Rotvarnarefni

Í Lífsskólanum, aromatherapyskóla Íslands kennir Jasbir S. Chana. Hann er af indverskum ættum og flutti átta ára gamall til Englands með fjölskyldu sinni. Jasbir S. Chana og kona hans reka fyrirtækið Phoenix Natural Products LTD, sem er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í Englandi. Allar heimildir um rotvarnarefni í þessari grein koma frá kennslu Jasbir S. Chana í Lífsskólanum í Reykjavík. Hann þakkar Panspermia Microbidogy sem lánuðu honum allt efnið til kennslunnar og hjálpuðu honum að setja upp kennsluverkefnið. (Hægt er að fara inn á ,,EU cosmetics Directive (76/768/ EEC) and its amendments“ (lagabreytingar). Rotvarnarefni eru efni sem má nota í bæði matvæli og snyrtivörur. Þau hafa fyrst og fremst þann tilgang að hindra þróun örvera, sýkla og veira. Þessi viðbót í framleiðslu vörunnar má alls ekki hafa önnur áhrif á hana efnislega og verður að vera örugg í notkun.

Efnahvarfaverkun á algengustu rotvarnar- efnahvarfasambönd þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Auðveld og örugg í meðhöndlun.
2. Vísindalega sannprófaður áhrifamáttur á víðtækri ph flokkun.
3. Þarf að geta leysts upp í vatni.
4. Verður að vera viðurkennd á heimsvísu.
5. Ilmlaus og litlaus.
6. Ekki kostnaðarsamt.
7. Verður að vera skaðlaust í niðurbroti m.t.t. umhverfisverndar og brotna niður fyrir áhrif örvera.

Fyrirmyndar rotverndarefni
1. Geta drepið allar örverur, sýkla og veirur sem líkleg eru til að komast í framleiðsluna á
breiðum grundvelli.
2. Eru laust við eitrun.
3. Hafa stöðugleika til að geta staðist framleiðsluferlið.
4. Viðhalda virkni í gegnum uppgefinn geymslutíma.
5. Hafa viðbragðshæfni gegn örverum, sýklum og veirum og minnka líkur á að þau sameinist innihaldi framleiðslunnar. Sumir telja að rotvarnarefni séu ill nauðsyn.

Algeng rotvarnarefni eru:
1. Parabens (methyl, propyl, butyl).
2. Phynoxyethanol.
3. Imidazolidinyl Urea.
4. Isothiazolinone.
5. Methyl Isothiazolinone.
6. Methyl cloro Isothiazolinone.
7. Benzoic acid. 8. Benzil alcahol.
9. Potassiumsorbate.
10. Grapefruit seed exdract.
11. Japanese honeysuckle extract.
Vítamín- E og BHT eru dæmi um mjög algeng náttúrleg rotvarnarefni í snyrtivörum.

Uppfærsla á náttúrlegum rotvarnarefnum
Það var sá tími að litið var með tortryggni á náttúrleg rotvarnarefni. Nú til dags hafa margir vísindamenn skipt um skoðun og hefur notkun á plöntuefnum og náttúrlegum sameindum aukist og litið á þau sem einstaka möguleika í framleiðslu. Rithöfundurinn (Dweck,1994, Dweck 1995, Dweck 2003, Dweck 2005) skrifaði um kosti náttúrlegra rotvarnarefna. Kostnaðurinn við þessi efni er mikill en það vegur upp á móti að markaðssetning hefur aukist mikið á vörum sem eru rotvarnarefnisfrí eða með náttúrlegum rotvarnarefnum, sem sagt innihalda engin gerviefni. Bannað er að nota rotvarnarefni sem ekki eru skráð í ,,Annex V1 eða 2 í EEC cosmetic Directive 76/678/EEC“. Innifalið er ,,The 7″ amending Commissions Directive 94/32/EC“. Samt sem áður eru náttúrleg efni ekki skráð sem rotvarnarefni og þegar þau eru notuð vegna heillavænlegra áhrifa þeirra á húð t.d. getur það samræmt á jákvæðan hátt alla vörn gegn örverum sýklum og veirum í framleiðslunni.

Náttúrleg rotvörn
Ef við byrjum á sykri þá hefur hann verið notaður sem vörn í matvælum og snyrtivörum í aldir, sbr. í sultugerð, safagerð og alls konar niðursuðu á matvælum. Gervisykur hefur ekki þessa eiginleika. Hunang er mjög gott til náttúrlegar rotvarnar. Alkahól sem unnið er úr sykri er mjög áhrifaríkt til rotvarnar. Hver kannast ekki við náttúrlega meðalið koníak sem margir taka á fastandi maga til að fyrirbyggja matareitrun. Suða og eiming er mjög gott til að rotverja.

Þegar vara er kæld eða fryst er sagt að klukkan stöðvist í vexti örvera ef varan er heilbrigð og hrein þegar hún er kæld. Þegar vatn er tekið úr vörunni (hún þurrkuð) minnkar mjög að örverur eða bakteríur þróist í henni. Þegar vatn síðan kemur í framleiðslu þarf að hafa rotvörn. Salt er mjög þekkt sem rotvarnarefni frá alda öðli. Talið er að Egyptar hafi notað natronsalt í 40 daga til að þurrka upp líkin. Sýrur eða ,,acid ph“ hefur verið mikið notað. Kraftur sem hefur verið náð úr hýði grjóna hefur verið notaður sem náttúrleg rotvörn. Hátt hlutfall af grænmetis glýseról, þrígilt alkahól sem einkum er að finna í fitu eða 15 til 20%. Það eru lík áhrif og frá háu hlutfalli af sykri.

Vítamín eru notuð til að verja vöruna og einnig að auka virkni hennar. E- vítamín, Tocopherol (tókóferil, ein tegund efnasambanda sem eru virk sem E- vítamín) hægir á öldrun frumunnar, eykur þol húðar, ver lungun fyrir mengun, hindrar og leysir upp blóðköggla og dregur úr þreytu. Það dregur úr myndun örvefs, hraðar gróanda brunasára, getur hjálpað til við að lækka blóðþrýsting, kemur í veg fyrir fósturlát og er mjög sterkur náttúrlegur andoxari. Það grípur frjálsa radikala sem verða til vegna útfjólublárra geisla sólar.

Sem E- vítamín ,,acetet“ hefur það róandi áhrif á húðina, stoppar þránun fituefna og er þess vegna mjög gott rotvarnarefni fyrir allar náttúrlegar olíur, verndar frumur og eykur gróanda. C-vítamín, (ascorbin sýra = C-vítamín, citric acid =sítrónusýra) er vatnsleysanlegt, græðir sár, bruna og blæðandi tannhold, hraðar gróanda eftir aðgerð, hjálpar til við lækka blóðkólesteról og koma í veg fyrir sýkingar, lækkar tíðni blóðtappa í bláæðum, dregur úr áhrifum ýmissa óþola og kemur í veg fyrir skyrbjúg. Það er andoxunarefni en getur orðið óstöðugt efni. Mjög gaman væri að koma seinna með grein um virkni margskonar vítamína og extrakta á alla lífræna framleiðslu.

Höfundur: Selma JúlíusdóttirFlokkar:Eitrun og afeitrun

%d bloggers like this: