Ljósvirkur jóna tannbursti – byltingarkennd nýjung

Soladey tannburstar eru japönsk uppfinning þróuð af dr. Yoshinori Nakagawa. Þeir hafa verið í þróun í tuttugu ár en seldir í núverandi mynd í nokkur á. Tannburstarnir eru notaðir af milljónum fólks í Japan og í mörgum öðrum löndum og hafa fengið frábærar viðtökur fólks um allan heim. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni jóna til þess að eyða bakteríum og örverum en jónir eru taldar mjög áhrifamiklar til þess að eyða bakteríum sem valda óæskilegri munnsýru og bæta þannig tannheilsu fólks. Neikvæðar jónir hafa lengi verið notaðar til hreinsunar vatns og lofts. Þekkt er að hægt sé að framkalla neikvæðar jónir frá málminum titan þegar málmurinn kemst í tæri við ljós og vatn. Titan málmstöng er innan í skafti og haus Soladey jóna tannburstans sem vinnur á byltingarkenndan hátt „ljósvirk“ þegar ljós frá ljósaperu, flúor ljósi eða dagsbirtu fellur á hana gefur málmurinn frá sér neikvæðar jónir.

Jónirnar blandast munnvatninu og draga jákvæðar (vetnis) jónir frá bakteríuskán tannanna sem gerir sýru þeirra basíska, þannig leysist bakteríuskánin upp. Það er náttúruleg og vísindaleg leið fyrir heilbrigðari og hreinni munn. Engin þörf er að nota tannkrem þar sem munnvatnið gerir jónaferlið virkt. Klínískar rannsóknir bæði í Japan og Kanada sýna mjög mikla virkni títan málms gegn Streptococcus mutans bakteríum sem að finnast í munni og valda tannskemmdum.

Vísindalegar rannsóknir sýna að Soladey tannburstun getur stöðvað bakteríumyndun í munni og að blæðingar frá gómi hafa stórlega minnkað eða horfið. Bakteríuskán á tönnum myndar sýru í munni, þessi sýra getur valdið andremmu, tannskemmdum og munnholssjúkdómum, vanalega gerir munnvatnið þessa sýru basíska en þegar bakteríuskánin hleðst upp virkar hún sem vörn sem að kemur í veg fyrir basíska eiginleika munnvatnsins. Rannsóknir hafa sýnt að ,,ljósvirk“ jóna tannburstun fjarlægir bakteríuskán af tönnum og byggir upp heilbrigt tannhold. Basískra áhrifa gætir lengi í munni eftir burstun.

Gæti forðað veikindum

,Patrick Holford virtur breskur náttúrulæknir telur að Soladey tannburstarnir séu byltingarkennd nýjung í tannhirðu og séu líklegir til að leysa aðra tannbursta af hólmi, hann bendir á að ýmsar rannsóknir bendi til þess að tengsl séu á milli slæmrar tannhirðu og hjarta- og æðasjúkdóma. Fjöldi baktería í munni hefur bein áhrif á heilsu á sama hátt og þarmaflóran  hefur áhrif á almenna heilsu fólks. Soladey tannburstar fara vel með glerung tanna og hvers konar tannfyllingar vegna þess hve laust á að bursta.

Þeir vinna gegn andremmu, fjarlægja kaffi- og tóbaksbletti og gera tennurnar hvítari. Henta vel börnum, fólki með tannholdsvandamál einnig á ferðalögum (munnvatn er nóg til að fá virkni). Henta vel fyrir gæludýr (ekkert tannkrem er notað og mjög laust burstað). Vistvænn – ekkert rafmagn eða rafhlöður og minni vatnsnotkun. Skaft og málmstöng tannburstans endist lengi, ef vel er farið með og málmstönginni haldið hreinni. Hægt er að kaupa auka hausa.

Höfundur: Ingibjörg Sigfúsdóttir



Flokkar:Annað, Kynningar

%d bloggers like this: