Segulleirinn – leir sem dregur eiturefni úr líkamanum

Lauana Lei stofnaði fyrirtækið Magnetic Clay fyrir um 15 árum síðan. Hún hafði greinst með krabbamein jafnframt því að hún þjáðist af síþreytu. Vinur hennar benti henni þá á að rannsaka uppsöfnuð eiturefni í líkamanum og hún komst með ýmsum rannsóknum að því að sú var raunin. Hún vissi að í gegnum árþúsundir hefur maðurinn notað leir sér í lækningarskyni og fór að leita að leir sem hafði mikinn segulkraft til þess að draga út eiturefni úr líkamanum. Hún fann ekkert á markaðnum sem henni fannst nægjanlega gott en eftir mikla leit fékk hún sent til sín nokkuð magn af leir sem hún gat sætt sig við. Í dag heldur hún því fram að hún hafi læknað sjálfa sig bæði af síþreytu og af krabbameininu með bættu mataræði og reglulegum leirböðum.

Það varð til þess að hún sannfærðist um að þetta væri vara sem gæti hjálpað fólki úti um allan heim að ná heilsu á ný vegna uppsöfnun eiturefna í líkamanum. Leirinn hefur orðið nokkuð vinsæll í Bandaríkjunum og hafa fjölmargir sett sig í samband við hana og þakkað henni fyrir að losna við margskyns heilsufarsvandamál með notkun leirsins. Það sem hefur snortið hana mest er að fá bréf frá foreldrum ungra barna með einhverfu sem hafa læknast af henni með notkun leirsins, en þessir sömu foreldrar halda því fram að einkenni einhverfu hafi komið eftir að börnunum fengu bólusetningu.

En þess má geta að mikið magn af kvikasilfri er í bólusetningarlyfjum. Leirinn er ljósgrár á litinn og dökknar örlítið þegar hann kemst í snertingu við vatn. En þeir sem hafa safnað mestum eiturefnum í líkamanum eins og m.a. reykingarfólk til fjölda ára sjá sumir mikla breytingu á leirnum því stundum verður hann kolsvartur. En fara þarf varlega í notkun leirsins þar sem afeitrunareinkenni geta komið fram ef fólk er of lengi í leirböðum og þá getur verið gott að byrja á að fara í fótabað. Einkenni eins og höfuðverkur, svimi og ógleði eru ekki óalgeng hjá þeim sem fara ekki varlega í hreinsuninni. Enda skal hafa í huga að frumur líkamans aðlagast eiturefnum og þegar eitrinu er snögglega kippt út úr líkamanum þá verða það mjög snögg viðbrigði sem frumurnar ná ekki að aðlagast með fyrrgreindum afleiðingum.

Kostir segulleirsins:
• Leirinn er 100% náttúrlegur. Hefur engin ónáttúrleg bindiefni eða kemísk aukaefni og dregur eiturefni út um húðina sem er stærsta líffæri líkamans.
• Leirinn getur verið gagnlegur fyrir fólk með hverskyns húðvandamál eins og vegna húðbruna.
• Eitt leirbað getur losað út margra ára uppsöfnuð eiturefni sem við innbyrðum eða komumst í snertingu við í daglegu lífi. Leirinn er hlaðinn neikvætt hlöðnum jónum sem gefa honum þennan mikla segulkraft.
• Getur hjálpað fólki til að hætta að reykja því hann dregur í sig eiturefni úr sígarettum sem hlaðast upp í líkamanum.
• Böðin eru framkvæmd þegar þér hentar í ró og næði á þínu eigin heimili án óþæginda.
• Böðin eru ódýr og krefjast ekki neins tækjabúnaðar. Þau spara þér tugi þúsunda og ónældan tíma samanborið við aðrar aðferðir sem bjóðast til þess að afeitra líkamann.
• Leirinn hefur mikinn segulkraft og inniheldur minna en 5% ál samanborið við flestar aðrar gerðir af eldfjallaleir sem innihalda á bilinu 67%-75% ál.

Höfundur: Víðir Sigurðsson árið 2008



Flokkar:Annað, Kynningar

%d bloggers like this: