TFT – Taumhald á tilfinningum

Jóhanna Harðardóttir hjúkrunarfræðingur, Bowen tæknir og Höfuðeina og spjaldhryggjarjafnari er eini Íslendingurinn sem hefur lært og hefur réttindi til að kenna ,,Thought Field Therapy“. Hún  útskýrir enska heitið á meðferðinni:  ,,taumhald á tilfinningum“. Meðferðina lærði Jóhanna hjá ,,Callahan Techniques í Chicago“. En það eru hjónin Dr. Roger J. Callahan og Joanne M. Callahan sem starfrækja stofnunina. Meðferðin felst í því að ýtt er undir náttúrulega hæfileika líkamans til að lagfæra vandamál. Nýttir eru ákveðnir vökvaþrýstingspunktar. Fólki er kennt að þrýsta eða banka létt á ákveðna staði á líkamanum eftir leiðbeiningum meðhöndlarans. Aðalatriðið er að hugsa um vandamálið til að vinna með það. Hugsunin skiptir þar meginmáli.

Hvaða gagn gerir meðferðin?
Henni er ætlað að vinna gegn ýmis konar sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum, hjálpa fólki að yfirvinna þröskulda og hindranir sem geta hamlað því verulega í daglegu lífi. Aðalatriðið er að ráðist er gegn orsökum vandans þannig að einstaklingnum verður mögulegt að útiloka sínar neikvæðustu upplifanir eða hindranir á stuttum tíma. Innifalið í TFT-meðferðinni er stutt röð sjálfshjálparaðgerða sem hægt er að framkvæma hvar og hvenær sem er.

Hægt er að komast í samband við Jóhönnu á slóðinni: http://heilsubot.com



Flokkar:Kjörlækningar, Meðferðir

%d bloggers like this: