technol Assess.1997;1(2):i,1-96.
15)Little M. Chronic illness and the experience of surviving cancer.InternMed J.2004 Apr;34(4):201-2.
16)Hoffman RM, Hunt WC, Gilliland FD, Stephenson RA, Potosky AL. Patientsatisfaction with treatment decisions for clinically localized prostatecarcinoma. Results from the Prostate Cancer Outcomes Study.Cancer. 2003;97:1653-62.
17)Wilson LS, Tesoro R, Elkin EP, Sadetsky N, Broering JM, Latini DM, DuChane J, ModyRR, Carroll PR. Cumulative cost pattern comparison of prostate cancertreatments.Cancer.2007 Feb 1;109(3):518-27Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: